Morgunblaðið - 01.03.2006, Side 7
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 C 7
FRANK Lampard, miðvallarleik-
maðurinn sterki hjá Chelsea, getur
ekki leikið með Englendingum gegn
Úrúgvæum á Anfield í kvöld. Lamp-
ard tognaði lítilsháttar og mun Mich-
ael Carrick hjá Tottenham taka
stöðu Lampards. Byrjunarlið Eng-
lendinga í leiknum verður þannig:
Paul Robinson – Gary Neville, John
Terry, Rio Ferdinand, Wayne
Bridge - David Beckham, Steven
Gerrard, Michael Carrick, Joe Cole
- Wayne Rooney, Darren Bent.
CHRIS Coleman knattspyrnu-
stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Ful-
ham segir að það séu litlar líkur á því
að félagið geti samið við vinstri bak-
vörðinn Wayne Bridge sem er í láni
frá Chelsea hjá Fulham. Coleman
hefur áhuga á því að Bridge verði
áfram hjá félaginu en hann telur að
verðmiðinn sem settur verður á
Bridge verði of stór biti fyrir Ful-
ham en Bridge var keyptur til enska
meistaraliðsins frá Southampton
fyrir tæplega milljarð kr. fyrir að-
eins tveimur og hálfu ári.
ASHLEY Cole, varnarmaður Ars-
enal og enska landsliðsins, verður
líklega frá eitthvað lengur en búist
var við. Hann lék með varaliðinu
gegn Tottenham á mánudaginn og
fór meiddur af velli. Hann sneri sig á
ökkla og er talið að þetta tefji end-
urkomu hans um þrjár vikur. Lands-
liðssæti Cole fyrir HM í Þýskalandi
er í hættu.
KEVIN Garnett leikmaður NBA-
liðsins Minnesota Timberwolves var
í gær sektaður um rúmlega 350.000
kr. vegna atviks sem átti sér stað um
sl. helgi en þar kastaði Garnett
knettinum upp í áhorfendastúkuna.
Boltinn fór í einn stuðningsmann
liðsins og fór Garnett til viðkomandi
og baðst afsökunar á framferði sínu.
RASHEED Wallace framherji
Detroit Pistons í NBA-deildinni
verður að greiða rúmlega 350.000 kr.
í sekt vegna atviks sem átti sér stað
gegn Cleveland Cavaliers um sl.
helgi. Þar fékk Zydrunas Ilgauskas
frá Litháen olnbogaskot frá Wallace
og þurfti að sauma fimm spor í ennið
á Ilgauskas.
BANDARÍSKI atvinnukylfingur-
inn Andrew Magee vonast til þess að
geta hafið keppni að nýju eftir um
sex vikur en hann fór í aðgerð þar
sem krabbameinsæxli var fjarlægt
úr nýra. Um 15% af nýranu voru
fjarlægð en hann mun fara í lyfja-
meðferð á næstu vikum.
MAGEE, sem er 43 ára gamall, fór
í rannsókn vegna verkja í mjöðm í
lok janúar og kom í ljós að hann var
með krabbameinsæxli á frumstigi í
nýra. Magee fór að leika á PGA-
mótaröðinni árið 1985 en hann hefur
fjórum sinnum sigrað á PGA-móta-
röðinni og síðast sigraði hann árið
1994.
FÓLK
HARPA Þorsteinsdóttir, úr Stjörn-
unni, er nýliðinn í íslenska lands-
liðshópnum í kvennaknattspyrnu,
sem Jörundur Áki Sveinsson,
landsliðsþjálfari, hefur valið fyrir
vináttuleikinn gegn Englendingum
sem fram fer í Norwich hinn 9.
mars.
Jörundur valdi 18 leikmenn og
koma flestir frá Íslandsmeisturum
Breiðabliks, eða sex talsins, og
fimm frá Val.
Hópinn skipa eftirtaldir leik-
menn, fjöldi landsleikja í sviga.
Markverðir:
Þóra B. Helgadóttir, Breiðabliki
(42), Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val
(2).
Aðrir leikmenn: Ásthildur
Helgadóttir, Malmö (61), Olga
Færseth, KR (52), Katrín Jóns-
dóttir, Amazon Grimstad (51), Guð-
laug Jónsdóttir, Breiðabliki (50),
Edda Garðarsdóttir, Breiðabliki
(36), Guðrún Sóley Gunnarsdóttir,
Breiðabliki (26), Margrét Lára Við-
arsdóttir, Val (18), Dóra Stef-
ánsdóttir, Val (16), Hólmfríður
Magnúsdóttir, KR (16), Málfríður
Erna Sigurðardóttir, Val (13),
Dóra María Lárusdóttir, Val (12),
Erla Steinunn Arnardóttir, Mal-
backens (8), Laufey Jóhannsdóttir,
Val (5), Ólína Guðbjörg Viðars-
dóttir, Breiðabliki (5), Greta Mjöll
Samúelsdóttir, Breiðabliki (1),
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni
(0).
Harpa eini nýliðinn
í kvennalandsliðinu
anna sem berjast um Íslandsmeist-
aratitilinn eða hinna átta liðanna
sem berjast um að vera réttum meg-
in við strikið.
Ég treysti mér ekki til að segja til
um hvaða lið verður Íslandsmeistari,
en sem betur fer fyrir boltann hérna
heima hefur ekkert lið verið afger-
andi í vetur.
Fram spilaði vel og fékk mörg stig
framan af vetri en liðið virðist eitt-
hvað vera að missa flugið núna og
maður veltir því fyrir sér hvort hóp-
urinn, sem er ungur, hefur þá
reynslu sem til þarf til að verða í
efsta sæti þegar flautað verður til
leiksloka í vor. Ég svona efast aðeins
um það.
Mér fannst Haukar leika vel fyrir
áramótin og þá taldi ég þá vel koma
til greina sem meistarar, en ég er að-
eins farinn að efast þó svo þeir komi
vissulega enn til greina.
Valsmenn tel ég með mjög sterkt
lið og breiðan hóp sterkra manna.
Þeir eru með breiðasta hópinn og
það hjálpar þeim örugglega núna í
mars því þessi mánuður er mikil-
vægur. Það eru margir leikir á til-
tölulega stuttum tíma og því á ég al-
veg eins von á að línur verði aðeins
farnar að skýrast áður en kemur
fram í apríl,“ segir Júlíus.
Framarar komu á óvart
„Það hefur ekkert komið mér á
óvart í deildinni til þessa – jú annars.
Framarar komu á óvart, ég átti ekki
von á að þeir yrðu svona ofarlega, en
ef maður skoðar hópinn hjá þeim þá
eru þeir bara með fínt lið og því hefði
árangur þeirra ekki þurft að koma á
óvart.
Fylkir hefur ekki komið mér á
óvart því Árbæingar eru með fínt sjö
manna lið og hafa náð langt á því. Ég
er heldur ekki frá því að deildin sé
aðeins veikari en í fyrra.
Það er rosaleg barátta fram undan
og markmiðið hjá okkur er að vera
fyrir ofan strik – lenda í einu af átta
efstu sætunum. Við byrjuðum mjög
vel í haust en hefur fatast flugið að-
eins, en möguleikinn á að ná mark-
miðinu er enn til staðar og við gerum
allt til að ná í gott sæti.
Það er ómögulegt að spá hvaða lið
verða fyrir ofan strik og hvaða lið
þurfa að leika í annarri deildinni
næsta ár. Og ef ég á að vera alveg
heiðarlegur þá er mér nokk sama,
bara ef við verðum réttum megin,“
sagði Júlíus.
Haukar – KA
Stjarnan – Haukar
Haukar – Selfoss
Þór – Haukar
Haukar – ÍR
HK – Haukar
Haukar – Vík./Fjölnir
Haukar – Afturelding
FH – Haukar
Fram – Valur
ÍBV – Fram
Fram – KA
Stjarnan – Fram
Fram – Selfoss
Þór – Fram
Fram – ÍR
HK – Fram
Fram – Vík./Fjölnir
Fram – Valur
Valur – Fylkir
Afturelding – Valur
ÍBV – Valur
Valur – KA
Stjarnan – Valur
Valur – Selfoss
Þór – Valur
Valur – ÍR
Laugardagur 11. mars:
Fylkishöll: Fylkir – ÍBV
Varmá: Afturelding – Valur
Víkin: Víkingur/Fjölnir – Þór Ak.
Sunnudagur 12. mars:
Framhús: Fram – KA
Ásvellir: Haukar – Selfoss
Kaplakriki: FH – Stjarnan
Föstudagur 17. mars:
Austurberg: ÍR – Víkingur/Fjölnir
Höllin Akureyri: Þór Ak. – Haukar
KA heimilið: KA – Fylkir
Selfoss: Selfoss – FH
Laugardagur 18. mars:
Ásgarður: Stjarnan – Fram
Digranes: HK – Afturelding
Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur
Föstudagur 24. mars:
Fylkishöll: Fylkir – Stjarnan
Kaplakriki: FH – Þór Ak.
Laugardagur 25. mars:
Framhús: Fram – Selfoss
Laugardalshöll: Valur – KA
Varmá: Afturelding – ÍBV
Sunnnudagur 26. mars:
Ásvellir: Haukar – ÍR
Víkin: Víkingur/Fjölnir – HK
Föstudagur 31. mars:
Austurberg: ÍR – FH
Digranes: HK – Haukar
Höllin Akureyri: Þór Ak. – Fram
Selfoss: Selfoss – Fylkir
Sunnudagur 2. apríl:
Ásgarður: Stjarnan – Valur
KA-heimilið: KA – ÍBV
Víkin: Vík./Fjölnir – Afturelding
Fimmtudagur 6. apríl:
Laugardalshöll: Valur – Selfoss
Föstudagur 7. apríl:
Fylkishöll: Fylkir – Þór Ak.
Laugardagur 8. apríl:
Framhús: Fram – ÍR
Varmá: Afturelding – KA
Sunnudagur 9. apríl:
Ásvellir: Haukar – Víkingur/Fjölnir
Kaplakriki: FH – HK
Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan
Laugardagur 22. apríl:
Austurberg: ÍR – Fylkir
Ásgarður: Stjarnan – KA
Digranes: HK – Fram
Ásvellir: Haukar – Afturelding
Höllin Akureyri: Þór Ak. – Valur
Selfoss: Selfoss – ÍBV
Víkin: Víkingur/Fjölnir – FH
Laugardagur 29. apríl:
Framhús: Fram – Víkingur/Fjölnir
Fylkishöll: Fylkir – HK
Laugardalshöll: Valur – ÍR
Kaplakriki: FH – Haukar
KA-heimilið: KA – Selfoss
Varmá: Afturelding – Stjarnan
Vestmannaeyjar: ÍBV – Þór Ak.
LEIKIR SEM EFTIR ERU
Það var rétt framundir miðjanfyrri hálfleik sem gestirnir
náðu að halda í við heimamenn af
einhverju viti. Smám saman jókst
forskot HK og var orðið sjö mörk,
19:12, þegar flautað var til leikhlés.
Framan af síðari hálfleik tókst Sel-
fyssingum að halda í horfinu en tókst
ekki að minnka muninn neitt frekar
og öruggur og mjög sanngjarn sigur
HK því staðreynd.
Greinilegt var að talsverður get-
umunur er á þessum tveimur liðum
HK í hag og virtust leikmenn beggja
liða gera sér það nokkuð ljóst allan
tímann. Það var helst þjálfari og
markvörður þeirra Selfyssinga, hinn
gamalreyndi Sebastian Alexand-
ersson, sem virtist trúa því að mun-
urinn væri ekki eins mikill og töl-
urnar gáfu til kynna. Sebastian er
líflegur mjög og það heyrist vel í
honum hvort sem hann er að
skamma sína menn eða hvetja, bæði
á íslensku og serbnesku! „Er ekkert
skap í ykkur?“ heyrðist hann spyrja
leikmenn sína hátt og snjallt í eitt
skiptið en lítið var um svör að þessu
sinni.
Það var aðeins einn leikmaður hjá
Selfyssingum sem eitthvað kvað að í
þessum leik, Vladimir Duvic, og
gerði hann tæplega helming marka
þeirra, eða 13 talsins. Hér er á ferð
mjög líkamlega sterkur leikmaður,
nokkuð þungur, en þrællunkinn og
skoraði þessi rétthenti leikmaður
meðal annars tvö mörk með vinstri
hendi. Áðurnefndur Sebastian var
ágætur í markinu en mátti sín oft lít-
ils enda skoruðu leikmenn HK úr
einum 12 hraðaupphlaupum. Ívar
Grétarsson átti spretti en annars má
segja að Selfyssingum hafi hentað
vel að róa leikinn niður og setja upp
leikkerfi því hraðaupphlaup liðsins
voru undantekningarlítið skelfileg.
Hjá HK fór Elías Már Halldórs-
son mikinn í hægra horninu og var
einnig eldsnöggur í hraðaupphlaupin
og nýtti sín færi afskaplega vel.
Hörður Flóki Ólafsson var góður í
markinu og Remigijus Cepulis skor-
aði nokkur glæsileg mörk.
Dómarar leiksins, þeir Jónas Elí-
asson og Ingvar Guðjónsson, stóðu
sig ágætlega en þó verður að minn-
ast á afar umdeilt atvik sem átti sér
stað eftir 14 mínútna leik í síðari
hálfleik. Þá fékk Hörður Bjarnars-
son, leikmaður Selfyssinga, að líta
rauða spjaldið eftir brot á Remigijus
Cepulis í hraðaupphlaupi og þaðan
sem undirritaður sat virtist þetta
vera afar harður dómur, svo ekki sé
nú meira sagt.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Elías Már Halldórsson lék vel með HK-liðinu gegn Selfossi í gærkvöldi og skoraði ellefu mörk.
Öruggt
hjá HK
HK vann öruggan sigur á Sel-
fyssingum í Digranesinu í gær-
kvöldi í DHL-deild karla í hand-
knattleik. Lokatölur urðu 37:28
í ójöfnum leik en eftir hann er
HK í 8. sæti með 16 stig en Sel-
fyssingar í 13. sæti með sjö stig.
Eftir Svan Má Snorrason