Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 31

Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 31 UMRÆÐAN E á nauðsyn þess að svona endurhæf- ingarmiðstöð sé rekin. Þar mega fjölmiðlar líka bæta sig. Ég veit núna að reksturinn er erfiður og að það vantar fjármagn til að gera betur. Því þörfin á endurhæfingu er mikil en biðlistar langir. Ég vil því hvetja þig sem þetta lest, að kynna þér starfsemi Reykjalundar. Og ef þú ert aflögufær, að styðja þetta frábæra starf. Og það getur þú með því að eiga miða í Happ- drætti SÍBS. Einnig er hægt að leggja SÍBS lið með fjárfram- lögum. Með því að gera það, styður þú sjúka til sjálfsbjargar. Og hver veit, hver verður næstur að fá sjúkdóm eða verða fyrir áfalli og þurfa síðan endurhæfingu? Kannski þú, lesandi góður? Það að lifa lífinu heilbrigður er ekki gulltryggt, frek- ar en annað í lífinu. Hvorttveggja er í raun eins og stór happdrætt- isvinningur. Því er þörf að þakka fyrir hvern dag. Ég vil svo í lokin þakka þeim sem gerðu mér það kleift, að fá að dvelja á Reykjalundi. Þeim sem önnuðust mig og endurhæfðu. Þeim sem voru með mér á deildinni og þeim sem ég kynntist þar. Höfundur er öryrki og fyrrv. skipstjóri. 1994, þarf að hækka launin ennþá frekar. Fyrirtækin borga brúsann Það sem verra er í þessu ein- faldaða dæmi mínu, þá eru það í reynd launagreiðendur sem hafa liðið fyrir þessa auknu skattbyrði launþega. Af hverju segi ég það? Jú, af hverjum 100 krónum sem þeir hafa greitt launþegum sínum í hærra kaup, hefur hið opinbera (ríki og sveitarfélög) ákveðið að hirða um 35 krónur. Það þýðir að hægt hefði verið að draga talsvert úr launakostnaði fyrirtækja, ef ríkið og sveitarfélögin hefðu ekki verið svo æst að taka fullan skatt af launahækkuninni sem launþeg- ar fengu. Það þýðir einnig að skattmann hefur hirt til sín ríflega þriðjung af launahækkunum laun- þega undanfarin ár. Er það nema von að láglaunafólki finnist sífellt erfiðara að láta enda ná saman. Allt tal um að skattar á fyr- irtæki hafi lækkað er því í reynd hjóm eitt. Það er rétt að beinir skattar hafi lækkað, en óbeinir skattar í formi skatta á laun starfsmanna hafa hækkað. Það er kaldhæðnislegt, að það hefði lík- lega komið sér betur fyrir fyr- irtæki að greiða einhverjum pró- sentustigum hærri tekjuskatt, en að þurfa að hækka laun starfs- manna sinna aukalega til að starfsmennirnir eigi fyrir aukinni skattbyrði vegna þess að persónu- afsláttur hefur ekki fylgt neyslu- verðsvísitölu, hvað þá launa- vísitölu. Það er líka kaldhæðnis- legt að launavísitala hefur hækkað meira en þörf er af sömu ástæðu. Og verst af öllu er að allt endar þetta í hækkun neysluverðsvísitölu og veldur þar með aukinni verð- bólgu. ’Það er rétt að beinirskattar hafi lækkað, en óbeinir skattar í formi skatta á laun starfs- manna hafa hækkað.‘ Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.