Morgunblaðið - 01.03.2006, Page 8

Morgunblaðið - 01.03.2006, Page 8
FLENSBURG vann góðan sigur á Kiel, 32:28, í fyrri viðureign þýsku liðanna í átta liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu í hand- knattleik í gærkvöldi. Liðin áttust við í Ostseehalle, á heimavelli Kiel, að við- stöddum 10.300 áhorfendum. Kiel var einu marki yfir í hálfleik, 13:12, en í síðari hálfleik tóku gestirnir völdin og náðu mest átta marka for- skoti, 29:21. Í liði Kiel var Vid Kavtic- nik markahæstur með fimm mörk og þeir Kim And- ersson, Marcus Ahlm og Frode Hagen með fjögur mörk hver. Hjá Flensburg var Sören Stryger marka- hæstur með sex mörk og þeir Kasper Nielsen, Marcin Lij- ewski og Lars Christiansen skoruðu fimm mörk hver. Liðin mætast öðru sinni í Flensburg á laugardaginn þar sem Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson munu dæma. Flensburg vann upp- gjör þýsku liðanna  ALDA Leif Jónsdóttir körfubolta- kona hjá hollenska liðinu Yellow Bikes Amsterdam, gerði 12 stig fyrir lið sitt þegar það lagði Perik Jump- ers 94:72 á útivelli á laugardaginn.  HÚN tók síðan þátt í stjörnuleik- num á sunnudeginum og þar gerði hún 2 stig líkt og Hlynur Bærings- son, sem lék í stjörnuleik karla.  SIGURÐUR Ari Stefánsson, handboltamaður hjá norska liðinu Elverum, gerði 8 mörk fyrir liðið á sunnudaginn þegar liðið vann Krag- erö 34:26 í norsku úrvalsdeildinni.  ANNA Úrsúla Guðmundsdóttir gerði 4 mörk fyrir Levanger þegar liðið tapaði 29:26 fyrir Våg.  TERRANCE Trammell, banda- ríski hlauparinn, náði besta tíma árs- ins í 60 metra grindahlaupi um helgina – 7,46 sek.  SIR Alex Ferguson knattspyrnu- stjóri Manchester United hefur boð- ið Dwight Yorke, fyrirliða Trínidad og Tóbagó, að æfa með Manchester United svo hann geti undirbúið sig sem best fyrir HM í Þýskalandi í sumar en þar verða Trínidadar á meðal þátttökuþjóða. Yorke er á mála hjá Sydney FC í Ástralíu en keppnistímabilinu þar í landi lýkur um næstu helgi.  ÉG er þakklátur Sir Alex fyrir boðið en ég hef ekki þegið það enn sem komið er. Ég veit að ég þarf að spila til að halda mér í leikæfingu og líklega væri betri kostur að komast á lánssamning á Englandi,“ sagði Yorke sem lék á árum áður með Manchester United og var í liðinu sem vann þrennuna 1999. Enska 1. deildarliðið Derby hefur sýnt áhuga á að fá þennan 34 ára gamla fram- herja í sínar raðir og útsendarar nokkurra félaga fylgdust með hon- um í leiknum gegn Íslendingum í gær.  GÍSLI Kristinsson, Hallgrímur Valsson, Ágúst Hilmarsson, Björn Sigmundsson og Eiríkur Bóasson, allir úr krulludeild Skautafélags Akureyrar, verða fulltrúar Íslands á heimsmeistaramóti leikmanna 50 ára og eldri í krullu en mótið verður haldið í Tårnby í útjaðri Kaup- mannahafnar. 14 félög taka þátt í mótinu en Akureyringarnir kepptu á sama móti í Skotlandi í fyrra og urðu í 9. sæti í B-flokki en í 18. sæti af 19 liðum í heildina. FÓLK Bein sjónvarpsútsending var frásigurhátíðinni í Stokkhólmi í sjónvarpi en á sama tíma var íþrótta- málaráðherra landsins, Bosse Ring- holm, staddur á Arlanda-flugvelli að taka á móti öðrum keppendum sem höfðu unnið til verðlauna á ÓL. Að sögn sænskra fjölmiðla var Ring- holm vandræðalegur er hann tók á móti þeim Björn Lind (tvö gull), Thobias Fredriksson, Önnu Dahl- berg, Linu Andersson, kvennalands- liðinu í krullu, Önnu Carin Olofsson og Önju Pärsson enda hafði sænska íshokkílandsliðið leigt einkavél undir liðið sem lenti tveimur tímum á und- an öðrum keppendum. Sigurhátíðin var því hafin í miðborg Stokkhólms áður en aðrir keppendur höfðu lent á Arlanda og hefur málið vakið mikla athygli í Svíþjóð. Björn Folin, talsmaður sænsku ól- ympíunefndarinnar, segir að íshokk- ísambandið sænska hafi farið fram úr sér í fögnuðinum og það hafi verið óheppilegt að hefja sigurhátíðina áð- ur en allir verðlaunahafarnir voru komnir til heimalandsins. Folin bætti því við að öðrum verðlaunahöf- um hefði aldrei verið boðið á hátíðina enda hefði íshokkísambandið staðið að hátíðinni að eigin frumkvæði. Mats Sundin, leikmaður sænska íshokkíliðsins, leigði þotu til þess að komast í tæka tíð til Kanada eftir sigurhátíðina og fóru nokkrir leik- menn með honum í þá ferð yfir hafið. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að ferðalagið hafi kostað hátt í 10 millj. kr. fyrir Sundin en hann leikur með Toronto Maple Leafs í NHL-deild- inni. Gleymdust í fögnuðinum SÆNSKA íshokkílandsliðið, sem sigraði á Ólympíuleikunum í Tór- ínó, fékk gríðarlega góðar mót- tökur í Stokkhólmi er liðið kom frá Ítalíu en talið er að rúmlega 30.000 manns hafi safnast sam- an á Medborgarplatsen þar sem sigurhátíðin fór fram. Á meðan íshokkílandsliðið baðaði sig í sviðsljósinu fór lítið fyrir öðrum verðlaunahöfum frá Svíþjóð en samtals fengu Svíar sjö gull- verðlaun á leikunum og er það besti árangur þeirra frá upphafi. Reuters Tekið á móti sænska landsliðinu í Stokkhólmi. Mér leist bara mjög vel á allthjá félaginu og bíð nú bara og vona,“ sagði Berlind í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við erum að ræða málin og þetta ætti allt að koma betur í ljós á næstu dögum,“ bætti hún við. Með liðinu leikur Hrafnhildur Skúladóttir og hefur hún staðið sig vel með liðinu. „Það skemmir ekki að hafa hana þarna. Ég er alveg til í að skoða að fara til félagsins ef ég fengi gott tilboð. Ég fór á þrjár æf- ingar hjá félaginu í síðustu viku og sá einn leik með því. Það er um 16 manna hópur sem æfir hjá aðallið- inu og það eru tveir markverðir þar,“ sagði Berglind. Spurð hvort hún yrði ekki fljót að koma þeim markvörðum á bekkinn sagði hún: „Ég veit það nú ekki, maður sér það ekki svona eftir þrjár æfingar.“ Í staðarblaðinu Stiftstidende er grein um heimsókn Berglindar til félagsins og þar segir Jesper Holris, þjálfari liðsins, að sér hafi litist vel á íslenska markvörðinn. „Ég er mjög ánægður með það sem ég sá til hennar. Þarna er greini- lega góður markvörður á ferð og eins og með fleiri íslenska leikmenn býr mjög mikið í henni. Íslenska deildin er talsvert slakari en sú danska og því þarf Berglind að að- lagast komi hún til okkar,“ sagði Holris. Hann segir einnig að hingað til hafi liðið stólað á tvo markverði en það sé ekki gott ef annar þeirra meiðist. Það hafi ekki gerst og von- andi gerist það ekki. „Það er ekki sjálfgefið að Berglind verði fyrsti markvörður okkar þó að hún komi. Fyrst verður hún að sýna að hún sé betri en þær Anne Munk og Lene Aggerholm,“ sagði þjálfarinn. Það var íþróttastjóri félagsins, Henrik Jörgensen, sem ræddi við Berglindi áður en hún fór heim á mánudaginn. „Hún hefur allt sem þarf til að verða góður markvörður og auk þess býður hún af sér góðan þokka og hefur mikinn metnað. Ég get hins vegar ekkert sagt um hvort af samningum verður,“ segir Jörg- ensen við Stiftstidende. Berglind Hansdóttir skoðaði aðstæður hjá danska liðinu SK Århus Bíður og vonar BERGLIND Íris Hansdóttir, markvörður Vals í handknatt- leik, kom heim frá Danmörku í fyrradag þar sem hún æfði með SK Århus, en félagið hefur áhuga á að fá hana til sín fyrir næsta tímabil. Morgunblaðið/ÞÖK Berglind Íris Hansdóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is KVENNALIÐ Grindavíkur í körfuknattleik hefur náð sam- komulagi við bandaríska leik- manninn Tamöru Stocks um að hún leiki með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Stocks, sem er 1,91 metri á hæð, hefur leikið með Wash- ington Mystics og Charlotte Sting í bandarísku WNBA- deildinni og þá hefur hún leik- ið með liðum í Kína, Króatíu og nú síðast Spáni. Hún er væntanleg til landsins í vik- unni og verður með bik- armeisturunum í næsta leik þeirra, sem er gegn KR átt- unda þessa mánaðar. Stock leysir Jeraicu Watson af hólmi en hún yfirgaf her- búðir Grindvíkinga á dög- unum af persónulegum ástæð- um og lék Grindavíkurliðið án erlends leikmanns í leiknum við ÍS í fyrrakvöld og tapaði þeim leik með 45 stiga mun. Stocks leikur með Grindavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.