Morgunblaðið - 09.03.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 23
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Mýrdalur | „Við vorum bara að
hittast og skemmta okkur en ekki
að reyna að leysa landbúnaðarmál-
in,“ segir Jóhannes Kristjánsson á
Höfðabrekku í Mýrdal, fyrsti for-
maður Landssamtaka sauðfjár-
bænda. Hann bauð til sín á Hótel
Höfðabrekku fyrstu stjórn samtak-
anna og guðföður þeirra.
Landssamtök sauðfjárbænda
voru stofnuð á árinu 1985 og urðu
því tvítug á síðasta ári. Áður höfðu
ekki verið sérstök samtök sauð-
fjárbænda heldur annaðist Stétt-
arsamband bænda hagsmunagæslu
fyrir sauðfjárbændur. Ekki var
eining um stofnun sérstakra sam-
banda kúa- og sauðfjárbænda í
upphafi og þurfti töluvert átak til
að koma þeim á fót og það kostaði
mikla vinnu forystumannanna.
Jóhannes segir að fram hafi
komið í spjalli þeirra félaga á
Höfðabrekku núna að Halldór
Pálsson búnaðarmálastjóri nefndi
það við Einar E. Gíslason á Syðra-
Skörðugili hvers vegna sauðfjár-
bændur stofnuðu ekki sjálfstæð
samtök, eins og hrossabændur og
ýmsir aðrir hópar bænda höfðu
lengi haft með sér. Einar fékk síð-
ar ýmsa bændur í lið með sér, með-
al annars Jóhannes á Höfða-
brekku, til að stofna Landssamtök
sauðfjárbænda. Einar tók ekki
sæti í stjórn en með Jóhannesi,
sem kjörinn var formaður, voru
Eysteinn Jónsson á Arnarvatni,
Aðalsteinn Aðalsteinsson á Vað-
brekku, Sigurður Jónsson í Fjarð-
arhorni og Rúnar Hálfdánarson á
Þverfelli. Eysteinn er látinn en
hinir stjórnarmennirnir hittust á
Höfðabrekku ásamt Einari á
Skörðugili.
„Þetta var gaman því við höfum
ekki hist saman frá því við vorum í
stjórninni,“ segir Jóhannes og bæt-
ir því við að það hafi lengi staðið til
hjá sér að kalla þennan hóp saman.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Endurfundir Skemmtilegt var hjá fyrstu stjórn sauðfjárbænda á Höfða-
brekku, fv. Aðalsteinn Aðalsteinsson, Sigurður Jónsson, Einar E. Gíslason,
Jóhannes Kristjánsson og Rúnar Hálfdánarson.
Reyndum ekki að leysa
landbúnaðarmálin
Reykjadalur | „Við höfum mjög gaman af hæn-
unum, auk þess sem eggin eru betri á bragðið
og fallegri á litinn,“ segir Hildigunnur Jóns-
dóttir sem býr á bænum Lyngbrekku í Reykja-
dal og hefur ásamt systur sinni, Kristínu Mar-
gréti Jónsdóttur, búið með heimilisfugla í meira
en tuttugu ár.
„Hænur fengum við fyrst árið 1984 en end-
urnar komu nokkrum árum síðar og eru sérlega
skemmtilegur bústofn,“ segir Kristín Margrét,
en fuglabúskapur þeirra systra er um 30 hænur
og 10 endur á vetrarfóðrum.
Fjölgar á sumrin
Á sumrin fjölgar yfirleitt mjög á búinu þar
sem alltaf liggja nokkrar hænur á og endurnar
unga út víða á landareigninni. Stundum fjölgar
hænsnunum um meira en helming og endurnar
hafa oft orðið 80 til 100 talsins þegar vel hefur
gengið. Þá er útungunarvélin oft í gangi á sumr-
in. Fyrir utan að hafa mjög mikla ánægju af
fuglunum er af þeim mikið gagn því þær nýta
allt sem fiðurféð gefur af sér. Eggin koma að
góðum notum fyrir heimilið. Aldrei skortir
hænuegg og oft eru endurnar mjög duglegar að
verpa enda eru eggin mjög góð í kökur.
Þær systur eru auðvitað aflögufærar með
þessar afurðir og nágrannar og vinir fá eggja-
bakka þegar á þarf að halda.
Þá fellur mikið andakjöt til á haustin enda
ekki hægt að setja á alla unga. Það er mikið
verk að reyta fiðrið, en endurnar eru kjötmiklar
og vega frá 1,5–2 kg. Þetta þykir góður matur
að mati þeirra sem til þekkja og kunningjar
kunna vel að meta að fá gefins endur á veislu-
borð sín. Sama má segja um hænsnin, en allir
hanar eru aldir til kjöts og aldrei þarf að kaupa
kjúklinga í kjötborðum búðanna. Þetta eru auð-
vitað ekki holdakjúklingar heldur eru þetta að-
allega hænsni af gamla íslenska stofninum og
það er ekki mjög kjötmikið kyn.
Blikur á lofti
En ógnar ekki fuglaflensa íslenskum hænsn-
um og aliöndum? „Við höfum reyndar ekki mjög
miklar áhyggjur af þessu þar sem nálægðin við
þessa fugla er með allt öðrum hætti en í As-
íulöndum,“ segir Hildigunnur. „Hér er fólk vel
upplýst um þessi mál og við munum fylgjast vel
með atburðarásinni og gera það sem fólki með
fugla verður sagt að gera.“
„Ef fuglarnir þurfa að vera inni í sumar mun-
um við fækka bæði öndum og hænum því erfitt
er að loka allt inni á þeim tíma þegar fjölgar í
hópnum. Þetta eru útifuglar sem eru mjög ólíkir
t.d. búrhænsnum, en seint hættum við alveg því
þetta er svo gaman,“ segir Kristín Margrét og
ekki eru nein merki um uppgjöf í búskapnum.
Endur og hænsni í uppáhaldi
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Fuglabændurnir á
Lyngbrekku hafa ekki
áhyggjur af fuglaflensu
Eftir Atla Vigfússon
Íslenskar Hildigunnur Jónsdóttir með íslensk skrauthænsni.
Andarsteggur Kristín Margrét Jónsdóttir með einn andarstegginn.
Þegar mest hefur verið hafa verið hátt í 100 endur á Lyngbrekku.
Hvammstangi | Byggðaráð Húnaþings vestra samþykkti á dögunum
bókun þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í sveit-
arfélaginu.
Á undanförnum vikum hafa fyrirtæki þurft að grípa til uppsagna á
starfsfólki. Þar er væntanlega meðal annars verið að vísa til upp-
sagna hjá Meleyri hf. á Hvammstanga.
Byggðaráð samþykkti að óska eftir fundi með alþingismönnum
kjördæmisins um stöðu atvinnumála.
Áhyggjur af stöðu atvinnumála
Skráning í síma 544 4500 og á www.ntv.is - NTV - Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogur
GRUNNNÁM Í BÓKHALDI
Helstu námsgreinar:
Villt þú læra bókhald og tölvubókhald?
108 kennslustunda hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja læra
bókhald frá grunni til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum.
Námið hentar einnig einstaklingum með sjálfstæðan atvinnurekstur og
þeim sem eru að hefja rekstur og vilja geta fært bókhaldið sjálfir.
Virðisaukaskattur
- reglur, skil og öll meðferð vsk.
Tölvubókhald í Navision
- rauhæf verkefni með fylgiskjölum
Verslunarreikningur
- það helsta sem notað er við skrifstofustörf
Undirstaða bókhalds
- mikið um verklegar æfingar
Morgunnámskeið:
Námið er 108 stundir og kostar 86.450.- stgr. eða með raðgreiðslum.
Kennt alla virka daga
kl. 8:30 til 12:30.
Frá 29. mars til 5. maí.
Kennt á mán.- og mið kl. 18:00 - 22:00
og á laugardögum kl. 13:00 til 17:00.
Frá 6. mars til 24. apríl.
Kvöldnámskeið:
„Með auknum umsvifum fyrirtækis okkar
fannst mér ég sitja eftir hálf bjargarlaus.
Eftir námið treysti ég mér í öll störf á
skrifstofunni og get tekið að mér fleiri og
stærri verkefni. Nú er ekki spurning um
hvort heldur hvað ég ætla að læra næst ...“
Ragnheiður Einarsdóttir
- Útgerðafyrirtækinu Pétursey