Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Qupperneq 7
borð við upplýsing, kreppa eða einokun. Og
drögin að sögu útrásarinnar eru farin að mót-
ast, ekki aðeins í skrifum fræðimanna heldur
einnig í munni þeirra sem tekið hafa þátt í út-
rásinni.1
Margir þeirra sem tjá sig um efnið vilja fyrst
og fremst skýra aukin umsvif íslenskra fyr-
irtækja erlendis með breyttum aðstæðum. Ann-
ars vegar hafi stjórnvöld hrint hugsjónum ný-
frjálshyggjunnar í framkvæmd; ríkiseignir hafi
verið seldar, skattar á fyrirtæki lækkaðir, við-
skiptalífið losnað undan pólitískri forsjá, verð-
bréfamarkaður þróast og fé til fjárfestinga
margfaldast, meðal annars vegna viðskipta með
fiskveiðikvóta. Hins vegar hafi EES-samning-
urinn stækkað athafnasvæði íslenskra fyr-
irtækja, auk þess að innleiða alþjóðleg, nútíma-
leg viðmið á fjölmörgum sviðum samfélagsins.
Sumir vilja líta svo á að þessar breytingar séu
hliðstæðar þeirri þróun sem hefur átt sér stað í
Austur-Evrópu eftir fall Berlínarmúrsins. Það
sé í raun ekki fyrr en um og eftir 1980 að kenn-
ingin um ágæti frjálsrar samkeppni fari að setja
raunverulegt mark sitt á pólitíska ákvörð-
unartöku hér á landi. Síðan þá hafi stjórnvöld,
undir forystu Sjálfstæðisflokksins, smám sam-
an leitt hana til öndvegis, ekki bara í þeirri lög-
gjöf sem snýr að efnahagslífinu heldur á fleiri
sviðum, svo sem í menntakerfinu og heilbrigð-
iskerfinu. Þróunin hér á landi markist þó af því
að kapítalisminn hafi í senn haft stuðning og að-
hald af EES-samningnum, sem og ýmsum lög-
um og reglugerðum Evrópusambandsins.
Í annan stað hafa ýmsir bent á að snögg og
afdrifarík kynslóðaskipti hafi orðið í íslensku
viðskiptalífi um og eftir 1990. Ungt athafnafólk,
sem sjaldnast var bundið í viðjar pólitískra
hagsmuna, hafi komist til áhrifa óvenju snemma
á starfsferli sínum og innleitt ný viðmið í fyrir-
tækjarekstri. Drjúgur hluti þessa fólks hafi sótt
framhaldsmenntun og starfsreynslu til útlanda
og það sé því ekki í teljandi vandræðum með að
fóta sig í erlendu viðskiptaumhverfi. Þá megi
meðal einstaklinga af þessari kynslóð finna ým-
is persónueinkenni sem oft séu barin niður í
skólum og fyrirtækjum í stærri og rótgrónari
samfélögum, svo sem frumkvæði, sjálfsbjarg-
arviðleitni og áræði. Síðast en ekki síst hafi
unga kynslóðin í við-
skiptalífinu tekið kenn-
inguna um frjálsa
samkeppni bók-
staflega. Ólíkt for-
verum sínum, sem
hafi ef til vill lagt
meiri áherslu á
forskeytið sam- í orðinu samkeppni (og jafnvel
skipt orðinu ráð út fyrir orðið keppni), hafi þetta
unga fólk lagt höfuðáherslu á síðari hluta orðs-
ins. Það nálgist gjarnan verkefni sín með hug-
myndafræði íþróttanna að leiðarljósi. Þessi þró-
un er í takt við alþjóðlegar hræringar í
viðskiptum og nýlegar kenningar um stjórnun
og rekstur fyrirtækja sem meðal annars eru
kenndar við frumkvöðlafræði.
Í þessu sambandi er freistandi að rifja upp
það merkingarsvið orðsins útrásar sem vísar til
hlaups (sbr. enska orðið race). Viðamikil um-
fjöllun fjölmiðla um umsvif íslenskra ein-
staklinga og fyrirtækja erlendis vekur stundum
þá tilfinningu að útrásin sé í rauninni nokkurs
konar keppnisgrein. Enda þótt kaup íslenskra
fjárfesta á knattspyrnuliðinu Stoke City hafi
ekki borið þann arð sem efni stóðu til eru þau að
mörgu leyti táknræn fyrir kappið sem hefur
einkennt íslenska „útrásarliðið“. Ennfremur má
minnast viðtals sem tekið var við Björgólf Thor
Björgólfsson þegar hann komst á lista við-
skiptatímaritsins Forbes yfir 500 auðugustu
menn veraldar. Hann líkti þeim áfanga við það
að hafa unnið sér keppnisrétt á ólympíu-
leikunum. (Faðir hans er þessa dagana að hugsa
um að kaupa knattspyrnuliðið West Ham.)
Víkingaeðlið leitar útrásar
Í bók sinni Goðsagnir frá árinu 1957 fjallar
franski fræðimaðurinn Roland Barthes um það
hvernig einstök tákn geta fengið það sem hann
kallar goðsögulega merkingu innan samfélags-
ins. Í þeim tilvikum er tákn með afmarkaða
merkingu hafið upp á almennara svið og gefin
víðtæk (og að því er virðist óumdeilanleg) merk-
ing. Til skýringar má taka dæmi af orðunum
„Fögur er hlíðin“ sem höfð eru eftir Gunnari á
Hlíðarenda í Njáls sögu. Í samhengi sögunnar
vísar orðið „hlíðin“ til Fljótshlíðar á Rang-
árvöllum. Túlkun síðari tíma manna á þessum
orðum og samhengi þeirra – ekki síst sú túlkun
sem fram kemur í kvæðinu „Gunnarshólma“
eftir Jónas Hallgrímsson – hefur gefið þessum
orðum goðsögulega skírskotun. Orðið „hlíðin“
hefur fengið merkinguna „Ísland“. Menn líta
með öðrum orðum svo á að Gunnar sé að tjá ást
sína til ættjarðarinnar og að með breytni sinni –
þeirri ákvörðun að deyja frekar á Íslandi en
fara í útlegð – skilgreini hann hvað felst í því að
vera góður Íslendingur.
Til frekari skýringar má minnast vanþókn-
unar Jónasar Jónssonar frá Hriflu, eins helsta
forystumanns Framsóknarflokksins fyrr á ár-
um, yfir því að Sigurður Nordal, prófessor í ís-
lenskum fræðum við Háskóla Íslands, var á
tímabili að hugsa um að þiggja kennarastöðu við
norskan háskóla vegna þess að honum buðust
þar hærri laun en hér á landi. Jónas skrifaði af
þessu tilefni árið 1942: „Gunnar á Hlíðarenda
vill heldur deyja á Íslandi en þola útlegðardóm í
þrjú ár. Nordal dæmir sig sjálfan til óhamingju
æfilangrar útlegðar fyrir lítilfjörlega hækkun á
mánaðarlaunum.“ Jónas lumbraði hér á Sigurði
með goðsögninni um föðurlandsást Gunnars á
Hlíðarenda. Sú goðsögn hefur verið á öru und-
anhaldi á síðustu árum en í hennar stað hefur ný
og andstæð goðsögn sótt í sig veðrið. Nú er svo
komið að ef prófessor í íslenskum fræðum við
Háskóla Íslands fengi kennarastöðu við norsk-
an háskóla myndu helstu forystumenn Fram-
sóknarflokksins væntanlega fagna því sem
glæsilegu dæmi um „útrás“ og „samkeppn-
ishæfni“ íslenskra háskólamanna.
Líkt og goðsögnin um föðurlandsástina er
goðsögnin um útrásina í og með smíðuð úr
brotasilfri úr fornbókmenntunum, þ.e. lýsingum
Íslendingasagna á víkingaferðum norrænna
manna á miðöldum. Gefið er í skyn að Íslend-
ingar í útrás séu víkingar nútímans. Til marks
um þetta útbreidda sjónarmið má hafa ávarp
sem Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanrík-
isráðherra og formaður Framsóknarflokksins,
flutti á ársfundi viðskipta- og hagfræðideildar
Háskóla Íslands 27. janúar 2004. Halldór gerði
þar reyndar athyglisverða tilraun til að sætta
hinar tvær andstæðu goðsagnir sem hér hafa
verið nefndar og sagði meðal annars: „Að lokum
vil ég leggja áherslu á að alþjóðahyggja og föð-
urlandsást eru ekki andstæður. Alþjóðahyggju-
maður getur auðveldlega séð sóma af öllu því
sem íslenskt er. … Staðreyndin er sú að al-
þjóðavæðingin er aðeins nýhafin og við verðum
að læra fljótt að feta stíginn inn í framtíðina. Við
höfum ekkert val. Við erum komin aftur á upp-
hafsreitinn í sögu okkar í íslenskri útrás – við
förum aftur í víking – en beitum nútímalegri að-
ferðum.“
Svipaður tónn var sleginn í erindinu „Útrás-
in: Uppruni, einkenni, framtíðarsýn“, sem hr.
Ólafur Ragnar Grímsson flutti í fundaröð Sagn-
fræðingafélags Íslands um útrásina 10. janúar
síðastliðinn. Lýsing forseta Íslands á sögu-
legum forsendum útrásarinnar var á margan
hátt samhljóða því sem aðrir hafa sagt um það
efni – hann ræddi reyndar um alþjóðahyggju
fremur en nýfrjálshyggju, upplýsingabyltingu
fremur en EES-samninginn, talaði um sköp-
unarkraft fremur en keppnisanda – en að auki
lagði hann sig fram um að hefja útrásina upp á
goðsögulegt svið. Hann gaf því til dæmis undir
fótinn að íslensk útrásarfyrirtæki hefðu náð ein-
stæðum árangri erlendis vegna aldalangrar
sögulegrar arfleifðar þjóðarinnar og eðliskosta
sem mætti rekja allt aftur til fyrstu landnáms-
manna Íslands. Um þetta sagði Ólafur Ragnar:
„Hinir fyrstu Íslendingar voru sannarlega út-
rásarfólk, jafnvel svo afgerandi að þau sem nú
gera garðinn frægan blikna í samanburði …
Liðssveitin sem hér nam land var hluti af sam-
félagi víkinganna, þjóðflokkum sem voru á ára-
bilinu 800 til um 1000 víðförlasta fólkið í veröld-
inni, hikaði ekki við að sækja frægð og frama
um langan veg … fólkið sem hingað kom var
hluti af menningarheild sem sótti nýjan efnivið
á framandi lendur, hélt í leit að betri tækifær-
um, bar í brjósti svipaðan útrásaranda og mótað
hefur árangur okkar að undanförnu.“
Fjölmörg fleiri dæmi af svipuðu tagi mætti
taka til marks um það hvernig unnið er með út-
rásina sem goðsögn um Ísland og Íslendinga.
Með því að tengja umsvif íslenskra fyrirtækja
erlendis við víkingaferðir norrænna manna á
miðöldum eða fornfálegar hugmyndir um ís-
lenskt þjóðareðli, líkt og helstu ráðamenn þjóð-
arinnar hafa gert á liðnum árum, er smám sam-
an verið að breyta þeim sögulegu aðstæðum
sem orðið útrás vísar til í upphafinn veruleika,
goðsögulegt tákn. En um leið er verið að ýta
undir afar einfeldningslegan söguskilning og
breiða yfir margvíslegar mótsagnir og misfell-
ur. Samkvæmt goðsögninni um útrásina er Ís-
landssagan þessi árin að rætast fremur en að
gerast.
Orð, saga, goðsögn
Líkt og Roland Barthes ræðir í áðurnefndri bók
sinni eru ýmsar leiðir til að nálgast og túlka goð-
sagnir samtímans. Lykilatriði, að hans mati, er
að átta sig á því að það tákn sem goðsagan not-
færir sér leikur í raun tveimur skjöldum. Það er
í senn fullt af merkingu (orðið útrás hefur orða-
bókarmerkinguna sókn á erlenda markaði) og
algjörlega merkingarlaust („útrásin“ er óræð
táknmynd sem stjórnmálamenn og aðrir goð-
sagnasmiðir geta notað til að framkalla marg-
vísleg og jafnvel mótsagnakennd táknmið). Ein-
hvers staðar mitt á milli þessara tveggja sviða
helga fræðimenn sér síðan vettvang; það kemur
í þeirra hlut að dýpka grundvallarmerkingu
orðsins útrás og reyna um leið að afhjúpa goð-
sögnina um „íslensku útrásina“.
Í þessu sambandi má rifja upp að erindi Ólafs
Ragnars vakti töluverð viðbrögð í hópi sagn-
fræðinga. Hörðustu viðbrögðin við erindinu
komu líklega frá Sigurði Gylfa Magnússyni sem
minnti á í grein á vefritinu Kistunni að forseti
Íslands hefði viðrað svipaðar skoðanir í ræðu í
Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2000. Þótti
Sigurði öðru fremur ámælisvert að æðsti emb-
ættismaður íslensku þjóðarinnar væri ítrekað
að upphefja svokallaða nýkapítalista og vafa-
sama starfshætti þeirra. Sigurður Gylfi skrifaði:
„Í kjölfar Reagan-tímans í Bandaríkjunum lék
þessi lýður lausum hala, ruddist inn í rótgróin
fyrirtæki og splundraði þeim og gekk út með
ofsagróða. Eftir sátu oft tugþúsundir starfs-
manna sem unnið höfðu hjá þessum sömu fyr-
irtækjum með sárt ennið og atvinnulausir.
… Heldur forseti Íslands virkilega að þessir
einstaklingar sem eru að ryðjast inn í fyrirtæki í
útlöndum í nafni „íslensku útrásarinnar“ og
kaupa þau upp og selja svo aftur séu eitthvað
öðruvísi innrættir vegna þess að þeir séu
„strákarnir okkar“ – afkomendur víkinga, land-
könnuða og uppfinningamanna, eins og hann
komst að orði árið 2000?“ Þá fannst Sigurði nóg
um hve mikið lof Ólafur Ragnar bar á þjóð sína
og sagði að erindið hefði í raun vakið sig til um-
hugsunar um hversu „stórt hlutverk minnimátt-
arkenndin léki í skýringum ráðamanna – og
reyndar einnig fjölmiðlafólks – á ágæti Íslend-
inga“.
Á næstu árum má vafalítið búast við áfram-
haldandi togstreitu af þessu tagi á milli þeirra
sem vilja fjalla um útrásina sem sögulegan við-
burð (t.a.m. sagnfræðinga, viðskiptafræðinga,
mannfræðinga og menningarfræðinga) og
hinna sem vilja nota hana sem efnivið í goðsögu
um Ísland og Íslendinga. Samhliða mun orða-
bókarmerking orðsins útrás væntanlega halda
áfram að þróast og breytast. Og ef að líkum læt-
ur verður stöðugt erfiðara að gera skarpan
greinarmun á þessu þrennu.
1 Sú mynd sem dregin er upp í þessum millikafla byggist að
miklu leyti á viðtölum sem greinarhöfundur hefur átt á liðnum
árum við ungt forystufólk í íslensku athafnalífi, m.a. í viðtals-
þáttaröðunum „Næsta kynslóð“, „Strandhögg“ og „Hug-
sjónafólk“ sem voru fluttar í Ríkisútvarpinu – Rás 1. Sá fræði-
maður sem fjallað hefur hve rækilegast um íslensku útrásina,
m.a. í sögulegu ljósi, er Þór Sigfússon. Sjá t.d. bækur hans
Landnám (2000) og Straumhvörf (2005). Útlit er fyrir öflug-
ar rannsóknir á þessum vettvangi á næstu árum, t.d. hefur
Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands nýlega kynnt stórt
rannsóknarverkefni um útrásina 1998–2007.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 7
Ekki er sjálfgefið að nota nafnorðið útrás til að lýsa umsvifum íslenskra fyrirtækja er-
lendis. Það mætti einnig lýsa þessari starfsemi með orðum á borð við alþjóðavæðing, al-
þjóðasinnun, landnám, landvinningastefna eða útþensla, og jafnvel gildishlaðnari orðum
á borð við heimsvaldastefna. Vilji menn tengja hana við sumarstörf íslenskra höfð-
ingjasona erlendis á miðöldum geta þeir gripið til orða á borð við víking eða strandhögg.
Raunar hafa öll þessi orð og fleiri til verið notuð í umræðu um þetta efni á undanförnum
misserum. Ekkert þeirra á sér þó nákvæmlega sömu sögu eða hefur sömu aukamerk-
ingar og útrás.
Samheiti orðsins útrás
Árið 1975 sendi Jóhanna Þráinsdóttir frá sér skáldsöguna Útrás. Samkvæmt blaðaauglýs-
ingu segir þar af ungri konu sem „missir manninn sinn af slysförum, eftir hjónaband, sem
byggzt hefur á gagnkvæmri blekkingu. Í beiskju sinni og ráðleysi varpar hún sér út í
hringiðu skemmtanalífsins og kemst þá í kynni við ýmsar dekkri hliðar lífsins.“ Titillinn
vísar augljóslega í merkinguna að fá útrás fyrir tilfinningar sínar, en umsvif íslenskra
fyrirtækja erlendis koma ekkert þarna við sögu.
Skáldsagan Útrás
Hefð er fyrir því í íslenskri sagnfræði að rekja sögulegar sviptingar til einhvers hóps
manna og málgagns þeirra. Þannig er rætt um Fjölnismenn, Verðandimenn og Rauða
penna. Ef svipast er um eftir hliðstæðu hugmyndafræðilegu riti til að varpa ljósi á und-
anfarinn aldarfjórðung í íslenskri sögu mætti hugsanlega staldra við greinasafnið Upp-
reisn frjálshyggjunnar sem ungir menn í Sjálfstæðisflokknum stóðu að árið 1979. Meðal
greinahöfunda voru Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Geir H. Haarde, Björn Bjarnason
og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Útgefandi var Kjartan Gunnarsson, síðar fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, prófarkalesari var Hreinn Loftsson, síðar formaður
einkavæðingarnefndar og stjórnarformaður útrásarfyrirtækisins Baugs. Til að varpa
sérstöku ljósi á rætur útrásarinnar væri þó líklega enn gagnlegra að kanna skrif Ragnars
Kjartanssonar um alþjóðasinnun Íslendinga, þar á meðal erindi hans „Fyrir framtíðina –
atvinnulífið: nýir möguleikar – nýir markaðir“ sem flutt var á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins í nóvember 1983.
Bláir pennar?