Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmars 2006næsti mánaðurin
    mifrlesu
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 29 MENNING BÖRN eru enn mjög ung þegar ein- faldir töfrar litablöndunar ljúkast upp fyrir þeim. Hvítur og rauður búa til bleikan, galdur sem gott er að kunna þegar maður er fjögurra ára og kvenkyns. Gulur og blár skapa grænan, o.s.frv. Síðar bætast við leyndardómar fjarvíddar og hjá þeim áhugasömu jafnvel möguleikar sjón- blekkingarinnar. Ótal listamenn halda alla ævi í hinn barnslega hæfi- leika til að hrífast af möguleikum lita og forma, og í víðara samhengi af því hvað hægt er að skapa með þeim á fleti málverksins. Sumir hafa helgað ævistarf sitt rannsóknum af þessum toga, þar á meðal listamenn sem mál- arinn og gagnrýnandinn JBK Ransu vitnar til í sýningarskránni með sýn- ingu sinni í Galleríi Turpentine; mál- arar á borð við Josef Albers sem var frumherji á sviði abstraktlistar með áherslu á möguleika sjónrænnar blekkingar og samspil tvívíddar og þrívíddar, að ógleymdri Bridget Ril- ey sem hefur tekist að skapa undra- fögur málverk í anda op-stefnunnar, listar sem leikur sér með sjónræna blekkingu. Ransu hefur frá því um 1999 unnið markvisst að rannsóknum á mögu- leikum 20. aldar listastefna á borð við op-listina og pop-listina, eins og sjá má af titli sýningar hans,Popop. Ef litið er til verka hans í dag virðist hann ætla að halda áfram rann- sóknum af þessum toga, en þær tíma- bundnu niðurstöður sem kalla mætti málverk hans nú sýna fram á að slík- ar rannsóknir eiga fullan rétt á sér í dag og að ekki er um endurtekningu að ræða. Nú er í sjálfu sér ómögulegt að endurtaka sig eða aðra í listinni, jafnvel nákvæm eftirmynd listaverka er auðvitað alltaf nýtt verk eins og ýmsir listamenn á síðari hluta 20. ald- ar hafa sýnt og sannað í leik sínum með eftirmynd og spurningar um frummynd og eftirmynd. Ransu gerir ekki eftirmyndir af listaverkum ann- arra heldur leitar í smiðju hugmynda- fræði þeirra sem á undan eru gengn- ir, síðan vinnur hann verk sín í nýju samhengi, á tímum þegar listasagan er þegar orðin eins og hvert annað verkfærabox samtímalistamanna. Í Galleríi Turpentine sýnir Ransu þrjú mjög stór málverk og nokkur minni, þar á meðal seríur með verk- um sem sýna þróun forma á milli mynda. Popop er mjög heilsteypt sýning í alla staði og ásamt bæk- lingnum með skilmerkilegum texta listamannsins um eigin verk velkist enginn í vafa um ætlun og markmið. Sýningin og hugmyndin að baki henni er meira að segja svo skilmerkileg og skýr að það eru á endanum málverkin sjálf sem bjarga áhorfandanum frá því að lenda utan rammans, án hlut- verks. Hér finnur áhorfandinn sitt rými í líflegum litasamsetningum og sjónblekkingum sem gera það m.a. að verkum að sum málverkin líkt og hlaupast undan í sífellu, neita að láta negla sig niður, ef til vill eins og líking fyrir starf listamannsins í víðara sam- hengi. Seríur þær þar sem form sjást þróast úr reglulegum formum yfir í lífræn og óregluleg – eða öfugt? – gefa til kynna hugsun og leit, skap- andi ferli, og einnig þar tekur áhorf- andinn þátt. Því þegar allt kemur til alls og óháð allri hugmyndafræði eru það litirnir og formin sem tala og lifa og þar klikkar Ransu ekki. Eitt verka Ransu á sýningunni í Turpentine. Þar sem grænn mætir rauðum MYNDLIST Gallerí Turpentine Til 11. mars. Gallerí Turpentine er opið þri.–fös. kl. 12–18 og lau. kl. 11–16. Popop, málverk, JBK Ransu Ragna Sigurðardóttir SKÓGAR Í ÞÁGU LÝÐHEILSU Á ÍSLANDI Ráðstefnan – Skógar í þágu lýðheilsu á Íslandi – verður laugardaginn 11. mars nk., í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er á vegum Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, Skógræktarfélags Íslands og Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Ráðstefnan er haldin í tengslum við fulltrúafund skógræktarfélaganna. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Ráðstefnustjórar: Þuríður Yngvadóttir í stjórn Skógræktarfélags Íslands og Aðalsteinn Sigurgeirsson, varaformaður Skógræktarfélags Reykjavíkur. Dagskrá 13:00 Setning: Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra Stefnumörkun og skipulag 13:15 Gunnar Einarsson, varaformaður SSH, bæjarstjóri Garðabæjar Skógrækt frá sjónarhóli bæjarstjóra 13:30 Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands Skógræktarfélög og Grænir treflar Lýðheilsa 13:45 Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu Hafa skógar áhrif á heilsufar fólks? 14:00 Sigrún Gunnarsdóttir, varaformaður Félags um lýðheilsu og fulltrúi félagsins í Landsnefnd um lýðheilsu Heilsa í skógi 14:15 Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar hjá Lýðheilsustöð Skógrækt er heilsurækt – Hreyfing í fallegu umhverfi og fersku lofti 14:30 Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir Skógur til að rækta fólk 14:45 Fyrirspurnir 15:00 Kaffihlé Þéttbýlisskógar og notkun þeirra 15:30 Sherry Curl mannfræðingur og Hrefna Jóhannesdóttir skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins Viðhorf og notkun Íslendinga á skógum 15:45 Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjavíkur Náttúra í borg 16:00 Herdís Friðriksdóttir skógfræðingur og Ólafur Erling Ólafsson skógarvörður hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur Hvernig er Heiðmörk í stakk búin að þjóna lýðheilsu? Hverju er ábótavant? 16:15 Jón Geir Pétursson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands og Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá Skógrækt og útivist: Straumar og stefnur í Evrópu 16:30 Desiree Jacobsson, verkefnisstjóri hjá sænsku skógarstjórninni (Skogstyrelsen) Skógar og endurhæfing. Reynsla Svía (Forests for Rehabilitation using the Greenstages Model) Erindi flutt á ensku 16:50 Fyrirspurnir 17:15 Dagskrárlok Í KVÖLD kl. 18 verður tónleika- kynning á vegum Vinafélag Sin- fóníuhljómsveitar Íslands í Sunnu- sal Hótels Sögu. Þar mun Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræð- ingur fjalla um tónlist Jóns Nor- dals, eins af fremstu tónskáldum þjóðarinnar. Jón varð áttræður nú í vikunni og eru fimmtudagstónleikar Sin- fóníunnar helgaðir honum. Flutt verða fimm verk eftir Jón á tón- leikunum og mun Árni Heimir veita tónleikagestum gagnlega innsýn í þau. Vinafélag Sinfóníunnar hefur staðið fyrir slíkum samverustund- um fyrir suma tónleika Sinfóníu- hljómsveitar Íslands undanfarin ár og eru þær mjög vinsælar. Alls verða tónleikakynningarnar sjö á þessu starfsári og kynningin í kvöld er sú fjórða í röðinni. Vinafélag Sinfóníuhljómsveit- arinnar var stofnað árið 2002. Markmið þess er að efla áhuga á starfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og rækta tengsl við þá sem bera hag hennar fyrir brjósti. Vinafélagið styrkir fjárhagslega ákveðin verkefni tengd hljómsveit- inni og hefur einnig staðið fyrir málfundum um stöðu Sinfóníunn- ar. Aðgangseyrir á tónleikakynn- inguna í kvöld er kr. 1.200, súpa, brauð og kaffi er innifalið. Allir eru velkomnir, en áhuga- samireru beðnir að skrá sig með því að senda tölvubréf á netfangið vinafelag@sinfonia.is. Einnig er hægt að hringja í síma 545 2500. Árni Heimir talar um verk kvöldsins Tónlist | Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands kynnir verk Jóns Nordals Í DANMÖRKU er verið að undirbúa sýningu á verkum málara sem hafa unnið á Kristjánsey (Christiansø). Ís- lenski málarinn Guð- mundur Thor- steinsson eða Muggur vann þar ár- ið 1914 með Axel Salto, Karl Isakson, Edward Weie og Mo- gens Lorentzen. Aðstandendur sýn- ingarinnar hafa hins vegar ekki fundið málverk frá þessum tíma Muggs í Dan- mörku, þótt hann muni þá hafa málað ötullega. Muggur hélt sýningu á verk- um frá Kristjánsey í Charlotten- borg vorið 1915 og sýningu á fleiri Kristjánseyjarmyndum með Kristínu Jónsdóttur í Barnaskólanum í Reykjavík sum- arið 1915. Aðstandendur sýningarinnar vonast til að Íslendingar geti hjálpað þeim að finna verk Muggs frá Krist- jánseyjartíma hans og sendu því Morg- unblaðinu bréf með ósk um hjálp. Í bréf- inu segir: „Í sýning- arskrá frá sýningu Muggs í Reykjavík árið 1926 eru tvö málverkaheiti sem benda til þess að þar hafi verið mynd- ir frá Kristjánsey, þar stendur; Nr. 44 Frá Kristjánsey og Nr. 220 Frá Krist- jánsey. Núna vil ég biðja Morgunblaðið að lýsa eftir mynd- unum fyrir mig.“ Þeir sem telja sig geta hjálpað til við þessa leit eru beðnir að hafa samband við: Vibeke Norgaard Nielsen Hovedgaden 25, Nim 8740 Brædstrup Danmark Sími: 0045 75671325 Farsími: 0045 61513085 Tölvupóstur: vibe.nn@mail.te- le.dk Myndlist | Leitað að málverkum eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg Muggur; Guðmundur Thorsteinsson Sýnd í Reykjavík 1926

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 67. tölublað (09.03.2006)
https://timarit.is/issue/284227

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

67. tölublað (09.03.2006)

Gongd: