Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 19 ERLENT K jósendur í Hvíta-Rússlandi og Úkraínu munu ganga að kjör- borðinu í þessum mánuði og að venju ganga klögumálin á víxl, ásakanir um yfirvofandi valda- rán, ólýðræðislega stjórnarhætti og kosn- ingasvindl. Stjórnvöld í Rússlandi, sem áður höfðu svo miklar áhyggjur af „lýðræðisbylting- unum“ í sumum fyrrverandi fylgiríkja þeirra, eru hins vegar alveg sallaróleg að þessu sinni. Byltingaraldan hófst með „Rósabylting- unni“ í Georgíu 2003 og síðan tók við „Gul- rauða byltingin“ í Úkraínu. Þegar Askar Akaj- ev, forseti Kírgístans, sagði af sér fyrir ári, virtist sem þróunin yrði ekki stöðvuð. Sú varð þó ekki reyndin. Hinir nýju valdhafar hafa reynst ófærir um að uppfylla kosningaloforðin og byltingarandinn hefur fjarað út. Rússar hafa nú fengið nýtt tækifæri til að auka ítök sín og áhrif á þessu svæði. „Byltingarnar, sem svo eru kallaðar, voru viðbrögð fólks við slæmum stjórnarháttum og versnandi lífskjörum en þeim, sem tóku við, hefur ekki tekist að bæta ástandið,“ segir Gen- nadí Tsjúffrín, aðstoðarforstjóri opinberrar stofnunar í Moskvu, sem fæst við alþjóðleg efnahagsmál og samskipti, í viðtali við banda- ríska dagblaðið The Christian Science Moni- tor. „Það er jafnvel hugsanlegt, að í Úkraínu gangi „byltingin“ til baka. Rússnesk stjórnvöld munu ekki gráta það, að staða Víktors Jústsj- enkos veikist og ég held, að svo muni verða.“ Vegna efnahagserfiðleika og óánægju meðal almennings í Úkraínu er helsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, sem hallar sér að Rússum, nú með forystuna í skoðanakönnunum og það má kallast kaldhæðni örlaganna, að leiðtogi hans, Víktor Janúkovítsj, sem neyddist til að segja af sér 2004 vegna ásakana um kosningasvindl, skuli nú saka yfirvöld um að ætla að stela kosn- ingunum 26. mars nk. „Gulrauði flokkurinn mun ekki halda völdum nema með víðtæku svindli og að því er hann að vinna,“ sagði Ja- núkovítsj í síðustu viku. Kannanir gefa nú flokki Janúkovítsj, Hér- aðaflokknum, 27%, flokki Júlíu Tímoshenko, fyrrverandi forsætisráðherra, 19% og flokki Jústsjenkos forseta, Okkar Úkraínu, 17%. Komi upp þrátefli á þingi að kosningum loknum mun það koma sér best fyrir Rússa. Þeir eiga ýmsa leiki í stöðunni eins og sýndi sig í janúar þegar þeir margfölduðu verðið á gasi til Úkraínu. Það varð enn til að auka á eymdina og kom sér vel fyrir Janúkovítsj. „Við getum gert Úkraínu öfluga og ríka en það er ekki til neins að tala um lýðræði í örs- nauðu landi,“ sagði Janúkovítsj á fundi í síð- ustu viku. „Við munum ekki fara að dæmi nú- verandi stjórnvalda, sem hafa spillt fyrir samskiptunum við Rússland.“ Ímyndarvandinn eina áhyggjuefnið Rússar hafa ekki áhyggjur af samskiptunum við Hvíta-Rússland. Þar er Alexander Lúk- ashenko forseti öruggur um sinn þriðja sigur í kosningunum 19. þessa mánaðar og það er helst, að Rússar reyni að fegra dálítið ímynd hans út á við. Þeir ganga þó ekki svo langt að kalla væntanlegar kosningar lýðræðislegar. Tveir menn bjóða sig fram gegn Lúk- ashenko, Alexander Kozúlín og Alexander Míl- ínkevítsj, en hvorugur þeirra hefur í raun fengið aðgang að fjölmiðlum og fundir þeirra flestir hafa verið leystir upp með valdi. Lúkashenko, sem er fyrrverandi sam- yrkjubúsforstjóri, nýtur þess, að hagvöxtur hefur verið ágætur í Hvíta-Rússlandi, atvinnu- leysi er lítið og þótt kjörin séu ekki góð, þá hafa þau ekki versnað. „Þótt lítið fari fyrir lýðræðinu hjá Lúk- ashenko, þá nýtur hann stuðnings almenn- ings,“ sagði Míkhaíl Deljagín, forstöðumaður óháðrar stofnunar í Moskvu. „Hann kann að vera holdgervingur Satans sjálfs í augum vest- rænna manna en Hvít-Rússar líta á hann sem sinn löglega forseta.“ Nýtt kuldaskeið? Margir rússneskir sérfræðingar hafa áhyggjur af því, að átök Bandaríkjamanna og Rússa um ítök í fyrrverandi sovétlýðveldum muni verða til að valda nýju kuldaskeiði í sam- skiptum þeirra. Bandaríska alþjóðasam- skiptaráðið segir til dæmis í nýrri skýrslu, að samskipti Bandaríkjanna og Rússlands séu „á niðurleið“, meðal annars vegna afskipta Rússa af málefnum nágrannaríkjanna. Írína Zvíels- kaja, sérfræðingur hjá óháðri stofnun í Moskvu, sem fjallar um her- og alþjóðamál, er sammála því, að samskiptin séu stirðari en áð- ur. „Í Rússlandi var því miður litið svo á, að lýð- ræðisólgan í nágrannaríkjunum væri samsæri gegn rússneskum hagsmunum. Bandaríkja- stjórn hamrar stöðugt á lýðræði en við höfum mestar áhyggjur af stöðugleikanum. Hér er um að ræða gagnkvæmt skilningsleysi.“ Er lýðræðisbyltingin í Úkraínu á útleið? AP Myndum af Mílínkevítsj, öðrum mótframbjóð- anda Lúkashenko forseta, haldið á loft. Lúk- ashenko segir, að tilgangur „einræðisins“, sem hann er sakaður um, sé einmitt sá að gera fólkið frjálsara. ’Við getum gert Úkraínu öfl-uga og ríka en það er ekki til neins að tala um lýðræði í örsnauðu landi.‘ Þingkosningar verða í tveimur fyrrverandi sovétlýðveldum í þessum mánuði. Virðist fátt geta komið í veg fyrir, að Alex- ander Lúkashenko verði endurkjörinn forseti Hvíta-Rúss- lands og margt bendir til, að Moskvuholl stjórnarandstaðan í Úkraínu hrósi sigri. Rússum er öllu rórra en áður. Sheer Driving Pleasure BMW X5 www.bmw.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.