Morgunblaðið - 09.02.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.02.2006, Qupperneq 2
2 MÁLIÐ Kringlunni 1, 103 Reykjavík, 569 1100, malid@mbl.is Útgefandi: Árvakur hf. Ábyrgðarmaður: Margrét Kr. Sigurðardóttir Umsjón: Hanna Björk Valsdóttir, 569 1141 - hannabjork@mbl.is Þormóður Dagsson, 569 1141 - thorri@mbl.is Auglýsingar: Kristbergur Guðjónsson, 569 1111 - krissi@mbl.is Hönnun: Hörður Lárusson, Siggi Orri Thorhannesson og Sól Hrafnsdóttir Umbrot: Jón- as Unnarsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Pappír: Nornews 45g Letur: Frutiger og Tjypan Stærð: 280x420mm UM MÁLIÐ ÞRÍTUGASTA OG FIMMTA MÁLIÐ Benni Hemm Hemm er nafn sem er far- ið að heyrast sífellt oftar og er nánast orðið hluti af daglegu máli, eins ein- kennilegt og nafnið hljómaði til að byrja með. Það er velgengni tónlistar Benedikts Hermanns Hermannssonar sem ber ábyrgð á því. Málið bankaði upp á hjá tónlistarmanninum og at- hugaði meðal annars hvort hann væri að ráða við þessa velgengni. Eins og fram hefur komið ætla strákarnir á X-fm að halda tónlistarverðlaun í febrúar fyrir rokk- og jaðartónlist sem er sú tónlist sem þessi útvarpsstöð kenn- ir sig við. Hlustendur kjósa sjálfir á heimasíðu X-fm og á öftustu síðu þessa Máls kynnum við lögin sem hafa hlotið tilnefningar fyrir besta lagið. Seabaer er tónlistarmaður sem hefur verið að gera mjög góða músík í kjall- aranum sínum. Núna er hann á leið til Berlínar til að flytja þessa músík fyrir Berlínarbúa. Málið forvitnaðist örlítið um þennan áhugaverða tónlistarmann. Silvía Nótt virðist hafa tekist að skapa Eurovision-fár þetta árið og var svo sem komið tími til að hrista upp í söngvakeppninni sívinsælu. Heiða í Unun svarar nokkrum spurningum hér en hún spyr einmitt Eurovision-spurninga í sjónvarp- inu á laugardagskvöldum. Stelpurnar í Grissom-gang voru ekki í vandræðum með að setja eitt stykki sýn- ingu upp í gallerí Gyllinhæð og Sigurjón ljósmyndari kíkti á opnunina og fékk þær til að pósa á meðan Árni Torfa fékk magadansmeyjarnar Önnu Dóru og Heiðu Dóru til að dansa Bollywood-dansa. Þetta og margt fleira prýðir síður Málsins að þessu sinni. Hanna Björk Valsdóttir Þormóður Dagsson ÞAU SEGJA: Fimmtudagurinn 9. febrúar Úlpa spilar á Nasa ásamt Jan Ma- yen. Húsið opnar 22.15 og að- gangseyrir er 500 kr. Dj. 9 sec. hitar upp. Á Café Oliver mætir söngkonan með Tanqueray-bandinu. Föstudagurinn 10. febrúar Tónleikar með Ókind og The Tele- pathetics á Gauknum. Húsið opn- að kl. 22 og 500 kr. inn. Laugardagurinn 11. febrúar Hljómsveitirnar Mammút og Úlpa halda tónleika í Stúdentakjall- aranum. Klukkan 22 og 500 kr. inn. Tónleikar með Jet Black Joe á Gauknum. Gullfoss og Geysir spila á Café Oli- ver. HVAÐ ER Á SEYÐI? 1. Placebo - A Song To Say Goodbye 2. Editors - Munich 3. Arcade Fire - Rebellion 4. Jeff Who? - Barfly 5. Artic Monkeys - I Bet You Look Good On The Dancefloor 6. Richard Ashcroft - Break The Night With Color 7. Starsailor - This Time 8. Dikta - Breaking The Waves 9. Audioslave - Area 10. The Futureheads - Crooked Teeth XFM -DOMINOS-LISTINN TOPP 10 Forsíðumynd Silja Magg Það er velgengni tónlistar Benedikts Hermanns Hermannssonar sem ber ábyrgð á því Myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson opnar myndlistarsýninguna Salon, salon í Gel galleríi klukkan 20.00. Auxpan plús einn spila fyrir gesti. SALON, SALON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.