Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 28

Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í eftirmálanum af Óskarnum umsíðustu helgi hefur fátt veriðrætt meira á ýmsum erlendum netsíðum en hvers vegna Brokeback Mountain hlaut ekki Óskarsverð- launin sem besta myndin. Nú hef ég ekki séð þessa bíómynd, og horfði raunar ekki á Óskarsverðlaunaaf- hendinguna heldur, en ætla samt að leyfa mér að velta upp nokkrum punktum í þessu máli sem vakið hafa athygli mína. Þó ber að geta þess strax í upphafi, að ég hef engin svör við þeim spurningum sem virðast hafa vaknað. Og ég spyr allra þess- ara spurninga sjálf.    Eftir því sem mér skilst fjallarBrokeback Mountain á fal- legan og yfirvegaðan hátt um ást- arsamband. Svo vill til að hinir ást- föngnu eru báðir karlmenn, og kúrekar að auki. Margir bíóvitringar sem ég hef rætt við hafa hrósað myndinni í há- stert; þetta sé vel gerð mynd, vissu- lega með óvenjulegt umfjöllunarefni (sem líkt og oftar telst kostur hér). Það sem slíkt sé hins vegar ekki þungamiðja myndarinnar, og heldur ekki það sem geri myndina að því meistaraverki sem hún er. Umgjörð og efnistök séu hennar aðalsmerki, og hún sé raunar svo vel gerð að Óskarinn væri sjálfgefinn í því sam- bandi.    Engu að síður virðast margirtelja að umfjöllunarefnið – ást- arsamband tveggja karlmanna – sé ástæða þess að kvikmyndin hlaut ekki „aðal-Óskarsverðlaunin“, sem hljóta að teljast verðlaun fyrir bestu mynd. Að Óskar hafi farið í mann- greinarálit, og sniðgengið homm- ana. Raunar hlaut Brokeback Mount- ain bara tvenn verðlaun af þeim átta sem hún var tilnefnd til, fyrir bestu leikstjórn og besta handrit byggt á áður birtu efni. Sumir hafa bent á að niðurstaðan hafi ekkert með sam- kynhneigð að gera; sagt að Crash sem var valin besta myndin sé frá- bær mynd sem taki líka á erfiðum málum, og þar að auki sé akademí- an, sem velur Óskarinn, breysk eins og allir viti. Því til stuðnings hafa verið rifjaðar upp gamlar „syndir“, eins og þegar Shakespeare in Love var valin besta myndin í stað Saving Private Ryan.    Þá heyrði ég öðrum punkti fleygtfram í þessu máli, af íslenskum kunningja mínum, skömmu áður en verðlaunin voru veitt. Hvers vegna í ósköpunum var Jake Gyllenhaal til- nefndur til verðlaunanna sem besti aukaleikari, þar sem hann leikur annan helminginn af ástarsam- bandi? Kunninginn benti á að ef gagnkynhneigt samband hefði verið til umræðu í myndinni hefðu leik- ararnir verið tilnefndir fyrir bestan leik í aðalhlutverki, kvenkyns ann- ars vegar og karlkyns hins vegar. Þó má vel vera að einungis komi til greina að eitt karlhlutverk geti talist aðalhlutverk í sömu mynd. Sé svo er það í hrópandi ósamræmi við þá staðreynd að tveir karlmenn geta vel verið í aðalhlutverki í sömu andrá. Til dæmis í samböndum sam- kynhneigðra.    Talandi um að vera verðlaunaverður. And-Óskarsverðlaunin, Golden Raspberry eða Razzie- verðlaunin, sem veitt eru fyrir verstu frammistöðu í öllum grein- um, voru líka veitt um síðustu helgi. Það var Hayden Christensen sem hlaut verðlaunin fyrir versta leik í aukahlutverki í Revenge of the Sith, þriðju Stjörnustríðs-myndinni. Raunar er spurning hvers vegna, rétt eins og Jake Gyllenhaal, hann er tilnefndur fyrir leik í aukahlutverki þar sem hann leikur eitt af burð- arhlutverkum myndarinnar. En engu að síður þykir mér hann vel að verðlaununum kominn fyrir versta leik. Að túlka hvers vegna Anakin Sky- walker varð Darth Vader hlýtur að teljast nokkuð veigamikið hlutverk í kvikmyndasögunni. Þessu hlutverki skilar Christensen á afleitan hátt; þær mótsagnakenndu tilfinningar sem brjótast um í persónunni fara algjörlega fyrir ofan garð og neðan, og, það sem verra er, gera hina veigamiklu útskýringu á umbreyt- ingunni fullkomlega óskiljanlega. Fer Óskar í manngreinarálit? ’Hvers vegna í ósköpunum var Jake Gyllenhaal til-nefndur til verðlaunanna sem besti aukaleikari, þar sem hann leikur annan helminginn af ástarsambandi?‘ Reuters Heath Ledger og Jake Gyllenhaal í Brokeback Mountain. ingamaria@mbl.is AF LISTUM Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur Maður í líki Darth Vader tekur við verðlaununum fyrir versta karlleik í aukahlutverki, fyrir hönd Hay- dens Christensens á Razzie-verð- launaafhendingunni um sl. helgi. „ÞAÐ er tæpast ofsögum sagt – og ekki á neinn hallað – þótt því sé haldið fram að Jón Nordal sé eitt mesta tónskáld sem Ísland hefur átt. Í Jóni Nordal kristallast straumar og stefnur 20. ald- arinnar, ævi hans og tónsmíðafer- ill er samofinn tónlistarsögu okkar og þróun,“ ritar Árni Heimir Ing- ólfsson í tónleikaskrá Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í kvöld. Tón- leikar kvöldsins eru helgaðir Jóni, sem varð áttræður síðastliðinn mánudag. Á tónleikunum verða leikin fimm verk; Cho- ralis, Tvísöngur fyrir fiðlu, lágfiðlu og hljóm- sveit, Píanókonsert, Haustvísa – konsert fyrir klarínettu og hljómsveit, og Sellókonsert. Ein- leikarar kvöldsins eru því fimm talsins; þau Víkingur Ólafsson, Guðný Guðmundsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, Einar Jóhannesson og Erling Blöndal Bengtsson. Afdrifaríkar upptökur Stjórnandi á tónleikunum verður Petri Sak- ari, og segist hann hæstánægður með að rifja upp kynnin við Jón Nordal og tónlist hans. „Jón var fyrsta ís- lenska tónskáldið sem ég tók upp tónlist eftir, ásamt Sinfóníu- hljómsveit Íslands, í júní árið 1987. Ég á því mjög kærar minn- ingar um tónlist hans,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Upptökurnar, sem gerðar voru ásamt Erling Blöndal Bengts- syni, áttu eftir að vera af- drifaríkar fyrir Sakari, því að þeim loknum var hann beðinn að verða aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitarinnar; starf sem hann gegndi í tveimur lotum í alls sjö ár. „Jón og sérstaklega sellókons- ertinn skiptu mig miklu máli, því við unnum ná- ið að honum saman. Síðan þá hef ég unnið mikið með verk Jóns, og tekið upp bæði Choralis og Haustvísu, klarinettukonsertinn, sem ég frum- flutti ásamt Einari Jóhannessyni árið 2000.“ Enginn íslenskur tónsmíðastíll Sakari segir hvert íslenskt tónskáld hafa sína sérstöðu, og erfitt að tala um ákveðinn íslensk- an tónsmíðastíl. „Það er kannski helst Jón Leifs sem hafði sértækan íslenskan tón. Ég hef rætt þetta við mörg íslensk tónskáld og við höf- um komist að þeirri niðurstöðu að stíll þeirra sé fremur alþjóðlegur. Hins vegar notar Jón Nor- dal bæði íslensk stef og önnur íslensk minni í tónlist sinni, eins og Lilju-lagið í Choralis og tvísönginn. Íslensk áhrif hans eru því augljós, og fyrir mér er tónlist Jóns Nordal hrein ís- lensk tónlist.“ Allir einleikararnir sem koma fram á tónleik- unum hafa leikið sömu verk og þeir leika í kvöld áður, að Ásdísi Valdimarsdóttur undanskilinni. Þá tóku þrír af einleikurunum fimm þátt í frumflutningi á „sínu“ verki á tónleikunum; Er- ling frumflutti sellókonsertinn, Einar klarin- ettukonsertinn og Guðný frumflutti tvísönginn ásamt Unni Sveinbjarnardóttur. Sakari lætur vel af endurfundum sínum við hljóðfæraleikarana. „Ég hef ekki hitt Ásdísi í 15 ár eða svo. Víkingur er síðan frábær ungur píanóleikari, þannig að það hefur verið gaman að kynnast honum,“ segir hann að síðustu. Tónleikarnir hefjast í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Til heiðurs Jóni Nordal Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is www.sinfonia.is Jón Nordal ásamt aðstandendum tónleikanna í kvöld. Frá vinstri: Petri Sakari hljómsveit- arstjóri, Einar Jóhannesson, Ásdís Valdimarsdóttir, Jón Nordal, Guðný Guðmundsdóttir og Víkingur Ólafsson. Á myndina vantar Erling Blöndal Bengtsson. Tónlist | Fjórir konsertar og fimm einleikarar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld Erling Blöndal Bengtsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.