Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 11

Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 11 FRÉTTIR iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Laugavegi 40, s. 561 1690 Ný sending af yfirhöfnum frá Á FIMMTA hundrað framhalds- skólanema fjölmennti á Austurvöll í gær til að mótmæla fyrirhugaðri styttingu náms til stúdentsprófs. Hagsmunaráð íslenskra framhalds- skólanema, sem stóð fyrir aðgerð- unum, boðaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra á fundinn en þegar ekkert bólaði á henni hljómaði lagið ,,We don’t need no education“ með Pink Floyd. Óhætt er að segja að inntak lagsins hafi fallið vel að baráttuanda íslenskra framhaldsskólanema því þeir voru á engan veginn sáttir við stöðu mála. Fjöldi nemenda sté á svið og var málflutningur þeirra allra á þá leið að hugmyndir menntamálaráðherra væru rök- leysa. ,,Menntamálaráðherra hefur ekki virt okkur viðlits frá síðasta fundi sem haldinn var fyrir ári síðan. Við munum halda áfram að láta rödd okkar heyrast þar til við fáum ein- hver svör. Menntamálaráðherra verður að hlusta á rödd skynsem- innar,“ sagði Þórarinn Sigurðsson nemandi. ,,Við treystum á að fjöl- miðlar veki athygli á alvöru málsins því almenningur þarf að gera sér grein fyrir því að þetta snertir marga.“ Allt reynt til að ná eyrum ráðherra Halldór Ásgeirsson, nemandi í MH, var vondaufur um að ná eyrum menntamálaráðherra eftir að hafa reynt ýmsar óhefðbundnar aðferðir: ,,Við höfum sent henni nokkur hundruð þúsund handskrifuð bréf, níu tölvupósta og tamið 16 bréfdúf- ur til að senda skilaboð til hennar,“ sagði hann og vonaði að ráðherra myndi hlusta á brot af þeim mál- flutningi sem þeir hafa fram að færa. Halldór sagði að með fyr- irhuguðum breytingum værum við að hverfa aftur til gömlu Sovétríkj- anna, en til stendur að fækka skyldueiningum í þriðja tungumáli hjá nemendum á náttúrufræðibraut í sex einingar úr tólf svo dæmi sé tekið. ,,Allir skólarnir verða alveg eins. Öll munum við feta sama veg- inn, öll munum við fara nákvæm- lega sömu leiðina og öllsömul verð- um við með verki í rassinum eftir sama ráðherrann hvort sem við er- um í skóla 1, 2 eða 9.“ Við erum ekkert sauðfé! Oddur Þorri Víðisson bauð áhorf- endum með sér í ferðalag um hug- arheima Þorgerðar Katrínar til að átta sig betur á því að fyrirhugaðar breytingar verði menntakerfinu til hagsbóta. ,,Við byrjum á því að neyða 155 kennara til að taka þá ákvörðun að fara mjög snemma á eftirlaun. Svo skellum við námsefn- inu sem þeir kenndu niður í grunn- skólann – allt í nafni sparnaðar. Þetta skilar ríkinu 700 milljónum á ári en þetta skammast ráðherrann sín svolítið fyrir.“ Af hverju segir menntamálaráðherra ekki beint út að rökin fyrir styttingunni séu í nafni sparnaðar? spurði Oddur. ,,Jú, það er stórhneykslanlegt að það sé verið að spara á kostnað mennt- unar. Í staðinn kallar ráðherra þetta jákvæð fjárhagsleg áhrif. Við erum ekkert sauðfé – við vitum al- veg hvað jákvæð fjárhagsleg áhrif eru.“ Hann benti á að á sama tíma og rætt væri um að stytta nám til stúdentsprófs hér á landi, væru há- skólar erlendis, þeir hinir sömu sem við erum að bera okkur saman við, að bregðast við aukinni mennt- unarþörf með því að lengja grunn- skólann. ,,Já, við leggjum okkur svo sannarlega fram við að koma þjóð- inni á hærra menningarstig,“ sagði Oddur að lokum. Nokkrir þingmenn fylgdust með fundinum og í þeim hópi var Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingarinnar. Aðspurð sagðist hún vona að þessi fyrirhugaða breyting yrði ekki að veruleika og sagðist vonast til að sátt næðist í skólasamfélaginu og við þá sem málið varðaði. En hver er hin raunverulega ástæða? ,,Sparnaður. Ég er sannfærð um það,“ sagði Ingibjörg og vísaði til þess að nemendum muni fjölga á næstu árum sem fara í framhalds- skóla. Fyrir sé skortur á rými fyrir framhaldsskólanema á höfuðborg- arsvæðinu sem hafi það í för með sér að það þurfi að byggja fleiri skóla og stækka þá sem fyrir eru. Morgunblaðið/RAX Á fimmta hundrað framhaldsskólanema mætti á Austurvöll til að mótmæla styttingu náms til stúdentsprófs. „Munum láta rödd okkar heyrast áfram“ Hörð andstaða nemenda við fyrirhug- aða styttingu náms til stúdentsprófs Eftir Helgu Ólafsdóttur, meistaranema í hagnýtri fjölmiðlun „Það eru allir á móti þessum hugmyndum að Þorgerði Katrínu undanskil- inni,“ sögðu Rósa Björk og Soffía Arnþrúður, nemar í Kvennaskólanum. Morgunblaðið/RAX „Menntamálaráðherra verður að hlusta á rödd skynseminnar,“ sagði Þórarinn Sigurðsson. ÞAÐ VAR fyrsta embættisverk Sivjar Friðleifsdóttur, nýs heil- brigðisráðherra, að koma í heim- sókn á Landspítala – háskóla- sjúkrahús (LSH) en það gerði hún sl. þriðjudag, sama dag og hún tók við embættinu. Siv heimsótti fyrst Barnaspítala Hringsins þar sem hún er öllum hnútum kunnug frá fyrri tíð þegar hún var formaður byggingarnefndar spítalans. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, og framkvæmdastjórn spítalans tóku á móti ráðherranum ásamt sviðsstjórunum Ásgeiri Haralds- syni og Önnu Ólafíu Sigurðar- dóttur. Á heimasíðu Sivjar, www.siv.is, segir ráðherrann að gaman hafi verið að sjá hversu vel Barnaspít- alinn nýtist. „Á vökudeild Barna- spítalans heimsóttum við m.a. tvær litlar fallegar tvíburasystur sem fæddust í morgun,“ skrifar Siv á heimasíðunni. Ráðherrann sat síðan fund með framkvæmdastjórn LSH þar sem farið var yfir ýmis mál sem tengj- ast rekstri og starfsemi sjúkra- hússins. Siv Friðleifsdóttir skoðar tækjabúnað vökudeildar undir leiðsögn Ragnheiðar Sigurðardóttur deildarstjóra. Nýr ráðherra heimsótti Barnaspítalann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.