Morgunblaðið - 01.03.2006, Page 6

Morgunblaðið - 01.03.2006, Page 6
ÍÞRÓTTIR 6 C MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ LENGJAN LEIKIR DAGSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Rússland - Brasilía 3,15 2,80 1,75 Makedónía - Búlgaría 2,90 2,75 1,85 Albanía - Litháen 1,80 2,80 3,00 Senegal - Noregur 1,70 2,85 3,25 Ísrael - Danmörk 2,40 2,60 2,25 Túnis - Serbía/Svart 2,10 2,65 2,55 Bandaríkin - Pólland 2,35 2,60 2,30 Tyrkland - Tékkland 2,15 2,60 2,50 FH - ÍBV 1,50 5,30 2,10 Fram - Valur 1,90 4,75 1,70 Króatía - Argentína 3,70 3,00 1,55 Austurríki - Kanada 1,35 3,35 4,75 Holland - Ekvador 1,20 3,85 6,40 Írland - Svíþjóð 2,25 2,60 2,40 Haukar - KA 1,25 6,00 2,75 England - Urugvæ 1,30 3,50 5,15 Ítalía - Þýskaland 1,80 2,80 3,00 Skotland - Sviss 2,20 2,60 2,45 Frakkland - Slóvakía 1,20 3,85 6,40 Norður Írland - Eistland 1,85 2,75 2,90 Wales - Paragvæ 2,30 2,60 2,35 Spánn - Fílabeinsströndin 1,40 3,20 4,50 Venezuela - Kólumbía 2,20 2,60 2,45 Mexíkó - Gana 1,40 3,20 4,50 ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, DHL-deildin: Austurberg: ÍR – Þór A. .......................19.15 Framhús: Fram – Valur .......................19.15 Ásvellir: Haukar – KA ...............................20 Kaplakriki: FH – ÍBV...........................19.15 Varmá: Afturelding – Fylkir ................19.15 Víkin: Víkingur/Fjölnir – Stjarnan......19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Iceland Express-deildin: Keflavík: Keflavík – Breiðablik............19.15 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Ísland – Trínidad og Tóbagó 0:2 Loftus Road í London, vináttulandsleikur, þriðjudagur 28. febrúar 2006. Mörk Trínidad og Tóbagó: Dwight Yorke 10. 52 (vsp.). Markskot: Ísland 15 (5), Trínidad 5 (3) Horn: Ísland 10, Trínidad 0. Rangstöður: Ísland 1, Trínidad 2. Lið Trínidad og Tóbagó: Shaka Hislop (Tony Warner 46.) – Cyd Grey, Marvin Andrews, Dennis Lawrence, Avery John - Carlos Edwards (Ricky Shakes 46.), Chris Birchall, Dwight Yorke (Russell Latapy 57.), Aurtis Whitley (Silvio Spann 46.), Coll- in Samuel (Keavon Neaves 77.) - Stern John (Kenwyne Jones 65.) Lið Íslands: Árni Gautur Arason (Daði Lárusson 46.) – Helgi Valur Daníelsson (Kristján Örn Sigurðsson 79.), Ívar Ingi- marsson, Hermann Hreiðarsson, Indriði Sigurðsson – Grétar Rafn Steinsson, Jó- hannes Karl Guðjónsson (Brynjar Björn Gunnarsson 69.), Stefán Gíslason (Arnar Þór Viðarsson 57.), Emil Hallfreðsson – Eiður Smári Guðjohnsen (Gylfi Einarsson 72.), Heiðar Helguson (Hannes Þ. Sigurðs- son 57.) Dómari: Mark Dean (Englandi). Aðstoðardómarar: M. Tingey og M. Yerby (Englandi). Áhorfendur: 7.980. Skotland – Ísland.....................4:0 Glasgow, vináttuleikur ungmennalands- liðsins, skipað leikmönnum undir 21 árs aldri, þriðjudagur 28. febrúar 2006. Mörk Skotlands: Naismith 1., Scott 19., El- liot 29., 57. – 1,057. Ísland: Magnús Þormar – Baldur Sigurðs- son, Kári Ársælsson, Guðmann Þórisson, Gunnar Þór Gunnarsson – Pálmi Rafn Pálmason, Davíð Þór Viðarsson, Bjarni Þór Viðarsson, Theódór Elmar Bjarnason, Eyj- ólfur Héðinsson – Hjálmar Þórarinsson. Vináttulandsleikir Japan – Bosnía-Herzegovina ................. 2:2 Naohiro Takahara 45., Hidetoshi Nakata 90. – Zvjezdan Misimovic vítasp. 57., Emir Spahic 67. – 6,000. Kýpur – Slóvenía ..................................... 0:1 Zlatan Ljubijankic 85. Finnland – Kazakhstan........................... 0:0 Rúmenía – Armenía ................................ 2:0 Vasile Maftei 71., Razvan Cocis 85. Grikkland – Hvíta–Rússland.................. 1:0 Georgios Samaras 14. England 2. deild: Bournemouth – Barnsley .........................1:1 Doncaster R. – Brentford.........................0:0 Port Vale – Scunthorpe ............................1:2 HANDKNATTLEIKUR HK – Selfoss 37:28. Digranes, Íslandsmót karla, DHL–deildin, þriðjudagur 28. febrúar 2006. Gangur leiksins: 0:1, 2:3, 6:3, 9:6, 14:7, 16:10, 19:12, 19:13, 22:15, 25:18, 30:19, 32:24, 35:25, 37:28. Mörk HK: Elías Már Halldórsson 11/1, Remigijus Cepulis 6, Valdimar Þórsson 4, Jón H. Gunnarsson 4, Tomas Eitutis 4, Karl Grönvold 3, Brynjar Valsteinsson 2, Ólafur Ragnarsson 2, Gunnar Jónsson 1. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17/2 (þar af fóru 8 skot aftur til mótherja), Guð- laugur T. Karlsson 4 (þar af fóru 3 skot aft- ur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Selfoss: Vladimir Duvic 13/2, Ívar Grétarsson 5/1, Hörður Bjarnarsson 3, Davíð Ágústsson 2, Einar Örn Guðmunds- son 1, Gylfi Már Ágústsson 1, Hörður Más- son 1, Róbert Daði Heimisson 1, Baldur Elíasson 1. Varin skot: Sebastian Alexanderson 10/1 (þar af fóru 3 skot aftur til mótherja), Einar Þorgeirsson 3 (þar af fór 1 skot aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guð- jónsson, voru ágætir mestan part leiksins. Áhorfendur: 100 Staðan: Haukar 17 13 1 3 511:460 27 Fram 17 12 2 3 476:435 26 Valur 17 12 1 4 521:469 25 Fylkir 17 9 2 6 469:432 20 Stjarnan 16 8 4 4 467:437 20 KA 16 8 3 5 448:432 19 ÍR 17 7 2 8 544:530 16 HK 18 7 2 9 513:519 16 Afturelding 17 6 3 8 427:442 15 ÍBV 17 7 1 9 504:537 15 FH 17 6 1 10 469:477 13 Þór Ak. 17 4 4 9 477:500 12 Selfoss 18 3 1 14 485:569 7 Vík/Fjöl 17 3 1 13 458:530 7 Meistaradeild Evrópu Kiel – Flensburg....................................28:32 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Detroit – Cleveland...............................84:72 New Jersey – Atlanta .......................102:104 Toronto – Miami ..................................94:101 Washington – Memphis ......................98:108 New York – San Antonio ....................93:121 Philadelphia – Dallas ..........................92:104 Phoenix – Houston ..............................111:94 Milwaukee – Denver ...........................110:89 Portland – Sacramento .......................91:115 Charlotte – LA Clippers.......................87:95 Utah – Golden State..........................117:108 SVO gæti farið að körfuknattleiks- mennirnir Kobe Bryant og Sha- quille O’Neal verði liðsfélagar á ný með bandaríska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Japan í haust en þeir hafa átti í deilum utan vallar allt frá því að O’Neal yfirgaf Los Angeles Lakers fyrir tveimur árum og fór að leika með Miami Heat. Þeir voru kjarninn í liði LA Lakers sem sigraði þrívegis í NBA- deildinni en O’Neal og Bryant hafa deilt í gegnum fjölmiðla undanfarin misseri en hafa nú „grafið“ stríðs- öxina. Jerry Colangelo fram- kvæmdastjóri bandaríska lands- liðsliðsins hitti marga leikmenn á Stjörnuleik NBA-deildarinnar í Houston um liðna helgi og þar ræddi hann m.a. við O’Neal og segir Colangelo að leikmaðurinn ætli sér að taka ákvörðun á næstu vikum. Colangelo hefur rætt við 28 leik- menn sem koma til greina í lands- liðið en alls verða 22 leikmenn vald- ir í æfingahóp fyrir HM. „Shaq sagði við mig að hann myndi hringja eftir eina til tvær vikur og gefa endanlegt svar. Ég sagði að það væri alltaf pláss fyrir hann í bandaríska landsliðinu,“ sagði Colangelo. Bandaríska liðið leikur í D-riðli á HM og á þar í höggi við Púertó Ríkó, Ítalíu, Kína, Senegal og Slóveníu. Bandaríska liðið tapaði í átta liða úrslitum á HM á heimavelli árið 2002 og árið 2004 á Ólympíuleikunum í Aþenu tapaði liðið í undanúrslitum og varð að sætta sig við bronsverðlaunin. Shaquille O’Neill íhugar að leika á HM Þau átta lið, sem verða í efstu sæt-unum, leika í efstu deild næsta vetur en hin í annarri deild. Fyrir- komulaginu var breytt fyrir þetta tímabil og eins og svo oft áður eru menn ekki sammála um ágæti þessa fyrirkomulags. „Ég var nú á móti breytingunum á sínum tíma og tel að fjölmiðlar hafi keyrt þetta í gegn. Fínt mál ef það hefði þýtt aukna um- fjöllun, en ég hef ekki orðið var við hana og mér finnst handboltinn fá frekar neikvæða umræðu, en ég held að á næsta ári verði þetta verra en í ár og óttast virkilega að leikmenn fari frá þeim liðum sem verða í 2. deildinni til þeirra sem eru í efstu deild. Það gæti þýtt að liðin sem eiga að vera í 2. deildinni hætti hreinlega enda mun róðurinn verða þeim mun erfiðari en áður og fá lið munu geta haldið úti góðum æfingum þannig að ég held það verði fá lið þar sem eru í þessu af fullri alvöru,“ segir Erling- ur Richardsson, þjálfari ÍBV, og bætir því við að sér sýnist, miðað við stöðuna í deildinni núna, að fleiri en átta lið geti verið í efstu deild. „Við sjáum baráttuna núna, það eru tólf lið að berjast um þessi átta sæti,“ segir hann. Stjarnan gæti færst ofar Flestum sýnist sem baráttan um Íslandsmeistaratitilinn standi milli Hauka, Fram og Vals, en Haukar eru með 27 stig, Fram 26 og Valur 25 en næstu lið, Fylkir og Stjarnan, eru með 20 stig. „Já, ég held það verði þessi þrjú lið sem berjast um titilinn, en ef það er eitthvert lið sem getur nartað í hælana á þeim þá held ég að það sé Stjarnan. Vonandi tekst Stjörnunni aðeins að narta í efstu lið- in því það yrði bara meira gaman,“ segir Erlingur og útskýrir þessa hugmynd sína nánar: „Stjarnan er búin að vinna einn titil og því er pressan farin af henni og nú er hægt að keyra á fullu á öllum mannskapn- um og það gæti orðið til þess að hún færðist ofar í töflunni. Hin liðin, sem eru þarna í kring, eiga fullt í fangi með að einbeita sér að því að vera meðal átta efstu liðanna.“ Verður erfitt hjá okkur „Það er alveg ljóst að það verður erfitt hjá okkur að verða réttum megin, við eigum eftir leiki við efstu liðin hér heima en við flest þeirra, sem eru í kringum okkur, eigum við eftir að leika á útivelli þannig að það er mikil barátta fram undan hjá okk- ur. Þetta verður líka örugglega skemmtilegt – í það minnsta fyrir suma – þá sem ná að halda sér í efstu deild,“ segir Erlingur. Haukar, sem eru í efsta sæti, eru búnir að leika bæði við Fram og Val og einnig við Fylki en eiga útileik eftir á móti Stjörnunni. Síðasti leikur Hauka verður síðan nágrannaslagur við FH í Kaplakrika og svo gæti farið að sá leikur yrði báðum liðum gríð- arlega mikilvægur því FH-ingar eru með í baráttunni um sæti í efstu deild að ári. Fram og Valur mætast í kvöld og Framarar eiga einnig eftir að leika við Stjörnuna í Garðabænum. Valsmenn eiga Fylki eftir í Laug- ardalshöll og Stjörnuna í Garða- bænum þannig að Hlíðarendaliðið virðist ef til vill eiga hvað erfiðustu leikina eftir af toppliðunum þremur. Hins vegar hefur sýnt sig í vetur að allir geta unnið alla, eða flestir flesta, þannig að ekkert er gefið í barátt- unni sem fram undan er. Óvenjulegt að hafa ekki úrslitakeppni í vor „Þetta hefur gengið ágætlega fyr- ir sig í vetur, en það er óvenjulegt að hugsa til þess að eftir öll þessi ár verði engin úrslitakeppni í vor,“ seg- ir Júlíus Jónasson, aðstoðarþjálfari hjá ÍR, sem er eitt þeirra liða sem eru í kringum strikið sem skilur að þau lið sem leika munu í fyrstu deild að ári og þeirra sem verða í annarri deild. „Það eru gríðarlega mikilvægir leikir fram undan og þá er sama hvort maður skoðar leiki efstu lið- Mikil og hörð barátta fram undan á Íslandsmóti karla í handknattleik Átta lið berjast um fimm sæti MIKIL barátta virðist fram undan á Íslandsmóti karla í handknattleik. Búið er að leika sautján umferðir og níu eru eftir þannig að 18 stig eru enn í boði fyrir hvert lið. Stig sem eru flestöllum liðunum mjög mikilvæg. Segja má að deildin sé þrískipt. Haukar, Fram og Valur eru í þremur efstu sætunum og neðst eru Selfoss og Víkingur/Fjölnir. Þar á milli eru hin liðin átta sem öll berjast fyrir því að vera meðal átta efstu þegar flautað verður til leiksloka í síðasta leik, 29. apríl. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Miðvikudagur 1. mars: Austurberg: ÍR – Þór Ak. Framhús: Fram – Valur Ásvellir: Haukar – KA Kaplakriki: FH – ÍBV Varmá: Afturelding – Fylkir Víkin: Víkingur/Fjölnir – Stjarnan Föstudagur 3. mars: Austurberg: ÍR – Afturelding Laugardalshöll: Valur – Fylkir Höllin Akureyri: Þór Ak. – HK KA-heimilið: KA – FH Selfoss: Selfoss – Víkingur/Fjölnir Laugardagur 4. mars: Ásgarður: Stjarnan – Haukar Vestmannaeyjar: ÍBV – Fram Miðvikudagur 8. mars: KA-heimilið: KA – Stjarnan Föstudagur 10. mars: Digranes: HK – ÍR MICHAEL Ballack, leikmaður Bayern München í þýsku deildinni, segist ekki vera búinn að semja við annað félag, en samningur hans hjá Bayern rennur út í vor og fjölmörg lið hafa verið á höttunum eftir þess- um snjalla leikmanni. Enskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að hann væri búinn að gera samning við Chelsea til fjögurra ára. „Ég hef ekki skrifað undir eitt eða neitt. Chelsea bauð mér samning í janúar en því máli var ekki fylgt neitt eftir þannig að ekkert varð úr neinu þá,“ sagði Ballack í gær en hann er nú með þýska landsliðinu á Ítalíu þar sem það mætir heima- mönnum í kvöld. Ballack: Hef ekki skrifað undir neitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.