Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DAGNÝ Jónsdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokks, verður formaður félagsmálanefndar þingsins í stað Sivjar Friðleifs- dóttur, Framsóknarflokki, sem tók við heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu í vikunni. Magnús Stefánsson, þingmað- ur Framsóknarflokks, verður varaformaður utanríkismála- nefndar í stað Sivjar. Frá þessu var gengið á þingflokksfundi framsóknarmanna í gær. Siv sat sem þingmaður í fjór- um nefndum, auk fyrrnefndra tveggja nefnda sat hún í efna- hags- og viðskiptanefnd og heil- brigðis- og tryggingamála- nefnd. Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki, tekur sæti Sivjar í efnahags- og viðskipta- nefnd og Guðjón Ólafur Jóns- son, Framsóknarflokki, tekur sæti hennar í heilbrigðis- og tryggingamálanefnd. Dagný fer auk þess úr landbúnaðar- nefnd og í hennar stað kemur Guðjón Ólafur. Dagný for- maður fé- lagsmála- nefndar NEFND sem fjalla á um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi er enn að störfum, að sögn forsætisráð- herra, Halldórs Ásgrímssonar, en upphaflega var vonast til að hún skil- aði niðurstöðu fyrir síðustu áramót. Halldór sagði á Alþingi í gær að hann teldi ekki eðlilegt að setja nefndarstarfinu einhver frekari tímamörk eða úrslitakosti. Í nefndinni sitja níu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi. Hún var skipuð í kjölfar skýrslu um fjármál stjórnmálaflokkanna sem forsætis- ráðherra lét vinna og lagði fram á Al- þingi í apríl sl. að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Sam- fylkingarinnar, og fleiri þingmanna. Jóhanna spurði forsætisráðherra út í nefndarstarfið á Alþingi í gær. Hún sagði jafnframt að það hefði dregist allt of lengi að setja lög um fjármál stjórnmálaflokka og sagði að Ísland væri sennilega eina landið í Vestur- Evrópu, fyrir utan Sviss, sem ekki hefði sett sér slík lög. Tilnefningar bárust seint Halldór sagði að þar sem ekki hefði náðst að skipa í nefndina fyrr en í júlí sl., m.a. vegna þess hve seint tilnefningar í nefndina hefðu borist, hefði verið ljóst að tíminn væri naumt skammtaður. Í lok síðasta árs hefði síðan orðið endanlega ljóst að ekki næðist að ljúka nefndarstörfum fyrir áramót. „Ástæða þess er helst sú að nefndin hefur lagt í mikla upp- lýsingaöflun og mikið magn gagna hefur verið lagt fyrir nefndina til umfjöllunar og úrvinnslu. Þá hafa verið greindir helstu þættir reglu- verks um þetta efni í nálægum lönd- um. Nefndin var einhuga um að óska þess að fá frekari tíma til að fjalla um málið í lok síðasta árs og var orðið við þeirri ósk af hálfu ráðuneytisins.“ Björgvin G. Sigurðsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði ljóst að þetta þýddi að forsætisráðherra hefði engan raunverulegan vilja til þess að setja lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Jóhanna kvaðst hafa áhyggjur af því hvað forsætis- ráðherra væri skoðanalaus í þessu máli. Halldór svaraði því til að nauð- synlegt væri að ná samstöðu í mál- inu. Vænlegast væri að gefa nefnd- inni ráðrúm til að vinna að málinu. Nefnd um fjárreiður flokka er enn að störfum ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði á Alþingi í gær að brýnt væri að gera við Þjóð- leikhúsið. Hún sagði áætlað að við- gerðarkostnaður næmi um 1.600 milljónum króna. „Í ráðuneytunum stendur yfir undirbúningur að fjár- lagagerð [vegna fjárlaga næsta árs] og við munum að sjálfsögðu líta sér- staklega til þess sem brýnt er. Og það er brýnt að gera við Þjóðleik- húsið. Það er öllum ljóst, sérstaklega þeim sem ganga um húsið og fyrir framan það.“ Ráðherra var þarna að svara fyr- irspurn Magnúsar Þórs Hafsteins- sonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Magnús Þór sagði að ástand Þjóðleikhússins væri þjóðinni til háborinnar skammar. „Við getum ekki lengur látið það viðgangast, að hús sem var á sínum tíma byggt af miklum metnaði skyldi látið drabb- ast niður ár eftir ár.“ Hann bætti því við að Tinna Gunn- laugsdóttir þjóðleikhússtjóri hefði lýst ástandi Þjóðleikhússins fyrir menntamálanefnd þingsins síðastlið- ið haust. „[…] Hún lýsti ástandi hússins fyrir okkur og gerði okkur skýrt og skilmerkilega grein fyrir því að þarna væri að skapast alvar- legt ástand.“ Ástandið til vansa Ráðherra sagði að í úttekt Gunn- ars Torfasonar verkfræðings á Þjóð- leikhúsinu sl. haust hefði verið áætl- að að viðgerð hússins myndi kosta um 1.600 milljónir króna. Þá væri áætlað að kostnaður við hugsanlega viðbyggingu gæti numið um einum og hálfum til tveimur milljörðum króna. Hún sagði að Þjóðleikhús- stjóri hefði mjög metnaðarfullar hugmyndir um viðbyggingu en bætti því við að skoðanir væru þó skiptar um réttmæti þess að byggja við hús- ið. Ráðherra sagði engu að síður nauðsynlegt að fara yfir hugmynd- irnar og meta þær. Þá kvaðst ráð- herra taka undir þau orð Magnúsar Þórs að ástand Þjóðleikhússins væri til vansa. Hún tók þó fram í um- ræðunni í gær að í fjáraukalögum ársins 2005 hefðu 250 milljónir verið veittar til viðhalds Þjóðleikhússins. Ráðherra sagði sömuleiðis að við- gerð húsa í eigu ríkisins hefði verið forgangsraðað með ákveðnum hætti. „Það var farið í endurbætur á Þjóð- minjasafninu, nú er það búið. Það var farið í endurbætur á Þjóðmenn- ingarhúsinu, nú er það búið. Það er alveg ljóst í mínum huga að Þjóðleik- húsið á að vera næst í röðinni og það þarf að gera það vel og sómasam- lega.“ Brýnt að gera við Þjóðleikhúsið Áætlaður kostnaður um 1.600 milljónir Morgunblaðið/Golli Eftir Örnu Schram arna@mbl.is EINAR K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra sagði á Alþingi í gær að stefnt væri að því að hefja að nýju hvalveiðar í atvinnuskyni. Ákvörðunin um hvenær veiðarnar eigi að hefjast hefði þó ekki verið tekin. Þetta kom fram í svari ráð- herra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Einar rifjaði upp að þegar Íslend- ingar hefðu gengið í Alþjóðahval- veiðiráðið að nýju, á sínum tíma, hefði sá fyrirvari verið gerður að Íslendingar myndu ekki hefja hval- veiðar fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2006. „Og nú er það ár runnið upp,“ sagði hann og bætti því við að málið væri því í höndum Íslendinga. „Það er í okkar valdi núna að taka þessa ákvörðun. Þetta er auðvitað þýð- ingarmikil pólitísk ákvörðun og að henni verður ekki hrapað, en menn þekkja hug minn í þessum efnum.“ Jón Kr. Óskarsson, varaþingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði að Ís- lendingar ættu að hefja hvalveiðar nú þegar og Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að ekki væri nóg að tala um hlutina. Þá sagði Magnús Þór Haf- steinsson að ekki væri eftir neinu að bíða; nóg væri til af hrefnu, fyrir hendi væri veiðiþekking og bún- aður sem og markaður fyrir hrefnukjöt. Hann bætti því við að Íslendingar þyrftu ekkert að óttast í þessum efnum. Norðmenn hefðu ekki lent í neinum vandræðum með sínar atvinnuveiðar. „Við hvað er íslenska ríkisstjórnin hrædd?“ Einar svaraði því til að enginn væri hræddur. Þegar Íslendingar hefðu hafið vísindahvalveiðar á árinu 2003 hefðu ýmsir beint spjót- um sínum að ferðaþjónustunni. Áhrifin af veiðunum hefðu hins vegar ekki verið eins neikvæð og menn hefðu óttast. Hann sagði enn- fremur að hvalveiðum í vísinda- skyni yrði haldið áfram á þessu ári – af engu minni krafti en áður. „Við höfum réttinn í okkar höndum varðandi atvinnuveiðarnar,“ sagði hann og bætti við: „En það liggur ekki fyrir hin pólitíska ákvörðun um það hvenær þessar veiðar verði hafnar.“ Hann sagði jafnframt að tryggja þyrfti aðgang fyrir afurð- irnar á erlendum mörkuðum, ef hefja ætti veiðar í atvinnuskyni af fullum krafti. „Það er það sem við erum m.a. að reyna að vinna að.“ Stefnt að því að hefja að nýju hval- veiðar í atvinnuskyni Morgunblaðið/Ómar ÖNNUR umræða um frumvarp iðn- aðarráðherra til nýrra vatnalaga hélt áfram á Alþingi í gærkvöld ann- að kvöldið í röð. Þingmenn stjórn- arandstöðunnar mótmæltu kvöld- fundinum harðlega; þeir sögðu að til hans hefði verið boðað í þeirra óþökk. Sólveig Pétursdóttir, forseti þingsins, svaraði því hins vegar til að samtals hefði verið rætt um frum- varpið á Alþingi í nítján klukku- stundir. Ellefu þingmenn hefðu enn verið á mælendaskrá í upphafi kvöldfundarins í gær. Hún kvaðst hafa reynt að ná samkomulagi við formenn stjórnarandstöðuflokkanna um framhald málsins, en án árang- urs. „Þetta er mál sem stjórn- arflokkarnir leggja áherslu á að ljúka og þar sem ljóst er að stjórn- arandstöðuþingmönnum liggur mik- ið á hjarta hyggst forseti halda fundi áfram,“ sagði hún. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu hins vegar að aðeins hefði ver- ið gert ráð fyrir einum kvöldfundi í vikunni. Þeir sögðust ennfremur vilja að frumvarpinu yrði vísað frá. „Það er augljóst að frumvarp rík- isstjórnarinnar um vatnalög er farið að trufla þinghaldið,“ sagði Ög- mundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna. Hann eins og aðrir stjórnarandstæðingar mót- mælti kvöldfundinum harðlega. Lúð- vík Bergvinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sagði að núgildandi vatnalög hefðu verið í gildi í meira en áttatíu ár, og því væri óskilj- anlegt hvers vegna setja þyrfti á sérstaka kvöldfundi til að ljúka um- ræðunni. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði hins vegar að kvöldfundurinn hefði verið góð ráðstöfun hjá forseta þingsins. Hún hefði verið í forsetastól í fyrrakvöld og hlustað á ræður stjórnarandstæð- inga um málið; þar hefðu þeir lesið endalaust upp úr umsögnum um frumvarpið og rætt lítið efnislega um það. Hún sagði að stjórnarand- stæðingar gætu vel rætt málið áfram út nóttina „og verði þeim að góðu,“ bætti hún við. Annar kvöldfundur um frumvarp til vatnalaga Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fámennt var í þingsalnum í gærkvöldi. Jóhanna Sigurðardóttir í forsetastól, Mörður Árnason í ræðustól og Jón Bjarnason var áheyrandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.