Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Side 19

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.2006, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 19 lesbók Það má segja að listunnendur hafi haft nóg að gera ef þeir hafa viljað sjá alla þá listviðburði og gjörn- inga sem hafa verið í boði und- anfarnar vikur á Sequences hátíð- inni sem lauk formlega um síðustu helgi. Undirrituð hafði ekki tök á að sjá allt sem í boði var en óhætt er að segja að viðburðirnir voru fjölskrúðugir og listahátíðinni tókst svo sannarlega að setja mark á menningarlíf borgarinnar og hef- ur vafalaust vakið nokkrar umræð- ur. Tímatengd verk og blöndun miðla skipa hér stóran sess þar sem tónlist, leiklist, hljóðlist og skjálist eru sjálfsagðir hlutar myndlistarinnar og allt er leyfilegt. Sumir viðburðirnir eru líkir hefð- bundnum skemmtiatriðum sem al- gengt er að sjá á útihátíðum eða tívolíum en samhengi þeirra við listviðburðinn gefur tilefni til að sjá þá í öðru ljósi en venjulega. Gjörningur Ilmar Stefánsdóttur á opnunardegi hátíðarinnar fór fram í hliðargarði á Laugaveginum þar sem hún með lampaskerm á höfðinu hoppaði á trampólíni og gerði ýmsar kúnstir heimska trúðsins fyrir hóp áhorfenda. Ant- hony Schrag framdi hins vegar sína gjörninga á tímabilinu án sér- staks afmarkaðs áhorfendahóps þar sem hann klifrar upp í staura eða upp á hús eða lætur gangandi vegfarendum bregða í Kringlunni. Í versluninni Kronkron mátti sjá stóran loðinn lundabúning Huldu Spiderspoon og myndbandsgjörn- ing framinn á götum erlendrar stórborgar þar sem hún í lunda- búningnum viðhefur dónalegt at- hæfi með því að ota miða að veg- farendum með áletruninni „Do you want to fuck me?“. Í Kronkron voru einnig framdir annarsvegar óræður og andlega innblásinn gjörningur og hins vegar skemmti- gjörningur þar sem listamaðurinn lék sér fagmannlega með ljós- hringi við mikinn fögnuð áhorf- enda. Fyrri gjörningurinn var inn- hverfur og virtist vísa til hugmynda um andlega vúdú- tengda krafta meðan sá síð- arnefndi stílaði inn á faglegt hreint sjónrænt skemmtigildi. Innan myndlistarinnar hefur oft verið lit- ið niður á skemmtigildið og hið leikhúslega en í samtímanum er þessu öðruvísi háttað og öllum miðlum blandað saman. Hins vegar kemur það í ljós að blöndunin er ekki eins auðveld eða sjálfgefin og ætla mætti. Þetta getur kannski stafað af vanmati margra lista- manna á því að faglegar forsendur skemmtiiðnaðarins eru miklu flóknari og þróaðri en svo að hægt sé að grípa til þeirra á ódýran hátt. Gjörningur Magnúsar Pálssonar í Safni er sérstaklega áhugaverður í þessu samhengi en hann virðist beinlínis vinna með þau skil á milli mismunandi heima sem ekki tekst að sameina. Magnús nýtti hina stóru verslunarglugga á Safni sem einskonar leiksvið fyrir gjörning- inn og áhorfendur stóðu úti. Í byrjun sjást fjögur börn leika sér í glugganum með hvítt tjald í bak- grunni sem síðan er varpað á stórri mynd af fossi og drunur hans hljóma í hátalara út á götuna. Magnús Pálsson stígur síðan fram í gluggann í svörtum jakkafötum og byrjar að skrifa með svörtum tússlit á tjaldið ljóðrænan, upphaf- inn, þjóðlegan en absúrd texta sem fjallar um fossbúann, blómin í náttúrunni, túrtappa og fleiri hugðarefni. Í öðrum hátalara er spiluð rödd listamannsins þar sem hann mælir fram orð sem virðast ekki í neinu samhengi hvert við annað. Á efri hæðum safnsins opn- ast gluggar og gamalt pirrað fólk sprautar vatni úr slöngum í átt að áhorfendum, skvettir úr koppum og skammast í fólkinu utandyra og segir því að hypja sig í burtu. Gamla fólkið er þekktir leikarar og um leið og verkið ber merki leik- hússgjörnings þá er hann sannfær- andi túlkun á hinum aðskilda veru- leika milli hópa samfélagsins og hugmyndaheima þess. Hver og einn er í sínum heimi, áhorfend- urnir úti, margir af þeim samt listamenn, börnin virðast í allt annarri veröld, upphafin kons- eptlistin nær engri tengingu við pirruð gamalmennin og raunveru- legir íbúar húsanna á móti horfa undrandi (og kannski pirraðir) í sínum gluggum á þessa marglaga samkundu sem þó er sviðsett í þaula. Í Safni hafa verið haldnir margir gjörningar á Sequences listahátíð- inni sem sumir hverjir hafa vakið mikla athygli. Þannig nýttu gjörn- ingalistakonurnar Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríks- dóttir sér þar einnig gluggana sem svið fyrir áhorfendur sem voru ut- andyra og framkvæmdu eft- irminnilegt atriði að sögn þeirra sem sáu á meðan lögreglan sá um að loka götunni fyrir bílaumferð. Trong Gia Nguyen var með sér- stæðan morgungjörning í Safni við sólarupprás einn daginn þar sem áhorfendur gátu fylgst með honum í beinni útsendingu sem varpað var á vegg, grafa lánaða og stolna „merkilega“ hluti í íslenska jörð utan borgarmarkanna. Baksviðs á sýningunni sem var merkilega fjöl- sótt miðað við tímasetningu spiluðu ungir tónlistamenn í band- inu Seaber seiðandi hugleiðslu- tónlist. Það má með sanni segja að Safn og Kling og Bang hafi verið áber- andi í gjörningum á Laugaveginum og þeir síðarnefndu alveg sér- staklega með stanslausum uppá- komum innrásarlistamannanna frá New York sem hafa síður en svo haldið sig við bækistöðvar sínar í galleríinu heldur flandrað um allar koppagrundir með boðskap sinn og írónískan áróður. Í Þjóðmenningarhúsinu var á hátíðinni til sýnis vörpuð upptaka listamannanna Ólafs Ólafssonar og Libia Castro af ungum manni í lúðalegum búningi syngjandi þjóð- söng Íslendinga fyrir gesti og gangandi í Kolaportinu. Orða- brengl í texta þjóðsöngsins gerðu það að verkum að hinar trúarlegu og þjóðernislegu tilvísanir textans voru ekki í neinu vitrænu sam- hengi. Þetta afskræmdi hvorki né kom niður á hátíðleika söngsins sem er svoldið merkilegt en orðin sjálf, þótt ruglað sé með þau, virð- ast lifa sjálfstæðu lífi sem ekkert fær haggað. Í litla galleríinu í kjallara hússins við Grundarstíg 21 sem nefnist Dvergur hefur Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður verið upptekinn með gas og íslenskt hraun í bræðsluferli sem vegna rýmisins tekur á sig mynd náttúr- unnar eins og hún hegðar sér í neðra, glóandi hraun, nornaþræðir og gasstybba. Gallerí i8 hefur mátt líta tækni- lega vel unnið og einlægt mynd- bandsverk undir stiganum eftir Erlu S.Haraldsdóttur sem nefnist Sad with Satie og fjallar um svíð- andi einsemd og ástarsorg. Sara Björnsdóttir er einnig á einlægu nótunum í hljóðinnsetningu sem hún staðsetti í ruslaporti Kling og Bang en þar er það einfaldleikinn í hugmyndinni og framsetningunni sem gefur áhorfandanum mögu- leika á að lifa sig inn í andartak ákveðinnar upplifunar úr minni listakonunnar. Sequences listahátíðin sam- anstóð af miklu fleiri viðburðum en þessum og einkenndist af mikilli leikgleði og skemmtunum í bland við sótsvartan húmor og uppreisn- argjarna gagnrýni. Þegar upp er staðið finnst mér áhugaverðast að sjá ímynd eldri borgara í uppreisn- argjarna hópnum því ef einhver hópur þjóðfélagsins hefur ástæðu til að láta til skarar skríða á lista- sviðinu þá er það hann. Gaman væri ef fullorðnir listamenn kæmu meira inn í stóra myndlist- arviðburði á borð við Sequences því augljóst er að þeir eiga erindi eins og gjörningur Magnúsar Páls- sonar í Safni vitnar um. Kynslóðabilið í listum er ekki raunverulegt nema á yfirborðinu og mörk myndlistarinnar snúast ekki um hver pissar á hvern eða hver skvettir úr hvaða koppi. Hitt er öllu áhugaverðara, það hvort listinni tekst að hafa eitthvað að segja, eitthvað að sýna, eitthvað sem snertir við fólki, kveikir hljóða elda eða umræður eða ber í sér aðra fagurfræðilega upplifun. Skvett úr koppnum á Sequences Skvett úr koppnum Magnús nýtti hina stóru verslunarglugga á Safni sem einskonar leiksvið fyrir gjörninginn og áhorfendur stóðu úti. Þóra Þórisdóttir Nýlistasafnið Sýningum er lokið. Sequences MYNDLIST Grúskarinn Það er alltaf gaman að taka í spil, og sennilega hefur margur kviðlingurinn flogið yfir borðiðmilli vina. Þetta eldgamla spilarím kannast ef til vill einhverjir við. Tígulgosinn liggur frosinn úti. Honum tosa ætla ég inn, upp á mosasvæfilinn. En svo var einu sinni kona, sem var vön að viðhafa skrýtna orðaleiki í spilum. Þeir voru flestir um spaðann, og mismunandi, eftir því hver staða spaðans var í borðinu og á hendi. Ef spaðinn var í stuði, og slagina dreif inn, þá sagði hún: Spaði, spaði, spriklar útá hlaði! En ef spaðinn var ekkert nema rusl og hundar, þá sagði hún: Spaði, spaði, sprengdur útá hlaði! Kannski að þið þekkið spilarím um hjörtu og lauf? Lesarinn Bækur um 20. öldina hafa átt hug minn aðundanförnu, Hitler and Stalin eftir Alan Bullock og Mao eftir hjónin Jung Chang og Jon Halliday, báðar allsvakaleg lesning og ekki beinlínis uppörvandi. Maó bókin er ekki eins persónuleg og Villtir svanir sem Jung Chang varð fræg fyrir, en áhrifarík í öllum sínum smáatriðum, einsog risastórt púsluspil sem smám saman birtir okkur mynd af Maó sem einhverju mesta illmenni aldarinnar, en það eru höfundarnir sannfærðir um að hann hafi verið. Mér sýnist nú samkeppnin hörð á því sviði. Annars er þetta sá skemmtilegi árstími þar sem bíða manns ótal ólesnar bækur. Það er varla ég sé byrjaður á jólabókunum en þó las ég ljóðabók Einars Más fornvinar míns, Ég stytti mér leið framhjá dauðanum, og maður segir strax: þvílíkur titill. Einar er algerlega í essinu sínu, bók sem kallast á við fyrstu ljóða- bækur hans sem hann seldi forðum sjálfur öll- um sem hann náði í skottið á og fleirum til, það er í þessu dada-pönkið en ljóðin bera þó merki reynslunnar, sigra og ósigra, sannir „Tónar úr eldhúsi minninganna“ einsog eitt kvæðið heit- ir. Þá hef ég lesið bráðfína ádeilu Hauks Más Helgasonar, Svavar Pétur og 20. öldin, og ennfremur veittist mér sú ánægja að lesa sög- ur Ólafs Jóhanns í handriti og held að sú bók eigi eftir að koma mörgum í opna skjöldu. Svo bíða manns bækurnar, sögur Braga og Arnaldar, Matthías eftir Þórunni, Brautigan- þýðing Gyrðis svo bara eitthvað sé nefnt. Ég trúi því að sannleikurinn búi í bókum en mað- ur finnur hann bara aldrei, eða einsog Einar Már spyr í ljóðabókinni: Ef listin er svar við lífinu, hver var þá spurningin? Halldór Guðmundsson rithöfundur. Halldór „Ég trúi því að sannleikurinn búi í bókum en maður finnur hann bara aldrei, eða eins- og Einar Már spyr í ljóðabókinni: Ef listin er svar við lífinu, hver var þá spurningin?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.