Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 18

Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SÚDÖNSK kona heldur á riffli og barni á mótmælagöngu í Kharto- um, höfuðborg Súdans, í gær. Tugir þúsunda manna gengu um götur borgarinnar til að mótmæla tillögu um að Sameinuðu þjóðirnar sendi friðargæslulið til Darfur, stríðshrjáðs héraðs þar sem 180.000–300.000 manns hafa látið lífið. Fólkið krafðist þess að stjórn- arerindrekum Bandaríkjanna og fulltrúum Sameinuðu þjóðanna yrði vísað úr landi. AP Friðargæslu í Darfur mótmælt YFIRVÖLD í Írak skýrðu frá því í gær að fundist hefðu lík 24 karl- manna í Bagdad og hermt er að þeir hafi ýmist verið skotnir til bana eða kyrktir. Drápin kyntu undir áhyggj- um manna af því að allsherjar borg- arastríð kynni að blossa upp í land- inu. Sendiherra Bandaríkjanna í Bagdad tók undir viðvaranir um borgarastyrjöld og viðurkenndi að með innrásinni í Írak 2003 hefðu Bandaríkjamenn og samstarfsríki þeirra opnað „öskju Pandóru“, upp- sprettu sífelldra vandræða og spennu milli súnníta og sjíta í Írak. Átján líkanna fundust í rútu í Bag- dad á vegi milli tveggja hverfa súnní- araba. Læknar sögðu að þetta væru lík karlmanna á aldrinum 25–35 ára. Flestir þeirra voru með sár sem bentu til þess að þeir hefðu verið hengdir eða kyrktir. Lögreglan taldi að minnst tveir mannanna væru arabar af erlendum uppruna. Lík sex karlmanna fundust á öðr- um stöðum í Bagdad. Fjórir þeirra voru kyrktir og tveir skotnir til bana. Slíkum drápum hefur fjölgað í Írak frá sprengjuárásinni á einn af helstu helgidómum sjíta í borginni Samarra 22. febrúar. Óstaðfestar fregnir herma að sjítar hafi stofnað dauðasveitir til að myrða súnní- araba. Arabar myndu styðja súnníta og Íranar sjíta Sendiherra Bandaríkjanna í Írak, Zalmay Khalilzad, sagði í viðtali við Los Angeles Times að Bandaríkja- menn ættu einskis annars úrkosti en að halda fjölmennu herliði í Írak vegna hættunnar á allsherjar borg- arastríði sem myndi hafa mjög alvar- legar afleiðingar fyrir alla heims- byggðina. „Við höfum opnað öskju Pandóru og spurningin er: hvað eigum við að gera? Ég tel að við eigum að reyna að byggja brýr á milli þessara sam- félaga,“ sagði sendiherrann og skír- skotaði til sjíta og súnníta í Írak. Khalilzad sagði að allsherjarstríð í Írak gæti orðið til þess að arabar í grannlöndunum snerust á sveif með súnnítum og Íranar styddu trúbræð- ur sína, sjíta. Sendiherrann varaði enn fremur við því að ef allt færi á versta veg gætu íslamskir öfgamenn komist til valda í hluta Íraks og reynt að stækka yfirráðasvæði sitt. „Afgan- istan undir stjórn talibana liti út eins og barnaleikvöllur miðað við þau ósköp,“ sagði Khalilzad. Sakar Írana um að hafa sent byltingarverði til Íraks Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sakaði á hinn bóginn fjölmiðla um að hafa gert of mikið úr ofbeldinu í Írak eftir árás- ina á mosku sjíta í Samarra 22. febr- úar. Rumsfeld sagði að lítil hætta væri á borgarastyrjöld í landinu en sakaði stjórnvöld í Íran um að hafa sent liðsmenn úrvalssveita Byltingar- varðarins til Íraks í því skyni að kynda undir spennunni milli súnníta og sjíta. Varnarmálaráðherrann bætti við að Írönum yrði ekki kápan úr því klæðinu og þeir myndu átta sig á því síðar að þetta væru mistök. „Við höfum opnað öskju Pandóru í Írak“ Sendiherra Bandaríkjanna í Bagdad óttast borgarastyrjöld Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Haag. AFP. | Stjórnarflokkarnir í Hol- landi töpuðu fylgi í sveitarstjórnar- kosningum í fyrradag, en úrslitin þykja gefa góða vísbendingu um fylgi flokka nú þegar fjórtán mán- uðir eru til þingkosninga í landinu. Verkamannaflokkurinn PvdA var sigurvegari kosninganna og hlaut alls 23,4 prósent atkvæða, eða um átta prósentustigum meira en í sveit- arstjórnarkosningunum 2002. Flokkur Kristilegra demókrata, CDA, sem fer fyrir ríkisstjórn flokka hægra megin við miðju, tapaði hins vegar fylgi og hlaut um 16,9 prósent atkvæða. Á sama tíma tapaði sam- starfsflokkur þeirra í ríkisstjórninni, Flokkur Frjálslyndra, VVD, fylgi og hlaut 13,8 prósent atkvæða. Kosningarnar þykja gefa vísbend- ingu um fylgi hollensku flokkanna, en kannanir sem framkvæmdar voru á meðal kjósenda benda til að PvdA, vinstriflokkur Grænna og Sósíalista- flokkurinn myndu fá 76 af 150 sæt- um hollenska þingsins, ef gengið hefði verið til þingkosninga á þriðju- dag. Útkoman er áfall fyrir ríkisstjórn- ina, sem hefur á síðustu árum glímt við efnahagslega niðursveiflu, ásamt því að hafa lagt áherslu á harða stefnu í málefnum innflytjenda sem koma ekki frá Vesturlöndum, eink- anlega múslímum. Að auki þykja kosningarnar marka afturhvarf til pólitísks lands- lags landsins eins og það var fyrir kosningarnar árið 2002, þegar flokk- ur kenndur við Pim Fortuyn, harðan andstæðing þáverandi stefnu stjórn- valda í innflytjendamálum, hristi upp í pólitísku lífi landsins með því að hljóta verulegan stuðning kjós- enda í borginni Rotterdam. Flokkur Fortuyns, sem var myrt- ur skömmu fyrir síðustu þingkosn- ingar, var upphaflega hluti af ríkis- stjórn hægri flokka, en féll svo úr stjórninni eftir innbyrðis deilur. Spennan á milli innflytjenda, sem flokksmenn Pims Fortuyns höfðu spáð að myndi magnast, náði há- marki í nóvember árið 2004, þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Theo van Gogh var myrtur af íslömskum öfgamanni. Stjórnvöld tapa fylgi í kosningum í Hollandi ÞRÍR piltar fórust í eldsvoða í Þórs- höfn í Færeyjum í fyrrakvöld. Tveir piltanna voru bræður, sex og níu ára gamlir, en sá þriðji var tíu ára og var í heimsókn hjá þeim þegar eldur kviknaði í húsi þeirra. Færeyska útvarpið hafði eftir vaktstjóra á lögreglustöðinni í Þórs- höfn að talið væri að piltarnir hefðu dáið úr reykeitrun. Mestar skemmd- ir hefðu orðið á eldhúsinu og pilt- arnir hefðu verið í öðrum enda húss- ins þar sem engar brunaskemmdir urðu. Ekkert bendir til íkveikju Danskir sérfræðingar fóru til Þórshafnar í gær til að aðstoða við rannsókn á upptökum eldsins. Að sögn færeyska útvarpsins telur lög- reglan ekkert hafa komið fram sem bendi til íkveikju. Tilkynnt var um eldinn um níu- leytið í fyrrakvöld en lögreglan, slökkvilið og sjúkrabílar komu of seint. Bruninn varð í nýju tvíbýlishúsi og að sögn sjónarvotta fylltist það af reyk. Þrír piltar fórust í bruna Dublin. AP. | Erkibiskup róm- versk-kaþólsku kirkjunnar í Dublin á Írlandi birti í gær skýrslu þar sem fram kemur að 102 prestar erkibiskupsdæmis- ins – eða rúm 3,5% allra prest- anna – eru grunaðir um að hafa misþyrmt að minnsta kosti 350 börnum kynferðislega eða níðst á þeim með öðrum hætti. Í yfirlýsingu frá skrifstofu erkibiskupsins Diarmuid Martin sagði að tölurnar byggðust á tveggja ára rannsókn á skjölum um rúmlega 2.800 presta sem hafa starfað í erkibiskupsdæm- inu Dublin síðustu 66 árin. Átta prestar dæmdir Fram kemur í skýrslunni að átta prestar í Dublin hafa verið dæmdir sekir um að hafa mis- þyrmt börnum. 105 fórnarlömb hafa höfðað skaðabótamál á hendur 32 prestum og mál þeirra hafa kostað erkibiskups- dæmið sem samsvarar 470 millj- ónum króna. Búist er við að erkibiskupsdæmið þurfi að greiða mun meiri fjárhæð þar sem um 40 mál eru enn óút- kljáð. Martin kvaðst telja að erki- biskupsdæmið myndi þurfa að selja nokkrar af eignum sínum til að geta greitt skaðabæturnar en sagði það nauðsynlega fórn til að bæta fyrir ranglætið sem börnin voru beitt. „Mér þykir það mjög skelfi- legt að sjá að í nokkrum þessara mála var svo mörgum börnum misþyrmt,“ sagði Martin. „Ég veit á hinn bóginn að mikill meirihluti presta misþyrmir ekki börnum, að þeir eru mjög reiðir og sárir yfir því sem gerð- ist.“ Prestar taldir hafa misþyrmt 350 börnum Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.