Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Side 4
Vespertine Frægt var er Björk klæddist svan við Óskarsverðlaunaa inguna 2001, en svansmynd var áberandi á umslagi Vespertine. Debut Fyrsta sólóskífa Bjarkar gerði hana að því sem breskir fjöl- miðlar kölluðu menningarlegu leiðitákni, "Cultural Icon". Post Fyrst var það Debut og svo Post - Björk hefur komið hingað til tónleikahalds eftir hverja plötu. Ættartré Safn helstu laga Bjarkar og laga sem brugðu ljósi á tónlistarþroska hennar kom út 2002. 4 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ björk í heild sinni Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com Hverjir munu lifa tónlistarsöguna afog verða óumdeilanlegir viðmið-unarpunktar þegar fram líðastundir? Hverjir eru Bítlar þessa áratugar eða hins? Þetta eru snúnar spurn- ingar, en alls ekki óyfirstíganlegar. Mín skoðun er sú að þrennt þurfi að koma til: hylli almenn- ings, hylli gagnrýnenda (poppstofnunarinnar) og stórt og vandað höfundarverk. Svona má einfalda rokksöguna gríðarlega: sjöundi ára- tugurinn – Bítlarnir og Rolling Stones; áttundi áratugurinn – Pink Floyd, Led Zeppelin og David Bowie; níundi áratugurinn er heldur erf- iðari (svar óskast – Smiths? Tom Waits?) og það er fyrst um þessar mundir sem við getum farið að vinna úr síðustu fimmtán árum. Sé tillit tekið til þessara þátta er næsta víst að risarnir í poppsögu tíunda og „ellefta“ ára- tugarins eru tveir: Radiohead og Björk. (Beck fær kannski að fljóta með, kemur í ljós). Þeim hefur á ferli sínum tekist það sem svo margir reyna en fáum tekst: Að sameina listræn heil- indi og velgengni á markaðnum, plötu eftir plötu. Björk er með tormeltari popptónlist- armönnum síðustu ára en hefur engu að síður tekist að selja milljónir eintaka af plötum sín- um. Tónlist hennar hefur einfaldlega snert eitt- hvað í hjarta fólks allt frá því að fyrsta smáskíf- an kom út árið 1993. Dans- og klúbbamenning tíðarandans heill- aði Björk, en henni þótti tónlistina vanta í dans- tónlistina sem einkenndi tímabilið. Debut er viðbragð við því. Þar var t.a.m. „Human Behav- iour“ nýstárleg sýn á danstónlist þar sem ætt- bálkastemning svífur yfir vötnum og óvenjuleg raddbeiting Bjarkar er í forgrunni. Hrænrækt- aðri „house“-tónlist er spyrt saman við hefð- bundnari tónlist í lögum eins og „Big Time Sensuality“ og „Violently Happy“ og lengra er seilst í tilraunaáttina með kúltúrbræðingnum „Venus as a Boy“ sem hefur rytma úr Vestur- Indíunum, strengi frá Mið-Austurlöndum, lag- línu frá Evrópu og textaframburð frá Íslandi. Þjóðmenningarleg fjölbreytni Lundúna birtist öll á þremur mínútum og NME gátu skilj- anlega ekki hamið sig heldur hömpuðu plöt- unni sem þeirri bestu það árið auk þess sem Björk var krýnd við afhendingu BRIT- verðlaunanna. Björk lætur fagrar ballöður líka fylgja með í kaupunum, hér á ég við djassstandardinn „Like Someone in Love“ og „The Anchor Song.“ Vissulega má heyra á Debut í dag að hálfur annar áratugur er liðinn frá útkomu hennar (sjá t.d. sóló í „One Day“), en hún er samt furðulega fersk, kannski vegna aukinna vinsælda danstónlistar síðustu þrjú ár eða svo, en fyrst og síðast vegna hugmyndaauðgi Bjarkar og „pródúsantsins“ Nellee Hooper. Hugmyndirnar voru of margar fyrir gagnrýn- anda Rolling Stone sem reif plötuna niður á þeim forsendum að Hooper hefði „eyðilagt“ hæfileikaríka söngkonu með „ódýrum raf- göldrum“. Hljómar vissulega hlægilega í dag, en er kannski dæmi um hvernig Björk er oft skrefi eða tveimur á undan samferðamönnum sínum. Hlustið bara á Post (1995), Björk gengur lengra en samtímamennirnir, gerir meira. „Hyper-ballad“ er t.a.m. virkilega fallegt lag, en „fallegt“ er orð sem heyrist ekki oft í sömu setningu og „danstónlist.“ Tilfinningaleg dýpt og breidd laganna er greinilega að aukast. Björk hefur sjálf sagt að með Post hafi hún ver- ið að lýsa því hvernig það væri að vera komin út í heim, að kynnast öllu þessu nýja og spennandi fólki – en ekki síður því hvernig það er að vera að heiman, án vina og ættingja. Þannig er plat- an eilítið þyngri og sorglegri en partíið sem ríkti á fyrstu skífunni, sbr. „Possibly Maybe“. Post samanstendur mestmegnis af lögum sem Björk samdi frá því hún fluttist til Bret- lands og spannar því mun skemmra tímabil en Poppgyðjan Björk Tónlistin Eftir Úlfhildi Dagsdóttur varulfur@centrum.is Ímyndbandinu við lagið „Who Is It?“(Dawn Shadforth), af Medúllu (2004),sjáum við Björk, íklædda kjól úr bjöll-um, í laginu eins og bjalla, dansa um svartan Íslandssand, innanum nokkrar mann- eskjur, sem einnig eru íklæddar bjöllum. Og bjöllurnar klingja. Landslagið er grátt, eyði- legt og afskaplega íslenskt og allt minnir þetta dálítið á ljóð Sigurbjargar Þrastardóttur (úr Hnattflugi (2000)) um hina „stóru einmana eyju / þar sem enginn hleypur / berfættur / um svarta sanda“. Myndbandið er gott dæmi um hlutverk hins sjónræna í tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur, söngkonu og tónskálds, en hún hefur frá upp- hafi sólóferils síns lagt mikla áherslu á hið myndræna, jafnhliða því að fara hamförum í því að skapa sér ímyndir, til dæmis með aðstoð búningahönnuða. Myndbandið er einnig gott dæmi um þá náttúrusýn sem birtist í mörgum myndböndum, textum og tónlist Bjarkar, nátt- úrsýn sem einkennist af hinu ævintýralega og óvænta, í bland við hið tilbúna og tæknilega. Þessi ímynd sem myndböndin skapa Björk er sérlega áhugaverð fyrir það að Björk varð snemma einskonar táknmynd Íslands, segja má að tónlistarkonan hafi orðið að tiltekinni ímynd Íslands útávið og þá sérstaklega hvað varðar menningarframleiðslu. Dæmi um þetta er að finna í viðtali við Úlfar Bragason, for- stöðumanns Stofnunar Sigurðar Nordals (Fréttablaðið 15.08.03) , en þar segir hann „að margir stúdentar, sem komi hingað til lands í íslenskunám, nefni áhuga á íslenskri tónlist sem ástæðu fyrir komu sinni og áhuga á ís- lenskunámi. ... Það er þá aðallega Björk og Sigur Rós sem þeir nefna.“ Sömuleiðis er Björk þökkuð aukin athygli á landinu í viðtali við Ágúst Einarsson („Prófessor Popp“, Fréttablaðið 27.01.05) vegna rannsóknar hans á mikilvægi tónlistar fyrir íslenskt þjóðfélag. Þegar Björk varð fertug (21.11.05) birti Fréttablaðið umfjöllun um hana undir fyr- irsögninni „Frábær listamaður og ómetanleg landkynning“. Líkt og kemur vel fram í myndbandinu Who Is It? eru þær ímyndir sem Björk leikur sér með ávallt afar sérstæðar og óvenjulegar. Þessi framandleiki fléttast síðan á áhugavekj- andi hátt saman við hinar margháttuðu og furðulegu hugmyndir sem heimurinn hefur gert sér um Ísland í gegnum tíðina. Sagnfræð- ingurinn Sumarliði Ísleifsson hefur fjallað um hinar ýmsu öfgar í skrifum um Ísland og í grein sinni „Fyrirmyndarsamfélagið Ísland“, í Ritinu 2002:1, vitnar Sumarliði í Richardus nokkurn Pictaviensis sem árið 1172 lýsti landi og þjóð svo að til væru tvær tegundir Íslend- inga, einfættir menn og pygmíar, hinir lituðu, en þeir síðarnefndu geta aðeins talað í táknum og vita ekki sjálfir hvort eru þeir menn eða skrímsl. Fyrir utan hina einfættu og lituðu er Ísland enn í dag álitið heimkynni álfa og huldu- fólks, en allt frá því Björk birtist fyrst með Sykurmolunum var vísað til hennar sem álfs, púka og eskimóa. Hún bætir við þessa fjöl- menningarblöndu með því að lýsa því iðulega hvernig hún var kölluð ‘kínverjinn’ í skóla. Þrátt fyrir allt þetta er henni stöðugt lýst sem afkvæmi íslenskrar náttúru; í eftirminnilegri línu úr „Hunter“ (Homogenic 1997) segir hún: “thought i could organise freedom / how Scandinavian of me“, og þannig staðsetur hún sig vandlega innan hins norræna heimshluta. Ímynd Bjarkar ber því í sér blöndu af ‘ís- lensku’ og framandleika. Annarsvegar er hún séð sem hinn eini og sanni Íslendingur, og hinsvegar sem undarleg vera, yfirnáttúruleg og framandi. Í Fréttablaðinu (05.09.04) ræðir hún þessa mótsagnakenndu ímynd og segir: „Ég var kölluð sérvitur sem krakki, og að ég eigi núna að standa fyrir venjulegan Íslending er bara alveg fáránlegt. Ég er ekki týpískur Ís- lendingur. Þegar ég var í grunnskóla var ég kölluð Kínverjinn, af því að ég þótti svo skrít- in.“ Þrátt fyrir þetta undirstrikar hún sjálf hið íslenska í ímynd sinni og list á margvíslegan hátt eins og til dæmis í myndböndunum, þar sem brugðið er á leik með íslenska náttúru – Ólgandi dröfn og ævintýraskógar Ímyndin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.