Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Side 1
Laugardagur 11. 11. 2006 81. árg. lesbók VÍKINGAR EFNISINS ÚTRÁSIN ER Á GÓÐRI LEIÐ MEÐ AÐ VERÐA GRUNDVÖLLUR NÚTÍMAGOÐSAGNAR UM ÍSLAND » 6-7 Í blóma lífsins snerist allt um dauðann » 20 Ást „Ef hægt væri að kjarna yrkisefni Bjarkar frá Debut, „fyrsta“ hljómdisknum, til þess nýjasta í einu orði, væri það ást. Þessi ást er rómantísk, persónu- leg, munúðarfull, húmorísk og hættuleg.“ Fjallað er um texta Bjarkar, tónlist og ímynd í Lesbók í dag í tilefni af heildarútgáfu á verkum hennar. »3-5 Þór Whitehead segir að Jón Ólafs- son hafi gert lítið úr ofbeldisverkum sem flokksmenn Kommúnistaflokks Íslands hafi unnið hér hvað eftir annað í stjórnmálabaráttu sinni. Í Lesbók í dag svarar Þór grein Jóns sem birt var í blaðinu fyrr í haust undir fyrirsögninni: Voru íslenskir kommúnistar hættulegir? Þór heldur því fram að Jón hafi horft fram hjá mikilvægum heim- ildum, meðal annars í sínum eigin skrifum, þegar hann svarar spurn- ingunni í fyrirsögninni neitandi. Sjálfur svarar Þór spurningunni með því að vísa til þess sem Áki Jak- obsson, ráðherra Sósíalistaflokksins 1944–1947 og einn helsti leiðtogi ís- lenskra kommúnista, hafði um það efni að segja. Áki sagði skilið við Sósíalistaflokkinn vegna þess að hann „vildi að flokkurinn hætti und- irgefni við Sovétríkin“, segir Þór og bætir við að Áki hafi ekki verið í neinum vafa um að hann og félagar hans hefðu verið hættulegir lýðræð- inu í landinu ekki síður en sjálfum sér: „Íslenska þjóðin var í mestri hættu að verða ofbeldi að bráð 1932. Þá munaði litlu að við leystumst upp í stríðandi hópa, sem berðust á göt- unum. … Íslenskir kommúnistar mega vera þakklátir fyrir að hafa ekki komist til valda, því þá hefðu margir þeirra orðið verri menn en þeir nú eru. … Allt er afgreitt með þessum orðum: Flokkurinn, kenn- ingin þarfnast þessa og hins. Og í krafti þess er ofbeldi beitt.“ » 8–9 Komm- únistar hættulegir? Þór Whitehead svarar Jóni Ólafssyni Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 30. mars 1949 Svæsnasta atlaga sem gerð hefur verið að Alþingi, segir Þór Whitehead.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.