Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók BYKO og Biko Eftir Sigtrygg Magnason sigtryggur@islenska.is Íslendingar eru fáir. Möguleikarnir á ölluþví sem gæti talast jaðarsport, hvortsem það er í menningu eða viðskiptum,eru því takmarkaðir. Jaðarfyrirbæri verða því að ná almannahylli til að lifa af. Og eru þá ekki lengur jaðarfyrirbæri. Það er því uppskrift að erfiðleikum að ætla sér að vera týpa á Íslandi, allavega í einhvern tíma. Í svona litlu samfélagi er ótrúlegt að hægt sé að gera út á lífstíl. Samt berjast menn við það að gera íslensku þjóðina trendí og smart – og gvuð hvað hún er lekker. Lífstíll er sérstakt orð. Það merkilegasta við það er þó líklega að það hefur nánast ekkert að gera við lífið en miklu meira við stílinn. Hinn íslenski lífstíll sem birtist okkur í fjölmiðlunum er ekki um hvernig við lifum heldur hvað við kaupum. Þú ert það sem þú kaupir. Þegar loks- ins er sama marimekko-mynstrið á gard- ínunum þínum, mottunni á baðherberginu og uppáhaldsyfirhöfninni þinni þá ertu loksins heil manneskja samkvæmt íslenska lífs- stílnum. Þegar þér blæðir nýja rauða litnum frá Mac er hamingjunni náð. Þegar þú fót- brotnar og lætur gipsa þig eftir uppskrift frá Philippe Starck þá brosir lífið við þér. Örugg- lega. Í allri þessari lífstílsmaníu sem getur af sér tvö hreinræktuð lífstílsblöð, tvo lífstílssjón- varpsþætti og fjölmargar síður í hverju dag- blaði og guðmávita hvað fleira. Raunar sjáum við fram á vanda sem er mun raunverulegri en einhver verðbólga eða viðskiptaójöfnuður. Okkur vantar hetjur. Okkur vantar stjörnur. Okkar ástkæru blaðamenn standa frammi fyrir gríðarlegu vandamáli sem er sá að eftirspurn eftir frægu fólki sem sýnir okkur innyfli sín, andleg og líkamleg, er mun meiri en raunveru- legt framboð af slíku fólki. Því eru prófkjörin vel þegin í fjölmiðlum landsins. Ekki bara vegna aukinnar lýðræðislegrar umræðu heldur ekki síður vegna þess að frambjóðendur eru nýtt kjöt í pottinn. Frá þeim streyma upplýs- ingar um uppáhaldshlutina, fyrstu ástina, fal- legustu lögin svo ekki sé minnst á eftirlætis uppskriftina. Og það er ekkert eðlilegt hvað all- ir stjórnmálamenn eru atkvæðamiklir í eldhús- inu. Sumir njóta jafnvel þess heiðurs að vera með uppskrift í tveimur fríblöðum sama daginn eins og einn frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég er ekki búinn að elda réttina en treysti því að þetta sé toppstöff. Frambjóðanda á diskinn minn. Takk. Jólabókaflóðið er ekki lengur bara bókaflóð heldur rithöfundaflóð. Á næstu vikum mun verða boðið upp á hjörtu og nýru íslenskra rit- höfunda. Þau verða kreist og þukluð, þukluð og kreist þangað til við vitum ekki hvort var raun- veruleiki: líf rithöfundarins eða skáldsaga hans. Fer ekki Arnaldur bráðum að hætta í lögreglunni, ég meina Erlendur, Ingvar? Ha? Hver hefur ekki áhuga á því að elda upp- skrift eftir íslenskan rithöfund? Er ekki frá- bært að geta kommentað í samræðum: nýja bókin hans Braga er góð en mér fannst nú upp- skriftin hans í Fréttablaðinu ekki síðri, kórían- derinn var einhvern veginn ótrúlega óvæntur þarna í lokin. Gott bragð hjá Braga. Heimili íslenska leikarans er heldur ekkert slor. Þar fer saman klassískur smekkur og ótrúleg hugmyndaauðgi í nýtingu eldri hluta. Það er alltaf gaman að sjá samspil ólíkra þátta manneskjunnar líkamnast í góðri borðstofu í Norðurmýrinni. Og hvernig líður svo söngvaranum eftir skilnaðinn? Er hann ekki í jafnvægi? Jú, hefur ekki liðið betur síðan í fermingunni, eitthvað svo frjáls. Er ekki frá því að röddin hafi dýpk- að og þroskast. Gaman að sjá myndina af hon- um með börnunum inni í þessu fallega svefn- herbergi þar einu sinni sváfu fleiri. Skyldi hann enn sofa hægra megin? Eða bara í miðj- unni? Maður spyr sig. Allir þessir listamenn og pólitíkusar fá góða umfjöllun í öllum þessum blöðum. Það er ekki eins og þetta fólk hafi ekkert að segja. Og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að hafa ekkert almennilegt að lesa. Ég leyfi mér að lokum að leita í banka Jón- asar Hallgrímssonar eftir Séðogheyrt- fyrirsögnum: Flúinn er dvergur! Dáin hamra- tröll! Dauft er í sveitum! Hnípin þjóð í vanda! Já. Máttur upphrópunarmerkisins er mikill. Og kannski verður þetta allt í lagi. Kannski. Lífstílsmanía „Í allri þessari lífstílsmaníu sem getur af sér tvö hreinræktuð lífstílsblöð, tvo lífstílssjónvarpsþætti og fjölmargar síður í hverju dagblaði og guðmávita hvað fleira. Raunar sjáum við fram á vanda sem er mun raunverulegri en einhver verðbólga eða viðskiptaójöfnuður.“ Flúinn er dvergur! »Á næstu vikum mun verða boðið upp á hjörtu og nýru íslenskra rithöfunda. Þau verða kreist og þukluð, þukluð og kreist þangað til við vitum ekki hvort var raunveruleiki: líf rit- höfundarins eða skáldsaga hans. Fer ekki Arnaldur bráð- um að hætta í lögreglunni, ég meina Erlendur, Ingvar? Ha? FJÖLMIÐLAR I Tími bókmenntaverðlaunanna er að ganga ígarð hér á landi. Það er sérstaklega skemmtilegur tími. Breska skáldinu Oliver Reynolds þykir bókmenntaverðlaun ekkert mjög skemmtileg. Nýlega birti hann ljóð í Times Literary Supplement sem heitir This Poem has Won Nor Prizes. Fyrsta vers hljóð- ar svo: „This poem feels that giving prizes to poetry/ is another way of not reading poetry.“ Rey- nolds heldur síðan áfram að lýsa andúð ljóðs- ins á verðlaunum og segir til dæmis að bók- menntaverðlaun séu í huga þess hluti af auglýsingastarfseminni, ekki bókmenntir. Ljóðið mun ekki bjarga lífi neins en það man hins vegar þá tíð þegar T.S. Eliot var nafn á ljóðskáldi, ekki verðlaunum. Reynolds segir ljóðið sofa í fötunum sínum og lykti af gömlum, blautum hundi. Að endingu biður hann lesand- ann um að skilja við ljóðið eins og hann vildi sjálfur koma að því – og síðan bætir hann við: „This poem crosses the garage forecourt,/the rainbows of split oil. Bye now.“ II Þetta er alvöruljóð. Í öllum skilningi. Þaðeru líka ljóðmæli Jóns Arasonar sem komu út í vikunni. Allir þekkja „Vondslega hefur oss veröldin blekkt“ og svo framvegis, en Jón orti mikið, aðallega trúarleg ljóð svo sem Ljóm sem er ljóðabálkur um sögu heims og manns allt frá sköpuninni til endurlausnar á efsta dómi. Ljómur fór víða og varð þjóðkvæði í Færeyjum. Í formála að þessari fyrstu sér- útgáfu á ljóðmælum Jóns segir að hann hafi ekki verið viðurkenndur sem skáld í seinni tíð, hann hafi hins vegar verið eitt helsta skáld miðalda og haft mikil áhrif á lútersk trúar- skáld síðari tíma. Veraldlegar tækifærisvísur hans eru þó skemmtilegastar. Í þessari nýju útgáfu eru þær birtar með stuttum texta þar sem tilefni þeirra er lýst. Bjarnanesreið hin síðari var 1547. Um heimkomu sína úr þeirri reið kvað hann: Nú er hann kominn til Hóla heim, hægur í sínu sinni eg inni. Orðinn er af elli mæddur, aldrei trúi’eg hann verði hræddur, þó ljóðin linni. Og sennilega var nokkuð til í því ef marka má kveðskap hans undir það síðasta. Á síðustu dögum sínum, eftir að þeim feðgum hafði verið sagt að þeir yrðu líflátnir, er sagt að Jón hafi ort kvæði sem hefst svona: Þessa hefi’eg snöruna snarpa snúið að fótum mér. Hent hefir áður gilda garpa að gæta lítt að sér. Neðanmáls Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is ! Þeim dettur margt snjallræðið í hug í stílþættinum Innlit- Útlit á Skjá einum. Um daginn skruppu þau í heimsókn í BYKO og kynntu sér það allra nýjasta í ruslaskápum, útdrag- anlegum pottahirslum og horn- skápunum klassísku, sem nú munu vera að koma aftur. Brautir voru rennilegar, gæðaviður í hurðum og merkilegt hvaða trixum má beita til að hylja eldhúsruslið. Nema hvað, undir heimsókninni hljómaði lag Peters Gabr- iel, Biko. Sér í lagi viðlagið: „Oh Biko, Biko, because Biko…“ Þess var hins vegar gætt að söngurinn bærist ekki að næstu línum: „Yihla Moja, the man is dead.“ Það hefði getað spillt eldhús- stemmningunni. Gefið til kynna að ein- hver hefði farist við að setja upp horn- skáp eða sækja hníf í efstu skúffuna. Í þætti sem sérhæfir sig í því sem passar saman, þótti þetta þjóðráð. Lúmskara en að leika auglýsingalag BYKO. Ég fékk líka lagið strax á heil- ann eftir þáttinn. Og langar í hornskáp. Blökkumaðurinn Steve Biko var einn af forvígismönnum Black Cons- ciousness-hreyfingarinnar í S-Afríku á 7. og 8. áratugnum. Þá var aðskiln- aðarstefnan apartheid í algleymingi, en Biko var einn þeirra sem beittu sér fyr- ir hugarfarsbreytingu, bæði meðal hvíta minnihlutans og blökkumanna sjálfra um jafnan rétt og lausn úr hlekkjum hugarfarsins. Saga Biko hefur yfir sér ljóma hugrekkis og píslarvættis, en hann lést í haldi lögreglu árið 1977, með alvarlega höfuðáverka. Aldrei var þó dæmt í málinu og síðast árið 2003 var fallið frá kröfum á hendur lög- reglumönnunum fimm sem áttu að gæta hans, vegna skorts á sönnunum. Eða hver man ekki kvikmyndina Cry Free- dom frá 1987? Denzel Washington túlk- aði Steve Biko og fyrrgreint lag Gabr- iels hljómaði, textinn greinir frá deginum sem Biko lést: ...það var gott veður í september ’77 og vinna sam- kvæmt venju í lögregluherbergi 619... Minnir á Lög og reglu Bubba Mort- hens, ef út í það er farið. Ég er því enn að hugleiða tengsl Steve Biko við innréttingar í BYKO. Lái mér hver sem vill. Og þó. Mögulega er fleira á ferð en hljóðlíkingin ein. Eða er ekki til marks um makalausa vel- megunarfirringu að ekki færri en tveir sjónvarpsþættir, tvö tímarit og ótölu- legt samsvarandi erlent efni skuli standa til boða um krómslökkvara, hvíttun, gashellur, dimmera, gard- ínusídd, gljástig og innfelld skápaljós? Er ekki eitthvað bogið við að missa svefn yfir áferð ruslaskáps þegar millj- ónir hinum megin í heiminum eiga ekki einu sinni rusl til að henda? Og svo eru aðrar milljónir, þær eiga kannski hús og króm og gluggatjöld, en glíma dag- lega við mannréttindabrot sökum lit- arháttar eða skoðana. Og hafa þar með ekki ótakmarkaðan tíma til að fara í byggingavöruverslanir. Æi. Nú er þetta farið að hljóma eins og ég sé á móti BYKO. Ég er það ekki. Ég hef m.a.s. komist að því að BYKO er helsti bakhjarl Kópavogsdeildar Rauða krossins og undirritaði nýlega samning til styrktar Eldhugum, verk- efni fyrir ungmenni af íslenskum og er- lendum uppruna, sem stuðlar að betra samfélagi án mismununar. Þarna er þetta komið. Steve Biko sagði: „Það er betra að láta lífið fyrir hugmynd sem mun lifa, en að lifa fyrir hugmynd sem mun deyja.“ Ég tel að hann hafi þar einmitt átt við hugmyndina um sam- félag án mismununar. Ekki endilega hugmyndina um hornskápa. Eitt núll fyrir BYKO.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.