Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 3
lesbók
Eftir Árna Björnsson
arnib@thjodminjasafn.is
Þ
að er ekki fyrr en um aldamótin
1900 sem greinilega sést að hug-
ur Jónasar frá Hrafnagili er tek-
inn að hneigjast að því sem nú á
dögum er kallað þjóðháttafræði
eða menningarsaga alþýðunnar.
Hann er þá að verða hálffimmtugur og hafði lát-
ið margt annað til sín taka. Á stúdentsárum
þýddi hann til dæmis fyrstur manna gamanleik-
inn Ævintýri á gönguför eftir Hostrup sem
sýndur var í Gildaskálanum í Reykjavík 7. jan-
úar 1882. Frá honum er því þessi alþekkti texti:
Og ég vil fá mér kærustu sem allra –, allra fyrst
en ekki verður gott að finna hana.
Um sama leyti skrifar hann yfirlit um bók-
menntir Íslendinga á 19. öld sem birtist árið
1881 í Tímariti Bókmenntafélagsins. Eftir að
hann verður prestur í Eyjafirði árið 1885 fer
hann brátt að senda frá sér ritgerðir í tímarit,
þýðingar, frumsamdar smásögur, og loks skáld-
sögur. Á næstu tólf árum birtir hann fimmtán
smásögur í tímaritunum Iðunni, Þjóðólfi, Norð-
urljósinu og Eimreiðinni, og árið 1892 kemur út
eftir hann skáldsagan Randíður í Hvassafelli.
Jónas fylgdi raunsæisstefnu í bókmenntum
líkt og skólafélagar hans, Einar H. Kvaran og
Hannes Hafstein, og fjallar öðru fremur um
skuggahliðar mannlífsins. Grunntónar í sögum
hans eru annarsvegar samúð með smælingj-
unum og hinsvegar andúð á fláttskap og harð-
ýðgi hinna auðugu. Því er líkast sem mottó fyrir
öllum sögum hans séu orð gríska heimspek-
ingsins Sólons: Ágirndin er undirrót alls ills.
Auk þess er hið dapurlega hlutskipti kvenna
honum mjög hugleikið, hvernig þær eru ofur-
seldar valdi feðra sinna og eiginmanna.
Undir lok aldarinnar snýr hann sér meira að
fræðslumálum, gefur út stafrófskver og
kennslubækur og verður auk þess aðalhöfund-
ur að dansk-íslenskri orðabók sem út kom árið
1896. Það er sú orðabók sem Freysteinn Gunn-
arsson endursamdi og jók um þriðjung 30 árum
seinna og er reyndar stofninn í þeirri dansk-
íslensku orðabók sem enn er mest notuð.
Fyrsta beina vísbendingin um könnun hans á
þjóðháttaefni er svör við spurningalista um
barnsfæðingar og umönnun hvítvoðunga á Ís-
landi sem þýski fræðimaðurinn Max Bartels
hafði sent honum ásamt níu öðrum Íslendingum
og birtust í tímariti um þjóðfræði í Berlín árið
1900. Það er ekki ósennileg tilgáta að grúskið
við þessi þjóðfræðilegu svör hafi kveikt í Jónasi
löngun til að kanna þetta lítt numda svið öllu
nánar. Fleira átti þó eftir að koma til og er þá
rétt að líta til annarra Norðurlanda.
Norski fangapresturinn Eilert Sundt (1817-
1875) hafði í fyrstu reynt að siðbæta tatara í
Noregi sem oft lentu í tukthúsi af því þeir skildu
ekki góðborgaralegar hefðir. Í framhaldi af því
sneri Sundt sér síðar að því að skrifa um lífs-
hætti fátæks fólks því honum fannst fræðimenn
úr efri lögum samfélagsins oft gera það af
hroka og lítilsvirðingu.
Lærisveinn Sundts í Danmörku var prest-
urinn Henning Feilberg (1831-1921) sem einnig
var kennari við hinn þekkta lýðskóla í Askov á
Jótlandi og margir Íslendingar hafa fyrr og síð-
ar stundað nám við. Hann vann einnig í næstum
30 ár að orðabók um hið jóska almúgamál en
hún varð um leið einskonar alfræðibók um dag-
legt líf jóskra bænda. Fyrsta meiriháttar rit
hans á sviði þjóðhátta hét einmitt Dansk
Bondeliv og kom fyrst út árið 1889.
Feilberg hafði hug á þjóðfræðum víðar en í
Danmörku sjálfri og virðist hafa verið læs á ís-
lensku. Hinn 4. febrúar árið 1905 skrifar þessi
74ra ára gamli fræðimaður Jónasi á Hrafnagili
bréf þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:
Kæri prófastur Jónas Jónasson!
Margsinnis hef ég nefnt það við landsmenn yðar,
hversu mikilvægt það gæti verið, ef íslenskur maður
tæki sér fyrir hendur að lýsa lifnaðarháttum fólksins,
úti og inni, störfum þess á sjó og landi, hringrás at-
vinnulífsins, hvernig hátíðir eru haldnar, sumardag-
urinn fyrsti, jólin og aðrir helgidagar, alþýðutrú og
hjátrú í stóru og smáu. Þetta bar enn á góma á síð-
ustu jólum í samtali við Einar Helgason ráðunaut.
Hann gaf mér leyfi til að leggja þetta mál fyrir yður í
sínu nafni.
Hér er vafalaust um að ræða Einar Helgason
seinast garðyrkjustjóra í Reykjavík. Feilberg
segist eiga þjóðsögur Jóns Árnasonar og
nokkrar bækur eftir Ólaf Davíðsson og Björn
Bjarnarson frá Viðfirði. Þetta eru allt saman
ágæt söfn, segir Feilberg, en það vantar ennþá
næstum allt um þjóðsiði. Hann gerir því skóna
að lausn á ýmsum gátum í alþýðutrú á öðrum
Norðurlöndum kynni að leynast á Íslandi. Að
lokum segir Feilberg:
Herra Helgason áleit, að ef það væri nokkur, sem væri
til þess fallinn að inna slíkt af hendi eða finna leiðir til
að fá það gert, þá væruð það þér. Það er ástæða þess,
að ég, sem er yður allsendis ókunnugur, en hef unnið
árum saman að slíkum verkefnum, leyfi mér að leggja
þetta mál fyrir yður. Ég hef margsinnis haft þá ánægju
að hitta unga samlanda yðar hér á lýðskólanum. De-
res ærbødige H. F. Feilberg.
Jónas brást skjótt við þessu ákalli hins aldr-
aða starfsbróður. Hann svarar honum með
næstu skipsferð mánuði síðar og kveðst meðal
annars hafa lesið bók Feilbergs, Dansk Bonde-
liv,
og varð mér þá fyrst fyrir, er ég hafði lesið þá bók,
að óska, að einhver vildi ráðast í það að semja slíka
bók fyrir Ísland. ... Ef semja ætti nokkurn veginn
tæmandi ritgerð um þetta efni, þyrfti helst að fara
að eins og Eilert Sundt gerði í Noregi: ferðast um í
hægðum sínum og komast þannig inn á fólkið. ... Það
er svo á Íslandi sem víðar, að það er að verða hver
seinastur með að ná ýmsu af þessu forna hjá þjóð-
inni, sem er að týnast. Mentunin og menningin er að
sópa burtu einkennilegu siðunum, og alt er að verða
evrópeiskt. [Þetta er skrifað fyrir 101nu ári!] ... Eg hefi
oft hugsað um þetta, og við þetta, að þér hafið nú
ritað mér um það, vildi ég reyna að gera tilraun með
að safna til þess. En það hefir tíma og mikla vinnu í
för með sér. En líklega mundi ég ekki ráðast í að
senda spurnarblöð út um þetta, fyrri en eg hefði ráð-
fært mig við yður um það, því að ég er hálfgert barn
í lögum með þetta.
Af þessu verður varla annað ályktað en að
hvatningarbréf Feilbergs frá árinu 1905 hafi ýtt
undir Jónas að halda áfram þeim athugunum á
lífsháttum almennings, sem hann hafði sýnilega
byrjað á.
Nokkru eftir þetta hófst samvinna Jónasar
og Odds Björnssonar prentara um söfnun og
útgáfu þjóðlegra fræða. Þeir sendu á næstu
tveim árum út boðsbréf um söfnun þessa efnis
um allt land. Jónas ritaði formála að fyrsta
bindinu og segir m.a. um nýjan þátt sem heitir
Venjur, þjóðsiðir og þjóðtrú:
Þjóðsiðir að fornu og nýju hafa enn ekki verið í neinu
verulegu rannsakaðir á landi hér, og er það skaði
mikill, og allar líkur til að margt sé nú horfið og týnt,
sem áður var. ... Má þar meðal annars telja alþýðleg-
ar lækningar, venjur við fæðingar og barnaskírnir,
giftingar, dauða og útfarir og margt fleira. Margt í
slíkum venjum má rekja til fornaldartíma, sumt til
páfatrúartímanna og sumt til annarra raka. Undir
þenna flokk heyra víti öll og viðsjár, dagatrú, áheit,
óskastund og margt fleira.
Ekki varð framhald á þessari útgáfu Odds
Björnssonar fyrr en tveim áratugum síðar. Jón-
as lét hinsvegar ekki deigan síga heldur sendi
út nýjan spurningalista árið 1909. Þar spyr
hann ekkert um þjóðsögur, heldur einungis
þjóðsiði og þjóðtrú. Þar eru saman komnar
flestar þær spurningar sem seinna var leitast
við að svara í ritinu Íslenskir þjóðhættir. Hann
skiptist í 14 meginkafla, sem heita: Hús og hí-
býli, Daglegt líf, Fatnaður, Hreinlæti, Mat-
aræði, Aðalstörf manna til sveita, Sjómennska,
Hátíðir og merkisdagar, Veðurfarið, Skepn-
urnar, Lífsatriði, Heilsufar og lækningar,
Skemtanir og ferðalög, Trúar- og hugsunarlíf.
Eftirtektarvert er að enda þótt fyrirsögn
boðsbréfsins sé Þjóðtrú og þjóðsiðir, eru 99%
spurninganna í 13 fyrstu köflunum um mjög
verklæga eða hagnýta hluti en varla er minnst á
þjóðtrú fyrr en í seinasta kaflanum. Í mesta lagi
er stundum spurt hvort eitthvað eigi að varast
við tiltekin verk eða aðrar athafnir. Með þessu
boðsbréfi má segja að Jónas sé kominn á fulla
ferð við að vinna að hinu einstæða brautryðj-
endastarfi sínu.
Það er líka ljóst að fleiri menn erlendis eru
farnir að taka eftir honum. Axel Olrik var ásamt
Feilberg frumkvöðull þess að stofnuninni
Dansk Folkemindesamling var komið á fót árið
1905 og var fyrsti forstöðumaður hennar. Hann
skrifaði Jónasi 27. febrúar 1911 í tilefni þess að
gamli Feilberg sé að verða áttræður og fræði-
menn á öllum Norðurlöndum hafi hugsað sér að
heiðra öldunginn með því að gefa út afmælisrit.
Olrik segist fyrir hönd þessara fræðimanna
biðja Jónas að vera einn af útgefendum og
greinarhöfundum,
sem stendur yður nærri, bæði vegna persónulegra
kynna og hinnar merkilegu athafnasemi yðar á sviði
þjóðfræða. Við vitum því ekki um neinn íslenskan
fræðimann, sem við vildum frekar óska að tæki þátt í
slíkri athöfn. Um leið vonumst við auðvitað til þess,
að þér leggið fram grein í ritið. Við erum sannfærðir
um, að þér viljið taka þátt í því með okkur hinum að
hylla hinn óþreytandi fræðimannaöldung.
Jónas brást vel við þessari beiðni, sem vita-
skuld var líka heiður, því að segja má að í út-
gáfunefndinni sé rjóminn af þeim vísinda-
mönnum sem fengust við húmanísk fræði á
Norðurlöndum. Hann lagði líka fram grein í
þetta 800 blaðsíðna afmælisrit. Hún hét Um
fæðingu og dauða í þjóðtrú Íslendinga. Út-
dráttur á frönsku fylgdi öllum greinunum.
Þessi grein Jónasar er að miklu leyti samhljóða
því sem síðar birtist um sama efni í Íslenskum
þjóðháttum. Það lítur því út fyrir að Jónas hafi
þá þegar verið farinn að vinna úr því efni sem
honum var að byrja að safnast.
Með þessu hefjast bein tengsl Jónasar við
Dansk Folkemindesamling og Axel Olrik og
halda áfram meðan báðir lifa sem reyndar urðu
ekki nema nokkur ár. Þau dugðu samt til þess
að Jónas hlaut dálítinn styrk til söfnunar frá
Carlsberg-sjóðnum í tvö ár, 1915 og 1916 og Ol-
rik sendi honum leiðbeiningar frá stofnun sinni
við að flokka heimildir og skilgreina heimild-
armenn. Auk þess útvegaði Olrik fé til að greiða
fyrir afritun alls þess efnis sem Jónas safnaði til
að geyma aukaeintak í Dansk Folkeminde-
samling.
Jónas sendi svo ítarlegri útgáfu spurn-
ingalista síns út árið 1915 og er fyrirsögnin öllu
metnaðarfyllri en hin fyrri: Spurningar til leið-
beiningar til vísindalegra rannsókna um þjóð-
háttu og þjóðsiði, þjóðtrú og venjur á Íslandi.
Honum bárust nú æ fleiri heimildir en entist
ekki aldur til að búa fyrirhugað rit sitt til prent-
unar. Það mikla verk vann Einar Ólafur Sveins-
son sextán árum seinna.
Tvennt er það sem einkum vekur undrun við
heimildasöfnun og úrvinnslu Jónasar. Í fyrsta
lagi eru það hin ótrúlegu afköst á ekki lengri
tíma og ásamt öðrum störfum. Það er helst sjó-
mennskan og aðrir sjávarhættir sem verða út-
undan því Jónasi entist ekki aldur til að dveljast
þann tíma við sjávarsíðuna sem til hefði þurft.
Annað er jafnvel enn áhugaverðara við þetta
verk Jónasar en það er hin raunsæislega nálg-
un hans. Þeir sem fyrstir tóku að kynna sér
menningu almúgans úti í Evrópu söfnuðu eink-
um afþreyingarefni, sögum, ævintýrum, vísum
og sönglögum. Næst tóku margir að dunda sér
öðru fremur við það sem þeim fannst skoplegt í
fari sveitafólks. Þetta minnir á sjónvarpsmenn
nú á dögum sem leita uppi skrítna karla og kerl-
ingar svo að hrekklaus sjónvarpsbörn fara að
halda að svona séu allir bændur.
Hjátrúarfræði var í tísku í Evrópu þegar
Jónas byrjaði á heimildasöfnun sinni um ís-
lenska þjóðhætti og hjátrúarfræðingar bjuggu
til margar og skrautlegar kenningar. Það kem-
ur því nokkuð á óvart hversu tiltölulega lítill
þáttur svonefnd hjátrú eða þjóðtrú er í þessu
höfuðverki Jónasar, Íslenskum þjóðháttum.
Ekki er svo að skilja að hann hafi forðast það
efni, öðru nær, en smám saman er eins og
raunsæismaðurinn komi æ meira til skjalanna.
Lýsingar á vinnubrögðum og daglegu atferli fá
sífellt meira rúm.
Segja má, að dultrúarleg atriði nemi í mesta
lagi einum fjórða af efninu í Íslenskum þjóð-
háttum. Í staðinn höfum við fengið einstæða og
sannferðuga þjóðlífslýsingu sem einkum á þó
við 19. öldina á Íslandi. Ég held það megi full-
yrða að Jónas sé á alþjóðlega vísu blátt áfram
meðal hinna fyrstu þjóðfræðinga, sem lýsa
verklegri og andlegri alþýðumenningu án þess
að spyrða hana endilega saman við hindurvitni
og hégiljur.
Tildrög þjóðháttaskrifa
Jónasar frá Hrafnagili
Brautryðjandi Höfundur telur Jónas meðal fyrstu þjóðfræðinga í heiminum sem lýsa verklegri
og andlegri alþýðumenningu án þess að spyrða hana saman við hindurvitni og hégiljur.
7. ágúst sl. hefði Jónas Jónasson frá Hrafna-
gili orðið 150 ára. Sýning um Jónas verður
opnuð í Þjóðarbókhlöðunni af þessu tilefni
22. september en einnig stendur nú yfir sýn-
ing um hann í Amtssafninu á Akureyri. Í
þessari grein er fjallað um tildrög þjóðhátta-
skrifa Jónasar en þar vann hann mikið braut-
ryðjendastarf.
Höfundur er þjóðháttafræðingur.