Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 15
lesbók
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Gagnfræðaskólastúlka í hnésokk-um er aðeins ein þeirra daðurs-
legu og leyndardómsfullu karaktera
sem líða í gegnum sérlega vel, en
vandasamlega, skrifaða bók Heidi
Julavits, The
Uses of Enchant-
ment. Titilinn fær
Julavits að láni frá
Bruno Bettel-
heim, en viðfangs-
efnið – erótíkin og
daðurslega skóla-
stúlkan – er hér
fært í sagnabún-
ing sem á sér
djúpar rætur í
mýtum jafnt sem
sálfræði, þó á köflum sé hún full-
fyrirsjáanleg. Sálfræðin er svo sann-
arlega líka í öndvegi í bók Jörgen L.
Pind, Frá sál til sálar, sem fjallar um
ævi og verk Guðmundar Finn-
bogasonar sálfræðings og gefin er út
hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi.
Menntun þarf ekki að vera leið-inleg og hún þarf svo sann-
arlega ekki að einskorðast við skóla-
stofuna. Bókin Ótal uppfinningar
snillinganna eftir þau Lisu Swerling,
Ralph Lazar og Lilly MacLeod, sem
nýlega kom út hjá Bjarti, fjallar á
gamansaman hátt um sumar helstu
uppfinningar í veröldinni – eins og
linsuna, gufuvélina, ljósaperuna,
brunahreyfilinn, smárann og púðrið.
Uppfinningarnar eru skoðaðar gaum-
gæfilega, forverar þeirra og afleið-
ingar, auk þess sem fjallað er um
fólkið á bak við þær og fræg mistök,
sem óumflýjanlega hljóta að verða
stöku sinnum þegar unnið er að
merkum uppfinningum. Bókaflokk-
urinn Vísindaheimurinn, sem
Skrudda gefur út, er þá ekki síður
fróðleg lesning fyrir yngstu lesend-
urna, enda er líkt og heiti bókanna
gefa til kynna fjallað um geiminn,
jörðina, dýraríkið og mannslíkamann
í fyrstu fjórum bókunum.
Monty Don er allt að því evang-elískur í viðhorfi sínu til garð-
yrkju – nokkurs konar faðir jörð má
segja. En þegar
hann ákvað að
fara að rækta
jörðina með að-
stoð fanga, að-
allega eiturlyfja-
neytenda, og kom
í því skyni á fót
líknarstofnun í
Herefordshire,
hlaut hann allt
annað en hlýjar
móttökur frá íbúunum á staðnum. Og
er þessi saga rakin í bókinni Growing
Out of Trouble, sem Guardian, segir
frábæra lesningu af erfiðri tilraun
sem hafi vissulega sannað gildi sitt.
Jákvæðu starfi með eiturlyfjafíkla er
líka gefinn gaumur í samantekt
Ragnars Inga Aðalsteinssonar,
Kraftur í Krýsu, sem bókaútgáfan
Hólar gefur út og rekur sögu Krýsu-
víkursamtakanna.
Frásagnir af mótlæti fólks á fram-andi slóðum eru viðfangsefni
sem hefur notið nokkurra vinsælda
sl. ár og nægir þar
að nefna bækur á
borð við Brennd
lifandi eftir So-
uad. Dave Eggers
rekur eina slíka
sögu í The Auto-
biography of Val-
entino Achak
Deng, sem var
einn hinna „týndu
drengja“ í Súdan og kemst lifandi í
gegnum martraðarkenndar hörm-
ungar sem fæst okkar eru tilbúin að
leiða hugann að. Martröðin í nýjustu
skáldsögu Tom Egeland, Úlfanóttin,
sem JPV gefur út, er af öðrum og
spennuríkari toga. Í beinni útsend-
ingu tekur hópur Tsjetsjena einn vin-
sælasta umræðuþátt í norsku sjón-
varpi á sitt vald ásamt fjölda
fyrirfólks sem þar er statt.
BÆKUR
Guðmundur
Finnbogason
Ragnar Ingi
Aðalsteinsson
David Eggers
Þormóður Dagsson
thorri@mbl.is
N
ýhil-liðar hafa löngum látið raust
sína gjalla um ljóðið, stöðu þess,
verðlagningu, framleiðslu, fram-
leiðendur og framtíð. Ferskt er í
minni þegar Þorsteinn frá
Hamri svaraði í Lesbók kröft-
ugri yfirlýsingu Eiríks Arnar Norðdahl um hlut-
verk bókmenntafélagsins Nýhils í mennta-
skólablaðinu Verðandi. Þar fer Eiríkur mikinn og
gagnrýnir einna helst of hátt verð á ákveðnum
ljóðabókum. Hann nefnir þar sem dæmi ljóða-
bækur eftir Þorstein frá Hamri og Ingibjörgu
Haraldsdóttur. Vill hann halda því fram að slík
verðlagning stuðli að þeirri ranghugmynd að ljóð-
listin sé „fyrir hina fáu, og eigi að vera fjarlæg og
hana eigi ekki að vera hægt að nálgast“. Eiríkur
segir síðan að Nýhil sé viðbragð við þessu.
Það er ekki ætlunin að fara nánar í þessa um-
ræðu hér heldur fyrst og fremst að benda á þá
rödd sem Nýhil hefur skapað sér í innlendri bók-
menntaumræðu og þá sérsteklega þeirri sem snýr
að ljóðinu. Nýhil-liðum er greinilega mjög umhug-
að og annt um ljóðið og kröftugar yfirlýsingar fé-
lagsmanna eru skýr dæmi um það. Jafnframt hef-
ur ljóðabókaútgáfa félagsins verið mjög blómleg á
undanförnum árum og ber þar helst að nefna hina
veglegu ljóðabókaseríu Norrænar bókmenntir
sem inniheldur alls níu ljóðabækur.
Það má vissulega halda því fram, líkt og Eiríkur
gerir, að Nýhil sé hressandi viðbragð við ákveðnu
ástandi í íslenskri ljóðagerð, og sérstaklega gagn-
vart þeirri þrálátu umræðu að ljóðið sé dautt eða
að deyja. Og Nýhil er jafnframt ýmislegt annað og
fleira. Með starfsemi sinni og úthrópunum hefur
félagið hleypt nýju blóði í bókmenntaumræðu
þjóðarinnar eins og orðaskipti Þorsteins og Eiríks
bera merki um.
Hin ungu Nýhilskáld hafa flest ákveðnar hug-
myndir um ljóðið og eru ófeimin við að viðra þær
og jafnframt sinna þeirri kynslóðarlegu skyldu
sinni að ögra hefðinni og leita nýrra leiða í skáld-
skapnum, hvað varðar form og annað. Nýlegar út-
gáfur Nýhils bera vott um hið síðarnefnda og
verða þrjár af þeim skoðaðar hér. Annars vegar
eru það ljóðabækurnar AÁBCDEÉFGHIÍJ-
KLMNOPQRSTUÚVWYÝZÞÆÖ eða „stafróf-
ið“, eftir Óttar Martin Norðfjörð og Barkakýli eft-
ir Þorstein Guðmundsson og hins vegar fyrsta
bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Giss-
urarsonar, Hannes – nóttin er blá, mamma, eftir
áðurnefndan Óttar. Það er óhætt að segja að þess-
ar bækur séu nokkuð óhefðbundnar og jafnframt
spilar húmorinn hlutverk í öllum þremur.
Í „Stafrófinu“ notar Óttar röð og reglu stafrófs-
ins sem undirstöðu verksins. Bókin skiptist niður í
þrjátíu og sex hluta, jafnmarga stöfunum í stafróf-
inu, þar sem fyrsti hlutinn heitir „A“ og inniheldur
eingöngu orð sem byrja á stafnum A. Sá næsti
heitir „Á“ og inniheldur eingöngu orð sem byrja á
þeim staf og svo koll af kolli. Ljóðin fylgja þannig
ansi ströngum reglum og verður útkoman oft ansi
skemmtileg og fyndin. Þá myndu ef til vill ein-
hverjir bragfræðingar nefna „ofstuðlun“ við form-
greiningu þessara ljóða. En ljóðin eru aftur á móti
handan allrar slíkrar greiningar þar sem formið
er sérútbúið í þessu tilfelli og byggjast ljóðin þess
í stað á sinni eigin „bragfræði“ ef svo má kalla.
--------------- ---------------
Ljóðabókin „Stafrófið“ er eins og nokkurs kon-
ar tilraun eða verkefni sem ljóðskáldið setur sjálf-
um
sér með fyrirfram ákveðnum leikreglum til að
fara eftir. Og skáldið þreytir verkefnið fram til
síðasta stafs, frá a-ö, og tekst vel til.
Barkakýlið eftir Þorstein Guðmundsson er aft-
ur á móti annars konar ljóðabók sem hlítir öðrum
lögmálum. Eins og vænta má af höfundi bók-
arinnar er húmorinn í forgrunni og notast hann
við hinar ýmsu klisjur ljóðlistarinnar til að ná hon-
um fram. Mörg ljóðanna eru frekar barnsleg og
stundum mjög einkennileg:
Guð er frauð / og ef hún væri Sigga / þá væri
hún með ofnæmi / fyrir brauð
Eitt ljóð prýðir hverja síðu og eru þau öll mjög
mínímalísk, oft ekki nema tvær línur að lengd.
Hvaða meiningu þau bera er erfitt að segja en það
er alls ekki erfitt að hlæja að þeim.
Eins er ævisaga Hannesar Hólmsteins eftir
Óttar Martin Norðfjörð ansi forvitnileg útgáfa. Á
sama hátt og Barkakýli notast við klisjur ljóða-
bókarinnar þrífst Hannes – nóttin er blá, mamma
á klisjum ævisögunnar. Þetta fyrsta bindi af
þremur er einungis þrjár blaðsíður að lengd og
segir sögu Hannesar frá fæðingu að stúdents-
prófi. Þarna er viðfangsefnið hafið upp til
skýjanna og ýkt í alla staði.
Allar þrjár útgáfurnar sem um ræðir eru afar
forvitnilegar. Þær nálgast allar viðfangsefnið á
óhefðbundinn og gáskafullan hátt og þótt þær eigi
eflaust eftir að falla misvel í geðið á lesendum
ættu flestir að geta fundið í þeim eitthvað til að
hlæja að.
Gáskafullar útgáfur
Barkakýlið eftir Þorstein Guðmundsson og Staf-
rófið og Hannes – nóttin er blá mamma eftir Ótt-
ar Martin Norðfjörð eru þrjár forvitnilegar út-
gáfur sem Nýhil leggur fram um þessi jól.
Morgunblaðið/Sverrir
Óttar Martin Norðfjörð
Morgunblaðið/Einar Falur
Þorsteinn Guðmundsson
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Íathyglisverðri grein sem birtist hérna íLesbókinni hinn 28. október og nefnistMúrar bókaþjóðarinnar gerir Ian Watsonað umræðuefni hversu vandasamt það er
að verða sér úti um bækur á Íslandi. Það er al-
þekkt hvernig tilkoma netbókaverslana á borð við
Amazon hefur umbreytt bókaneyslu víða um
heim, verðlag snarlækkar og úrvalið margfaldast,
en samkvæmt grein Ians Watsons hafa Íslend-
ingar að mörgu leyti farið varhluta af þessari bylt-
ingu. Nefnir hann til sögunnar tvo meginþætti.
Sendingarkostnaður til landsins er umtalsverður
af hálfu netbókabúðar, einkum ef verslað er frá
Bandaríkjunum, sem er svo sem ekki að furða, en
ekki bæta aðflutningsgjöldin sem þá taka við úr
skák. Samanlagt hafa þessir tvær þættir þau áhrif
að það er afar óhagstætt fyrir Íslendinga að
kaupa bækur í gegnum Netið. Enda er það nið-
urstaða Watsons að óvenjulega fáir Íslendingar
panti sér bækur að utan. Þess í stað, og hérna
virðist Watson byggja á eigin reynslu og þeirra
sem hann þekkir, verða bókaáhugamenn sér úti
um bækur á því sem hann kallar „gráa mark-
aðnum“, þeir kaupa þær sjálfir erlendis og
burðast svo með þær heim. Þetta er vitanlega
þreytandi aðferð og með sístrangari þyngd-
artakmörkum á farangri fer gildi hennar minnk-
andi, að minnsta kosti ef eitthvað á að kveða að
bókakaupum erlendis. En sjálfur get ég vitnað um
mikilvægi þessarar aðferðar því að ófáum ferða-
töskum hef ég dröslað heim hálf- eða alfullum af
bókum, stundum við nokkra furðu öryggisvarða á
flugvöllum.
Eitt af því sem Watson leggur til er að reglur
um aðflutningsgjöld verði teknar til endurskoð-
unar, þar sem þau lami þennan neysluvettvang og
séu engum, hvorki ríkinu né neytendum, til góða,
en upphæðin sem Watson áætlar að yfirvöld hafi
upp úr krafsinu er smávægileg.
Í þessu samhengi mætti reyna að benda á að
bókasöfn séu einmitt uppfundin svo að fólk þurfi
ekki að kaupa sér allar þær bækur sem það langar
til að lesa. En í því efni sitja Íslendingar ekki held-
ur við sama borð og flestar aðrar þjóðir. Bóka-
söfnin standa sig að vísu ágætlega í því að safna
íslenskum bókum en eins og Guðni Elísson benti á
í grein í Lesbókinni í sumar þar sem hann ræddi
bókakost Þjóðarbókhlöðunnar er hætt við að þeir
sem leita sér útlenskra bóka rekist fljótt á tóma
veggi hlöðunnar. Watson tekur þennan þátt líka
til umfjöllunar og núna er útlitið sannarlega farið
að dökkna. Fáum bókum er hægt að ganga að
hérna heima, hvort sem litið er á úrval bókabúð-
anna eða bókasafna, og fáir geta leyft sér að
kaupa sér bækur að utan svo nokkru nemi, enda
margfaldast verðið við það. Hvað er þá til ráða?
Er þetta að sönnu staðan sem bókmennta-
áhugafólk sem býr í þessu sögufræga bókelskandi
menningarlandi neyðist til að horfast í augu við?
Hreinan og kláran bókaskort. Svo virðist vera.
En við getum a.m.k. huggað okkur við það að
þótt það sé dýrt og vandasamt að nálgast erlend
bókmenntaverk og fræðirit á Íslandi eigum við
greiðan aðgang að íslenskum útgáfum. Og þó,
þetta er ekki rétt nema að hluta. Í sömu Lesbók
og vitnað var til hér í upphafi er að finna aðra
grein, í þetta sinn eftir Eirík Örn Norðdahl, sem
nefnist Hvernig svarar maður Þorsteini frá
Hamri eða vandinn að hafa ekki efni á Meira en
mynd og grunur. Það sem fyrri hluti greinartitils-
ins vísar til er ekki til umræðu hér en athygl-
isverður þykir mér undirtitillinn, en þar er vísað
til ljóðabókarinnar Meira en mynd og grunur eftir
Þorstein. Eiríkur gerir nefnilega að umfjöllunar-
efni ferðir sínar í bókabúð með það í hyggju að
festa kaup á íslenskum ljóðabókum en í tvö skipti
þurfti hann frá að hverfa tómhentur þar sem í ljós
kom að pyngjan var of létt til að hann hefði efni á
viðkomandi bókum. Nú skyldu einhverjir kannski
spyrja hvað blankheit einstaklings úti í bæ koma
þessu við en málið ristir sannarlega dýpra. Ástæð-
an fyrir því að Eiríkur gerir þessar misheppnuðu
búðarferðir sínar að umfjöllunarefni er sú hug-
mynd hans að bókaútgáfa hér á landi sé að ein-
hverju leyti elitísk sökum þess að íslenskar bækur
eru alveg hreint frámunalega dýrar. Þetta er al-
veg rétt hjá honum. Ég minnist sérkennilegrar
útgáfu á íslenskri þýðingu Blikktrommunnar eftir
Günther Grass en hún kom út hjá Vöku fyrir
nokkrum árum á þriggja ára tímabili í þremur
bindum. Þegar upp var staðið kostaði bók sem
hægt er að kaupa á Amazon fyrir rúmlega 700
krónur (að sjálfsögðu í einu bindi) liðlega 12.000
krónur í íslenskri þýðingu. Þetta jaðrar vitanlega
við að vera firra. Svo undarlega vill til að Ian Wat-
son vísar í grein sinni til þessa sama viðhorfs og
Eiríkur fjallar um að á Íslandi séu bækur mun-
aðarvara, stöðutákn, og það eigi hreinlega aðeins
að vera á færi fárra að eiga þær.
Ég læt vera að fullyrða að svo sé. Hins vegar er
ljóst að núverandi ástand með hálfónýtum bóka-
söfnum, bókabúðum sem flytja inn lítið nema met-
sölubækur og kafkaískum tollalögum er svo sann-
arlega ekki sæmandi þjóð sem lætur ekkert
tækifæri ónotað til að upphefja sjálfa sig sem bók-
menntaþjóð.
Bókaþjóðin
»Hins vegar er ljóst að núver-
andi ástand með hálfónýtum
bókasöfnum, bókabúðum sem
flytja inn lítið nema metsölubæk-
ur og kafkaískum tollalögum er
svo sannarlega ekki sæmandi
þjóð sem lætur ekkert tækifæri
ónotað til að upphefja sjálfa sig
sem bókmenntaþjóð.
ERINDI