Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmars 2006næsti mánaðurin
    mifrlesu
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 67. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is TIL 21 OPI‹ Í KVÖLD Prinsessur í einn dag Dekrar við konur á Jótlandi á brúð- kaupsdaginn | Daglegt líf í mars Viðskipti | Fréttaskýring um bankakerfið  Starfsumsóknir og blekkingar Íþróttir | Arsenal áfram  Meistarar Liverpool úr leik  Stjarnan vann KA Brúðkaup | Gátlisti  Fegrun og slökun  Fræg brúðkaup  Brúðarslör STJÓRN Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar (IAEA) samþykkti formlega í gær að vísa kjarnorkumálum Írana til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en ráðið á þann kost að samþykkja viðskipta- bann á Íran vegna kjarn- orkuáætlana þarlendra stjórnvalda. Yfirvöld í Teheran brugðust ókvæða við og hótuðu Bandaríkjunum „skaða og sársauka“ fyrir fram- göngu þeirra í málinu. Embættismenn í Bandaríkjunum sögðu að Öryggisráðið myndi byrja að ræða „sví- virðilegar hótanir og þykjustuviðræður“ Ír- ana snemma í næstu viku. Bandaríkjamenn eru sannfærðir um að áætlanir Írana um auðgun úrans þýði að þeir hyggist koma sér upp kjarnorkusprengju sem fyrst þvert á alla samninga. Tími sé til kominn að Örygg- isráðið grípi í taumana. Samninganefnd Írana gagnvart IAEA svaraði hins vegar fyrir sig: „Bandaríkin eru fær um að valda skaða og sársauka en það má einnig valda þeim skaða og sárs- auka,“ sagði í yfirlýsingu hennar. „Þannig að ef Bandaríkin vilja feta þann stíg þá skul- um við spyrja að leikslokum.“ Þrátt fyrir þessar afdráttarlausu skeyta- sendingar Bandaríkjamanna og Írana lýsti Mohammed ElBaradei, framkvæmdastjóri IAEA, þeirri skoðun að enn væri mögulegt að ná pólitísku samkomulagi um úrlausn deilunnar. Þetta myndi hins vegar ekki tak- ast nema hlutaðeigandi hættu herskáum yf- irlýsingum. Sagði hann að fyrirtaka málsins hjá Öryggisráði SÞ væri einfaldlega áfram- hald tilrauna til að ná pólitískri lausn. Stjórn IAEA vísar máli Írana til Öryggisráðs SÞ Hóta Banda- ríkjunum „skaða og sársauka“ Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Mohammed ElBaradei AÐ mati greiningardeildar verðbréfafyrirtæk- isins Merrill Lynch nema þau lán sem íslensku viðskiptabankarnir eru með á gjalddaga fram til ársins 2008 um 17,8 milljörðum dollara eða sem samsvarar nálægt 1.230 milljörðum íslenskra kr. miðað við lokagengi krónunnar í gær. Í skýrslu greiningardeildarinnar um íslenska bankakerfið er bent á að fjármögnun bankanna sé til tiltölulega skamms tíma og þeir því sér- staklega viðkvæmir ef breytingar skyldu verða á trú og skoðun markaðarins. Að mati Merrill Lynch hafa íslensku bank- arnir þó tiltæk ferli og aðgerðir sem geri þeim kleift að standa af sér hugsanlega og tíma- bundna erfiðleika við öflun lánsfjár. Mikilvægt sé að hafa þetta í huga þar sem aðgengi bank- anna að evrópskum skuldabréfamörkuðum hafi orðið torveldara að undanförnu. Greiningar- deildin bendir á að þetta tengist þó frekar þeirri staðreynd að bankarnir hafi aflað sér mikils fjármagns fyrir það tímabil sem skýrslan tekur til og því sé markaðurinn mettaður í bili. Bank- arnir hafi því haft áform uppi um að selja skuldabréf til annarra svæða, s.s. Bandaríkj- anna, Japan, Sviss, Ástralíu og Kanada. Dagar hagstæðra lánskjara liðnir Í skýrslunni segir að frá því að Fitch breytti horfum sínum um lánshæfismat íslenska rík- isins í neikvæðar horfur hafi íslensku bankarnir verið meira til umræðu og skuldaraálög þeirra hækkað. Merrill Lynch gerir ráð fyrir að dagar tiltölulega hagstæðra lánskjara fyrir íslenska banka séu taldir, þ.e. að því tilskildu að bank- arnir geti fjármagnað sig með útgáfu skulda- bréfa. Þá segir í skýrslunni að á árinu 2005 hafi bæði Kaupþing banki og Landsbanki notið óvenju mikils hagnaðar af hlutabréfafjárfestingum sem hafi mótað mjög afkomu þeirra. Án þessa hagn- aðar, sem Merrill Lynch dregur í efa að verði viðvarandi, líti tekjumyndun þeirra ekki jafn vel út. Um 1.230 milljarða kr. lán banka á gjalddaga til 2008  Dagar hagstæðra | 34 Skýrsla greiningardeildar Merrill Lynch um íslenska bankakerfið FJÖLDI framhaldsskólanema mótmælti fyrirhugaðri styttingu náms til stúdentsprófs á Austurvelli í gærdag. Í máli nemenda kom fram að rök- semdir Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra væru rökleysa. „Menntamálaráðherra hefur ekki virt okkur viðlits frá síðasta fundi sem haldinn var fyrir ári. Við munum halda áfram að láta rödd okkar heyrast þar til við fáum einhver svör,“ sagði Þórarinn Sigurðsson framhalds- skólanemi. Morgunblaðið/RAX Mótmæltu styttingu náms „LIGGJA þarf fyrir með skýrari hætti en nú er hvaða aðilar í stjórn- kerfinu beri meginábyrgð á og annist framkvæmd á úrlausn fjármála- kreppu og hvaða heimildir þeir hafa í því skyni,“ segir í greinargerð starfs- hóps þriggja ráðuneyta, Seðlabank- ans og Fjármálaeftirlitsins (FME) um viðbúnað stjórnvalda vegna hugsanlegra erfiðleika á fjármála- markaði. Hópurinn skilaði forsætis-, utan- ríkis-, fjármála- og viðskiptaráð- herra, auk bankastjórnar Seðlabank- ans og stjórnarformanns FME, greinargerðinni 17. febrúar sl. Í nauðsynlegt við eftirfarandi aðstæð- ur: „– Brestur í erlendri fjármögnun lánastofnana, svo sem í tengslum við lækkun lánshæfismats lánastofnana eða íslenska ríkisins eða skyndilegs þrengra aðgengis að erlendum lána- mörkuðum. – Alvarlegir lausafjárörðugleikar stærri lánastofnana eða hóps lána- stofnana. – Alvarlegir eiginfjárörðugleikar stærri lánastofnana eða hóps lána- stofnana. – Alvarlegir erfiðleikar tengdir greiðslumiðlun og/eða rekstri greiðslumiðlunarkerfa.“ framhaldi af því var gengið frá form- legu samstarfi um viðbúnað við hugs- anlegum áföllum í fjármálakerfinu. Starfshópurinn leggur m.a. til að hugað verði að breytingum á lögum um opinbert eftirlit með fjármála- starfsemi og lögum um fjármálaeft- irlit. „Æskilegt er að Fjármálaeftir- litið geti knúið fram breytingar á stjórnun og endurskoðun fjármála- fyrirtækis. Þannig geti Fjármálaeft- irlitið vikið stjórn, framkvæmda- stjóra og eftir atvikum endur- skoðanda úr starfi og skipað nýja í þeirra stað,“ segir m.a. í tillögum hópsins. Þá segir að líklegt sé að samráð FME, Seðlabanka, ráðuneyta, ríkis- stjórnar og eftir atvikum Alþingis sé FME fái vald til að víkja stjórn fyrirtækis Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is  Viðbúnaðurinn | 8 Viðskipti, Íþróttir og Brúðkaup

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 67. tölublað (09.03.2006)
https://timarit.is/issue/284227

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

67. tölublað (09.03.2006)

Gongd: