Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 6
6 MYNDLIST TEIKNI- MYNDASAGA Nú stendur yfir í Galleríi Gyllinhæð, nem- endagalleríi Listaháskólans, sýning sem fjórar stelpur á fyrsta ári í myndlistardeild halda. Þær heita Rakel McMahon, Eva Ísleifs, Katrín Inga og Una Björk. Stelpurnar voru allar hlaupandi um Laugaveginn að redda hinu og þessu dag- inn fyrir opnunina, þegar MÁLIÐ dró þær í kaffi. Það er ekki venjan að nemendur á fyrsta ári haldi sýningar en þessar stelpur létu vaða. „Þótt við séum á fyrsta ári þá þurfum við ekki að halda kjafti,“ segir Katrín. „Það er rosalega gott að hafa aðgang að Gyllinhæð, sér- staklega af því að hún er miðsvæðis og það er mjög gott að vera að sýna fyrir almenning en ekki bara fyrir kennara og fólk í skólanum,“ segir Rakel og þær eru sammála um að það sé ekki auðvelt fyrir unga myndlistarmenn að fá að sýna í galleríum og þess vegna sé frábært að hafa Gyllinhæð. Mismunandi verk Stelpurnar sýna allar mismunandi verk og nota mismunandi miðla. Una Björk er með vídeóverk og skúlptúra. „Skúlptúrarnir henn- ar eru þannig að maður verður bara að sjá þá,“ útskýrir Rakel en Una Björk var fjarver- andi einhvers staðar úti í bæ að redda ein- hverju. „Ég er með þrjú málverk en það er mikil teikning í þeim, svo nota ég líka gifs og blek,“ heldur Rakel áfram. „Ég mála á rúm- gafla,“ segir Eva og skellihlær. „Þetta eru tákn sem ég sé í draumi, mér finnst rosalega gaman að grúska í draumum og skoða táknkerfi draumanna.“ Katrín er með hljóðverk, „þetta er svona dáleiðslu-, hugleiðslu-hljóðverk. Þú dáleiðir í rauninni hugrekki inn í þig í gegnum hljóðverkið,“ útskýrir hún og Rakel bætir við: „Það þarf ákveðið hugrekki til þess að geta tjáð tilfinningar sínar og hugsanir.“ Stelpugengi Hvernig tengist þið fjórar? „Við kynntumst í skólanum og það mynd- aðist eiginlega strax þessi grúppa. Við tengdumst allar frekar náið,“ segir Rakel. „Við köllum okkur The Grissom gang,“ segir Eva og skellihlær aftur. „Þetta er gömul bíó- mynd frá sjöunda áratugnum og plakatið er kona með vélbyssu. Okkur fannst það bara fyndið,“ segir Katrín. Er mikið mál að setja upp svona sýningu? „Já,“ svarar Katrín og er allt í einu komin með tvær sígarettur, líklega út af stressi. „Já, eins og þú sérð þá er þetta smá mál,“ segir Eva og fær hláturskast. „Ég hef haldið sýn- ingar mikið ein og þess vegna finnst mér miklu skemmtilegra að halda sýningu með hóp. Það er meiri hvatning og við höfum styrk hver af annarri,“ segir Katrín. Stelpurnar eru vissar um að þær eigi eftir að sýna aftur undir þessu nafni og að fleiri eigi líklega eftir að bætast í hópinn. Þær taka sérstaklega fram að strákar megi vera með. Skapandi fólk Hvernig er að vera nemi í Listaháskólanum? „Það er rosalega fínt og fyrsta árið er mjög aktívt“ svarar Rakel. „Við erum ofboðslega lukkulegar með þá aðstöðu sem við höfum í skólanum,“ segir Eva. „Kennararnir okkar eru alveg yndislegir og vilja allt fyrir okkur gera,“ segir Katrín og Rakel bætir við: „Bekkurinn okkar er líka alveg ótrúlega góður. Það eru allir að gera eitthvað mis- munandi og enginn er eins. Það fá líka allir að vera eins og þeir vilja og að vinna í því sem þeir vilja.“ „Maður lærir líka á því að vera í kringum svona skapandi fólk, og að vera í svona skap- andi umhverfi,“ segir Katrín. Gallerí Gyllinhæð er á Laugavegi 23 og sýn- ingin stendur aðeins í eina viku þar til 12. febrúar. Opið er milli 17.00 og 20.00 og stelpurnar sitja sjálfar yfir sýningunni. GRISSOM-GENGIÐ Í GALLERÍI GYLLINHÆÐ Texti Hanna Björk Myndir Sigurjón Guðjónsson Stelpurnar stilltu sér upp á opnuninni. Frá vinstri, Katrín, Una Björk, Eva og Rakel. Norski myndasöguhöfundurinn Jason sló fyrst í gegn með bókinni Hey wait! sem fjallaði um endalok æskunnar og vinamissi. Svo kom Sshhhh!, orðlaus sorgarsaga um óum- flýjanlega eymd einstaklingsins. Hún vakti einnig verð- skuldaða athygli. Aðrar bækur fylgdu í kjölfarið og vin- sældir höfundarins jukust. Allar bækurnar eru ósköp ljúfsárar, sökum þess að þar eru dýrafígúrur í óham- ingjusömum og mannlegum heimi. Hundar, kettir og fugl- ar sem upplifa höfnun, ást og vonarbresti. Svolítið eins og ef Ingmar Bergman leikstýrði Andrési Önd. Það er þó bjartara yfir nýjustu bókinni en maður á að venj- ast hjá Jason. Meow, baby! er smásagnasafn með gam- ansömu ívafi. Sögupersónurnar eru hellisbúi, vampíra, varúlfur, múmía, terminator, frankenstein, zombíuhjón, geimvera og Elvis. Sögurnar tengjast í sumum tilfellum og sumum ekki. Stundum eru þær fyndnar, stundum súrar og stundum ófyndnar og sætar. Bókin er nánast orðlaus, sem gerir það að verkum að lesturinn tekur ekki langan tíma. En þá les maður hana bara aftur. Það er ekki miklu meira um þessa bók að segja. Því er best að láta myndirnar tala. ELVIS OG SKRÍMSLIN MEOW, BABY! EFTIR JASON Texti Hugleikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.