Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. febrúar 2006 | 3 er án undantekninga á mikilvægi góðrar grunnvinnu til góðra verka (sem er ágætis ábending í þjóðfélagi eins og okkar, sem metur framkvæmd oft að meiru en und- irbúning og umhugsun) og honum verður tíðrætt um breytt hlutverk arkitekta í heim- inum í dag frá því sem var þegar stórar byggingarframkvæmdir voru nær eingöngu á vegum hins opinbera, sem tryggði þá ákveðin gæði og viðmið, en á þessi árin und- ir högg að sækja vegna aðkomu stórra óop- inberra byggingaraðila, og sem stjórnast þá frekar af öðrum hagsmunum en almanna- heill eða heildarmynd borgarinnar. Bakgrunnur í blaðamennsku Rem Koolhaas starfaði sem blaðamaður í mörg ár áður en hann sneri sér að bygging- arlist, og hann segir það lita aðkomu sína að byggingarlist sem tungumáli eða samskipta- miðli, frekar en ákveðnum stefnum í fag- urfræði eða útliti. Hann einskorðar sig ekki við að byggja, heldur skrifar hann bækur, kennir við virta háskóla og heldur úti dótt- urfyrirtækinu AMO í Bandaríkjunum, sem speglar mynd OMA-teiknistofunnar hinum megin hafsins í hugsun og tilurð bygginga sem rýmis. Koolhaas er m.a. í forsvari fyrir „Project on the City“, viðamikið rann- sóknaverkefni með nemendum við Harvard- háskóla sem lýtur að borgarskipulagi víðs- vegar um heiminn, og bækur hans Delerius New York (útg. 1978) og ekki síst doðrant- urinn S, M, L, XL (útg. 1996 í slagtogi við kanadíska hönnuðinn Bruce Mau) sem fást við skynjun, stöðu og erindi byggingarlistar í þjóðfélagi samtímans virðast höfða jafnt til ungu sjónvarpskynslóðarinnar sem heim- spekisinnaðra fræðimanna. Bækurnar eru, eins og byggingar hans, við fyrstu sýn sjón- rænt ögrandi og spennandi, en við nánari lestur kemur í ljós vel úthugsuð uppsetning og ferli um textann handan hins ytra forms bókarinnar, rétt eins og innihaldsrík rými handan veggja bygginganna, sem kemur á óvart og firrist einfalda skilgreiningu verk- anna. Dálæti á óhefðbundnum lausnum Á fyrirlestrinum í Hafnarhúsinu kom glögg- lega í ljós hversu mikla ánægju Koolhaas hefur af frumlegri nálgun viðfangsefna sinna. Hann telur mjög mikilvægt að nálg- ast hvert verk á ólíkum forsendum þeirra, og það gildi jafnt um Vatnsmýrarverkefnið sem önnur verkefni að vera alveg án for- dóma þegar lagt er upp, til að loka ekki á nein sjónarhorn og útiloka engar lausnir fyrirfram, sama hversu undarlegar þær virðast í fyrstu. Verkin sem hann sýndi á fyrirlestrinum sýndu þetta vel og voru afar ólík, allt frá gráglettinni tillögu að nýjum fána fyrir Evr- ópubandalagið til 56 hæða höfuðstöðva rík- issjónvarpsins í Kína (2005) sem er formað eins og undið O, almenningsbókasafns í Seattle (2004) þar sem hæðirnar eru teygð- ar til allra átta og almenningsrýmin spennt þar á milli, og tónlistarhússins Casa da Musica í Porto (2005) sem spratt reyndar upp úr hugmyndavinnu fyrir þarfir nútíma- fjölskyldu í einbýli. Þau einkennast öll af eigin fagurfræði, óhefðbundnum lausnum og tilraunum í ytra formi, en ólíkt því sem oft tíðkast með sérkennilega formaðar bygg- ingar er jafn mikil áhersla lögð á hið innra rými, ferli um hverja hæð og á milli hæða og ríkulegar upplifanir, sem fyrir mitt leyti búa yfir grípandi fegurð á sinn eigin hátt – sama hvað Koolhaas segir um að það sé ekki aðalatriðið fyrir sér. Þessi nálgun Koolhaas þykir vísa út úr þeirri stöðnun eða úrræðaleysi sem byggingarlist á við að etja í breyttri heimsmynd nútímans, enda hafa honum að undanförnu hlotnast öll helstu al- þjóðlegu verðlaun arkitekta, s.s. Pritzker Prize (2000), Praemium Imperiale (2003) og RIBA Royal Gold Medal (2004) fyrir ferska og frumlega afstöðu sína sem hunsar fyr- irfram gefnar lausnir og yfirborðskennda stæla. Dálæti Koolhaas á óhefðbundnum lausn- um kristallast í einbýlishúsi fyrir fatlaðan útgefanda og fjölskylduföður, Maison á Bordeaux í Suður-Frakklandi (1998), þar sem hluti af gólfinu í miðju hússins getur hreyfst á milli hæða til að mæta þörfum hans um hreyfanleika innan hússins, rétt eins og lyfta, nema á hverri hæð verður gólfhlutinn eðlilegur hluti af rými hverrar hæðar, hvort heldur í (vín-)kjallaranum, á jarðhæðinni eða ofar í húsinu, þar sem út- sýnis nýtur yfir fallega náttúruna í kring, og húsið tekur þannig sífelldum breytingum í birtingarmynd sinni, allt eftir því hvar miðjuhluti gólfsins er staðsettur hverju sinni. Á sama hátt er unnið með allsendis óhefð- bundin rými í fyrirlestrabyggingunni Educatorium við háskólann í Utrecht í Suð- ur-Hollandi (1997), þar sem skáhallandi gólf og óvenjuleg form veggja mynda lifandi um- hverfi innandyra sem unun er að upplifa og njóta, og þar sem snilldarlega er farið með ódýr byggingarefni á fágaðan hátt. Á að- komuhliðinni má sjá hvernig gólf hússins lesa sig upp með hæðunum. Þau teikna nán- ast form fyrirlestrasalanna innandyra og renna í mjúkum boga sem verður að þaki byggingarinnar, en gefur um leið sérstakt rými að innan fyrir nemendur í hléi frá fyr- irlestrum og á milli kennslustunda. Í Rotterdam er öllu minni bygging lista- skálans Kunsthal (1993), sem stendur á mörkum gróins lystigarðs og hraðbrautar, sem stendur á manngerðu síki nokkrum metrum hærra en garðurinn. Þessir furðu- legu staðhættir aftra þó ekki Koolhaas og teiknistofu hans OMA frá að vinna verkið, þannig að ferð í safnið getur hæglega tekið marga tíma – jafnvel þótt sá tími fari ein- göngu í að skynja og upplifa ferli hreyfing- arinnar í gegnum bygginguna, sem skarast í mörgum hlutum og á mörgum hæðum sem fléttast saman, þannig að sífellt sér glitta í rými á milli hæða, eins og úr kaffisölunni á jarðhæðinni sem snýr stórum glugga að garðinum en býður jafnframt upp á sjón- vinkil í neðri helming bóksölunnar hálfri hæð ofar. Skáhallandi súlur undirstrika hreyfinguna og léttleikann sem er allsráð- andi bæði í föstu efni og andrúmslofti stað- arins. Þarf yfirleitt nokkuð að þétta byggð hér? Aðspurður segist Rem Koolhaas ekki sann- færður um að arkitektar séu aðalhöfundar borga þegar upp er staðið. Með undantekn- ingu nokkurra dæma í sögunni þar sem ein- ræðisherrar eins og Napóleon reistu heil hverfi eða jafnvel borgir út frá einni heild- arsýn hafa borgir tekið á sig mynd út frá efnahag og málamiðlunum, stórar áætlanir hafa strandað á miðri leið og völd þeirra sem með peningana fara, stjórnmálamanna og framtakssamra verktaka, yfirleitt verið sterkasta aflið í manngerðu umhverfi borga. Ólíkt mörgum öðrum sem hafa þörf fyrir að rétta hlutina af og halda skýrri yfirsýn hefur Koolhaas miklu meiri áhuga á að ýta undir fjölbreytileika og þá dýnamík eða orku sem felst í ringulreið. Hann hefur enga þörf fyrir að setja fastar leikreglur eða predika „réttar“ skoðanir og er í raun afar auðmjúkur þegar bornar eru undir hann stórar spurningar. Af reynslu sinni við rannsóknir á borgum víðsvegar um heiminn segist hann undrast hæfileika fólks til að koma sér fyrir, búa við og aðlagast ólíkustu skilyrðum, og þegar það er borið undir hann spyr hann glettnislega á móti hvort hér þurfi yfirleitt nokkuð að þétta byggð? Að öllu gamni slepptu virðist hann hlakka til að kanna og kryfja möguleikana á þróun þess dýrmæta svæðis sem Vatnsmýrin er. Það er óneitanlega spennandi að horfa til framtíðar af hugsjónum sem ná lengra en út vikuna. Höfundur er arkitekt. Maison á Bordeaux Dálæti Koolhaas á óhefðbundnum lausnum kristallast í þessu einbýlishúsi. Undið O Höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins í Kína (2005) sem eru formaðar eins og undið O. BASIC REQUIREMENTS: Aged 18+ with good English Language ability APPLICATION AND INFORMATION Email info@laban.org or call +44 (0)20 8691 8600 CREEKSIDE LONDON SE8 3DZ UK WWW.LABAN.ORG Programmes offered at Laban compliant with the national framework for higher education qualifications are validated by City University, London. Laban is committed to equality of opportunity. Laban is incorporated by Trinity Laban. Registered Charity 309998. Supported by Arts Council England with National Lottery funds. Design Laban 2005 Photo Merlin Hendy. Launch yourself into the world of professional dance, training in Contemporary Dance with a renowned teaching faculty, at Laban’s unique award-winning building in London, UK. Offering undergraduate and postgraduate programmes WWW.LABAN.ORG REYKJAVIK, ICELAND 11 -12 MARCH CONTACT Thordis Schram JSB Artschool of Dance Lagmuli 9 105 Reykjavik T 00 354 581 3730 E jsb@jsb.is For more details on our overseas auditions visit www.laban.org AUDITIONING FOR OUR 3 YEAR BA (HONS) DANCE THEATRE PROGRAMMME Interested in discussing postgraduate training opportunities at Laban? Please contact the administrator at your nearest venue, who can book you onto an information session with our programme leaders.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.