Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 1230 MILLJARÐAR Að mati greiningardeildar verð- bréfafyrirtækisins Merrill Lynch, nema þau lán sem íslensku bankarnir eru með á gjalddaga fram til ársins 2008 um 17,8 milljörðum dollara, eða sem samsvarar nálægt 1230 millj- örðum íslenskra króna. Viðbúnaður stjórnvalda Starfshópur nokkurra ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins telur nauðsynlegt að skýrt verði hvaða aðilar í stjórnkerfinu beri meg- inábyrgð á og annist framkvæmd á úrlausn hugsanlegrar fjármála- kreppu. Breyta þurfi lögum um eft- irlit með fjármálastarfsemi og leggur hópurinn m.a. til að vald Fjármálaeft- irlitsins verði aukið til ýmissa að- gerða vegna viðbúnaðar stjórnvalda við hugsanlegum áföllum í fjár- málakerfinu. Yfirvöld í Íran ósátt Írönsk stjórnvöld brugðust í gær ókvæða við þeirri ákvörðun stjórnar Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar að vísa kjarnorkumálum þeirra til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Höfðu þau í hótunum við Bandaríkja- stjórn, sögðu að rétt eins og Banda- ríkjamenn væru færir um að valda skaða og sársauka þá væri hægt að valda þeim skaða og sársauka. Gengisfall krónu hafði áhrif Gengisfall krónunnar hafði víðtæk áhrif á erlendum gjaldeyrismörk- uðum í gær, líkt og gerðist þegar krónan féll fyrir tveimur vikum. Gengi íslensku krónunnar lækkaði um tæp 4% í miklum viðskiptum á millibankamarkaði í gær. Lækkunin er rakin til birtingar nýrra talna um viðskiptahalla og skýrslu greining- ardeildar Merril Lynch um stöðu ís- lensku viðskiptabankanna og ofmat á lánshæfi þeirra. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Fréttaskýring 8 Umræðan 30/43 Úr verinu 14 Bréf 42/43 Erlent 18/19 Minningar 44/51 Minn staður 20 Hestar 55 Höfuðborgin 22 Myndasögur 56 Akureyri 22 Dagbók 56/59 Suðurnes 22 Staður og stund 58 Landið 23 Leikhús 60 Daglegt líf 24/25 Bíó 62/65 Neytendur 26 Ljósvakamiðlar 66 Menning 28/29 Veður 67 Forystugrein 34 Staksteinar 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                        ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur kvenna var í gær, 8. mars, og þess minnst með ýmsum hætti. Fjöldi manns lagði leið sína í Ráðhús Reykjavíkur. Þar stóðu Menningar- og friðarsamtökin (MFÍK), ásamt fleirum, fyrir fundi, en yfirskrift hans var „Þró- unaraðstoð – í þágu hverra?“ Á fundinum var rætt um þróunaraðstoð frá ólíkum sjónarhornum, en til máls tóku meðal annars konur sem hafa unnið að þróun- arverkefnum og hjálparstarfi. Þá spilaði hljómsveitin Amína fyrir gesti. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjölmargir lögðu leið sína í Ráðhús Reykjavíkur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Ræddu þróunaraðstoð á fundi í Ráðhúsinu TILLAGA um að þýska byggingar- vöruverslunarkeðjan Bauhaus fái vilyrði fyrir lóð í Úlfarsfelli verður lögð fyrir borgarráð í dag. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, sagði allt benda til þess að allir borgarráðsfulltrúar samþykki tillöguna. „Þá er bara eftir að gera formleg- an samning um lóðina, sem og skipu- lagsferlið, en ég á ekki von á því að það komi eitthvað óvænt upp í því. Fyrirtækið er einbeitt um að vera með eina verslun á höfuðborgar- svæðinu til að efla þar samkeppni og við erum búin að fara það vel yfir skipulagsmálin á svæðinu nú þegar að þetta á allt að geta gengið,“ segir Dagur. Hann segist ekki óttast kæru frá BYKO, sem sótt hefur reglulega um lóðina sem nú á að úthluta Bauhaus. „Það er búið að fara rækilega yfir þeirra athugasemdir, við tökum ekki ákvarðanir fyrir þeirra hönd, en ég óttast ekki niðurstöðuna jafnvel þótt til þess komi, sem ég á raunar ekki von á.“ Í lögfræðilegri greinargerð sem unnin var fyrir BYKO kemur fram að það gæti verið brot á jafnræðis- reglu stjórnsýslulaga að úthluta Bauhaus lóð sem BYKO hefur sóst eftir fyrir svipaða starfsemi árum saman. Dagur segir að búið sé að vinna lögfræðilega greinargerð fyrir Reykjavíkurborg vegna málsins og þar sé það niðurstaðan að slíkt stangist ekki á við stjórnsýslulög. Formaður skipulagsráðs segir ljóst að Bauhaus fái lóðina Búið að fara yfir athugasemdir BYKO  Yfirlýsingar | 14 MANNANAFNANEFND hafn- aði á síðasta fundi sínum nafn- inu Twist, hvort heldur sem karlkyns eiginnafn eða milli- nafn. „Eiginnafnið Twist getur ekki talist ritað í samræmi við al- mennar ritreglur íslensks máls. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands ber enginn nú- lifandi Íslendingur nafnið Twist í þjóðskrá og því er ekki hefð fyrir þessum rithætti,“ segir í niðurstöðu mannanafnanefndar um umsóknina um Twist sem eiginnafn. Hvað umsóknina um nafnið sem millinafn varðar kemst nefndin að svohljóðandi niður- stöðu: „Nafnið Twist er ekki dregið af íslenskum orðstofnum og hefur ekki unnið sér hefð í ís- lensku máli. Eins og áður er getið ber enginn núlifandi Ís- lendingur nafnið Twist í þjóð- skrá. Millinafnið Twist er ekki eiginnafn foreldris umsækjanda í eignarfalli og ekki er vitað til þess að alsystkini, foreldri, afi eða amma umsækjanda beri eða hafi borið nafnið Twist sem eig- innafn eða millinafn. Millinafnið Twist telst því ekki uppfylla ákvæði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, hvorki sem sér- stakt né almennt millinafn.“ Nafnið Twist er óheimilt GRÍMSEYJARBÁTAR hafa aflað vel að undanförnu. Bæði hafa gæftir verið góðar og fiskurinn vænn. „Það er búinn að vera mikill afli og góður fiskur bæði í net og á línu,“ sagði Garðar Ólason, útgerðarmaður og fiskverkandi í Grímsey. Hann gerir út netabátinn Þorleif EA 88 og einnig landar hjá honum trilla sem hefur verið á línu og færum. Um há- degi í gær var Þorleifur búinn að draga fimm trossur og var rúmt tonn í hverri trossu. „Það er miklu meiri fiskur nú en í fyrra og þetta byrjaði líka miklu fyrr nú. Við gátum byrjað í janúar, vor- um að allan febrúar og það sem af er mars. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Það virðist vera miklu meira af fiski fyrir Norðurlandi en er búið að vera í mörg ár. Fiskurinn er vænn og mjög vel á sig kominn, mjög feitur og mikil lifur í honum. Hann er þetta á milli fimm og sex kíló,“ sagði Garðar. Fínasta fiskirí undanfarið „Það er búið að vera fínasta fiskirí undanfarið,“ sagði Henning Henn- ingsson, verkstjóri hjá Fiskmarkaði Grímseyjar. Þar hafa þrír línubátar lagt upp og sá fjórði bætist við á næstunni. „Þetta hefur verið alveg þokkalega góður þorskur, með- alvigtin svona 2–4 kíló.“ Að sögn Hennings eru aflabrögðin allt önnur en voru fyrir ári og taldi hann aflann allt að helmingi meiri nú. Henning sagði að bátarnir þrír hefðu yfirleitt komið samtals með 10–15 tonn á dag og stundum meira. Megnið af aflanum hefur farið til fiskverkunarinnar Krækis á Dalvík, sem flakar og frystir aflann. Ljósmynd/Helga Mattína Björnsdóttir Þorleifur EA leggur úr höfn. Góð afla- brögð í Grímsey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.