Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Breski gamanleikarinn SachaBaron Cohen hefur fengið hlutverk í bandarískri endurgerð frönsku gamanmyndarinnar Le Di- ner de Cons, eða Kvöldverður hinna óhefluðu, að því er Variety greinir frá. Á enskur titill myndarinnar að verða Dinner with Schmucks. Myndin fjallar um útgefanda í París sem fær vini sína til að bjóða leiðinlegasta fólki sem þeir þekkja til kvöldverðar. Cohen er sagður eiga að fara með hlutverk manns sem er svo leiðinlegur að fólki er vart vært í návist hans í meira en nokkrar mínútur í senn. Cohen verður ekki í hlutverki hugarfóstra sinna, Ali G eða Borats, heldur geta áhorfendur búist við að sjá nýjan karakter úr smiðju hans í myndinni.    Ástralska og breska dreifing-arfyrirtækið The Winstein Co. hefur tryggt sér dreifingaréttinn á kvikmyndinni Death Defying Acts, sem bygg- ist lauslega á ævisögu Harry Houdinis. Leikstjóri myndarinnar er Gillian Arms- trong (Charlotte Grey, Oscar and Lucinda) og áætl- uð frumsýning er á Cannes kvik- myndahátíðinni næsta vor. Myndin segir frá ástarsambandi sjónhverfingamannsins Houdini og miðils sem reynir að draga Houdini á tálar með því að blása til miðils- fundar til að reyna að ná sambandi við látna móður hans. Ástralski leikarinn Guy Pearce fer með hlutverk Houdini og Cat- herine Zeta Jones bregður sér í hlutverk miðilsins.    Ferill írönsku sjónvarpsstjörn-unnar Zahra Amir Ebrahimi er nú í hættu eftir að myndband var birt sem sagt er sýna hana í kynlífs- athöfnum. Ebrahimi er afar vinsæl í Íran og hefur málið vakið svo mikla athygli að Saeed Mortazavi rík- issaksóknari hefur heitið því að hafa sjálfur yfirumsjón með rannsókn þess. Ebrahimi, sem er þekkt fyrir að leika skynsamar og siðavandar per- sónur, neitar því að hún sé konan á umræddu myndbandi og segir að um rógsherferð gegn sér sé að ræða. Þá hefur hún komið opinberlega fram til að sýna aðdáendum sínum að ekkert sé hæft í sögusögnum um að hún hafi framið sjálfsmorð. Mahmud Salarkia aðstoðarrík- issaksóknari segir rannsókn málsins m.a. miða að því hafa uppi á ungum manni sem hafi flúið land en hann er talinn hafa komið myndbandinu í dreifingu. Þá hefur saksóknari fengið afrit af myndbandinu til skoðunar og segir Seyed Nasser Seraj, fjölmiðla- fulltrúi embættisins, að niðurstöður rannsóknar á því verði birtar þegar rannsókn málsins í heild verði lokið. Kynlíf utan hjónabands er ólög- legt í Íran og einnig það að brjóta gegn rétti fólks til einkalífs og ýta undir ósæmilegt athæfi. Kvikmyndir Guy Pearce. Sacha Baron Cohen sem Borat. Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Fræðileg umfjöllun um kvikmyndir á sérlitla sögu hérlendis. Og kannski eróþarfi að beita hinu afmarkandi lýsing-arorði „fræðilegur“ þar sem segja má að lengi vel hafi nær öll umfjöllun um kvikmyndir hérlendis tilheyrt dægurrýni – þótt vissulega leynist mikilvægar undantekningar. Það heyrði því til undantekninga ef reynt var að lýsa inn- viðum kvikmynda á íslensku enda vantar áþreif- anlega orðaforða til slíkra lýsinga. Ennfremur rekst lesandi þessháttar verka fljótt á að lyk- ilhugtök hafa verið íslenskuð á ólíkan máta sem valdið getur misskilningi þótt nú kunni að horfa til betri vegar – t.a.m. fyrir tilstilli útgáfurað- arinnar Sjöunda listgreinin í ritstjórn Guðna El- íssonar en í henni má finna samræmdar þýðingar á erlendum fræðigreinum. Kvikmyndaiðnaðurinn á auðvitað sinn orðaforða en hann er um margt enskuskotinn og ekki alltaf vel fallinn til texta- vinnslu. Það væri í sjálfu sér áhugavert að rekja og skoða þessa stuttu sögu (þótt í sumum tilfellum sú hún jafngömul íslenskri kvikmyndasögu – sbr. „bíó“ frá „biografen“ og nýyrðið „kvikmynd“ en hugtakið „lifandi myndir“ er víst ekki notað leng- ur) en ég hef ekki lagt í slíka rannsókn og ætla hér aðeins að velta fyrir mér hugtakinu „klipp- ing“ sem dæmi um þennan vanda. Á íslensku not- um við klippingu yfir a.m.k. þrjá skylda en ólíka hluti sem kallast á ensku „cut,“ „editing“ og „montage.“ „Cut“ er einfaldlega skurðurinn þar sem klippt er á filmuna (bókstafleg merking fyrir daga tölvutækninnar) og held ég að iðnaðurinn sletti allajafna með „kött“ eða noti „klipp“ (ein- kennilegt orð sem finnst hvergi í orðabókum en finna má í orðasafni iðnaðarins sem skráð var af Þrándi Thoroddsen og Þórarni Guðnasyni árið 1983) á meðan Ensk-íslensk orðabók leggur til einfaldlega klippingu og þýðir sögnina „cut“ sem að klippt sé á atriði (sem gengur engan veginn enda geta verið margar klippingar innan sama atriðisins). Nú enska orðið „editing“ þýðum við oftast nær sem klippingu og þótt við skiljum alla- jafna við hvað sé átt er þýðingin mjög misvísandi því líkt og „cut“ gefur hún til kynna að verið sé að klippa á eða skera en orðið vísar til þess gagn- stæða – að heild sé raðað saman úr bútum. Er hægt að klippa saman? Loks vísar enska orðið „montage“ til ákveð- innar gerðar klippingar sem á rætur í Sovétríkj- unum á þriðja áratug síðustu aldar þar sem flétt- að er saman ólíkum myndskotum til margvíslegs áhrifs- og merkingarauka í stað uppbyggingar á hefðbundinni frásögn. (Til að flækja málin enn frekar er „montage“ tökuorð úr frönsku þar sem það vísur til samsetninga hverskonar og hefur í frönsku hvað varðar kvikmyndagerð sömu merk- ingu og „editing“ í ensku). Þýðingarvandinn kem- ur t.a.m. fram í brautryðjandagrein Ingibjargar Haraldsdóttur „Sovéskar kvikmyndir fram að lokum seinna stríðs“ þar sem hana vantar orð til að þýða „montage“ sem aðgreinir það jafnframt frá klippingu. Ég er ekki frá því að Árni Berg- mann hafi leyst þennan vanda í þýðingum sínum á tveimur greina leikstjórans Sergei Eisenstein þar sem notuð er „myndflétta“ fyrir „montage“ til aðgreiningar frá hefðbundinni klippingu. Þótt orðið sé ekki að finna í íslenskri orðabók hef ég það á tilfinningunni að því hafi verið beitt annað slagið um klippingu en þá ekki endilega í þessari sérhæfðu merkingu. Ég held að það myndi leysa einn vanda íslenskrar kvikmyndaumfjöllunar ef þessi aðgreining klippingar og myndfléttu festist í sessi. Að skera, klippa og flétta Sjónarhorn » Loks vísar enska orðið „montage“ til ákveðinnar gerðar klipp- ingar sem á rætur í Sovétríkjunum á þriðja áratug síðustu aldar þar sem fléttað er saman ólíkum myndskotum til margvíslegs áhrifs- og merkingarauka í stað uppbyggingar á hefðbundinni frásögn. Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is O rrustan um Algeirsborg (1966, La Battaglia di Algeri) er um margt einstök mynd – ítalskt verk sem gagnrýnir nýlendustefnuna frá sjónarhóli fórnarlambsins. Þótt hún væri leikin frásagnarmynd var framsetningin svo trúverðug að það var sem um heimildarmynd væri að ræða. Hún hef- ur engu glatað af sannfæringarkrafti sínum og á brýnt erindi við samtímann þar sem Banda- ríkin og Ísrael apa eftir framferði Frakka í Alsír fyrir hálfri öld. Upphafsár Gillo Pontecorvo fæddist í Písa árið 1919 og var því aðeins þriggja ára gamall þegar Mus- solini komst til valda. Sem gyðingur á Ítalíu fasistanna átti Pontecorvo æ erfiðara um vik og fluttist hann í upphafi fjórða áratugarins til Parísar en borgina hafði hann oft heimsótt áð- ur sem tenniskappi – hann mun hafa verið mjög frambærilegur í íþróttinni. Pontecorvo hefur sjálfur lýst því hvernig París opnaði augu hans – hvernig hann varð í fyrsta skipti póli- tískt þenkjandi – en pólitísk umræða var bönn- uð á Ítalíu. Félagsskapur hans í París var nú heldur ekki af lakara taginu: Picasso, Sartre og vinstrisinnaðir kvikmyndagerðarmenn á borð við Ivens og Allegret. Hann varð djúpt snort- inn þegar margir félagar hans héldu til Spánar og börðust gegn fasistum í borgarastríðinu. Sjálfur gekk hann í kommúnistaflokkinn og hélt aftur til Ítalíu árið 1943 þar sem hann var allt til loka stríðs lykilmaður í andspyrnuhreyf- ingunni – hætti lífi sínu á degi hverjum. Hann sagði sig úr kommúnistaflokknum eftir innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland árið 1956. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar hneigðist hugur hans til blaðamennsku en sakir áhrifa frá ítalska nýraunsæinu (sem í áherslu sinni á að fanga raunveruleikann á ýmislegt sameig- inlegt með blaðamennsku) – og sérstaklega mynd Rossellini Paisa (1946) – sneri hann sér að kvikmyndagerð. Framan af sjötta áratugn- um leikstýrði hann nokkrum heimildamyndum en árið 1957 var frumsýnd fyrsta leikna mynd- in hans Bláa gatan víða sem oft hefur verið líkt við helstu nýraunsæismynd Visconti Jörðin skelfur (1948). Þessari mynd fylgdi Pontecorvo eftir með Kapo (1959), sem var ein sú fyrsta sem gerðist í útrýmingarbúðum nasista, og var tilnefnd til óskarsverðlauna í flokknum besta erlenda mynd. Þrátt fyrir að hann hefði öðlast óvænta frægð liðu sjö ár þar til næsta mynd Pontecorvo var frumsýnd. Orrustan um Algeirsborg Uppreisn Alsírsmanna hófst árið 1954 og lauk loks árið 1962 þegar Frakkar yfirgáfu landið – stríð sem átti sér víðari samsvörun í sjálfstæð- isbaráttu nýlendna víða um heim gegn oki og kúgun herraþjóðanna. Marxistinn Pontecorvo fylgdist grannt með gangi mála og var mættur með kvikmyndateymi til Alsírs þremur árum síðar. Hann hafði ekki aðeins fullt umboð Þjóð- frelsishreyfingarinnar sem fór með stjórn- artauma hins nýstofnaða ríkis heldur naut hann aðstoðar byltingarforingjans Saadi Yacef sem jafnframt fór með mikilvægt hlutverk í myndinni. Handritið skrifaði Pontecorvo ásamt Franco Solinas sem var marxisti með góða yf- irsýn yfir stöðuna í þriðja heiminum. Tónlistina samdi Pontecorvo ásamt tónskáldi sem hafði getið sér gott orð fyrir For a Few Dollars More (1965) – Ennio Morricone. Það er ákveðin ónákvæmni fólgin í því að segja að Orrustan um Algeirsborg taki afstöðu með Alsírsmönnum. Það sem aðgreinir hana frá öðrum samtímaverkum sem og hefð- bundnum fréttaflutningi Vesturlanda allt til dagsins í dag er að hún tekur ekki afstöðu með Vesturlöndum gegn múslimum – og staða Frakka er auðvitað með öllu óverjandi sé orr- ustan skoðuð hlutlausum augum. En þetta er byltingarkennt verk í bæði formi og efni. Hún er tekin í raunverulegu umhverfi Algeirsborgar þar sem öll hlutverk eru skipuð almenningi er hefur enga leikreynslu. Notast er við svarthvíta filmu og á löngum köflum er haldið á tökuvél- inni til að líkja eftir fréttamyndum síns tíma svo erfitt er að greina hvort um leikna eða raunveruleg viðburði er að ræða. Engar stjörn- ur og engar hefðbundnar söguhetjur – þess í stað er söguhetja myndarinnar almenningur allur sem rís upp gegn oki nýlenduherranna. Sérstaka athygli vekja senur af hryðjuverkum Alsírsmanna gegn saklausum frönskum borg- urum. Ekki má skilja það sem svo að myndin réttlæti hryðjuverkin en á sannferðugan máta sýnir hún þau sem síðasta útspil kúgaðrar þjóðar sem á engan her til að verjast skipu- lögðum árásum óvinarins sem gerir sjálfur eng- an greinarmun á uppreisnarmönnum og sak- lausum borgurum. Seinni ár Orrustan um Algeirsborg vann Gullljónið í Feneyjum árið 1966, var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir bestu erlendu mynd árið 1967 (og Pontecorvo fyrir leikstjórn mynd- arinnar tveimur árum síðar!), en bönnuð í Frakklandi og ekki sýnd þar til leikstjórinn Louis Malle stóð fyrir nokkrum sýningum árið 1971. Þrátt fyrir mikla velgengni myndarinnar átti Pontecorvo aðeins eftir að leikstýra tveim- ur frásagnarmyndum: Burn! (1969) sem fjallaði um þrælauppreisn í Mið-Ameríku og skartaði Marlon Brando í aðalhlutverki, og loks Ogro (1980) sem fjallaði um hryðjuverk ETA- samtakanna á Spáni, og reyndist vera síðasta leikna mynd hans. Þessi litlu afköst segir hann sjálfur að hluta komin til vegna fullkomnunar- áráttu sem hafi orðið til þess að hann hafi sagt skilið við margar myndir á handritsstigi. Póli- tískar áherslur hans áttu heldur ekki upp á pallborðið hjá kvikmyndaframleiðendum sem og að hann skyldi taka áhugaleikara fram yfir kvikmyndastjörnur. Það segir kannski ýmislegt að þótt hann hafi ekki leikstýrt mynd í ald- arfjórðung er sem við fráfall hans hafi orðið táknræn umskipti í evrópskri kvikmyndagerð – að pólitísk kvikmyndagerð heyri nú sögunni til í álfunni. Pontecorvo og orrustan um Algeirsborg Ítalski kvikmyndaleikstjórinn Gillo Pontecorvo lést 12. október síðastliðinn áttatíuogsex ára að aldri. Hann leikstýrði ekki mörgum myndum um ævina en hans verður minnst fyrir stórvirkið Orrustuna um Algeirsborg. Í ár eru liðin fjörutíu ár síðan hún var frumsýnd. Orrustan um Algeirsborg Myndin vann Gullljónið í Feneyjum árið 1966, var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna árið 1967, en bönnuð í Frakklandi og ekki sýnd þar fyrr en 1971.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.