Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 11 lesbók Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is Ritun sagn-fræðilegra skáldsagna getur reynst sann- kallað jarð- sprengjusvæði. Enda krefst hún ekki bara góðrar þekkingar á við- komandi tímabili, menningu þess sögu, háttum og hefðum, heldur er líka auðvelt að missa skrifin út í klisjukenndan skáldskap þar sem sagnfræðin þjónar þeim einum til- gangi að skapa bakgrunn fyrir bún- ingadrama. Nýjasta bók Robert Harris Imperium nær að varast all- ar slíkar gildrur. Sögusviðið er Róm á síðustu árum heimsveldisins og þykir bókin, sem talin er eitt besta verk Harris til þessa, bæði ítarleg og heillandi. En þar kallar höfundurinn fram glæsileika og skuggahliðar Rómar samhliða því að draga fram trúverða mynd af merkismönnum á borð við Sesar og Cicero.    Róm á öldum áður setur á sinnhátt líka um margt tóninn fyrir Játningar Ágústínusar, sem nýlega komu út í íslenskri þýðingu Sig- urbjörns Einarssonar hjá Hinu ís- lenzka bókmenntafélagi, en Játning- arnar eru gjarnan taldar fyrsta vestræna sjálfsæfisagan. Játning- arnar eru þó ekki eina ritið tengt kristinni trú sem nú prýðir hillur ís- lenskra bókaverslana því 7. og 8. bindi af Kirkjum Íslands, einnig frá Hinu íslenska bókmenntafélagi, kemur einnig út um þessar mundir.    Grípandi titill eins og á verðlauna-sögu Marinu Lewycka Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkra- ínsku getur ekki annað en vakið at- hygli þegar ráfað er um í bókabúð og ekki er verra þegar innihaldið stenst væntingar lesandans. Bókin, sem fer nú sigurför um Evrópu, er komin út hjá Máli og menningu í íslenskri þýðingu Guðmundar Andra Thors- sonar, en þess má geta að hún hefur verið tilnefnd til bæði bresku Boo- ker og Orange verðlaunanna.    Austur-Evrópa á líka sinn fulltrúaí æsispennandi njósnasögu William Boyd Restless sem þykir góð lesning fyrir unnendur spennu- sagna. Þar tvinnar höfundurinn saman sögu Evu, rússneskrar konu sem var njósnari fyrir bresku krúnuna í heimstyrjöldinni síðari, og svo dóttur hennar Ruth sem lifir öllu hversdagslegra lífi sem kennari í Oxford. En þessi hluti af ævi Evu, er dóttir hennar – sem þekkir móður sína sem Sally Fairchild – alls ókunnur. Og höfundurinn hefur svo sannarlega sinnt sagnfræðihluta rannsóknarvinnunnar fyrir bók- arskrifin því honum tekst einkar vel upp með að draga lesandann inn í flóknustu tækniatriði njósnastarfs- ins á stríðstímum. Önnur spennu- saga, Þriðja táknið, eftir Yrsu Sig- urðardóttur sem vakti í fyrra mikla athygli hér á landi fyrir góða bóka- samninga við erlend útgáfufyrirtæki fær blendnar viðtökur hjá hinu norska Oppland Arbeiderblad, sem segir lýsingar á landi, sögu og ís- lenskum hversdagsleika hressandi – og er sá hluti verksins nokkuð sem gagnrýnandinn vildi gjarnan sjá meira af, reki fleiri bækur Yrsu á fjörur hans, og þá helst á kostnað nokkurra þeirra klisjukenndu lýs- inga sem Þriðja táknið geymi líka. Bækur Robert Harris William Boyd Yrsa Sigurðardóttir Eftir Hávar Sigurjonsson havars@simnet.is Verkefnavalið í Borgarleikhúsinu í veturhefur á sér nokkra slagsíðu kommersí-alismans þó erfitt sé að skammast yfirþví þar sem tvö af þremur stærstu verkefnunum eru íslensk og alltaf erfittt að kvarta þegar svo er. En samt. Verkin þrjú eru Amadeus, Grettir og Dagur Vonar. Þegar ákveðið er að taka verk til end- ursýningar hljóta eitt að fleiri af eftirfarandi sjónarmiðum að ráða valinu. Í fyrsta lagi: hversu langt er síðan verkið var síðast flutt eða frumsýnt? Í öðru lagi: Er efni verksins af því tagi að það eigi erindi við áhorfendur núna? Og í þriðja lagi: er líklegt að sýning á verkinu verði jafnvinsæl núna og hún var upphaflega? Siðasta spurningin felur á vissan hátt í sér þær tvær fyrri,en þó ekki, því hér er einfaldlega um það að ræða hvort hægt sé að endurtaka fyrri vel- gengni. Fleiri atriði ráða svo endanlegu vali einsog hver leikur aðalhlutverk, er hann/hún frægur eða vinsæll og hafi einhver ekki áttað sig á röksemdafærslunni nú þegar, þá er hún sú að allar þessar spurningar eiga vel heima í mark- aðsleikhúsi – það er að segja kommersíal leik- húsi svo ekki sé nú vakinn upp sá tátólógíski draugur sem reið röftum í leikhúsumræðu fyrir nokkrum árum um hvað væri markaðsleikhús – þar sem gæði eru mæld í aðsókn og því fleiri þættir jöfnunnar sem þekktir eru fyrirfram því betra. Leikritið Amadeus sló í gegn á heimsvísu í byrjun níunda áratugarins. Það var tekið til sýn- inga í öllum helstu leikhúsum heims, höfund- urinn Peter Shaffer hafði áður skrifað annan smell, Equus. Sýning Þjóðleikhússsins á Ama- deusi með Róbert Arnfinnsson í hlutverki Sali- eris og nýlega útskrifaðan leikara, Sigurð Sig- urjónsson, í hlutverki Mozarts var fín sýning sem gegndi því göfuga hlutverki að vera íslensk- un á nútímaleikriti sem var að fara „sigurför um heiminn. Svo var gerð bíómynd eftir Amadeus sem „sópaði til sín helstu verðlaunum kvik- myndaheimsins og þá mynd er hægt að nálgast á öllum betri myndbandaleigum. Og hver er þá tilgangurinn með endur- uppsetningu LR núna? Hefur þjóðin beðið þess með óþreyju að Amadeus að nýju? Verður þetta allt önnur túlkun? Hver veit? Er Amadeus yf- irhöfuð leikrit af þeirri stærð að það bjóði upp á nýja túlkun, nýja hugsun? Kallar íslenskt sam- félag á nýja túlkun á Amadeusi á því herrans ári 2006? Sömu spurninga má reyndar spyrja um söngleikinn Gretti? Frábær hugmynd á sínum tíma og Kjartan Ragnarsson var óborganlegur í titilhlutverkinu. En kallar samtíminn á nýja túlkun á Gretti? Eða er bara verið að setja hann upp núna af þvi að hann var einu sinni vinsæll? Væri ekki nær að taka meiri áhættu og láta semja nýjan söngleik, ekki vantar gróskuna í tónlistar- og leikhúslífið. Dagur vonar hefur það sér til ágætis að vera íslenskt leikrit. Það er eiginlega ekki hægt að vera á móti því að íslenskt leikrit sé sviðsett, hvort sem um frum- eða enduruppfærslu er að ræða. Ég er tilbúinn að fallast á að það sé eitt af hlutverkum Leikfélags Reykjavíkur sem nýt- ur stórfellds fjárhagslegs stuðnings af al- mannafé að hlúa að íslenskri leikritunarsögu. Kannski mun ný uppfærsla á Degi vonar verða til þess að fleiri íslensk verk verða tekin skoð- unar og talin verðskulda enduruppfærslu. Mað- ur leyfir sér a.m.k.að vona að dálæti leik- hústjórnarinnar á þrautreyndum smellum, stafi ekki af kjarkleysi hennar til að meta hvort ný verk séu hæf til sýninga eða ekki. Slagsíða og kjarkleysi Erindi » Væri ekki nær að taka meiri áhættu og láta semja nýjan söngleik, ekki vantar gróskuna í tónlistar- og leikhúslífið. Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hjalmarstefan@gmail.com M ahfouz var rétt rúmlega tví- tugur að aldri þegar hann hóf ritstörf á greinum og smásögum í tímaritum og blöðum. Að endingu varð hann afkastamikill rithöf- undur, líkt og fyrirrennararnir Russell og Lax- ness, og spannaði rithöfundarferill hans sjö áratugi. Fyrsta bókin kom út árið 1932 og sú síðasta 2004 og eftir hann liggja á fjórða tug skáldsagna, meira en 350 smásögur, 5 leikrit, fjöldi ritgerða auk tæplega tuttugu kvikmynda- handrita. Öll verk sín ritaði Mahfouz á arabísku og er enn sem komið er eini arabinn sem hlotið hefur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Það gerðist árið 1988, en tekið var fram að verðlaunin fengi Mahfouz fyrir skáldsögur sínar og smásögur sem blésu nýju lífi í arabísku nútímaskáldsög- una. Lof, last og hnífstunga Viðbrögðin í arabaheiminum voru mest á einn veg: dagblöðin kepptust við að lofa Mahfouz og arabískir rithöfundar og gagnrýnendur fögnuði vali hans. Í marokkóska dagblaðinu al-Alam sagði rétt eftir tilkynninguna á vali Mahfouz: „Hvorki er sá arabíski skólastrákur til, sem ekki hefur lesið eitthvert verka hans, né sá rit- höfundur, sem ekki hefur orðið fyrir áhrifum frá honum á einn eða annan hátt.“ Áður höfðu bækur hans hins vegar orðið fyr- ir því að vera bannaðar í mörgum löndum araba vegna stuðnings Mahfouz við friðarsamn- ing Egypta og Ísraela frá árinu 1979. Og það voru ekki einungis skoðanir hans á stjórn- málum sem voru umdeildar. Árið 1994, sex árum eftir að Mahfouz fékk Nóbelsverðlaunin, var ráðist á hann og hann var stunginn í hálsinn. Að verki voru íslamskir öfgamenn sem hötuðust út í eina af skáldsögum rithöfundarins: Gebelawi-börnin frá árinu 1959. Hún er eitt þekktasta verk Mahfouz, og fjallar um eilífa leit mannsins að andlegum gildum. Í verkinu er vísindamaðurinn ábyrgur fyrir dauða föðurins Gebelawi (Guðs) en jafnframt eru Adam, Eva, Móses, Jesús og Múhameð persónur í léttu dulargervi. Sú meðferð á helgu fólki þótti íslömskum harðlínumönnum vera guðlast. Egypskur klerkur lét síðar þau orð falla að ef Mahfouz hefði verið refsað fyrir þetta meinta guðlast, hefði Salman Rushdie aldrei þorað að skrifa Söngva Satans. Gebe- lawi-börnin var bönnuð í Egyptalandi frá 1959 fram til þessa árs. Mahfouz lifði árásina af. En það sem eftir lifði ævi þurfti hann að glíma við ýmsa kvilla vegna hennar, til að mynda að taugar í hægri hendi hans skemmdust. Mahfouz handskrifaði verk sín alla ævi, og skriftir urðu honum því mun erfiðari eftir árásina. Fjögur tímabil á ferlinum Fræðimenn hafa margir hverjir skipt rithöf- undaferli Mahfouz í fjögur tímabil. Í fyrsta lagi eru þrjár fyrstu skáldsögur hans frá því um 1939 til 1944. Þær eru sögulegar og sumir telja þær minna á bækur Sir Walters Scott. Þær gerast á tímum faraóanna en í þeim speglast félagsleg vandamál í Egyptalandi úr samtíma Mahfouz. Eftir þetta tekur við tímabil fram til um það bil 1959 þar sem meginþorri ritverka Mahfouz eru raunsæislegar skáldsögur. Frásagnarsviðið í verkunum er afmarkað við eitt tiltekið svæði, líkt og venja er í frásögnum og lýsingum raunsæisstefnunnar, nefnilega El-Azhar hverf- ið í Kaíró. Greint er frá fátækt og félagslegum vandamálum í anda Dickens og natúralismans. Frá þessum tíma er Midaq Alley, sem til er á íslensku undir nafninu Blindgata í Kaíró. Há- punktur tímabilsins er hins vegar Kaíró þríleik- urinn, sem gefinn var út 1956-1957, fjórum ár- um eftir að hann var skrifaður. Hann er talinn eitt fremsta verk arabískra nútímabókmennta. Sagan er að einhverju leyti sjálfsævisöguleg. Sagt er frá þremur kynslóðum í borgaralegri fjölskyldu í Kaíró á umbreytingatímunum frá 1917-1944. Persónulýsingar í bókinni þykja framúrskarandi og þar er í forgrunni Si Sayed, sem hefur fengið sjálfstætt líf utan bókarinnar hjá lesendum Mahfouz. Reyndar er það hlið- arlíf hans lítið skemmtilegt: hann er tákngerv- ingur fyrir karlrembu og þegar egypskar konur rífast við eiginmenn sína segja þær í hita leiks- ins: „Heldurðu að þú sért Si Sayed!“. Eftir þríleikinn sneri Mahfouz sér að nýrri gerð sagna, sem hófst með fyrrnefndri bók: Gebelawi-börnin. Þjófar og hundar og Míram- ar, sem til eru á íslensku, eru frá þessu tíma- bili. Alls eru um átta skáldsögur taldar frá þessum tíma, auk nokkurra absúrdískra leik- rita, en í þeim birtist gagnrýnin afstaða til þeirra þjóðfélagsbreytinga sem þá áttu sér stað í Egyptalandi. Segja má að Mahfouz hafi á nýja tímabilinu horfið frá því að skrifa stórar skáld- sögur sem tóku til við að útskýra samfélagið í heild sinni, yfir í existensjalískari sögur með áherslu á sálarlíf einstaklingsins. Í sögunum er ekki lagt út frá sérstakri uppskrift, en notast er við svipaða frásagnartækni í þeim öllum. Þær eru allegórískar og táknrænar og persónu- sköpunin fyllri og nákvæmari. Skuggahliðum mannlífsins í Kaíró eru gerð skil: þjófum, sjálfsmorðingjum, þ.e. persónum sem ekki er auðvelt að skilja og eru mótsagnakenndar í at- höfnum sínum. Skáldsagan brotin upp Síðasta tímabilinu tilheyra 6 síðustu skáldsögur Mahfouz. Hann skrifar af víðsýni og innsæi um félagslegar aðstæður og veruleikann í Egypta- landi, líkt og áður, og ræðst sem fyrr að lygum, skinhelgi og pólitísku óréttlæti. En í þessum verkum tókst Mahfouz það á hendur að brjót- ast út úr sígildu skáldsögunni, sem hann hafði áður kynnt arabaheiminum með verkum sínum. Hann hvarf frá að skrifa sögur með rökréttri framvindu frá byrjun til enda. Í staðinn nýtir hann fornar arabískar bókmenntir, sérstaklega Þúsund og eina nótt, sem fyrirmyndir að nýju verkunum. Á heildina litið þykja verk Mahfouz bera vitni um sterka félagslega vitund og réttlæt- iskennd. Sögur hans tengja saman hið almenna og einstaka, með því að honum tekst að lýsa umhverfi sínu, Kaíróborg, þannig að fólk alls staðar að úr heiminum getur skilið hann. „Ef þörfin fyrir að skrifa skyldi einhvern tíma yf- irgefa mig“, sagði Naguib Mahfouz eitt sinn í viðtali, „vil ég að sá dagur verði minn síðasti. “ Hann hvílir í Al-Rashdan moskunni í Nasr borg, rétt utan við Kaíró. Samfélagsrýnir deyr Reuters Naguib Mahfouz Hann ritaði öll verk sín á arab- ísku og er enn eini arabinn sem hlotið hefur Nób- elsverðlaunin í bókmenntum. Þeir tróna á toppnum á lista yfir elstu nób- elsverðlaunahafana í bókmenntum: heimspek- ingurinn Bertrand Russell, Halldór Laxness og Egyptinn Naguib Mahfouz. Allir náðu þeir nokk- uð fram yfir tíræðisaldurinn, en sá síðastnefndi lést undir lok síðasta mánaðar, 94 ára gamall.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.