Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 14

Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 292 hestafla Explorer í prófun á morgun „SUNDABRAUT er lykilatriði í þeim áformum að koma Grundar- tangahöfn í hringiðu flutninga- og at- vinnustarfsemi. Tal um að fresta þurfi þeim framkvæmdum er óvið- unandi.“ Þetta var meðal þess sem Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, sagði í ræðu sinni á mál- stofu um framtíð og þróun Faxaflóa- hafna sf. sem haldin var á Hótel Nordica í gær. Gísli sagði að lagning brautarinn- ar væri forsenda þess að hægt væri að flytja ýmsa atvinnustarfsemi frá höfuðborgarsvæðinu svo hægt yrði að greiða þar fyrir byggð. Hann nefndi t.d. aðstöðu fyrir skipavið- gerðir, aðstöðu fyrir möl og jarðefni sem nú er við Ártúnshöfða, fram- leiðslu á malbiki og starfsemi steypustöðva og fleira. „Stjórn Faxaflóahafna hefur vakið athygli á mikilvægi Sundabrautar og lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í þeirri framkvæmd, ef ákveðið verður að hluti framkvæmdanna verði í höndum einkaaðila. Nýleg umræða um að það geti verið skynsamlegt að fresta framkvæmdum er óviðunandi og óskynsamleg. Jákvæð áhrif Sundabrautar til lengri og skemmri tíma eru það yfirgnæfandi, að það mál verður ekki stoppað,“ sagði Gísli. Morgunblaðið/Ásdís Framtíð og þróun Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Seinkun Sunda- brautar óviðunandi Í LOK ársins 2005 voru 1.752 fiskiskip á skrá hjá Siglinga- stofnun og hafði fækkað um 72 frá árinu áður. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands og eru tölur um fjölda skipa unnar upp úr skipaskrá Siglingastofnunar eins og hún stóð í lok árs. Ekki er tekið tillit til fisk- veiðiréttinda skipa við skrán- ingu þeirra í skipaskránni og í tölunum er því einnig að finna skip án veiðiheimilda í íslenskri lögsögu og einnig skip með veiðiheimildir sem ekki eru nýttar á viðkomandi skip held- ur fluttar á önnur skip. Fjöldi vélskipa var alls 862 og hefur fækkað um sjö á milli ára, togurum fækkaði um fimm og voru nú 65 og opnir fiskibát- ar voru 825 talsins og fækkaði þeim um sextíu báta frá árinu 2004. Fiskiskipum fækkaði um 72 á milli ára Morgunblaðið/Sigurgeir ÚR VERINU EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá stjórn BYKO í ljósi ummæla fulltrúa Bauhaus: „Í ljósi ummæla fulltrúa Bauhaus um afskipti BYKO af lóðamálum fyrirtækisins vill stjórn BYKO taka eftirfar- andi fram: BYKO hafði aldrei afskipti af viðræðum Bauhaus og Urriðaholts um kaup Bauhaus á lóð fyrir byggingarvöru- verslun í Urriðaholti í Garðabæ. Bauhaus og Urriðaholt slitu sjálf viðræðunum án þess að BYKO hefði neina vitn- eskju eða þekkingu þar um. Eftir að þeim hafði verið slitið kannaði Urriðaholt vilja BYKO til kaupa á umræddri lóð og viðræður á milli fyrirtækjanna hófust. Fullyrt hefur verið að um pólitísk afskipti hafi verið að ræða af hálfu Garðabæjar. Slíkar fullyrðingar eru fráleit- ar líkt og komið hefur fram í yfirlýsingu frá Urriðaholti sjálfu. Um var að ræða viðræður tveggja einkaaðila, Bau- haus og Urriðaholts. Reynt hefur verið að tengja ráðningu á forstjóra BYKO við umræddar viðræður en hið rétta er að viðræður Urriðaholts við Bauhaus hófust formlega eft- ir að fyrrverandi bæjarstjóri var ráðinn forstjóri BYKO. Bauhaus fullyrðir að BYKO reyni nú að koma í veg fyrir að fyrirtækið fái lóð í Reykjavík. Það er alrangt. BYKO hefur einungis ítrekað áhuga fyrirtækisins á lóð fyrir austan Vesturlandsveg en fyrirtækið hóf að sækja um slíka lóð þegar á árinu 1998. Sú umleitan gekk ekki eftir m.a. vegna þess að Reykjavíkurborg og Mosfellsbær gerðu með sér samkomulag um skipulags svæðisins á mörkum sveitarfélaganna. Í því samkomulagi var ekki gert ráð fyrir rýmisfrekum stórverslunum austan við Vesturlandsveg. Ætli Reykjavíkurborg sér að breyta fyrri áformum um nýtingu þessarar ákveðnu lóðar ítrekar BYKO eðlilega fyrri áhuga á lóðinni og óskar eftir því að Reykjavíkurborg fari að stjórnsýslulögum og tryggi jafn- ræði í meðhöndlun slíkra umsókna. BYKO hefur aldrei gert neinar athugasemdir við að Bauhaus fái lóðir úthlut- aðar enda hljóta ýmsar lóðir að koma til greina innan Reykjavíkur. Stjórn BYKO harmar að sjá með hvaða hætti fyrirtæk- ið er dregið inn í umræðu sem á sér enga stoð í veru- leikanum. BYKO hefur alltaf og mun alltaf leggja sig fram um að þjóna viðskiptavinum sínum í eðlilegu og heilbrigðu samkeppnisumhverfi. Því miður hafa forsvarsmenn Bau- haus ítrekað farið með rangt mál og reynt að sverta starfshætti BYKO. Undarlegt er að sjá að þýskt stórfyr- irtæki beita slíkum vinnubrögðum við að koma sér fyrir á markaðnum hér á landi. Stjórn BYKO eða forsvarsmenn fyrirtækisins munu ekki taka þátt í slíkum vinnubrögðum eða umræðu og vona að henni sé nú lokið. BYKO fagnar heilbrigðri samkeppni, hvort sem er við innlenda eða erlenda aðila. Fyrirtækið vill hins vegar hvetja aðila til að fara með rétt og satt mál og taka þátt í samkeppni á heiðarlegum grunni. F.h. stjórnar BYKO Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður.“ Yfirlýsing frá stjórn BYKO EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Urriða- holti ehf., vegna umræðu um lóðamál Bauhaus: „Stjórn Urriðaholts ehf. hafnar fullyrðingum Bauhaus þar sem blandað er saman ákvörðunum einkafyrirtæk- isins Urriðaholts ehf. við hagsmuni fyrrverandi bæjar- stjóra Garðabæjar og nú forstjóra BYKO. Ásakanir Bau- haus um pólitísk áhrif í þessum efnum eru með öllu tilhæfulausar. Í stuttu máli eru staðreyndir málsins eftirfarandi: 1. Eftir að BYKO, Húsasmiðjan og Bauhaus höfðu lýst yfir staðfestum áhuga á lóð Urriðaholts ehf. í Garðabæ, undir byggingarvöruverslun, ákvað stjórn félagsins í lok maí á síðasta ári að hefja formlegar samningaviðræður við Bauhaus um sölu lóðarinnar. 2. Viðræður byrjuðu ágætlega en smám saman þróuð- ust þær til verri vegar. Lögfræðivinna varð mjög umfangsmikil og vantraust gróf um sig í viðræðum aðila. Stjórn Urriðaholts ehf. fylgdist grannt með gangi málsins og var það til umfjöll- unar á öllum stjórnarfundum auk funda sem stjórnar- menn áttu við fulltrúa Bauhaus. 3. Eftir fimm mánaða samningsviðræður höfnuðu fulltrúar Bauhaus því að hitta stjórn Urriðaholts ehf. nema að uppfylltum fyrirfram ákveðnum skilyrðum. Þegar það lá fyrir ákvað stjórnin að slíta frekari við- ræðum. Var það mat stjórnar að með afstöðu Bauhaus væru sett fram ný og ófrávíkjanleg skilyrði sem ekki var fallist á, og að enginn grundvöllur væri fyrir frekari við- ræðum. 4. Í framhaldinu var BYKO boðið að endurnýja eldra tilboð sitt og var gengið frá samningum við fyrirtækið í kjölfarið. 5. Það er rangt hjá fulltrúa Bauhaus að viðræðum um lóðina hafi miðað vel þangað til bæjarstjóri Garðabæjar hætti og tók við forstjórastöðu hjá BYKO. Staðreyndin er sú að formlegar viðræður Urriðaholts ehf. við Bauhaus hófust mánuði eftir að fyrrverandi bæj- arstjóri lýsti því yfir að hún myndi hætta og taka við starfi forstjóra BYKO. Málflutningur Bauhaus um þetta mál í fjölmiðlum er ekki í samræmi við staðreyndir þess. Urriðaholt ehf. lagði mikið á sig til að ná samningum en í lokin mat stjórn félagsins að það væri ekki gagnkvæmt af hálfu Bauhaus. Reykjavík 8. mars 2006. F.h. Urriðaholts ehf. Geir Zoëga, formaður stjórnar, Jón Pálmi Guðmundsson, framkvstj.“ Yfirlýsing frá Urriðaholti ehf. VALNEFND í Ásprestakalli ákvað á fundi sínum 7. mars sl. að leggja til að sr. Sigurði Jóns- syni yrði veitt embætti sókn- arprests í Ás- prestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Umsóknarfrestur rann út hinn 15. febrúar sl. og embættið veitist frá 1. maí nk. Tíu sóttu um embættið. Sigurður Jónsson útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 1988 og var vígður sóknarprestur í Patreks- fjarðarprestakalli sama ár. Frá 1991 hefur hann verið sóknar- prestur í Oddaprestakalli á Rang- árvöllum. Nýr sóknarprest- ur í Ásprestakalli ELLILÍFEYRIR, fyrir skatta, er hæstur á Íslandi af Norðurlönd- unum, samkvæmt nýjustu útgáfu NOSOSKO. Þetta kemur fram í vef- riti fjármálaráðuneytisins. Ellilífeyrisgreiðslur á Íslandi eru að meðaltali 1.050 evrur á mann fyrir skatta. Noregur kemur þar á eftir með 956 evrur á mann að með- altali, en ellilífeyrir er lægstur í Danmörku, eða 766 evrur. Þessar tölur fela í sér allar lífeyr- isgreiðslur á mann, bæði frá al- mannatryggingum og lífeyr- issjóðum, fyrir skatta. Lágmarksellilífeyrir, þær tekjur eða ellilífeyrir sem almannatrygg- ingar tryggja að aldraðir hafi að lágmarki sér til framfærslu, er hæstur á Íslandi fyrir sambúðarfólk og er hann að meðaltali 1.280 evrur á mann eftir skatta. Staða ein- hleypra er hins vegar ekki jafngóð en lágmarksellilífeyrir þeirra er í meðallagi, eða 758 evrur á mann að meðaltali. Í Danmörku er staða ein- hleypra best en þar eru greiddar að meðaltali 828 evrur á mann. Ellilífeyrir hæstur á Íslandi? GENGIÐ hefur verið frá ráðn- ingu Birgis Finn- bogasonar í stöðu sviðsstjóra fjármálasviðs Reykjavík- urborgar. Staðan var auglýst 15. janúar sl. og sóttu átta um starfið. Borgarráð ákvað á fundi sínum 2. mars sl. að ráða Birgi til starfans. Helstu verk- efni sviðsins eru gerð fjárhagsáætl- ana Reykjavíkurborgar, fjár- reiðustjórnun og bókhald. Birgir mun taka til starfa 15. mars nk. Birgir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endur- skoðandi. Hann var forstöðumaður endurskoðunardeildar Reykjavík- urborgar árið 1986 en gerðist síðan endurskoðandi og einn eigenda Deloitte til ársloka 2004. Á þeim tíma var hann m.a. endurskoðandi fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Síðustu misseri hefur Birgir rekið eigin ferðaskrifstofu. Nýr sviðsstjóri fjármálasviðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.