Morgunblaðið - 09.03.2006, Qupperneq 24
Daglegtlíf
mars
Mikil kaffidrykkjagetur aukiðhættu á að fáannað hjartaáfall
hjá þeim sem þegar hafa feng-
ið eitt. Kanadísk rannsókn
hefur leitt í ljós að kaffi-
drykkjan eykur þó aðeins
áhættuna hjá þeim sem hafa
breytt ensím sem brýtur niður
koffein, að því er fram kemur
á vef Dagens Nyheter. Í Sví-
þjóð er hlutfall þeirra sem
hafa þetta ensím sex af hverj-
um tíu.
Frekari rannsóknir þurfa
þó að fara fram til að hægt sé
að staðfesta niðurstöðurnar.
Líkami okkar brýtur niður
ýmis efni, s.s. koffein, með
hjálp ýmiss konar ensíma.
Ensímið sem brýtur niður kof-
fein brýtur einnig niður ýmis
þunglyndislyf. Þetta ensím er
mismunandi á milli fólks og
fer það eftir erfðum.
Tvö þúsund manns sem
höfðu fengið hjartaáfall voru
rannsakaðir og jafnstór hópur
sem ekki hafði fengið hjarta-
áfall. Í ljós kom að aðeins hjá
þeim sem ekki höfðu þetta
breytta ensím hafði kaffi-
drykkjan þau áhrif að auka
líkur á öðru hjartaáfalli.
Of snemmt er að ráðleggja
fólki sem fengið hefur hjarta-
áfall að hætta að drekka kaffi
því frekari rannsókna er þörf.
Magn kaffis skipti einnig máli.
Fólk sem drakk 2–3 bolla á
dag var ekki í hættu en þeir
sem drukku fjóra bolla eða
meira á dag áttu 60% frekar á
hættu að fá annað hjartaáfall.
RANNSÓKN
Mikið kaffi
eykur líkur
á öðru
hjartaáfalli
É
g hef ekki undan að
bóka hjá mér og það
komast færri að en
vilja,“ segir Guðrún
Júlía Jóhannsdóttir
sem rekur fyrirtækið Smukbrud í
sveitasælunni á Jótlandi, þar sem
hún selur brúðarkjóla, þjónustar og
dekrar við konur á brúðkaupsdaginn.
„Þetta er nokkurra klukkustunda
prógramm ef konur taka allan pakk-
ann. Ef brúðkaupið er til dæmis
klukkan tvö, eins og algengt er hér í
Danmörku, þá kemur brúðurin hing-
að til mín snemma morguns og byrjar
á því að fara í freyðibað með rósa-
blöðum og ilmolíum og slakar vel á.
Svo færum við henni kampavín og
gerum þetta sem notalegast og henni
er velkomið að koma með vinkonu
sína eða mömmu með sér. Síðan
farða ég brúðina og hér er hár-
greiðslukona sem sér um að greiða
henni og við klæðum hana líka í brúð-
arkjólinn og gerum hana í rauninni
tilbúna til að fara beint út í bíl eða
hestvagn, eftir því á hvaða farartæki
hún fer til kirkju. Stundum dúllum
við líka við vinkonuna eða mömmuna,
förðum og greiðum þeim líka ef um
það er beðið.“
Meðhöndlaðar eins og prinsessur
Verðandi brúður getur semsagt
fengið allan pakkann á einum stað hjá
Guðrúnu Júlíu, sem getur verið mikill
kostur, og ekki amalegt að fá þar fyr-
ir utan svona notalega meðhöndlun
eins og rósablaðafreyðibað. „Ég geri
allt sem í mínu valdi stendur til að
láta þeim líða eins og þær séu prins-
essur, enda er þetta sá dagur í lífi
hverrar konu sem þær eru sann-
arlega prinsessur. Ég er líka oftast
búin að kynnast þeim aðeins áður en
stóri dagurinn rennur upp, því þær
þurfa að koma hingað og máta kjóla,“
segir Guðrún Júlía sem selur ekki að-
eins brúðarkjóla, heldur líka brúð-
arskó, slör, hárskraut og alla mögu-
lega fylgihluti sem konur sækjast
eftir fyrir brúðkaupsdaginn.
Jákvætt starf tengt gleðistund
Fyrirtækið stofnaði Guðrún Júlía
fyrir ári þegar hún og sambýlismaður
hennar, Hari, keyptu stórt og fallegt
hús á yndislegum stað úti í sveit á
Jótlandi. Húsið er hundrað og eins
árs gamall skóli í notalegu umhverfi
sem hefur verið endurbyggður. „Mig
langaði til að hafa vinnuna mína
heima og ala börnin mín upp við það
að ég sé alltaf á staðnum, svona rétt
eins og ég ólst sjálf upp við heima í
Neskaupstað. Og svo langaði mig líka
til að starfa við eitthvað jákvætt og
gleðilegt og þá fékk ég þessa hug-
mynd að heildarlausn fyrir brúði og
sé ekki eftir að hafa hrint henni í
framkvæmd. Umhverfið hér er róm-
antískt, svo það hentar mjög vel,“
segir Guðrún Júlía og bætir við að
hún sé komin í draumastarfið.
Gaman að fá íslenskar konur
Ástin dró Guðrúnu Júlíu upp-
haflega til Danmerkur fyrir sautján
árum og þar lærði hún til snyrtifræð-
ings auk þess að ljúka þar stúdents-
prófi. „Ég kann vel við mig í Dan-
mörku en ég er með heilmikla
tengingu við Ísland í fyrirtækinu
mínu því ég farða viðskiptavini mína
með No name-snyrtivörum sem ég
kaupi á Íslandi og ég hef áhuga á að
selja Þríkrossinn og aðra skartgripi
eftir íslenska hönnuði, hér hjá mér.
Hingað kom ein íslensk brúður í
fyrra sem ég dekraði við á brúð-
kaupsdaginn og önnur er á leiðinni til
mín núna í apríl. Mér finnst sér-
staklega gaman að fá íslenskar konur
til mín,“ segir Guðrún Júlía sem ætl-
ar sjálf að gifta sig í ágúst en veit ekki
fyrir víst hver tekur að sér að dekra
við hana þá. Og auðvitað verður brúð-
kaupið í sælureitnum í sveitinni. „Við
ætlum að gifta okkur úti í garði hér
heima.“
Dekrar við verðandi brúði
Guðrún Júlía ásamt tveimur brúðum sem hafa þegið þjónustu hennar fyrir stóru stundina.
Sveitasetrið þar sem Guðrún Júlía býr og Smukbrud er til húsa.
www.smukbrud.dk
FYRIRTÆKI | Guðrún Júlía stofnaði Smukbrud fyrir prinsessur í einn dag
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is