Morgunblaðið - 09.03.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.03.2006, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AÐEINS ÞESSA EINU HELGI! Perlan - Sími: 562 0200 - Fax: 562 0207 - perlan@perlan.is 9.-12. mars Sjávarréttahlaðborð PERLUNNAR Sjávarréttahlaðborð Perlunnar er einstakt tækifæri til að upplifa nýjungar í matargerð ólíklegustu skelfisk og fisktegunda. Margverðlaunaðir matreiðslu- meistarar Perlunnar útbúa yfir 30 tegundir heitra og kaldra fiskrétta. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi. Verð aðeins: 4.790 kr. Fyrir mat kynnir Globus gæðavín frá Ítalíu. GEIR H. Haarde utanríkisráðherra sagði rétt að fara í einhvers konar átak til að upplýsa almenning um það sem gerist á vettvangi Samein- uðu þjóðanna til að auka áhuga hér á landi á framboði Íslands í Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna árið 2008. Þetta kom fram í máli ráðherrans í gær, á fyrsta fundinum í fundaröð á vegum Félags Sameinuðu þjóð- anna á Íslandi, þar sem fjalla á um mögulega aðild Íslands að Örygg- isráðinu. Geir tók undir það sjón- armið sem fram kom á fundinum að trúlega sé ekki mikill áhugi á fram- boði Íslands í Öryggisráðið. Sumir setji fyrir sig kostnaðinn og aðrir einhver önnur atriði. „Það er auðvitað þægilegast að skipta sér aldrei af nokkrum hlut. Það á líka við um innanlandspólitík- ina, það er mjög þægilegt að sitja bara heima í sófa og láta aðra um að leysa vandamálin. [...] Það er til það sem kallað er þægilegt afskiptaleysi. Það er til í innanlandspólitík og það er líka hægt að hugsa sér það í al- þjóðastjórnmálum,“ sagði Geir. Hann sagði raunar Ísland hafa stundað það talsvert að taka ekki af- stöðu í alþjóðastjórnmálum, nema þegar niðurstaðan skiptir máli fyrir Ísland, en þá hafi landið látið mikið á sér bera. Því séu það viss viðbrigði að Ísland sækist eftir setu í Örygg- isráðinu. Ísland eigi þó fullt erindi þangað, og fái landið aðild að ráðinu verði megináhersla landsins á af- vopnun og að hefta frekari út- breiðslu kjarnorkuvopna. Næst mögulegt árið 2029? Geir sagði erfitt að meta hverjir möguleikar Íslands séu þegar kosið verður milli Íslands, Tyrklands og Austurríkis um sæti í ráðinu, en sagði að rúmlega 60 þjóðir hafi lofað því skriflega að kjósa Ísland, auk einhverra sem hafi tekið jákvætt í að kjósa Ísland. Þó sagði hann það þekkt í pólitík að ekkert sé fast í hendi þegar atkvæði eru greidd í einrúmi, og andstæðingarnir séu vissulega verðugir. Ef Ísland verður undir í kosn- ingum gæti liðið langur tími þar til tækifæri gefst á setu þar á ný. Ís- land býður sig fram sem eitt Norð- urlandanna, en þau hafa haft þann háttinn á að bjóða fram eitt Norður- landanna í öðrum hverjum kosning- um. Kosið er til tveggja ára, og því eitt Norðurlandanna í framboði fjórða hvert ár. Ef Ísland fær ekki sæti nú kemur röðin að öllum hinum Norðurlöndunum að bjóða fram áð- ur en Ísland getur reynt aftur með stuðningi hinna Norðurlandanna, sem gæti þá orðið árið 2029, sagði Geir. Hann útilokaði þó ekki að ef Ís- land verði undir í heiðarlegum kosn- ingum verði samið um það við hin Norðurlöndin að landið fái að reyna aftur að fjórum árum liðnum, en ljóst sé að ef Ísland bakki út úr kapphlaupinu án þess að fara í kosn- ingarnar gefist ekki annað gott tækifæri fyrr en eftir rúma tvo ára- tugi. Geir H. Haarde á fundi um framboð Íslands í Öryggisráðið Rétt að fara í átak til að upplýsa almenning Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tækifæri fyrir Ísland að bjóða sig fram til setu í öryggisráðinu með stuðn- ingi Norðurlandana mun næst bjóðast árið 2029, sagði Geir H. Haarde. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is STRAUMUR-Burðarás styrkti í gær Stofnun Vigdísar Finnboga- dóttur um samtals 20 milljónir króna á næstu fjórum árum, og mun stofnunin nýta féð til að efla starf- semina markvisst fram til ársins 2010. Skrifað var undir samninga um styrkinn í gærmorgun og sagði Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, að forsendur góðs gengis félagsins á erlendri grundu sé tungumálakunnátta og menningarlæsi. Því hafi verið ákveðið að veita afrakstri af vel- gengni Straums-Burðaráss til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og leggja þannig eitthvað af mörk- um til frekari eflingar á starfsemi stofnunarinnar. Stofnunin verður styrkt um 5 milljónir króna á ári næstu fjögur árin og segir Auður Hauksdóttir, forstöðumaður stofnunarinnar, það skipta miklu máli að fá svo veglegan styrk til svo langs tíma. „Við höfum sett okkur það mark- mið að stórefla stofnunina á næstu árum og erum í fyrstu umferð að hugsa fram til ársins 2010. Við mun- um einbeita okkur að rannsóknar- og þróunarverkefnum í tungumála- kennslu, fjarkennslu á vefnum, notkun tungutækni við kennslu og rannsóknir, útgáfu fræðirita og orðabókagerð. En stærsta verkefnið er þó að fá húsnæði sérstaklega hannað til tungumálakennslu og rannsókna þar sem aðstaða verði sköpuð fyrir nemendur og fræði- menn,“ segir Auður. „Til lengri tíma litið vonumst við til að geta komið upp alþjóðlegri tungumálamiðstöð með gagna- grunnum á rafrænu formi um tungumál og menningartengd efni á ólíkum tungumálum til kennslu og rannsókna. Við munum auðvitað byrja á þeim þrettán erlendu tungu- málum sem kennd eru við Háskóla Íslands. Þessi veglegi styrkur auð- veldar okkur að hrinda þessum ætl- unarverkum í framkvæmd, og við erum afar þakklát Straumi-Burð- arási fyrir stuðninginn.“ Styrkja stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Morgunblaðið/Ómar Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, handsöl- uðu samkomulagið ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. OG Vodafone býður nú viðskipta- vinum sínum, sem nýta sér vild- arþjónustuna Og1, að hringja ótak- markað úr heimasíma sínum í alla innlenda heimasíma án endurgjalds. Viðskiptavinir greiða aðeins óbreytt venjulegt mánaðargjald. Gildir einu hvort hringt er í heimasíma í kerfi Og Vodafone eða annarra. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone, segir að markmiðið sé að verðlauna þá viðskiptavini sem hafi allt sitt hjá fyrirtækinu. Til að ganga í vildarklúbbinn Og1 þurfi fólk að vera með farsíma, heima- síma og ADSL-tengingu hjá Og Vodafone. Fyrirtækið vilji hugsa vel um viðskiptavini sína og verð- launa þá fyrir þá tryggð sem þeir sýna því. Árni Pétur segir þessi ókeypis símtöl vera töluverð tímamót. Bæði vegna þess að fólki gefist færi á að lækka símakostnað sinn umtalsvert auk þess sem ekki þurfi að hafa áhyggjur af mismunandi kostnaði við símtöl á milli kerfa. Bjóða ókeypis símtöl í heimasíma ÍSLENSK stjórnvöld bíða enn eftir bandarískum yfirvöldum vegna framhalds varnar- viðræðnanna, en næsti fund- ur samninganefnda hefur enn ekki verið boðaður, segir Geir H. Haarde utanríkis- ráðherra. „Málið er í biðstöðu, ég býst við því að það sé verið að reyna að móta sameig- inlega afstöðu í bandaríska stjórnkerfinu,“ segir Geir. „Boltinn er hjá Bandaríkja- mönnum í augnablikinu.“ Enn bið- staða í varn- arviðræðum AÐ JAFNAÐI voru um 800 minkar á Snæfellsnesi haustin 2001 og 2002 og hefur komið í ljós að svonefnt veiðiálag á mink var um 25% á ár- unum 2002 og 2003, þ.e.a.s. einn af hverjum fjórum minkum var veidd- ur á tímabilinu, skv. rannsókn á vegum Náttúrustofu Vesturlands. „Athyglisvert er að þetta veiði- álag er á svipuðu róli og miðað er við þegar nýta á stofna fugla og spendýra á sjálfbæran hátt,“ segir í frétt frá Náttúrustofunni. „Þessar vísbendingar ásamt því að fjöldi veiddra minka hér á landi hefur vaxið nær samfellt frá því veiðar hófust, benda til að veiði- álagið á íslenska minkastofninum sé ekki nægilega mikið til að hafa neikvæð áhrif á stærð heildar- stofnsins milli ára, þótt veiðin hafi vissulega oft staðbundin og tíma- bundin áhrif til verndunar lífríkis,“ segir þar. Er talið að þessar rannsóknanið- urstöður geti haft verulega þýð- ingu um stjórn minkaveiða á Ís- landi. Náttúrustofa Vesturlands í Stykkishólmi hefur í samvinnu við Háskóla Íslands og veiðistjórn- unarsvið Umhverfisstofnunar stað- ið fyrir minkarannsóknum síðustu árin með það að markmiði að finna út heildarstærð íslenska minka- stofnsins. Niðurstöðurnar voru kynntar á alþjóðlegri vísindaráðstefnu um veiðar á villtum fuglum og spendýr- um, sem haldin var í Danmörku í síðustu viku. Stofnstærðarmatið byggist á veiðum og endurheimtum og hófst með prófun á aðferðafræðinni í Skagafirði haustið 2000. Haustin 2001 og 2002 voru síðan veiddir í lífgildrur og merktir samtals 168 minkar á Snæfellsnesi til að meta stærð stofnsins þar. Endurheimtur voru með hefðbundnum minkaveið- um og var góð samvinna við veiði- menn á svæðinu nauðsynleg til þess að vel tækist til, skv. upplýsingum Náttúrustofu Vesturlands. Aldrei áður hefur tekist að meta stærð minkastofns á tilteknu land- svæði með vísindalegum aðferðum, hvorki hér á landi né erlendis, enda þykir tegundin sérstaklega erfið viðureignar til stofnstærðarmæl- ingar. Einn af hverjum fjórum minkum veiðist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.