Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók S vo spyr Jón Ólafsson í Lesbók 7. okt. 2006, en þar gagnrýnir hann ritgerð mína í síðasta hefti Þjóð- mála. Í ritgerð þessari lýsi ég ýmsum öryggisráðstöfunum, sem ríkisstjórnir Íslands gripu til gagnvart kommúnistum og nasistum, en þess- ar ráðstafanir beindust raunar enn frekar gegn undirróðri og njósnum Sovétríkjanna og ann- arra austantjaldsríkja á tímum Kóreustríðsins eða styrjaldarhættu á árum kalda stríðsins. Niðurstaða mín er sú, að þessar ráðstafanir 1939–1976 hafi ekki verið ósvipaðar þeim, sem gripið var til annars staðar á Norðurlöndum, þótt starfsemi íslensku lögreglunnar til varnar innra öryggis ríkisins væri ætíð smávægileg, hvort sem miðað er við bandalagsríki Íslend- inga eða hlutlaus Evrópuríki. Jón Ólafsson bregður sér hins vegar í hlutverk ákæranda og sakar yfirvöld landsins um móðursýki og „vafa- samar og hugsanlega glæpsamlegar aðgerðir gegn saklausu fólki“ í kalda stríðinu. Samtímis gerist hann verjandi kommúnistahreyfing- arinnar, þ.e. Kommúnistaflokks Íslands og Sósíalistaflokksins. Hann fordæmir yfirvöld fyrir að hafa tekið mark á byltingarboðskap þessara flokka („mælsku um áform“) og gerir jafnframt lítið úr ofbeldisverkum, sem flokks- menn unnu hér hvað eftir annað í stjórnmála- baráttu sinni. Marklausir mælskumenn? Jón skýrir í engu, hvers vegna hann úrskurðar íslenska kommúnista og sósíalista marklausa menn. Hann fullyrðir að „bókstafstúlkun“ mín á mælskubrögðum sé „oft æði barnaleg“ og fjarri raunveruleika. Þannig túlki ég t.d. orð áhrifamesta sósíalistaforingjans, Brynjólfs Bjarnasonar, „svo, að hann hafi hótað pólitísk- um andstæðingum sínum lífláti [í alþing- isumræðum um inngöngu Íslands í Atlants- hafsbandalagið], með því að segja þá kvislinga og landráðamenn“. En hér sleppir Jón aðal- atriðinu, þ.e. að Brynjólfur sagði að landráða- manna myndu ,„engin önnur örlög bíða en ör- lög kvistlingsins“, þegar sósíalistar létu þá standa reikningsskap gjörða sinna. Allir vissu 1949, eins og segir í Þjóðmálum, að þúsundir kvislinga, fyrrum samstarfsmanna þýskra nas- ista, höfðu verið teknir af lífi í Evrópu frá stríðslokum. Þann raunveruleika dylur Jón Ólafsson fyrir lesendum Lesbókarinnar, eins og hitt að Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrver- andi formaður Alþýðuflokksins og forsætisráð- herra, fullyrti, að Brynjólfur hefði neitað að fagna með honum stúdentsafmæli þeirra, vegna þess að hann ætti ekkert annað skilið en líflát. Þegar grannt er skoðað, er mælskukenning Jóns Ólafssonar ekkert annað en tilraun hans til að ómerkja hálfrar aldar boðun og starf fjölda manna að byltingu eða gjörbreytingu á íslensku samfélagi að sovéskri fyrirmynd sem ýkjur einar eða orðagjálfur. Þessi kenning Jóns er í eðli sínu handan við mörk fræðilegrar umræðu, vegna þess að fræðimenn hljóta að ganga út frá því að samfélagshreyfingu með skýr markmið og forystumenn með fulla skyn- semi, verði almennt að taka alvarlega. For- ystumenn kommúnista voru að mínu mati flest- ir einlægir hugsjónamenn, sem vildu leggja allt í sölurnar til að bylta þjóðskipulagi, sem þeir töldu vont og ranglátt. Í staðinn vildu þeir koma hér á stjórnskipulagi, sem þeir trúðu að veita mundi íslenskum verkalýð frelsi og alls- nægtir. Þeir litu á sig sem þegna eða óbrigðula samherja Sovétríkjanna – „heimsríkis verka- lýðsins“, sem eitt gæti gert hér drauminn um sósíalisma að veruleika. Þess vegna sögðu kommúnistar upphaflega skilið við Alþýðu- flokkinn, þótt hann hefði marxíska stefnuskrá, stofnuðu hér deild í alþjóðasamtökum komm- únista, Komintern, og gengust undir járnaga og fjarstýringu frá Moskvu. Þess vegna réðust kommúnistar líka með ofbeldi á stofnanir eins og bæjarstjórn Reykjavíkur og sjálft Alþingi, veittust iðulega að lýðræðislega kjörnum ráða- mönnum og slösuðu tugi lögreglumanna, sem reyndu að verja stofnanir og einstaklinga fyrir árásum þeirra. Um þetta ofbeldi liggja fyrir hæstaréttardómar og nákvæmar dómsrann- sóknir. Jóni Ólafssyni sýnist ofbeldi hins vegar hafa verið furðu sjaldgæft í stjórnmálabaráttu á Íslandi. Orðið „glæpsamlegt“ notar hann að- eins um öryggisráðstafanir yfirvalda, sem aldr- ei höfðu afl til að framfylgja fyllilega dómum yfir ofbeldismönnunum. Jón segir ranglega að árásin á Alþingishúsið 30. mars 1949 marki upphafið að íslenskri „leyniþjónustustarfsemi“ (hún hófst 1939), en að öðru leyti hafi hún ráðist af „mögulegri ógn“ af „meintum tengslum sósíalista við Sov- étríkin, ekki síst af þeirri hugmynd að ann- aðhvort byltingarþjálfun í Moskvu eða bein fyrirmæli þaðan hafi strax á fjórða áratugnum mótað allt flokksstarf sósíalista og ráðið nokkru, jafnvel mestu, um stefnu þeirra og að- gerðir eftir það“. Hér oftúlkar Jón vægi bylt- ingarnámsins í Þjóðmálagrein minni og slepp- ir með öllu að geta þess að ótti við að kommúnistar hjálpuðu sovéthernum við að ráðast hér á land í heimsstyrjöld, sem virtist yfirvofandi 1948–1951, var meginástæða fyrir eflingu öryggisþjónustunnar. Þvert á heim- ildir staðhæfir hann einnig að leyniþjónustur austantjaldsríkja hafi ekki leitað sérstaklega eftir erindrekum á meðal kommúnista. Jafn- framt lætur Jón að því liggja að fjarstýring ís- lenskra kommúnista frá Moskvu sé ósönnuð tilgáta mín. Nú ætla ég ekki að fara að rök- styðja það hér að Íslandsdeild Kominterns hafi, eins og aðrar deildir þessara miðstýrðu samtaka, verið ósjálfráð um gjörðir sínar og meginstefnu. Ef Jón vill halda öðru fram í al- vöru þvert á eðli þessara samtaka og óteljandi heimildir, þ.á m. hans eigin ritverk, verður hann að gera sómasamlega grein fyrir máli sínu.1 Um Sósíalistaflokkinn er það að segja, að Komintern leyfði stofnun hans með því skilyrði að flokkurinn starfaði á byltingargrundvelli og kommúnistar réðu fyrir honum þrátt fyrir samstarf við vinstri-jafnaðarmenn. Ótvíræðar heimildir sýna að kommúnistar leituðu líka eft- ir og tóku við beinum stefnufyrirmælum frá Moskvu 1940, 1941 og 1945.2 Þá hefur Jón Ólafsson sjálfur sýnt fram í bókinni Kæru fé- lagar að forystumenn Sósíalistaflokksins báru mikilvægustu ákvarðanir sínar um stefnu og innanflokksmálefni undir sovétstjórnina og sovéska Kommúnistaflokkinn a.m.k. fram á sjötta áratuginn, og þágu fúlgur fjár að austan. Þótt byltingarmóður sósíalista dofnaði með ár- unum, er ljóst að flokksforystan taldi ofbeldi leyfilega aðferð í stjórnmálabaráttu og und- irgefni hennar við Sovétríkin hlaut að vekja ugg um að áköfustu flokksmenn væru tilbúnir að ganga erinda sovéthersins, ef til styrjaldar drægi. Nú gæti mælskukenning Jóns hins vegar verið við það miðuð að ástæðulaust hefði verið fyrir andstöðuflokka kommúnista að taka mark á þeim vegna þess að aðstæður eða styrkleiki þeirra hefðu aldrei boðið upp á að þeir gerðu fulla alvöru úr „digurbarkalegu“ tali sínu. En þá verður í fyrsta lagi að virða þessum flokkum og yfirvöldum það til vorkunnar að þau höfðu ekki Jón eða annan mann af hans kynslóð til að meta fyrir sig aðstæður í ljósi framvindu, sem leiddi til hruns kommúnismans. Í öðru lagi var hrunið að nokkru eða mestu leyti afleiðing af viðnámi lýðræðissinnaðra flokka og ríkja við framgangi kommúnismans og sovétkerfisins. Það viðnám spratt af mati á raunverulegum að- stæðum og vissu um að í stefnu og málflutningi kommúnista fælist annað og meira en mark- laust orðagjálfur. Lærðu byltingarnemar að gera byltingu? Jón neitar því í Lesbókargrein sinni, að 25–30 menn, sem Kommúnistaflokkur Íslands sendi til náms í Moskvu, hafi átt að vera „kjarni bylt- ingarliðs“, sem m.a. hafi fengið tilsögn í vopna- burði og hernaðarlist. Þegar litið er á þrjú önn- ur ritverk Jóns, sést að hann er tvísaga, ef ekki þrísaga um byltingarnámið. Í grein í Nýrri sögu (1997) og í bókinni Kæru félagar (1999) sniðgekk hann upplýsingar um hern- aðarnámið, sem er að finna í dagbók Andrésar Straumlands. Jón vísaði óspart til þessara dag- bóka um aðrar hliðar námsins, en sleppti færslum, þar sem Andrés segist hafa sótt „„tíma í meðhöndlun vopna““ og kallar einn dag „„Vopnadag““.3 Þó hafði Árni Snævarr fyrir löngu birt þess- ar færslur í bók sinni og Vals Ingimund- arsonar, Liðsmenn Moskvu (1992). Þá hafði dr. Benjamín H.J. Eiríksson einnig vottað að hafa lagt stund á skotfimi og hernaðarlist í Vest- urháskóla Kominterns. Á þetta benti ég nýlega í ritdeilu við Kjartan Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins í Morg- unblaðinu, en honum hafði orðið það á að styðj- ast við verk Jóns um meinleysi byltingarnáms- ins. Dró ég þá jafnframt fram þriðju heimildina um skotæfingar byltingarnema í Moskvu. Í Lesbókargreininni gat Jón Ólafsson því ekki lengur fullyrt að íslenskir byltingarnemar hefðu ekki lært vopnaburð í Moskvu, en hafði uppi nýja túlkun á þessum hluta námsins: Íslendingarnir fengu að því er mér hefur virst enga beina „byltingarþjálfun“ í Moskvu, þótt vafalaust hafi þeir lært meðferð skotvopna, þar sem slíkt var nánast hluti sovésks barnaskólalærdóms á þessum tíma. Verkefni þeirra var að skipuleggja og vinna í kommúnistaflokki innan friðsamlegs stjórn- málaumhverfis og því fer fjarri að Komintern hafi gefið Íslendingunum ráð eða fyrirmæli um að beita ofbeldi. Þetta er skondin skýring: Allt í einu er námsgrein, sem haldið var að harðfullorðnum mönnum, sem komnir voru austur í erindum flokks síns til að nema á æðsta skólastigi bylt- ingarfræðslu, afgreidd sem barnafræðsla óháð háleynilegu náminu. Í augum Jóns eru skot- vopn í höndum íslenskra kommúnista einungis barnaleikföng og æfingar við að vega menn með slíkum vopnum undir stjórn liðsforingja úr Rauða hernum, eiga í engu að hafa tengst „byltingarþjálfun“ eða ofbeldisáformum Kom- interns „innan friðsamlegs stjórnmála- umhverfis“ á Íslandi. Kenning Jóns um að ekki beri að taka mark á orðum og gjörðum ís- lenskra kommúnista nær hér nýjum hæðum. En fullyrðingar hans um að byltingarnemum hafi ekki verið kennt að undirbúa byltingu eystra, stangast ekki aðeins á við vitnisburði þeirra sjálfra um námið. Hér má einnig kalla sjálfan Einar Olgeirsson, annan aðalleiðtoga ís- lenskra kommúnista, til vitnis um að Jón Ólafs- son fari villur vega. Einar sagði í trún- aðarsamtali við sovétsendiherrann í Reykjavík 1952: Afleiðingin [af byltingarnáminu] varð sú að til dæm- is nokkrir íslenskir félagar sem stundað höfðu nám í Moskvu komu heim og fóru að tala um vopnaða upp- reisn á Íslandi. Þessir félagar [sem töluðu í nafni Kominterns og fóru með umboð sambandsins í inn- anflokksdeilum] tóku ekkert tillit til sérstöðu lands- ins og sögulegrar þróunar þess. Hvar skyldi þessi orð Einars vera að finna á prenti? Svar: Í bókinni Kæru félagar, bls. 209, eftir Jón Ólafsson, sem leiðir vitnisburð Einars um byltingarnámið og hættuna af ofbeldi hans eigin flokksmanna með öllu hjá sér í Lesbók- argreininni. „Vopnaða uppreisn“ hefðu íslensk- ir kommúnistar að sjálfsögðu ekki getað rætt og ráðgert nema þeir hefðu haft vopn undir höndum (þeir söfnuðu hér að sér byssum og bareflum, eins og lýst er í Þjóðmálum en Jón nefnir hvergi) og lært að nota þau. Annað lítið dæmi um heimild um byltingarnámið, sem Jón sneiðir hjá í eigin bók, er eftirfarandi mat Len- ínskólans á íslenskum kvennemanda: „Þarf að auka skilning sinn á tengslum lenínisma og vandamálum hernaðar.“ (265) Allt hnykkir þetta á því, hve fráleit sú álykt- un Jóns er, að Komintern, sem hafði sett sér það markmið að steypa öllum „auðvalds- stjórnum“ heims með byltingu eða tilstyrk Rauða hersins, hafi ætlað Íslandssdeild sinni (Kommúnistaflokknum) að fylgja leikreglum vestræns lýðræðis til frambúðar. Sú deild, sem hefði gert sig seka um slíkt brot á inngöngu- skilyrðum Kominterns (Moskvutesunum 21), hefði aldrei þrifist í heimsbyltingarsamband- inu, þar sem minnsti grunur um frávik frá „réttri stefnu“ var lífshættulegur eystra, svo sem tíðar aftökur og fangelsanir á erlendum kommúnistum í Sovétríkjunum sanna. Stefán Pjetursson, eini íslenski kommúnistaforinginn, sem leyfði sér að standa upp í hárinu á sam- bandinu, m.a. með því að skírskota til íslenskra aðstæðna, slapp raunar naumlega heim frá Moskvu, þar sem honum virðist hafa verið búin vist í þrælabúðum. Jón Ólafsson hefur hins vegar staðhæft, að Komintern hafi aldrei stundað „grófar íhlutanir“ í málefni Komm- únistaflokks Íslands, þótt fyrir liggi að til- tölulega margir dyggir flokksmenn hafi verið reknir úr flokknum vegna stefnufyrirmæla frá Moskvu. Jón staðhæfir líka að engin dæmi séu um að forysta sambandsins hafi viljað „ganga á milli bols og höfuðs á öðrum hvorum armi flokksins“, þótt vinsælasta forystumanni flokksins og „hægri armsins“, Einari Olgeirs- syni, væri hótað brottrekstri.4 Jafnvel fyrirhuguð þrælabúðavist Stefáns ,,Voru íslenskir komm Þór Whitehead svarar Jóni Ólafssyni 1. maí-ganga ,,Varnarlið“ Kommúnistaflokksins í 1. maí-göngu í Lækjargötu vopnað bar- eflum, en hópur flokksmanna bjóst einnig skotvopnum. Liðið átti að vera í fararbroddi bylt- ingar og var helmingi fjölmennara en lögreglan, sem kommúnistar yfirbuguðu í atlögu að bæj- arstjórn 1932. Nítján lögreglumenn lágu eftir slasaðir, sumir náðu sér aldrei eftir barsmíðar, einn var öryrki til æviloka. Mynd frá Eflingu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.