Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Síða 6
Eftir Jón Karl Helgason tjonbarl@hotmail.com „Sá sem fer að ímynda sér að hans eigin verð- leikar valdi velgengninni er glataður og mun aldrei skrifa góða skáldsögu framar.“ (Javier Cercas, spænskur metsöluhöfundur) N afnorðið útrás virðist vera fremur nýlegt í málinu. Það kemur ekki fram við orðaleit í fornbókmenntunum okkar eða eldri Bibl- íuþýðingum. Sam- kvæmt Orðabók Menn- ingarsjóðs eftir Árna Böðvarsson frá 1963 getur orðið haft tvær meginmerkingar. Í fyrsta lagi getur útrás merkt ós (vatnsfalls), afrennsli eða útstreymi (t.d. lofts) og í öðru lagi merkt að ráð- ast fram úr vígi. Elsta dæmið um fyrri merk- inguna sem greinarhöfundur fann í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá byrjun átjándu aldar en þar segir: „flýtur Holtsós yfir slægjur, nær fyrir hans útrás lengi teppist“. Svo til öll skráð dæmi um orðið í ritmálssafninu frá átjándu og nítjándu öld fela í sér þessa merk- ingu. Hún er enn í gildi en á síðari árum virðist hún reyndar alloft tengd fréttum af skolplögn– um í þéttbýli. Elsta skráða dæmið sem grein- arhöfundur fann í ritmálssafninu um síðari merkinguna, framrás úr vígi, er úr öðrum ár- gangi tímaritsins Norðurfara frá 1849 en þar segir: „Vér hlaupum hér yfir allar smá orrustur og útrásir borgarmanna.“ Svipuð dæmi má finna í sögu Jóns Trausta, Veislunni á Grund frá árinu 1915, þar sem segir af mönnum sem hlupu fyrir dyr á bæ einum „og stöðvuðu útrás Sunn- anmanna“ og í frétt Morgunblaðsins frá 4. febr- úar árið 1917, þar sem segir af „skotgraf- arútrásum“ breskra hermanna á vígstöðvunum í Frakklandi. Í þessum tilvikum er útrás í raun andheiti orðsins innrás og á fremur við þá sem eru að verjast árásum en gera árásir. Þetta er þó ekki algilt. Í þjóðsagnasafni Sigfúsar Sig- fússonar, sem út kom á fyrri hluta tuttugustu aldar, segir af nykri einum sem flúði í vatn nokkurt. „Gerði hann útrásir þaðan löngum.“ Í Stóru orðbókinni eftir Jón Hilmar Jónsson, sem kom út árið 2005, er útrás skýrt með orð- unum útrennsli og úthlaup og byggist síðari skýring á því að rás getur ekki aðeins merkt farvegur heldur einnig hlaup (sbr. orða- sambandið að taka á rás). Þar er líka fjallað um orðasambandið að fá útrás, í merkingunni að hlaupa af sér hornin eða að ryðja sig. Tekin eru dæmi af orðasamböndum á borð við: athafna- þráin leitar útrásar, veita tilfinningum sínum, reiði sinni útrás, fá útrás fyrir tilfinningar sínar. Þessi merking orðins virðist ekki hafa náð fót- festu hér á landi fyrr en á síðari hluta tutt- ugustu aldar. Elsta dæmið sem greinarhöf- undur fann við orðaleit á síðum Morgunblaðsins er til dæmis frá árinu 1969 en þar er rætt um að metnaður manns geti fengið „útrás í íþróttum“. Elsta dæmið sem greinarhöfundur fann í rit- málssafni Orðabókar Háskólans er hins vegar úr bók Gunnars Benediktssonar, Rýnt í gamlar rúnir frá árinu 1976, en þar er talað um að til- finningar manns hafi „leitað útrásar í ljóði“. Í þessari merkingu virðist útrás vera andheiti orðsins bæling, það að leita útrásar er andstæða þess að sitja á strák á sínum. Kertasníkir fer í útrás til Finnlands Til viðbótar við þau merkingarsvið sem hér hafa verið nefnd skýrir Jón Hilmar nafnorðið útrás í Stóru orðabókinni með orðalaginu sókn á er- lendum mörkuðum. Erfitt er að fullyrða um hvenær sú merking náði fótfestu meðal almenn- ings en varða á þeirri leið er vafalítið grein sem Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Haf- skips hf., birti í Morgunblaðinu 2. desember árið 1982 undir titlinum „Íslensk alþjóðasinnun – öfl- ug útrás“. Þar var rætt um leiðir til að sporna gegn því að Ísland framtíðarinnar yrði „ann- arsflokks hjáleiga sem afleiðing fólks- og kunn- áttuflótta“. Taldi Ragnar nauðsynlegt að „hefja nýtt átak þessu til varnar. … Stórátak á kom- andi árum um íslenska útrás – íslenska al- þjóðasinnun (internationalisering) er verk sem vinna þarf við.“ Nefndi hann tíu dæmi um aðgerðir sem gætu verið hluti af slíku átaki en þær gengu meðal annars út á það að Íslendingar í milliríkjaviðskiptum kæmu sér upp öflugum ís- lenskum starfsstöðvum erlendis (þjónustu- miðstöðvum fyrir innflutningsverslun og sölu- skrifstofum fyrir útflutningsverslun). Einnig vildi Ragnar láta endurskoða hlutverk utanrík- isþjónustunnar í þessu augnamiði, að gerð yrði áætlun um stóreflda erlenda starfsþjálfun Ís- lendinga, ferðalög landsmanna til útlanda yrðu gerð auðveldari og ódýrari, málakunnátta og fræðsla um erlendar þjóðir aukin, auk þess sem kapp yrði lagt á að nýta erlenda sérfræðiþekk- ingu og ráðgjöf. Svo virðist sem Ragnar hafi lagt sömu merkingu í orðið útrás og þeir sem notuðu það til að lýsa framrás úr vígi; með því að gerast alþjóðasinnar áttu Íslendingar að snúa vörn í sókn. „Erlendum milliliðum og afæt- um skal fækkað,“ skrifaði Ragnar. „Enginn skal komast upp með að níðast á eða misbjóða ís- lenskum hagsmunum í skjóli fjarlægðar og minni þekkingar viðsemjandans.“ Grein Ragnars vakti töluverð viðbrögð á sín- um tíma en það virðist þó ekki vera fyrr en á tí- unda áratugnum að útrásarhugtakið, í þeirri merkingu sem hann notar það, skýtur öðrum hliðstæðum hugtökum ref fyrir rass. Í þessu sambandi er fróðlegt að glugga í skrif hins nafn- lausa höfundar Reykjavíkurbréfs Morgunblaðs- ins vorið 1990 þar sem fjallað var um íslenskt at- hafnalíf. Þar sagði meðal annars: „Þess vegna er sennilega kominn tími til að auðvelda íslenzk- um fyrirtækjum að fjárfesta erlendis. Þá geta stór og vel rekin fyrirtæki á borð við Eimskipa- félagið og fleiri fengið útrás fyrir styrk sinn, at- hafnaþrá og sköpunarkraft með því að láta til sín taka í atvinnulífi á erlendum vettvangi eins og nokkur stór fyrirtæki á öðrum Norð- urlöndum hafa gert.“ Vitnað var til þessara orða tvívegis í Morgunblaðinu á vordögum 1992, ann- ars vegar í Reykjavíkurbréfi og hins vegar í leiðara, í tengslum við það sem þá var kallað „landvinningastefna“ Flugleiða í framhaldi af lögunum um evrópska efnahagssvæðið. Hér var orðið útrás enn notað í merking- unni að hlaupa af sér hornin en þó jafnframt tengt umsvifum íslenskra fyrirtækja erlendis. Í næsta skipti sem orðið útrás skaut upp kollinum í Morgunblaðinu var hins vegar sem þessi tvö merkingarsvið hefðu runnið sam- an. Þetta var haustið 1992 en þá var rætt í blaðinu við Þorstein Pálsson sjávarútvegs- ráðherra í tilefni af væntanlegri ferð hans til Mexíkó. Hann sagði meðal annars: „Það hefur verið lögð vaxandi áherzla á að leita nýrra leiða til útrásar og atvinnusköpunar, einkum innan sjávarútvegsins. Ferð mín til Mexíkó er liður í að opna slíkar leiðir, en ég tel að þar eigi að vera möguleikar á auknum samkiptum þjóðanna á sviði sjávarútvegs.“ Á næstu árum festi orðið útrás í merkingunni sókn á erlendum mörkuðum sig rækilega í sessi. Árið 1995 bárust til að mynda fregnir af ráðgjaf- arfyrirtækinu Útrás sem aðstoðaði íslenskan húsgagnaframleiðanda við markaðssetningu á járngrindarstólnum Vikivaka erlendis. Árið 1997 hélt Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Út- gerðarfélags Akureyringa, erindi um „útrás ís- lenskra fyrirtækja“ á fundi hjá Rannsóknarráði Íslands – fyrirlesturinn bar titilinn „Í víking á 21. öld?“. Og dæmunum fjölgar jafnt og þétt. Nú er svo komið að Íslendingar mega vart bregða sér út fyrir landsteinana án þess að það sé kallað útrás. Á síðustu misserum hefur til að mynda mátt lesa fréttir um „útrás“ Vest- urfarasetursins til Noregs, „útrás“ íslenskra presta í Kanada, og „útrás“ íslenska jólasveins- ins til Finnlands – Kertasníkir fór þangað á jóla- sveinaráðstefnu. Er keppt í útrás á ólympíuleikum? Í kjölfar þess að nafnorðið útrás fékk merk- inguna sókn á erlendum mörkuðum hefur það smám saman orðið einskonar samnefnari fyrir tilteknar breytingar í íslensku viðskiptalífi og jafnvel samfélagi á undanförnum tveimur ára- tugum. Útrás er á góðri leið með að verða að sögu- legu hugtaki, sambærilegu við hugtök á Víkingar efnisins Á liðnum misserum hefur mikið verið rætt um aukin umsvif íslenskra fyrirtækja erlend- is, meðal annars í framhaldi af umdeildu er- indi sem forseti Íslands flutti um efnið á fundi hjá Sagnfræðingafélaginu í janúar. Iðulega er vísað til þessarar starfsemi sem útrásar. Hér verður hugað að sögu þessa merking- arríka hugtaks og þeim sögulega veruleika sem það vísar til á okkar dögum, en jafnframt bent á hvernig hin svonefnda útrás er á góðri leið með að verða grundvöllur nútímagoð- sagnar um Ísland og Íslendinga. Goðsögnin um útrás Íslendinga verður til Í víking Þessi skopmynd birtist upphaflega í Við- skiptablaði Morgunblaðsins á vordögum 2005 með frétt af umsvifum íslenskra at- hafnamanna í Danmörku. 6 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.