Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 6

Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Plúsferðir · Hlíðasmára 15 · 200 Kópavogur · Sími 535 2100 www.plusferdir.is Glæsilegar borgarferðir í vor Ó borg mín borg! Dublin 13.–16. apríl, verð 43.340 kr. Innifalið: Flug, gisting á Camden Court Hótel morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Madrid 6.–9. apríl, verð 54.640 kr. Innifalið: Flug, gisting á Hótel Regina, morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Ljubljana 23. mars 13. 19. og 28 apríl, verð frá 47.340 kr. Innifalið: Flug, gisting á City Hotel 3 nætur, morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Luxor VISA-ferð 21. apríl–1. maí, verð 79.940 kr. Innifalið: Flug, gisting á Luxor Sheraton, morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Njóttu vorsins í Dublin, Ljubljana, Madrid eða Luxor RÚMLEGA 9% fjölgun varð á nýjum málum hjá Stígamótum á síðasta ári og um 27% fleiri þolendur kynferðisofbeldis fylgdu samtök- unum á milli ára, þ.e. leituðu sér aðstoðar hjá samtökunum yfir lengra tímabil. Alls komu 249 ný mál til kasta Stígamóta og af þeim voru 150 vegna sifjaspella, 98 vegna nauðgana, þar af fimm vegna hópnauðgunar, 10 vegna vænd- is, 16 vegna kynferðislegrar áreitni og restin af öðrum toga, en samtals leituðu 543 ein- staklingar til Stígamóta árið 2005. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, sem kynnti ársskýrslu samtakanna í gær. Guðrún gerði á fundinum hlutfall kærðra mála sérstaklega að umtalsefni og sagði áhyggjuefni að það hlutfall fari sífellt lækk- andi með hverju árinu, auk þess sem dómar í málaflokknum væru enn teljandi á fingrum annarrar handar. „Af þeim málum sem hér voru til umræðu á síðasta ári voru aðeins 4,3% þeirra kærð. Við höfum aldrei komist í svo lága tölu,“ sagði Guðrún og ræddi í framhald- inu hvernig skýra mætti þetta. Erum enn á því stigi að þær sem ekki passi sig séu sekar „Á umliðnum árum þegar ég hef reynt að skýra það hversu fáir leita réttar síns hef ég notast við klisjur eins og þær að mörg mál- anna séu fyrnd, margir treysti sér ekki í gegn- um erfiðar vitnaleiðslur, ekki síst í ljósi þess að fólk veit að stór hluti þeirra mála sem eru kærð eru felld niður. Svona höfum við skýrt þessar tölur. Núna er ég hins vegar að verða uppteknari af því að það sé önnur og ríkari ástæða fyrir því að fólk kæri ekki og ég hef áhyggjur af þeirri ástæðu,“ sagði Guðrún og benti í því samhengi á nýlegar rannsóknir, bæði frá Bretlandi og Danmörku, sem sýna að almenningur telji konur bera mikla ábyrgð á því hvort þeim er nauðgað eða ekki. Þannig sýndi rannsókn Amnesty International í Bret- landi frá desember sl. að þriðjungur Breta tel- ur að konur sem daðri beri alla ábyrgð á því hvort þeim sé nauðgað eður ei og þriðjungi Breta finnst konur sem eru undir áhrifum vímugjafa bera alla eða hluta af ábyrgðinni af nauðgun. Fjórðungi finnst að konur bjóði upp á nauðgun með því að klæða sig í tælandi fatn- að. „Við höfum enga ástæðu til að ætla að Ís- lendingar séu betur upplýstir en nágranna- þjóðirnar. Ég hef ástæðu til að ætla að við séum enn á því stigi að þær sem ekki passi sig séu sekar,“ sagði Guðrún og benti í því sam- hengi á að algengustu og erfiðustu afleiðingar kynferðisofbeldis eins og Stígamót mæli það séu skömm, léleg sjálfsmynd, þunglyndi og sektarkennd. „Í ljósi þessa tel ég æ mikilvæg- ara að beina athyglinni og forvörnunum að þeim sem ættu að bera skömmina, þ.e. ofbeld- ismönnunum.“ Guðrún gerði í framhaldinu að umtalsefni aldur ofbeldismanna þegar kynferðisofbeldið var framið og vakti sérstaka athygli á því að 10% geranda í skýrslu Stígamóta árið 2005 voru drengir yngri en 15 ára og tæp 23% þeirra voru yngri en 18 ára. „Ég tel mjög brýnt að beina fræðslu og forvörnum til drengja og karla og virkja þá. Það þarf að grípa þessa ungu stráka áður en það myndast slóði kynferðisbrotamála á eftir þeim, því ef ekki næst snemma til þeirra er mikil hætta á að þeir verði síbrotamenn.“ Fjárhagsstaðan vænkast og skuldahalinn á bak og burt Að mati Guðrúnar var árið 2005 á margan hátt gjöfult fyrir Stígamót. Þannig hafi ríkt mikil samtaða meðal kvenna, ákveðin vitund- arvakning hafi orðið meðal almennings, stjórnvöld hafi sýnt starfi samtakanna áhuga með því að setja í gang endurskoðun kynferð- isbrotakaflans auk þess sem vinna hafi hafist við gerð framkvæmdaáætlunar gegn kyn- bundnu ofbeldi. Einnig nefndi Guðrún að nor- ræn ráðstefna á vegum Stígamóta hafi verið mikilvæg vítamínsprauta fyrir starfið auk þess sem útgáfa bókar Thelmu Ásdísardóttur hafi varpað jákvæðu ljósi á starf Stígamóta. Sagði hún jákvætt hve fjárhagur samtakanna hefði vænkast vegna meðbyrsins, þannig að árið sem hófst með 3,5 milljóna króna halla hafi komið út skuldlaust. Aðspurð um helstu framtíðarverkefni Stíga- móta sagði Guðrún æskilegt að beina sjónum í auknum mæli að klámbransanum hérlendis, en þar hafi á umliðnum árum orðið ákveðin þöggun. Benti hún á að á döfinni væri sam- starfsverkefni Stígamóta og stjórnvalda sem ætlað sé að fyrirbyggja og vinna gegn man- sali. „Annað sem við viljum vinna gegn í aukn- um mæli er kynferðislegri áreitni, því það hef- ur ekki verið nægileg umræða og fræðsla um skaðsemi hennar og hversu útbreidd og alvar- leg hún er í samfélaginu,“ sagði Guðrún. Einnig nefndi hún mikilvægi þess að koma upp meðferðarúrræðum fyrir kynferð- isbrotamenn, en í dag eru engin slík úrræði í boði. Rúmlega 9% fjölgun varð á nýjum málum hjá Stígamótum á síðasta ári þegar 543 manns leituðu þangað Ungur aldur ofbeld- ismanna áhyggjuefni Morgunblaðið/Ásdís Í máli Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stíga- móta, kom fram að hlutfall kærðra kynferð- isbrotamála færi sífellt lækkandi milli ára, en í fyrra var aðeins kært í 13 af þeim 299 mál- um sem komu inn á borð Stígamóta. Sagði Guðrún þetta töluvert áhyggjuefni. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is NORSKI stórmeistarinn Magnus Carlsen var efstur með 3 vinninga þegar flestum viðureignum þriðju um- ferðar Reykjavíkurskákmótsins var lokið í gærkvöldi. Enn sem fyrr er nokkuð um óvænt úrslit t.d. gerði Héðinn Steingrímsson jafntefli við þriðja stigahæsta keppanda mótsins, Pentala Harikrishna. Henrik Daniel- sen og Hannes Hlífar Stefánsson eru efstir íslenskra skákmanna með 2½ vinning. Halldór Brynjar Halldórsson, 22 ára Akureyringur, sigraði Inna Gapo- nenko, alþjóðlegan meistara og kvennaskákmeistara frá Úkraínu í gærkvöldi. Hvítt: Halldór Brynjar Halldórsson Rd1 g6 15. Bc3 e5 16. Re3!?Rxe4 17. Bb4 a5 (Eftir17. ...0–0 18. Rc4 f5 19. fxe5 Rxe5 20. Rd4 Hfe8 21. Rxf5! gxf5 22. Rxe5 dxe5 23. Bxe7 Dxe7 24. Hxf5 á hvítur góð sóknarfæri.) 18. Ba3 Ref6 19. fxe5 dxe5 20. Bxe7 Kxe7 21.Bc4 Kf8 22.Hd1 Kg7 23. Df2 Hhf8 24. Dh4 Had8 25. Dg5 Rh7? (Tapleikurinn. Þótt undarlegt megi virðast er erfitt að benda á gott framhald fyrir hvítan, eftir 25. ...Rg8 26. Rf5+ Kh7 27. Rd6 f6 o.s.frv.) 26. De7 Kh6 27. Bxf7 Dc8 Sjá stöðumynd. 28. Rf5+! gxf5 29. Hd6+ Rdf6 30. Hxf6+ Rxf6 31. Dxf6+ Kh7 32. Dg6+ og svartur gafst upp, því að mátið blasir við augum: 32. ...Kh8 33. Dh6+ mát. Óvænt úrslit á Reykja- víkurskákmótinu Eftir Braga Kristjánsson bragikr@hotmail.com Svart: Inna Gaponenko Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Db6 6. Rb3 Dc7 7. 0–0 Rf6 8. Rc3 d6 9. De2 Be7 10. f4 Rbd7 11. a4 b6 12. Bd2 Bb7 13. Hae1 h5!? 14. ÞAÐ er ekki svo ýkja langt síðan ís- lenskum neytendum gafst kostur á að kaupa niðursneiddan ost í mat- vöruverslunum. Nýjungin hefur greinilega fallið í kramið því salan á niðursneiddum osti jókst um ríflega 45% á síðasta ári. Að sögn Aðalsteins Magnússonar, sölustjóra hjá Osta- og smjörsölunni, hefur eftirspurn eftir niðursneiddum osti aukist um 50–60% á milli ára frá því hann kom á markað. Ekki eru nema þrjú ár frá því að salan á nið- ursneiddum osti hófst af einhverri alvöru. Ástæða vinsældanna segir Aðalsteinn fyrst og fremst vera þæg- indi. Algengt er að fólk hafi prófað þessa nýjung á ferðalögum innan- lands og komist á bragðið, ef svo má að orði komast. Auk þess kunni börnin vel að meta þægindin en klaufskar hendur eiga erfiðara með að handleika ostaskerann. En hefur þá sala á osti í hefð- bundnum pakkningum minnkað að sama skapi? ,,Nei, alls ekki. Svo virð- ist sem ostur í sneiðum hafi einfald- lega aukið ostaneyslu Íslendinga, en hún hefur aldrei verið meiri en und- anfarið ár,“ segir Aðalsteinn. Að meðaltali neytir hver Íslendingur ríflega 15 kg af osti ár hvert. Þrátt fyrir að niðursneiddur ostur sé um 10% dýrari en ostur í pakkn- ingum hefur það ekki komið að sök, að sögn Aðalsteins. Ekkert fari til spillis en nokkuð sé um að afgangur af pakkaostinum endi í ruslinu þótt auðvitað séu til hagsýnir neytendur sem noti afganginn í matreiðslu ým- iss konar. Aðalsteinn er að vonum ánægður með þessa þróun og til að svara neytendum bætist stöðugt við vöruúrvalið í niðursneiddum osta- tegundum. Gouda 17% nýtur mestra vinsælda bæði í sneiðum og í pakkn- ingum en aðdáendur Gotta-ostsins geta glaðst því hann kemur á mark- að í sneiðum síðar í þessum mánuði. Æ fleiri Íslendingar kjósa niðursneiddan ost Söluaukningin í fyrra var ríflega 45%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.