Morgunblaðið - 01.03.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 01.03.2006, Síða 4
KNATTSPYRNA 4 C MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ríkti sannkölluð karnivalstemning á Loftus Road í gærkvöldi og stuðnings- menn Trínidad og Tóbagó voru mættir fyrir utan leikvanginn löngu fyrir leik. Gærdagurinn var hátíðisdagur í heima- landi þeirra, mikið karnival um allar eyj- arnar, og þeir héldu svo sannarlega upp á það á vellinum í London með því að syngja og dansa við taktfasta tónlistina. Íslenskir áhorfendur voru í miklum minnihluta á Loftus Road í gærkvöldi, nokkrir litlir hópar á stangli hér og þar, og voru að vonum yfirgnæfðir af hávær- um Trínidadbúum. Þó mátti sjá nokkra íslenska fána í stúkunni og meira að segja Íslenska liðið réð ferðinni álöngum köflum í leiknum en átti á brattann að sækja eftir að hafa fengið á sig mark strax á tíundu mínútu. Eftir ódýra vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks þar sem Dwight Yorke skoraði sitt annað mark vantaði nægilega ógnun til þess að sigur Trínidadanna kæmist einhvern tíma í hættu. Miðað við tölfræðina úr leiknum eru úrslitin öfugsnúin. Ísland átti 15 markskot en Trínidad og Tó- bagó fimm, og íslenska liðið fékk 10 hornspyrnur en strákarnir úr Kar- íbahafinu ekki eina einustu. Eina markskot Trínidad allan síðari hálfleikinn var vítaspyrnan fyrr- nefnda. En þessar tölur hafa ekkert vægi, mörkin ráða úrslitum og þau voru skoruð af Dwight Yorke við gífurlegan fögnuð tæplega átta þúsund áhorfenda sem flestir voru á bandi Trínidad. Það er ekki að sjá að knattspyrnulegur getumunur á Íslandi og Trínidad sé teljandi, allavega er hann ekki í samræmi við þann 45 sæta mun sem staðan á heimslistanum gefur til kynna. Eftir rólegar upphafsmínútur þar sem Ísland virtist líklegra til afreka tók Trínidad forystuna á 10. mínútu. Collin Samuel renndi sér upp vinstri kantinn, framhjá Helga Val Daníelssyni, og sendi fyrir markið. Varnarmenn Íslands sköll- uðu boltann beint út í miðjan vítateig þar sem Dwight Yorke tók við honum og afgreiddi hann af ör- yggi uppundir þverslána, 1:0. Eina markskot liðsins fyrstu 25 mínútur leiksins og því 100 prósent nýting. Komu framar á völlinn Íslenska liðið kom framar á völl- inn strax eftir markið og náði að gera usla í óöruggri vörn Trínidada nokkrum sinnum á næstu mínútum. Heiðar Helguson skaut framhjá eftir sendingu Eiðs Smára Guð- johnsen, Emil Hallfreðsson átti hörkuskot í hliðarnetið frá vítateig og Jóhannes Karl Guðjónsson átti mikinn þrumufleyg úr aukaspyrnu af 30 metra færi sem Shaka Hislop, markvörður Trínidad, varði naum- lega í horn. Trínidad fékk sannkallað dauða- færi eftir hálftíma leik. Eftir hættulitla aukaspyrnu missti ís- lenska vörnin boltann yfir sig, Stern John var einn með hann fyrir miðju marki Íslands en skaut yfir. Hermann Hreiðarsson fékk síð- an upplagt færi eftir þunga sókn Íslands og hornspyrnu á 34. mín- útu. Hann fékk boltann frá Eiði Smára við vítapunkt en skaut hátt yfir mark Trínidad. Eiður Smári átti síðan góða til- raun úr aukaspyrnu af 25 metra færi þremur mínútum síðar en skaut hárfínt framhjá markinu. Trínidad náði tveggja marka for- ystu úr fyrstu sókn sinni í síðari hálfleik, á 53. mínútu. Eftir fyrir- gjöf Averys Johns frá vinstri féll Stern John í vítateignum og dæmd var vítaspyrna á Hermann sem var talinn hafa hrint honum. Dwight Yorke skoraði sitt annað mark úr vítaspyrnunni, 2:0. Íslenska liðið náði smám saman yfirhöndinni og fékk m.a. einar sex hornspyrnur í röð um miðjan síðari hálfleik en náði ekki að nýta sér þær. Ekki heldur aukaspyrnu á vænlegum stað. Jóhannes Karl skaut í varnarvegginn, í hönd varn- armanns vildu íslensku leikmenn- irnir meina. En í heildina var seinni hálfleikurinn mun daufari en sá fyrri. Allt bit vantaði í sóknarleik ís- lenska liðsins og það skapaði sér engin dauðafæri, átti nokkrar þokkalegar skottilraunir. Vörn Trínidad var ekki í teljandi vand- ræðum með að ráða við fyrirgjafir úr hornspyrnum og aukaspyrnum og lítið reyndi á Tony Warner, markvörð Fulham, sem varði mark Trínidad í síðari hálfleik. Íslenska liðið má þó eiga það að það hætti aldrei og reyndi til síðustu mínútu. Þegar venjulegum leiktíma var lokið átti Ívar Ingimarsson góða tilraun, reyndi hjólhestaspyrnu en í varnarmann, og Hannes Þ. Sigurðsson skallaði framhjá rétt áður en flautað var af. Jákvæðir þættir í leiknum eru m.a. góð frammistaða nýliðans Em- ils Hallfreðssonar sem átti margar góðar rispur á vinstri kantinum og ágæt innkoma Jóhannesar Karls Guðjónssonar og Ívars Ingimars- sonar eftir útlegðina. Verst var að sjá liðið enn einu sinni fá á sig ódýrt mark þar sem varnarmanni mistekst að koma boltanum í burtu, og að allar hornspyrnurnar og aukaspyrnurnar skyldu ekki nýtast betur. Augljóst var að Eiður Smári og Heiðar Helguson voru þreyttir eftir mikið álag og það kom ekki á óvart þegar þeir fengu hvíldina í síðari hálfleiknum. Eyjólfur þarf að glíma við kunnugleg vandamál EKKI fór það vel af stað hjá Eyjólfi Sverrissyni í frumraun hans með íslenska landsliðið þegar það beið lægri hlut fyrir HM-liði Trínidad og Tóbagó á Loftus Road í London í gærkvöldi. Lokatölur urðu 2:0, kannski ekki alveg í samræmi við gang leiksins en ljóst er að Eyjólf- ur þarf að glíma við kunnugleg vandamál; fækka varnarmistök- unum og skerpa betur á sóknarleiknum. Íslenska liðinu mistókst að skora mark í fyrsta skipti í átta leikjum, frá markalausa jafnteflinu á Ítalíu í lok mars á síðasta ári. Víðir Sigurðsson skrifar frá London vs@mbl.is Eiður Smári Guðjohnsen ins, reynir að leika á var Road í gær. Stefán Gís  HERMANN Hreiðarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska liðsins í gær, spilaði í gærkvöldi sinn 65. A-landsleik. Hann er þar með kominn í 11.–12. sæti á listanum yfir þá leikjahæstu frá upphafi, jafn Sigurði Jónssyni.  EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska liðsins, spilaði sinn 40. A-landsleik í gærkvöldi. Þegar Eiður Smári fór af leik- velli á 73 mín. tók Brynjar Björn Gunnarsson, sem hafði komið inn á sem varamaður rétt áður, við fyrirliðabandinu.  DWIGHT Yorke er augljóslega vinsælasti knattspyrnumaðurinn á Trínidad og Tóbagó. Þegar liðin voru lesin upp fyrir leikinn í gærkvöldi ætlaði allt um koll að keyra þegar nafn hans hljóm- aði í hátalarakerfinu, enda er Yorke nánast þjóðhetja á eyj- unum fyrir frammistöðu sína í ensku knattspyrnunni á árum áður.  JACK Warner, einn af sex varaforsetum FIFA, alþjóða- knattspyrnusambandsins, sem er frá Trínidad og Tóbagó, og Eggert Magnússon, formaður KSÍ og stjórnarmaður í UEFA, heilsuðu upp á leikmenn liðanna fyrir leikinn.  EYJÓLFUR Sverrisson notaði alla sex varamenn sína í leikn- um. Kristján Örn Sigurðsson kom síðastur þeirra inná á 79. mínútu.  EMIL Hallfreðsson sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði Íslands, og lék sinn annan landsleik, spil- aði allan leikinn, sem og þeir Hermann Hreiðarsson, Ívar Ingi- marsson, Indriði Sigurðsson og Grétar Rafn Steinsson.  DAÐI Lárusson skipti við Árna Gaut Arason í hálfleik og lék sinn annan landsleik.  HELGI Valur Daníelsson var í byrjunarliði Íslands í fyrsta sinn og spilaði sinn fjórða landsleik. Punktar frá Loftus Road Karnivals á Loftus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.