Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Side 5
Selmasongs Reynsla Bjarkar af Lars von Trier við gerð Dancer in the Dark gerði hana
fráhverfa kvikmyndaleik um sinn, en hún kom síðar fram í Drawing Restraint 9.
afhend- Medúlla Eftir að hafa siglt lygnan sjó í nokkurn tíma sneri Björk aftur með sína ævintýra-
legustu plötu í langan tíma - engin hljóðfæri, bara raddir.
Homogenic Eftir „fyrir og eftir“ plöturnar Debut
og Post kom Homogenic - sem er að margra mati
vendipunktur á ferli Bjarkar.
Vespertine Þrjú ár liðu frá Vespert-
ine í næstu plötu, Medúlla. Björk er
hér í Barcelona sumarið 2003.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 5
lögin sem höfðu safnast upp fyrir Debut. Plat-
an er því heildstæðari að einhverju leyti en
jafnframt sundurleit, og þar spilar fjöldi „pró-
dúsanta“ vafalaust inn í. Á plötunni er að finna
allt frá „You’ve Been Flirting Again“, þar sem
Björk syngur einungis við undirleik strengja-
sveitar, til amerískra söngleikja í „It’s Oh so
Quiet“. Það er kannski dálítið kaldhæðnislegt
að stærsti smellur Bjarkar skuli ekki vera eftir
hana sjálfa, en jafnframt til marks um hve rödd
hennar (bæði bókstaflega og í yfirfærðri merk-
ingu) er einstök.
Björk innsiglaði forskot sitt í tónlistarheim-
inum með næstu skífu, Homogenic (1997).
Áhrif tilraunaglaðra raftónlistarmanna skiluðu
sér í brotnum og flóknum töktum sem hljóm-
uðu oftar en ekki fremur eins og sprengingar,
drunur eða brestir en venjulegar trommur. Of-
an á taktana var síðan hlaðið strengjaoktett og
þar ofan á rödd Bjarkar. Útkoman varð áber-
andi besta verk Bjarkar hingað til, og fyrir vik-
ið ein besta plata tíunda áratugarins.
Homogenic er vissulega plata náttúrunnar,
hljóðin virðast hreinlega æpa á viðlíkingu í
landslagi. Þetta endurspeglaðist í myndband-
inu við „Jógu“ en það er nóg að loka augunum
og setja á sig heyrnartól til að standa einn
frammi fyrir himninum og sjóndeildarhringn-
um. Björk tók ríkari þátt í „pródúksjóninni“ –
platan er „hómógenísk“ – á öll rætur sínar í
einu og sama hjartanu. Lýsing Bjarkar á „All
Is Full of Love“ sem eins konar tónlistarlegri
túlkun á augnablikinu þegar tvö tré standa á
ströndu við nýtt upphaf í norrænni goðafræði
er ótrúlega sönn þegar vel er hlustað, ekki síst
vegna þess að sólin sortnar og fold sekkur í
mar í ragnarökum lagsins á undan, „Pluto“.
Kvikmyndatónlistin á Selmasongs kom út
árið 2000 en bætir litlu við Homogenic þó að
þar sé vissulega að finna vel úfærð lög. Ve-
spertine (2001) var aftur á móti næsta stóra út-
spil Bjarkar. Væntingarnar voru gríðarlegar
og kannski fékk platan blendnar viðtökur
vegna þess. Það var m.a. talað um að Björk
hefði tapað áralöngu forskoti sínu hvað varðaði
notkun á tækjum og tólum og hljómaði einfald-
lega eins og allir aðrir. Það er kannski eitthvað
til í því, múm hafði t.a.m. kannað þennan hljóð-
heim að miklu leyti á fyrstu plötu sinni, en ef
eitthvað er þá hjálpar Vespertine einungis við
að fullmóta þennan hljóm.
Í dag er auðvelt að skoða Vespertine sem
vandaðan samruna „braks og bresta“ (e. clicks
and cuts) og melódíu, eins og Debut var sam-
runi danstónlistar og popps, og Homogenic
samruni raftónlistar og popps. Fyrri hluti plöt-
unnar er einstaklega góður, þar má sér-
staklega nefna „It’s Not up to You“ sem hrekur
allar staðhæfingar þess efnis að melódíuna
skorti, en slíkar gagnrýnisraddir heyrðust líka
við útkomu plötunnar.
Ef Björk missti forskotið á Vespertine þá
endurheimti hún það rækilega með Medúllu
(2004). Hugmyndin á bak við plötuna er vissu-
lega brjálæðisleg: Lögin samanstanda einungis
af röddum (og stöku píanói) sem er búið að
keyra gegnum tölvu og raða niður svo úr verða
taktar, bassalínur og skraut af öllu tagi. Röddin
kemur óbreytt fyrir í formi kórs og söng Bjark-
ar. Platan er stórfurðuleg en jafnframt stór-
skemmtileg. Mannsröddin er teygð og toguð og
smám saman rennur upp fyrir hlustandanum
að Björk er löngu búin að sprengja allt sem
getur kallast popptónlist utan af sér, líklegast
fyrir löngu síðan án þess að nokkur yrði þess
var. Eftir stendur fullþroskaður listamaður
sem smyglar sér óséður inn á vinsældalistana
vestan hafs og austan.
Margar af pælingunum á Medúllu halda
áfram með ólagrænni hætti á Drawing Restra-
int 9 (2005), sem inniheldur tónlistina úr sam-
nefndri mynd. Þar fer lítið fyrir rödd Bjarkar,
en leiðin sem hún fór í lagasmíðum á Medúllu
skilar sér þess í stað í hljóðfærum eins og
sembal og selestu, auk þess sem japanskt sho
(munnorgel) leikur stóra rullu. Eins og var
raunin með Selmasongs er þessi plata af nokk-
uð öðru tagi en eiginlegar hljóðversplötur
Bjarkar en hún virðist jafnframt vera til vitnis
um að Björk sé að fjarlægast poppheiminn
meira en áður.
Eða hvað? Nýjustu fregnir herma að Björk
hafi unnið að lögum með hip-hop-„pródúsent-
inum“ Timbaland, sem er hvað þekktastur fyr-
ir samstarf sitt við Missy Elliott og Justin Tim-
berlake. Það var svo sem ekki við því að búast
að Björk stefndi í þá átt sem maður vænti, hún
er í stöðugri endurnýjun og hver plata hennar
hefur einstakan hljóm. Röddin bindur höfund-
arverkið að sjálfsögðu saman en það er ekki
síst skýlaus krafa um gæði og framsýni sem
gerir það að verkum að verk Bjarkar munu
standast tímans tönn og hún fær sæti við hlið
hinna stóru í Valhöll poppgoðanna.
»Hlustið bara á Post (1995),
Björk gengur lengra en
samtímamennirnir, gerir
meira. „Hyper-ballad“ er
t.a.m. virkilega fallegt lag ...
Höfundur er tónlistargagnrýnandi.
eða bara náttúru almennt, sem síðan er á ein-
hvern hátt alltaf tengd Íslandi að því marki að
Björk, sem Íslendingur, leggur mikla áherslu á
mikilvægi náttúrunnar fyrir sköpun sína.
Í fyrsta myndbandinu sem fylgdi lagi Bjark-
ar, Human Behaviour (Michel Gondry), sjáum
við söngkonuna ganga gegnum ævintýralegan
skóg. Hún fellur vel að umhverfinu og leikur á
stundum hlutverk skordýra og smádýra. Að
lokum er hún gleypt af birni, og hniprar sig
huggulega saman í kviði hans; tilfinningin er sú
að hún hafi verið tekin inn að hjarta náttúrunn-
ar. Í myndbandi Spike Jonze, Its in our hands,
heimsækjum við aftur ævintýraskóginn, að
þessu sinni er vísað til sögunnar um Þumalínu
þarsem örsmá Björk skoppar um skóginn og
hittir fyrir fjölbreytt skordýr í grænleitri næt-
urlýsingu – líkist þeim reyndar þónokkuð með
sín glampandi augu. Bæði myndböndin leggja
áherslu á ímynd Bjarkar sem annarsheims
veru, sem spannar náttúru, yfirnáttúru og þen-
ur í raun út mörk náttúrunnar að því marki að
hún er alltaf augljóslega tilbúin, ímynd. Þetta
birtist á frábæran hátt í „Jóga“, en bæði lagið
og myndbandið eru bæði tekin sem dæmi um
hvernig Björk fléttar ‘Ísland’ inn í hljóð- og
myndheim sinn. Myndbandið er gert af Michel
Gondry og sýnir íslenskt landslag í sínu feg-
ursta ljósi. En skyndilega grípur landslagið
stafræn óreiða, steinar taka að stökkva og
sprungur birtast í hinum friðsælu ám og
hraunbreiðum, og sér í rauða kvikuna. Þegar á
líður birtist einmana vera á fjallstindi. Við
sjáum að þetta er Björk sem leggur hendurnar
á brjóst sér og opnar gat inn í líkama sinn, en
inni í honum birtist meira landslag, hellir og að
lokum eyja, sem flýtur á kyrru vatni. Tölvu-
tækni blandast átakalaust og óaðfinnanlega við
náttúrulega fegurð, og það er söngkonan sjálf
sem stendur í miðju slíks samruna.
Þannig er náttúrusýn Bjarkar í raun í and-
stæðu við hina rómantísku náttúruímynd sem
er ávallt háð andstæðunni við tækni. Þetta
kemur skemmtilega fram í texta lagsins „The
Modern Things“ (Post 1995), en lýsir Björk
þeirri hugmynd sinni að allir nútíma hlutir,
eins og bílar og aðrar vélar, hafi alltaf verið til.
Þeir biðu lengi, inni í fjalli, eftir réttu stundinni
til að birtast. En núna er þeirra tími kominn og
þeir munu margfaldast og taka yfir. Í text-
anum kemur greinilega fram að vélarnar eru
ekki líflausar, þvert á móti þá eiga þær sér eig-
in tilveru, sem virðist bara í ágætu jafnvægi við
náttúrna, ef dæma má af felustaðnum í fjöll-
unum. Á þennan hátt er tæknin séð sem félagi,
og hluti af mannlegri tilveru. Þetta ítrekar
Björk í viðtali við skáldkonuna Sigurbjörgu
Þrastardóttur (Tímarit Morgunblaðsins
22.08.04), en þar segir hún að verkefnið sé „að
púsla saman tækninni og tilfinningunum, en
ekki fara með þær sem tvo ósamrýmanlega
þætti“.
Þessi blöndun tækni og náttúru heldur svo
áfram á Medúllu, þarsem tónlistin sam-
anstendur eingöngu af mannsröddum, sem síð-
an eru meðhöndlaðar í tölvum. Hér birtist
einnig hin sérstæða samfléttun ímyndar söng-
konunnar á hinu heima og heimum, bæði hvað
varðar fjölþjóðlegt val á tónlistarfólki, en lík-
lega þó á mun meira áberandi hátt í laginu
„Oceania“, sem var frumflutt við setningu Ól-
ympíuleikanna í Aþenu árið 2004. Þar syngur
Björk um hafið sem fæðingarstað mannkyns,
þarsem meginlöndin eru eyjar í augum drafn-
arinnar, „mother oceania“, sem blikkar aug-
unum meðan maðurinn telur aldir. Mynd-
bandið við lagið er gert af Lynn Fox og þar
birtist Björk sem einskonar neðansjávarvera,
innanum ýmis furðuleg sjávardýr; sjálf er hún
eins og eitt þeirra með andlitið þakið glit-
steinum.
Lagið og myndbandið gefa til kynna að
Björk álíti hafið einskonar tákn sambands eða
tengsla, jafnframt því að aðskilja lönd. Hún
hefur sungið um hafið áður, í „Anchor Song“ af
Debut (1993), þarsem hún segir: „i live by the
ocean / and during the night / i dive into it.“ Og
hún varpar akkerum og segir: „this is were i’m
staying / this is my home.“ Fyrir eyjabúa er
það kannski sérlega auðvelt að gera hafið að
tákni heima og heiman; hafið birtist hér sem
opinn vegur sem liggur í allar áttir og er á
sama tíma krossgötur alls.
Þannig er óhætt að segja að sú ímynd sem
Björk gefur Íslandi, með því einfaldlega að
vera héðan, og með því að nýta sér Ísland í
ímyndasköpun sinni, er bæði margræð og
margþætt og umfram allt, stöðugt umbreyt-
anleg líkt og ímynd söngkonunnar fer hamför-
um. Hér höfum við náttúru, en líka tækni. Sem
náttúruvera er Björk alltaf að einhverju leyti
yfir-náttúruleg, og þegar tæknin fléttast sam-
an við verður undarleikinn enn meiri. Jafn-
framt spinnst saman og sundur hugmyndin um
sterka og sjálfstæða konu sem er dæmigerður
Íslendingur, en samt bæði alþjóðleg og fjöl-
þjóðleg. Með því að sameina alla þessa ólíku
þætti vegur Björk uppá móti óþarflega þjóð-
ernislegum hugmyndum um hreinleika –
blöndun af þessu tagi getur ekki verið hrein –
auk þess sem hún skapar rými fyrir nýja, fjöl-
breytta og síbreytilega upplifun á þjóðerni og
ímynd Íslendingsins og landsins sjálfs.
» ... sú ímynd sem Björk gef-
ur Íslandi ... er bæði marg-
ræð og margþætt og umfram
allt, stöðugt umbreytanleg líkt
og ímynd söngkonunnar ...
Höfundur er bókmenntafræðingur.