Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DAGNÝ Jónsdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokks, verður formaður félagsmálanefndar þingsins í stað Sivjar Friðleifs- dóttur, Framsóknarflokki, sem tók við heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu í vikunni. Magnús Stefánsson, þingmað- ur Framsóknarflokks, verður varaformaður utanríkismála- nefndar í stað Sivjar. Frá þessu var gengið á þingflokksfundi framsóknarmanna í gær. Siv sat sem þingmaður í fjór- um nefndum, auk fyrrnefndra tveggja nefnda sat hún í efna- hags- og viðskiptanefnd og heil- brigðis- og tryggingamála- nefnd. Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki, tekur sæti Sivjar í efnahags- og viðskipta- nefnd og Guðjón Ólafur Jóns- son, Framsóknarflokki, tekur sæti hennar í heilbrigðis- og tryggingamálanefnd. Dagný fer auk þess úr landbúnaðar- nefnd og í hennar stað kemur Guðjón Ólafur. Dagný for- maður fé- lagsmála- nefndar NEFND sem fjalla á um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi er enn að störfum, að sögn forsætisráð- herra, Halldórs Ásgrímssonar, en upphaflega var vonast til að hún skil- aði niðurstöðu fyrir síðustu áramót. Halldór sagði á Alþingi í gær að hann teldi ekki eðlilegt að setja nefndarstarfinu einhver frekari tímamörk eða úrslitakosti. Í nefndinni sitja níu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi. Hún var skipuð í kjölfar skýrslu um fjármál stjórnmálaflokkanna sem forsætis- ráðherra lét vinna og lagði fram á Al- þingi í apríl sl. að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Sam- fylkingarinnar, og fleiri þingmanna. Jóhanna spurði forsætisráðherra út í nefndarstarfið á Alþingi í gær. Hún sagði jafnframt að það hefði dregist allt of lengi að setja lög um fjármál stjórnmálaflokka og sagði að Ísland væri sennilega eina landið í Vestur- Evrópu, fyrir utan Sviss, sem ekki hefði sett sér slík lög. Tilnefningar bárust seint Halldór sagði að þar sem ekki hefði náðst að skipa í nefndina fyrr en í júlí sl., m.a. vegna þess hve seint tilnefningar í nefndina hefðu borist, hefði verið ljóst að tíminn væri naumt skammtaður. Í lok síðasta árs hefði síðan orðið endanlega ljóst að ekki næðist að ljúka nefndarstörfum fyrir áramót. „Ástæða þess er helst sú að nefndin hefur lagt í mikla upp- lýsingaöflun og mikið magn gagna hefur verið lagt fyrir nefndina til umfjöllunar og úrvinnslu. Þá hafa verið greindir helstu þættir reglu- verks um þetta efni í nálægum lönd- um. Nefndin var einhuga um að óska þess að fá frekari tíma til að fjalla um málið í lok síðasta árs og var orðið við þeirri ósk af hálfu ráðuneytisins.“ Björgvin G. Sigurðsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði ljóst að þetta þýddi að forsætisráðherra hefði engan raunverulegan vilja til þess að setja lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Jóhanna kvaðst hafa áhyggjur af því hvað forsætis- ráðherra væri skoðanalaus í þessu máli. Halldór svaraði því til að nauð- synlegt væri að ná samstöðu í mál- inu. Vænlegast væri að gefa nefnd- inni ráðrúm til að vinna að málinu. Nefnd um fjárreiður flokka er enn að störfum ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði á Alþingi í gær að brýnt væri að gera við Þjóð- leikhúsið. Hún sagði áætlað að við- gerðarkostnaður næmi um 1.600 milljónum króna. „Í ráðuneytunum stendur yfir undirbúningur að fjár- lagagerð [vegna fjárlaga næsta árs] og við munum að sjálfsögðu líta sér- staklega til þess sem brýnt er. Og það er brýnt að gera við Þjóðleik- húsið. Það er öllum ljóst, sérstaklega þeim sem ganga um húsið og fyrir framan það.“ Ráðherra var þarna að svara fyr- irspurn Magnúsar Þórs Hafsteins- sonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Magnús Þór sagði að ástand Þjóðleikhússins væri þjóðinni til háborinnar skammar. „Við getum ekki lengur látið það viðgangast, að hús sem var á sínum tíma byggt af miklum metnaði skyldi látið drabb- ast niður ár eftir ár.“ Hann bætti því við að Tinna Gunn- laugsdóttir þjóðleikhússtjóri hefði lýst ástandi Þjóðleikhússins fyrir menntamálanefnd þingsins síðastlið- ið haust. „[…] Hún lýsti ástandi hússins fyrir okkur og gerði okkur skýrt og skilmerkilega grein fyrir því að þarna væri að skapast alvar- legt ástand.“ Ástandið til vansa Ráðherra sagði að í úttekt Gunn- ars Torfasonar verkfræðings á Þjóð- leikhúsinu sl. haust hefði verið áætl- að að viðgerð hússins myndi kosta um 1.600 milljónir króna. Þá væri áætlað að kostnaður við hugsanlega viðbyggingu gæti numið um einum og hálfum til tveimur milljörðum króna. Hún sagði að Þjóðleikhús- stjóri hefði mjög metnaðarfullar hugmyndir um viðbyggingu en bætti því við að skoðanir væru þó skiptar um réttmæti þess að byggja við hús- ið. Ráðherra sagði engu að síður nauðsynlegt að fara yfir hugmynd- irnar og meta þær. Þá kvaðst ráð- herra taka undir þau orð Magnúsar Þórs að ástand Þjóðleikhússins væri til vansa. Hún tók þó fram í um- ræðunni í gær að í fjáraukalögum ársins 2005 hefðu 250 milljónir verið veittar til viðhalds Þjóðleikhússins. Ráðherra sagði sömuleiðis að við- gerð húsa í eigu ríkisins hefði verið forgangsraðað með ákveðnum hætti. „Það var farið í endurbætur á Þjóð- minjasafninu, nú er það búið. Það var farið í endurbætur á Þjóðmenn- ingarhúsinu, nú er það búið. Það er alveg ljóst í mínum huga að Þjóðleik- húsið á að vera næst í röðinni og það þarf að gera það vel og sómasam- lega.“ Brýnt að gera við Þjóðleikhúsið Áætlaður kostnaður um 1.600 milljónir Morgunblaðið/Golli Eftir Örnu Schram arna@mbl.is EINAR K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra sagði á Alþingi í gær að stefnt væri að því að hefja að nýju hvalveiðar í atvinnuskyni. Ákvörðunin um hvenær veiðarnar eigi að hefjast hefði þó ekki verið tekin. Þetta kom fram í svari ráð- herra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Einar rifjaði upp að þegar Íslend- ingar hefðu gengið í Alþjóðahval- veiðiráðið að nýju, á sínum tíma, hefði sá fyrirvari verið gerður að Íslendingar myndu ekki hefja hval- veiðar fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2006. „Og nú er það ár runnið upp,“ sagði hann og bætti því við að málið væri því í höndum Íslendinga. „Það er í okkar valdi núna að taka þessa ákvörðun. Þetta er auðvitað þýð- ingarmikil pólitísk ákvörðun og að henni verður ekki hrapað, en menn þekkja hug minn í þessum efnum.“ Jón Kr. Óskarsson, varaþingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði að Ís- lendingar ættu að hefja hvalveiðar nú þegar og Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að ekki væri nóg að tala um hlutina. Þá sagði Magnús Þór Haf- steinsson að ekki væri eftir neinu að bíða; nóg væri til af hrefnu, fyrir hendi væri veiðiþekking og bún- aður sem og markaður fyrir hrefnukjöt. Hann bætti því við að Íslendingar þyrftu ekkert að óttast í þessum efnum. Norðmenn hefðu ekki lent í neinum vandræðum með sínar atvinnuveiðar. „Við hvað er íslenska ríkisstjórnin hrædd?“ Einar svaraði því til að enginn væri hræddur. Þegar Íslendingar hefðu hafið vísindahvalveiðar á árinu 2003 hefðu ýmsir beint spjót- um sínum að ferðaþjónustunni. Áhrifin af veiðunum hefðu hins vegar ekki verið eins neikvæð og menn hefðu óttast. Hann sagði enn- fremur að hvalveiðum í vísinda- skyni yrði haldið áfram á þessu ári – af engu minni krafti en áður. „Við höfum réttinn í okkar höndum varðandi atvinnuveiðarnar,“ sagði hann og bætti við: „En það liggur ekki fyrir hin pólitíska ákvörðun um það hvenær þessar veiðar verði hafnar.“ Hann sagði jafnframt að tryggja þyrfti aðgang fyrir afurð- irnar á erlendum mörkuðum, ef hefja ætti veiðar í atvinnuskyni af fullum krafti. „Það er það sem við erum m.a. að reyna að vinna að.“ Stefnt að því að hefja að nýju hval- veiðar í atvinnuskyni Morgunblaðið/Ómar ÖNNUR umræða um frumvarp iðn- aðarráðherra til nýrra vatnalaga hélt áfram á Alþingi í gærkvöld ann- að kvöldið í röð. Þingmenn stjórn- arandstöðunnar mótmæltu kvöld- fundinum harðlega; þeir sögðu að til hans hefði verið boðað í þeirra óþökk. Sólveig Pétursdóttir, forseti þingsins, svaraði því hins vegar til að samtals hefði verið rætt um frum- varpið á Alþingi í nítján klukku- stundir. Ellefu þingmenn hefðu enn verið á mælendaskrá í upphafi kvöldfundarins í gær. Hún kvaðst hafa reynt að ná samkomulagi við formenn stjórnarandstöðuflokkanna um framhald málsins, en án árang- urs. „Þetta er mál sem stjórn- arflokkarnir leggja áherslu á að ljúka og þar sem ljóst er að stjórn- arandstöðuþingmönnum liggur mik- ið á hjarta hyggst forseti halda fundi áfram,“ sagði hún. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu hins vegar að aðeins hefði ver- ið gert ráð fyrir einum kvöldfundi í vikunni. Þeir sögðust ennfremur vilja að frumvarpinu yrði vísað frá. „Það er augljóst að frumvarp rík- isstjórnarinnar um vatnalög er farið að trufla þinghaldið,“ sagði Ög- mundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna. Hann eins og aðrir stjórnarandstæðingar mót- mælti kvöldfundinum harðlega. Lúð- vík Bergvinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sagði að núgildandi vatnalög hefðu verið í gildi í meira en áttatíu ár, og því væri óskilj- anlegt hvers vegna setja þyrfti á sérstaka kvöldfundi til að ljúka um- ræðunni. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði hins vegar að kvöldfundurinn hefði verið góð ráðstöfun hjá forseta þingsins. Hún hefði verið í forsetastól í fyrrakvöld og hlustað á ræður stjórnarandstæð- inga um málið; þar hefðu þeir lesið endalaust upp úr umsögnum um frumvarpið og rætt lítið efnislega um það. Hún sagði að stjórnarand- stæðingar gætu vel rætt málið áfram út nóttina „og verði þeim að góðu,“ bætti hún við. Annar kvöldfundur um frumvarp til vatnalaga Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fámennt var í þingsalnum í gærkvöldi. Jóhanna Sigurðardóttir í forsetastól, Mörður Árnason í ræðustól og Jón Bjarnason var áheyrandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.