Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Síða 11
Gyrðir „Þetta er auðvitað eins og hver önnur þráhyggja.“ Bókaskápur Gyrðis Elíassonar Morgunblaðið/ Einar Falur MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 11 Ljóðorkusvið er þrettánda ljóðabók Sigurðar Pálssonar. Sú fyrsta kom út árið 1975 en allar hefjast bæk- urnar á „Ljóð-“. Eins og ætla mætti af forskeytinu fjalla bæk- urnar öðrum þræði um ljóðið, um skáldskapinn og átök skáldsins við textann. Líta mætti á forskeytið sem eins konar skorður eða áskor- un sem skáldið setur sér og er til þess gerð að skerpa ljóðin, eða tak- marka þau ella. Ljóðorkusvið skiptist í sjö kafla með mismunandi áherslum. Í þeim fyrsta, „Ljóðin byrja á miðnætti“, er stefnuskráin mótuð. Ljóðin verða til í myrkrinu, óvissunni, að næturlagi, sjálfsagt meðan Skyn- semin sefur. Markmiðið er að leita og finna „ljóð sem bíður í myrkr- inu“, með óttaleysi að leiðarljósi, en hver fundur er upphaf nýrrar leit- ar. Í myrkrinu er nefnilega engin vissa, stjörnurnar og himintunglin tryggja ekki fund og frelsun: Festingin í morgunmyrkri blasir við tindrandi í miðmorgunmyrkri svonefnd festing fullkomlega laus við festingu laus og liðug tindrandi festing opnar okkur ný skynsvið nýtt orkusvið ljóðorkusvið. Ljóðið „Brotasýn“ er lykiltexti í kaflanum og bókinni í heild: Það fjallar um (lífs)hætturnar sem steðja að skáldinu: hreyfingarleysi og óvissu en það síðarnefnda er óhjákvæmilegur fylgifiskur skáld- skapar: […] Annars vegar og hins vegar … og báðir vegir álíka færir eða ófærir Annars vegar að skrifa ekki neitt framar ekki hreyfa neitt forðast … Þetta hef ég reynt Hins vegar finn ég fyrir kitlandi spennu dýpst í djúpi líkamans finn fyrir hreyfingunni finn fyrir henni og veit ekki fyrr en ég er kominn af stað aftur […] Kaflarnir sem fylgja: Spegill, Veggir og gluggar, Hraðlest I–VI, Breytingar, Ávörp og Vængjað ljóð, eru á svipuðum nótum og fjalla um skáldskapinn, tilurð ljóða, líkama og anda(gift). Það er ekki nóg með að ljóð eigi, eins og fram kemur í tilvitnun í upphafi bókar, „að vera öxi á hið freðna innra með okkur“, heldur eru skrifin lífs- nauðsyn eins og segir í þekktri til- vísun í ljóðinu „Ódysseifur Elytes“: „Það er ekki óhjákvæmilegt/ að lifa/ Það er óhjákvæmilegt/ að sigla“. Siglingin, leitin eru skrifin. Eins og kemur fram í „Hraðlest VI“: „Að skrifa er að læra/ að rata og einkum þó/ læra að villast/ […] Skrif eru hugsun sem verður til/ meðan þú skrifar.“ Textinn er óhjákvæmilegur: „All- ir skrifa líf sitt/ jafnvel hinir óskrif- andi/ […]/ Líkami á ferð/ um marg- skrifað blað/ heimsins/ svart af letri alls fólksins“. Leitin að ljóði er jafnframt leit að sjálfinu. En þetta sjálf er a.m.k. tvískipt: Það er „þessi sem er í tilverunni og hinn sem er raunverulega vera mín“ („Stefnumót“). Á milli líkama og „sálar“ er textinn. Nema hann sé í hvorutveggja? Mætti spyrja. Það er ekki óvænt hvað ljóðin í Ljóðorkusvið eru þétt, einlæg, heimspekileg, skemmtileg. Kaflinn Ávörp finnst mér veikasti hlekk- urinn. Þótt ljóðin séu í sjálfu sér góð eru þau að sumu leyti ekki í takt við það sem kemur á undan og á eftir. Af ofangreindu má ekki draga þá ályktun að mælandi Ljóðorkusviðs sé fastur í tilvistarangist og tómu daðri við neikvæðni og dauða. Nei, ljóðunum er beinlínis stefnt gegn slíkum þönkum; þau eru eins konar já-kvæði sem fagna „dýrð lífsins“ – með öllu sem í henni felst! Eins og glöggt kemur fram í ljóðinu „Vængjað ljón“: „Að gleðjast yfir hverjum andardrætti er ekki bara/ eitthvert aukaatriði, ábyrgðarlaus setning út í loftið./ Það er skylda […] Ofsinn að lifa er nauðsyn, lífs- nauðsyn. […] Ljóðlistin er nauð- syn/ Gleði/ Ofsi/ Uppreisn. […]“ Af líkama og texta Geir Svansson BÆKUR Ljóð Eftir Sigurð Pálsson. JPV-útgáfa, Reykja- vík 2006, 104 bls. Ljóðorkusvið Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Pálsson Breski rithöfundurinn Ian McEw- an vakti fyrst athygli á áttunda áratugnum og var snemma skipað í flokk með öðrum unghöfundum og samlöndum sínum sem sömu- leiðis voru að byrja að láta að sér kveða, þeim Julian Barnes og Martin Amis. Ferill þessara rithöf- unda hefur þó þróast á ólíkan hátt. Barnes og Amis nutu mikillar vel- gengni á níunda áratugnum og nú er það viðtekin skoðun að báðir hafi þeir skrifað sín mikilvægustu verk á þessu skeiði. Á sama tíma fór minna fyrir McEwan, en und- anfarin tíu ár er sem ferill hans hafi tekið á loft, og þá er gjarnan litið til skáldsögunnar Enduring Love (en hún var þýdd af Geir Svanssyni árið 1998 sem Eilíf ást) sem eins konar upphafsreits list- rænnar endurreisnar höfundarins. Skáldsögurnar sem hafa fylgt í kjölfarið, Amsterdam (þýdd af Ugga Jónssyni) og Atonement (þýdd af Rúnari Helga Vignissyni sem Friðþæging) hafa vakið mikla athygli, einkum sú síðari, og nú hefur nýjasta bók McEwans, Sat- urday, komið út í þýðingu Árna Óskarssonar og er óhætt að segja að höfundurinn standi undir vænt- ingum. Þeir þættir sem löngum hafa þótt einkenna stíl og frásagn- araðferð McEwans birtast hér margir hverjir svo að dyggir les- endur höfundarins eru sennilega tiltölulega fljótir að staðsetja sig í verkinu. Hér er átt við nákvæman stílinn og þann mikla kraft og ein- beitingu sem einkennir meðferð höfundar á daglegum athöfnum, oft starfstengdum, en McEwan hefur jafnan í skáldsögum sínum lagt rækt við ákveðinn raunsæis- brag. Hann skapar persónum sín- um áþreifanlegt umhverfi og teng- ir hugsanir þeirra og atferli við tiltekin verkefni í raunheiminum. Í Laugardegi er aðalpersónan, Pe- rowne, taugaskurðlæknir og lýs- ingar á starfi hans skipa veigamik- inn sess í bókinni, auk þess sem hegðun hans og hugleiðingar eru fléttaðar og tengdar á stórfallegan hátt við starfssviðið sem á einmitt svo ríkan þátt í að móta persónu- einkenni hans. Á þennan hátt jarð- tengir McEwan líka frásögnina á þann hátt sem í gegnum tíðina hef- ur gefið öðru einkenni hans aukin áhrifamátt en það er tilhneiging bóka hans til að umfaðma og gera að umfjöllunarefni myrkari hliðar mannlífsins. Jarðtengingin sem hann leitast við að skapa í sagna- gerð sinni hefur nefnilega sjaldn- ast miðast við upphafningu á mannlegu ástandi, eða umheim- inum, heldur miklu frekar gefið höfundi fótfestuna sem þarf til að kafa undir yfirborðið og draga upp í dagsljósið ýmislegt það ókræsi- legasta sem leynist í hvatalífinu. Svo skemmtilega vill þó til í nýju skáldsögunni að höfundur breytir til og hafnar þeim farvegi sem lesendur hans hálfpartinn taka sem gefinn í tilviki skáldverk- anna. Markmiðið hér er ekki að svipta hulunni af kurteisilegu og fáguðu yfirborði veruleikans og op- inbera þannig kulda alheimsins og hryllinginn í sálinni heldur fæst hann í þessari skáldsögu við jafn- vel alvarlegra vandamál rithöf- unda; hamingjuna, en eins og Tol- stoj sagði fyrir margt löngu er ekkert leiðinlegra en hamingju- samar fjölskyldur. Segja má að verkefni McEwans í bók þessari sé að afsanna kenningu rússneska skáldsins. Laugardagur fjallar nefnilega um hamingjusama fjölskyldu. Pe- rowne er eins og áður segir tauga- skurðlæknir (sem mér skilst á bók- inni sé fína orðið fyrir heilaskurðlækni, en hér er rétt að benda á að læknamálið í sögunni getur verið ansi klúsað, og sýnist mér Árni hafa unnið mikið verk í þessari þýðingu, verk sem liggur ekki síst í því að brjótast í gegnum múrveggi fagmálsins). Hann nýtur mikillar velgengni í starfi, hann er giftur yndislegri konu sem hann gæti ekki verið ástfangnari af eftir rúmlega tveggja áratuga hjóna- band, og saman eiga þau tvö hæfi- leikarík börn. Eini skugginn sem virðist falla á allar guðsgjafirnar er tengdapabbi, stórskáldið Gram- maticus, en hann getur verið skrambi viðskotaillur. Samband tengdasonarins við John gamla Grammaticus er reyndar einn af skemmtilegri þráðum bókarinnar og sama á við um samband dóttur hans við afa sinn, en Daisy er skáld á uppleið og afinn á erfitt með að sætta sig við samkeppnina. Með svona bókmenntafólk í fjöl- skyldunni leggur Perowne hins vegar hart að sér við að reyna að skilja galdur skáldskaparins, en með takmörkuðum árangri enda finnst honum hann hafa við alvar- legri hluti að glíma í sínu daglega lífi. Hvert er þá eiginlegt viðfangs- efni bókarinnar, má kannski spyrja. En með slíkri spurningu er maður að samþykkja án gagnrýni þær forsendur sem Tolstoj gaf sér fyrir dramatík. Það sem McEwan tekst framan af bókinni að skapa er nefnilega dramatík án meló- dramatíkur. Margslungið efnið, sú frjóa og skarpa mynd sem dregin er upp af sambandi einstakling- anna í sögunni, er listaverk í sjálfu sér. Samband fólks er nefnilega aldrei slétt og fellt. Þegar fram í dregur eru síðan skapaðir sögu- þræðir sem samræmast hefð- bundnum skilgreiningum á drama- tík en þar er skáldsagan einfaldlega að skipta um gír, alls ekki að komast í gír. Fram að því hefur bókinni, sem á sér stað á einum degi, þann 15. febrúar 2003, tekist að gera heimsmálin að um- fjöllunarefni á mun snarpari hátt en margar þær sögur sem á beinni hátt gera sér mat úr furðulegri samtímasögu Vesturlanda eftir ell- efta september, auk þess sem McEwan hefur beint sjónum okkar að því að það þarf alls ekki að leita langt eftir töfrandi söguþræði, einkum ef farvegur hans er mót- aður af stílmeistara. Dagur eins og hver annar? BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir Ian McEwan Árni Óskarsson íslenskaði. Skáldsaga. Bjartur. Reykjavík. 2006. 255 bls. Laugardagur Stílmeistari „McEwan hefur beint sjónum okkar að því að það þarf alls ekki að leita langt eftir töfrandi söguþræði, einkum ef farvegur hans er mótaður af stílmeistara.“ Björn Þór Vilhjálmsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.