Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 20
Laugardalur | Eitt af vinsæl-
ustu útivistarsvæðum Reykja-
víkur er í Laugardalnum. Þar
er ýmislegt um að vera á vett-
vangi íþróttanna og hægt að
bregða sér í Húsdýragarðinn
og Grasagarðinn. En það er
einnig hægt að fara í gönguferð
án þess að hafa mikið fyrir
stafni, eins og vinkonurnar
Sunna og Elfa gerðu einn góð-
viðrisdaginn.
Morgunblaðið/Ásdís
Gönguferð í Laugardalnum
Útivist
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland
Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími
569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Á heimasíðu Akureyrarbæjar eru tald-
ar upp 12 ástæður til að búa í bænum.
Meðal annars þessi: „Veðurfar er gott,
sólrík sumur, snjór á vetrum.“ Heims-
byggðin veit að sólin skín allt sumarið
innan bæjarmarkanna en líklega er
tímabært að endurskoða þetta með snjó-
inn …
Finna þarf nafn á nýtt sveitarfélag sem
til verður við sameiningu Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar. Sverrir Páll Erlendsson,
kennari við MA, veltir málinu fyrir sér á
heimasíðu sinni á dögunum og bendir
m.a. á þann möguleika að nota fyrri
partinn úr nafni Siglufjarðar og þann
seinni úr nafni Ólafsfjarðar. Vert er að
geta þess að Sverrir Páll er fæddur og
uppalinn á Siglufirði!
Vinur minn, forfallinn aðdáandi enska
knattspyrnufélagsins Arsenal, fann við-
eigandi leið til þess að fagna óvæntum
en mjög sanngjörnum sigri liðsins gegn
Real Madrid á Spáni um daginn. Hann
gekk upp að Sigurhæðum, húsi séra
Matthíasar.
Um síðustu helgi var opnuð sýning á
verkum Bandaríkjamannsins Spencers
Tunicks í Listasafninu á Akureyri,
náungans sem síðastliðin ár hefur tekið
ljósmyndir af nöktu fólki í þúsundatali í
borgum og bæjum um allan heim. Tun-
ick kom í heimsókn í tilefni sýning-
arinnar og hélt fyrirlestur um list sína
en það er óskiljanlegt að hann skyldi
láta sér það tækifæri úr greipum ganga
að mynda alla Eyfirðinga nakta í kirkju-
tröppunum. Heyrst hefur – en þó ekki
fengist staðfest – að ástæðan sé sú að ég
var ekki í bænum …
Frúin í Hamborg við Ráðhústorgið,
verslun með gamla muni, er skemmti-
legur staður. Það er eins og heimsókn til
afa og ömmu á árum áður að ganga þar
inn. Nema hvað þau áttu ekki vínylplöt-
una Double Fantasy með John Lennon.
Úr
bæjarlífinu
AKUREYRI
Eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann
Neskaupstaður | Hann
Skúli Þór, nokkurra
mánaða gamall pjakkur,
lætur það lítið á sig fá
þó að honum sé skellt á
bólakaf.
Stefanía Freysteins-
dóttir, íþróttakennari og
ungbarnasundskennari,
skellir honum hér í kaf
og pabbinn, Ingvar Stef-
án Árnason, fylgist með,
tilbúinn að taka á móti
stráksa þegar hann
kemur úr kafi. Ung-
barnasundsnámskeiðin
hjá Stefaníu eru vinsæl
enda frábær leið til
skemmtilegra sam-
verustunda foreldra og
barns.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Á bólakaf í ungbarnasundi
Jónas Árnason sat aðsumbli með Eiríkigamla Áslákssyni í
kirkjugarðinum og lýsir
því þegar Eiríkur fór að
yrkja:
„En hann ansaði mér
nú engu, kaldur sat hann
allt í einu gneypur og
hugsi, eins og Íslend-
ingar sitja svo oft þegar
svona stendur á, af því
þjóðernið í hjarta þeirra
eflist í réttu hlutfalli við
magn þess brennivíns
sem þeir láta í magann,
og fyrr en varir þyrmir
yfir þá arfinum mikla.“
Eftir að hafa þrifið
flöskuna þrisvar og
slokrað úr henni orti Ei-
ríkur:
Gumum finnst lífið grábölvað.
Grimmum bitnir af lúsum,
innan um heimsins hrossatað
híma þeir líkir músum.
En góði vinur, hvað gerir það,
þó í grenjum við lifandi
dúsum,
bara ef okkur blessast að
búa dauðir í húsum.
Í kirkjugarði
pebl@mbl.is
Þórshöfn | Hreppsnefndir Þórshafnar-
hrepps og Skeggjastaðahrepps hafa ákveð-
ið að efna til atkvæðagreiðslu um samein-
ingu sveitarfélaganna. Kosningin fer fram
8. apríl næstkomandi.
Í Þórshafnarhreppi bjuggu 417 undir lok
síðasta árs og 125 í Skeggjastaðahreppi,
samtals 542 íbúar. Bakkafjörður er
byggðakjarninn í síðarnefnda sveitarfé-
laginu.
Fram kemur í fréttabréfi Þórshafnar-
hrepps að sveitarstjórnirnar hafa að und-
anförnu rætt um hagkvæmni þess að sam-
eina sveitarfélögin. Auk þess var fundað
með starfsmönnum félagsmálaráðuneytis
og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, félags-
málaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra og samgönguráðherra þar sem rædd
voru nokkur þau helstu áhersluatriði er
sveitarstjórnirnar telja að þurfi að ná fram
að ganga til að sameining sveitarfélaganna
geti talist hagkvæm. Niðurstaða þeirra
viðræðna var það jákvæð að sveitarstjórn-
irnar ákváðu á fundum sínum um helgina
að boða til kosninga um sameiningu laug-
ardaginn 8. apríl nk.
Stefnt er að því að halda kynningarfundi
í báðum sveitarfélögunum laugardaginn 1.
apríl nk. en fyrir fundinn verður dreift inn
á hvert heimili í sveitarfélögunum skýrslu
sem er í vinnslu hjá Atvinnuþróunarfélagi
Þingeyinga og samstarfsnefndum samein-
ingar sveitarfélaganna. Þar verður velt
upp ýmsum atriðum er koma til álita við
hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna.
Kosið um
sameiningu
Þórshafnar og
Bakkafjarðar
AFURÐASTÖÐVAR í mjólkuriðnaði hafa
ákveðið að greiða fullt afurðastöðvaverð
fyrir alla mjólk umfram kvóta, sem berst
til afurðastöðva á þessu verðlagsári en það
stendur út ágúst. Kemur það fram á vef
Landssambands kúabænda, naut.is.
Fram kemur að greitt verður bæði fyrir
prótein- og fituhluta umframmjólkurinnar.
Sala á mjólkurafurðum gengur feiknavel
þessa mánuði, segir á vefnum, og nemur
söluaukningin fyrstu tvo mánuði ársins
2006 um hálfri milljón lítra mjólkur á pró-
teingrunni, miðað við sama tímabil í fyrra.
Þá er vert að geta þess að einnig hefur auk-
ist sala á fituríkum afurðum.
Greiða fullt verð
fyrir alla mjólk
♦♦♦
AÐALFUNDUR FLÖGU GROUP hf.
verður haldinn að Síðumúla 24,
fimmtudaginn 23. mars 2006 kl.8:30
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur félagsins 2005
3. Kosning stjórnar
4. Kosning endurskoðanda
5. Ákvörðun um meðferð hagnaðar/taps á árinu
6. Ákvörðun um stjórnarlaun
7. Önnur mál löglega upp borin
Dagskrá og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu
stjórnar og endurskoðanda munu liggja frammi á skrifstofu félagsins
að Síðumúla 24 í Reykjavík, viku fyrir aðalfundinn.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Stjórn Flögu Group hf.
www.flagagroup.is