Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 25

Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 25
Iðnþing 2006 föstudaginn 17. mars á Hótel Loftleiðum Nýsköpun í hnatt- væddum heimi Framtíðarsýn fyrir atvinnulífið Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka iðnaðarins Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra Hans Skov Christensen framkvæmdastjóri Dansk Industri Pallborðsumræður um framtíðarsýn, atvinnustefnu, hnatt- væðingu, gjaldmiðla og Evrópumál Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra Borgartúni 35 - 105 Reykjavík Sími 591 0100 - Fax 591 0101 mottaka@si.is - www.si.is Nánari upplýsingar og skráning á www.si.is Dagskráin, sem hefst stundvíslega kl. 13:00 í sal-1 á Hótel Loftleiðum, er öllum opin og aðgangur ókeypis, en tekið er við skráningum á www.si.is. Ráðstefnulok eru áætluð um kl. 16:00. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 25 DAGLEG LÍF Í MARS ÞAÐ getur vafist fyrir fólki hvernig best er að láta frómasinn heppnast þegar nota á matarlím. Matarlím sem nota á í heitan vökva er auðveld- ara í meðhöndlun en þegar brætt skal í kaldan vökva. Auðvelda leiðin – matarlím í heitan vökva Til að sýna hvernig best er að fara að er gefin uppskrift að eftirrétt- inum panna cotta. Panna cotta fyrir fjóra 3 matarlímsblöð ½ l rjómi 100 g sykur 1 vanillustöng ¾ tsk. rifinn sítrónubörkur Setjið hráefnið í pott og komið upp suðu. Fjarlægið vanillustöngina. Síðan er matarlíminu bætt í á eft- irfarandi hátt:  Leggið matarlímsblöðin eitt í einu í skál með vel köldu vatni og látið liggja í 5–10 mínútur.  Þegar tíminn er liðinn eru blöðin orðin mjúk og þykk. Takið þau úr vökvanum og kreistið vatnið úr þeim.  Setjið matarlímsblöðin beint í heitan vökvann í pottinum. Hrærið þar til matarlímið hefur bráðnað saman við.  Hellið vökvanum í þar til gert form og setjið í kæli þangað til frómasinn hefur stífnað eða um fjórar klst. Erfiða aðferðin – matarlím í kaldan vökva Þegar búinn er til sítrónufrómas er matarlímið sett í kaldan vökva. Sítrónufrómas fyrir fjóra 4 matarlímsblöð 4 egg 100 g sykur 2 tsk. rifinn sítrónubörkur ½ dl sítrónusafi ¼ l rjómi Hrærið egg og sykur uns létt og ljóst. Bætið í rifnum berkinum. Bæt- ið matarlíminu í eins og lýst er. Hrærið rjómann sér.  Leggið matarlímsblöðin eitt í einu í bleyti í vel kalt vatn í 5– 10 mínútur. Vatnið á að fljóta vel yfir.  Takið blöðin upp úr vatninu ásamt því vatni sem loðir við, þ.e. ekki kreista úr þeim vatn- ið.  Setjið matarlímsblöðin í hita- þolna skál, sem er ofan í potti með vatni sem sýður lítið eitt, og bræðið í vatnsbaði.  Bætið sítrónusafanum í mat- arlímið. Athugið hitastigið með því að láta dropa leka á úlnlið- inn, ef vökvinn er heitur þarf að kæla hann aðeins.  Hellið matarlímsblöndunni í eggjahræruna í mjórri bunu og hrærið í á meðan. Bætið þeytt- um rjómanum saman við.  Látið frómasinn stífna til hálfs í kæli og hrærið í öðru hvoru. Eftir það er honum hellt í flotta skál og látinn stífna til fulls.  MATARGERÐ | Er frómasinn klesstur og blautur? Galdurinn við matarlím Í MATARLÍMI er próteinið kollagensem finnst í bandvefjum dýra og er þaraf leiðandi helst unnið úr skinni og beinum svína. Matarlím fæst annars vegar sem gegnsæ blöð og hins vegar sem duft. Þegar matarlímið hefur bráðnað myndast gel af því að próteinið í mat- arlíminu getur bundist miklu magni vökva og þar af leiðandi stífnar vökv- inn sem matarlímið er sett í af því að vökvinn binst matarlíminu. Grænmetisætur geta fengið mat- arlím sem unnið er úr þangi, t.d. í heilsuvöruversluninni Maður lifandi.  MATARGERÐ Hvað er matarlím og hvernig virkar það?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.