Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Blaðsíða 9
tækniþróunina, andstætt því sem gerist í bíla- iðnaðinum sem býður viðskiptavinum sínum að persónugera kaup sín. Ertu sammála þessu, þegar þú minnist óska og samræðna við við- skiptavinina þína? Studio Granda: Það tekur fjöllin nokkrar milljónir ár að verða til og nokkur ár að búa til byggingu, en þú kaupir bíl eftir hádegi! Þetta er munurinn. Við viljum hafa byggingarnar fjallamegin, ekki bílamegin. Þannig eru yf- irleitt bestu byggingarnar sem við höfum séð, gerðar í tengslum við jörðina og þann stað sem þær standa á. Á þessu eru þó nokkrar undan- tekningar eins og t.d. Sainsbury Centre, sem er fislétt framleidd bygging, en þar hefur samt verið unnið eftir sama lögmáli sköpunarverks- ins. Maður sem stendur nokkra klukkutíma við að lemja stein, hella steypu, mála, leggja gólf eða gera eitthvað á staðnum skilur eitthvað eft- ir af sjálfum sér fyrir framtíðina. Við megum ekki gleyma að flestar byggingar endast nokkr- ar kynslóðir. Það sem gert er í verksmiðju hefur ekki sömu vigt og hlutir sem gerðir eru á staðnum. Í grundvallaratriðum hefur íbúðarhúsnæði lítið þróast, nema hvað það er orðið fjöldaframleidd- ara en áður og tölvuvæddara. Það er um leið orðið eins og hver önnur söluvara og svo sér markaðssetningin um að selja húsnæði sem er einsleitara og ópersónulegra en áður. Hluti af þessu er að gefa kaupandanum þá hugmynd að hann hafi sniðið íbúðina að sínum smekk með því að velja flísalit eða gólfefni o.s.frv. eftir fyr- irfram ákveðnum pökkum þó, sem oft eru verð- merktir miðað við lúxusstig. Þessi þróun á sér efnahagslegar og þjóðfélagslegar skýringar en getur ekki tekið einstaklingsþarfir með í reikn- inginn nema til málamynda. HA: Þegar hugsað er út í borgina og innra rými hennar má segja að ef framhliðar húsanna mynda innra rými borgarinnar og sýna svip- brigði hennar þá sé innra rými húsanna ytra byrði íbúanna. Ef horft er fram í tímann getum við séð fyrir okkur hvernig innra rými þjóð- félagsins okkar gæti orðið ef við hugsum út í þá gífurlegu þróun síðustu ára á sviði tækni sem hefur gjörbreytt starfsháttum okkar. Studio Granda: Ef við hugsum um Egypta þegar þeir voru að byggja píramídana þá voru þeir hátækniþjóð. Þegar við hugsum um hús þá var hurðin gerð til þess að fara inn í það, glugg- arnir svo fólk gæti séð út og stærðin miðuð við athafnir og þarfir fólks innandyra. Hvað hefur breyst? Við þurfum ennþá að fara í gegnum hurð og horfa út um glugga, hafa stað til að sofa, borða, vinna og nú í tölvunni frekar en að prjóna peysu. Í raun hafa ekki orðið miklar breytingar. Gífurleg tækniþróun hefur orðið, sem hrópar „við erum svo flink!“ En í rauninni hefur ekkert breyst. Við erum ennþá að drekka vín, reyna að lifa vel og horfa á falleg blóm. Byggingin þarf ekki að breytast mikið heldur, nema kannski helst að færa hana meira í bak- grunninn, svo hún verði eins konar svið fyrir daglegt líf og nógu sterk og sveigjanleg til að taka á móti þessari nýju tækni sem mun eiga sér stað á morgun, í næstu viku eða eftir tvö ár. Í grundvallaratriðum hefur góð byggingarlist ekki breyst í nokkur þúsund ár. Manneskjan gerir þó æ meiri kröfur. Bygg- ingar þurfa t.d. að vera tengdar innanhúss vegna þess að fólk vill ekki fara út, t.d. þurfa öll rými að vera tölvutengd, með engu sólarljósi svo ekki glampi á skjáinn, en samt full af birtu. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á byggingar. HA: Augljóst er að arkitektinn þarf að taka tillit til ólíkra hluta í starfi sínu. Hvaða sýn haf- ið þið á arkitektinn? Er hann listamaður, ljóð- skáld, heimspekingur, hagfræðingur, umhverf- issinni, sálfræðingur … Studio Granda: Arkitekt er starfsheiti og það er undir hverjum og einum komið hvernig hann finnur sinn farveg og nálgast fagið. Það geta verið himinn og haf á milli manna með sama starfsheiti. Arkitektinn verður þó ávallt að geta sannfært þá sem halda utan um fjár- magnið um að það sem hann gerir sé fjárfest- ingarinnar virði. Góður arkitekt ætti auðvitað að vera eitthvað af öllu þessu sem þú nefnir, en hann þarf fyrst og fremst að hafa getu til að hrífa aðra með sér, þangað sem engum hefði dottið í hug að fara áður. Til þess þarf hann margvíslega eiginleika, en fyrst og fremst ein- lægan vilja til að skapa betri framtíð. Sumir segja að arkitektar séu síðustu alkemistarnir og verði að vita allt og kunna þá list að skapa eitthvað undursamlegt úr engu. Höfundur er listfræðingur. Göngubrú við Hringbraut & Njarðargötu (2004–2006) „Umhverfi er þannig bæði áþreifanlegt, það sem maður sér, og líka andrúmsloft sem er mjög mikilvægt að finna fyrir og reyna að skilja, það er allt sem augað ekki nemur, en er samt mjög mikilvægt í okkar vinnu.“ (ljósmynd: Sigurgeir Sigurjónsson) Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. febrúar 2006 | 9 Góðan dag, þér grároðnu ský yfir Grindaskörðum á nýbirtum morgni … í raun og veru þá eru engir að horfa á yður því miður á þessum morgni og meðal annars engin börn Það er lærdómstörn – og skyndipróf í skólum Skammt er liðið frá jólum Börn eru bókum klyfjuð of sein í tíma og syfjuð þér skiljið það, gullroðnu ský það er samkvæmt samræmdri mótun á samkeppni tímum við treystum því að þér skiljið það, glitroðnu ský en það kemur páskafrí nema … þá verða próf á ný þér skiljið það, gullroðnu ský það er skýlaus krafa þau fái frið fyrir yður þér beinið ekki áhrifagjörnum börnum frá hugsun um hagvöxt Þá stefnu mótuðu afrenndir sjálfvitar okkar og allir stjórnmálaflokkar í vetur það vita það engir betur – þeir segja það sjálfir hér Og skýjafar megi ekki skyggja á nám Og börnin smá við kennum þeim hvort sem er hvað þau eiga að sjá hér gildir viðurkennd vestræn skynjun Boð yðar, ský, um fegurð fær hér með synjun Í von um að það sé virt til vara er kæra yður hér með birt (frá Samræmingarstofnun uppeldisfræða) (Grindaskörð eru sunnan Bláfjalla ) Grindaskörð Hinn sterki Þór lifir – í undirvitund vorri varnargoð ása Það var landhreinsun mikil er hann lamdi hausa jötna með hamri svo höfuðskel var moluð í mél það varð óvinum öllum að falli ja þvílíkt skap og afl sem einu goði var gefið og stendur hér enn á stalli aðeins stórvirk bergvinnsluvél er viðþolslaus bíður – eftir kalli – hvergi er séð hvað samlíkist betur Þór – að þreyta sinn styrk á bergi – jafnvel á fjalli Og skapið, maður Og Mjölnir fljótur á loft Þór var gerr af eigindum aðeins tveim afli og skapi – skilvirknin rómuð um heim Og hvergi var Þór gamla brugðið í bardögum þeim um fimleik né fágun né fegurðarskyn – það hafði hann aldrei átt þá sýndi hann heldur sinn mikla mátt á tilfinningum tók hann með hamri og afgreiddi – á sinn hátt Vér fylgjum hans dæmi þrátt af þrótti gegn vílmóðum sálum vér hefjum hamar á loft til lúkningar málum Vér játuðum kristni – með leyfi að blóta á laun óvíst – í raun – hvort eykur Þór vorn hróður á þekkingaröld – og þar er á höndum vandi Vér eigum þó sitthvað ólært af Jesú bróður og guðum þeim er gæta vildu að landi Janúar 2006 Valgarður Egilsson Þór hinn heiðni Höfundur er prófessor í læknisfræði og rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.