Morgunblaðið - 01.03.2006, Qupperneq 2
KNATTSPYRNA
2 C MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
„AUÐVITAÐ voru þetta ekki úrslit-
in sem við vildum og við hefðum átt
að gera betur, andstæðingurinn var
ekki svo öflugur. Það var hins veg-
ar erfitt að þurfa að elta þá allan
tímann, í áttatíu mínútur eftir að
hafa fengið á okkur klaufalegt
mark snemma, og fyrir vikið þróað-
ist leikurinn öðruvísi en hann hefði
þurft að gera,“ sagði Indriði Sig-
urðsson, vinstri bakvörður íslenska
liðsins, við Morgunblaðið eftir ósig-
urinn gegn Trínidad og Tóbagó.
„Ég var klaufi að geta ekki
hreinsað boltann í burtu þegar við
fengum markið á okkur, og svo var
vítaspyrnan dæmd fyrir ósköp litlar
sakir. Leikmaðurinn lét sig detta og
þetta var frekar ódýrt. Það þarf
ýmislegt að laga en svo voru þarna
ýmsir góðir hlutir til að taka með
okkur í næstu leiki.
Mér fannst okkar leikur fljóta
ágætlega á þeim köflum í leiknum
þar sem við náðum að vera rólegir
og spila boltanum. Þá komu fínar
rispur, sérstaklega hjá Emil upp
vinstri kantinn í fyrri hálfleik, en
okkur vantaði herslumuninn á sein-
asta fjórðungnum á vellinum.
En þetta var fyrsti leikur hjá nýj-
um þjálfara og það er vonandi að
við snúum þessu við frá því í fyrra
þegar við unnum alla vináttuleiki
en töpuðum alvöruleikjunum. Ég er
kannski ekki að segja að við þurfum
að tapa æfingaleikjunum, en ef við
þurfum á annað borð að bíða lægri
hlut er betra að töpin komi í þeim.
Þegar Dwight Yorke var farinn
af velli fór mestallur vindur úr
þeim. Hann fékk mikið pláss og var
góður í fyrri hálfleik, gerði okkur
nokkrum sinnum erfitt fyrir með
því að snúa á vörnina, en við náðum
að loka betur á lið þeirra þegar
hann var farinn út af. Við sjáum
bara hvernig seinni hálfleikurinn
var, þeir gerðu ekki nokkurn skap-
aðan hlut fyrir utan það að fá þetta
víti sem var ekki víti. Við hefðum
átt að fá vítaspyrnu, bæði þegar Jó-
hannes Karl skaut úr aukaspyrn-
unni og þegar Ívar átti hjólhestinn í
lok leiksins, beint í hönd varn-
armannsins,“ sagði Indriði Sigurðs-
son.
„Hefðum átt að gera betur“
Svona vináttuleikur er rétti vett-vangurinn til þess að skoða
leikmenn og sjá hvaða blanda af
leikmönnum vinnur vel saman. Mér
fannst þessi leikur mjög fróðlegur
fyrir mig sem þjálfara. Ég fékk
svör við ýmsum spurningum en ég
á kannski erfitt með að segja frá
því að hvaða niðurstöðu ég hef
komist – svona skömmu eftir leik.
Við munum skoða okkar leik nánar
og fara yfir það sem við gerðum vel
og það sem við gerðum illa,“ sagði
Eyjólfur.
Hann var ánægður með fram-
lagið frá Emil Hallfreðssyni og
Helga Val Daníelssyni en þeir voru
að leika í fyrsta sinn í byrjunarliði
Íslands.
Emil og Helgi öflugir
„Emil var mjög öflugur í fyrri
hálfleik og skapaði usla í vörn
Trínidad og Tóbagó. Helgi Valur
átti fína spretti upp hægri vænginn
af og til og var ógnandi í sókn-
arleiknum sem bakvörður. Það
fannst mér jákvætt í leik Helga. Að
öðru leyti héldum við knettinum
ágætlega í okkar röðum og fengum
nokkrar fyrirgjafir sem sköpuðu
hættu – en það vantaði að binda
enda á þær sóknir með skoti að
marki. Fyrirgjafirnar voru margar
hverjar ónákvæmar og við getum
gert betur á því sviði.“
Þjálfarinn var sáttur við hve
margar hornspyrnur íslenska liðið
fékk í leiknum og telur að þar verði
að nýta styrkleika liðsins betur.
„Föst leikatriði eins og hornspyrn-
ur eiga að vera okkar sterkasta hlið
en við náðum ekki að nýta þær að
þessu sinni. Ég tel að slík atriði
eigi að vera eitt besta vopn okkar
og það sást þegar við fengum auka-
spyrnur utan við vítateiginn að þar
skapaðist ávallt hætta.“
Veikleiki á miðsvæðinu
Eyjólfur telur að íslenska liðið
hafi ekki snúið nógu vel úr sókn í
vörn – og það hafi gert gæfumun-
inn að þessu sinni.
„Það er veikleiki hjá okkur að við
missum of marga leikmenn framhjá
okkur á miðsvæðinu eftir að hafa
misst knöttinn í sókn. Við erum
einfaldlega of lengi að snúa úr sókn
í vörn. Þetta atriði var ég ekki sátt-
ur við og ég mun leita að lausnum
til þess að koma í veg fyrir að þetta
gerist leik eftir leik. Við erum ein-
faldlega of seinir að loka svæðum
og erum því ekki nógu þéttir fyrir í
varnarleiknum.“
Ívar Ingimarsson og Jóhannes
Karl Guðjónsson fengu tækifæri
hjá þjálfaranum en þeir höfðu ekki
leikið í nokkurn tíma með íslenska
landsliðinu þar sem þeir gáfu ekki
kost á sér í liðið.
„Ég held að Ívar og Jóhannes
hafi komist ágætlega frá sínum
hlutverkum og þeir lögðu sig fram
eins og allir aðrir leikmenn liðsins.“
Eyjólfur var sammála því að Eið-
ur Smári Guðjohnsen og Heiðar
Helguson hefðu verið langt frá sínu
besta í leiknum.
Eiður fann ekki taktinn
„Ég vissi að Eiður Smári yrði
kannski ekki alveg upp á sitt besta
enda hefur hann verið veikur í að-
draganda leiksins. Við eigum því
mikið inni að mínu mati því Eiður
Smári er að sjálfsögðu eitt sterk-
asta vopn okkar í sóknarleiknum.
Eiður komst aldrei í takt við leik-
inn og það vantaði sprengikraftinn
sem einkennir hans leik.
Að sama skapi var Heiðar ekki
eins og hann á að sér. Hann lék í
ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur
dögum með Fulham og það sást á
honum að sá leikur sat í honum. En
þetta voru atriði sem ég vissi að
gætu komið upp og ég er ekki að
velta því mikið fyrir mér núna.
Þetta var vináttulandsleikur þar
sem ég fékk tækifæri til þess að
koma því til skila sem ég vil leggja
áherslu á. Við munum byggja á því
sem við upplifðum í þessum leik og
ég er ekkert að æsa mig yfir því að
hafa tapað í vináttuleik á þessum
árstíma. Ferðin sem slík þjónaði
sínum tilgangi, hópurinn þarf að fá
tíma til þess að ná þeim atriðum
sem ég legg áherslu á og síðan er
það mitt hlutverk að finna réttu
leikaðferðina með réttri blöndu af
leikmönnum.“
Byggjum á þessum grunni
Í gær lék íslenska liðið 4:4:2-
leikaðferðina þar sem Eiður Smári
Guðjohnsen var í nokkuð frjálsu
hlutverki sem framherji fyrir aftan
Heiðar Helguson. Þjálfarinn er á
því að hann eigi eftir að útfæra
leikaðferð liðsins út frá sama
grunni og notaður var í gær á Loft-
us Road. „Já ég held að það henti
vel að hafa Eið í slíku hlutverki og
vissulega er hægt að segja að við
séum að leika 4:5:1. Ég mun ekki
breyta miklu hvað varðar leikað-
ferðina en ég vil breyta mörgu hjá
okkur hvað varðar framkvæmdina
og þá sérstaklega þegar við snúum
úr sókn í vörn.“
Næsti leikur íslenska liðsins er
ekki á dagskrá fyrr en um miðjan
ágúst er Spánverjar koma í heim-
sókn á Laugardalsvöllinn en lands-
liðsþjálfarinn segir að unnið sé að
því að fá fleiri leiki. „Það er allt í
vinnslu og ég á von á því að við get-
um leikið fleiri leiki áður en við
leikum gegn Spánverjum. Á þess-
ari stundu get ég ekki svarað því
við hverja við munum leika en að
sjálfsögðu ætlum við okkur að fá
fleiri verkefni,“ sagði Eyjólfur
Sverrisson.
!" !! !
"
#$%"$ $&"'( $
$)
)*+ $ " # $
%&! '(
,
, -
)*
./ - 0
)12/)$
3#()$
$) 4
&"'($ //54 1
)( $ " +,
-
%& $ .
5
/ "
4 '01
&"'($ +
*) 6$ " 0
.
%1 (
4
1
// ))+
"
'( 7 / 8)
90 ! $ " 2
'(((
%1 ((
5
!" !! - '0 1
))+
,"
/
:)$ $ "
*) $
$)
&)/*)'$2 " # &
+,
'((3
%45 '
4 4
/ "
$ 9$1$ $
0 &)/*)'$2 " &
'((-
6
76 ('
„Leikurinn var mjög fróðlegur fyrir mig sem þjálfara,“ sagði Eyjólfur Sverrisson um frumraun sína
„Erum of lengi að
snúa úr sókn í vörn“
Morgunblaðið/Kristinn
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska landsliðsins, ræddi við Hollendinginn Leo Beenhakker,
hinn reynda þjálfara Trínidad og Tóbago, í leikslok á Loftus Road í London í gærkvöld.
ÞAÐ var margt jákvætt í okkar leik og að sama skapi var margt sem
við þurfum að laga og við munum fara yfir þessa hluti og finna
lausnir á því,“ sagði Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari eftir 2:0-
tap íslenska liðsins í vináttulandsleik gegn Trínidad og Tóbagó í
gær á Loftus Road í Lundúnum. Leikurinn var sá fyrsti hjá Eyjólfi í
starfi sínu sem landsliðsþjálfari en hann bar sig vel og sá margt já-
kvætt í leik liðsins þrátt fyrir 2:0-tapið.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Víðir Sigurðsson skrifar frá London
vs@mbl.is