Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN 24. febrúar sl. rann út frest- ur til þess að gera athugasemdir við nýtt frumvarp til laga um heilbrigð- isþjónustu. Í frumvarpinu er að finna tals- verðar breytingar frá gömlu lög- unum, sem að stofni til eru frá árinu 1973. Komið er meira straumlínulag á lögin, skilgreiningar eru skýrari og fram- setning öll einfaldari. Aftur á móti gildir hér sú þversögn, að hér er á ferðinni breyting án breytinga. Sem lagafrumvarp gerir það lítið meira en að uppfæra gömlu lögin svo þau megi end- urspegla þær breyt- ingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigð- isþjónustunnar, sem þegar hafa átt sér stað. Nægir að nefna ákvæði um heilbrigðisstofnanir, stöðu og hlutverk Landspítalans og aukið stefnumótandi ákvörðunarvald ráð- herra. Hér er því meiri sagnfræði en framtíðarsýn. Skv. frumvarpinu er karlinum í brúnni greinilega ekki ætlað það hlut- verk að líta fram á við og marka stefnu byggða á framtíðarsýn ís- lenska heilbrigðiskerfisins. Höf- uðáherslan er á grunnskipulagi þjón- ustunnar svo og umboði og auknum völdum ráðherra, sem eru orðin svo umfangsmikil að karlinn í brúnni verður nú ýmist úti á dekki eða ofan í lúkar. Á Íslandi hafa átt sér stað breyt- ingar, sem ekki eru skilgreindar eða byggt á með yfirlýstum hætti í frum- varpinu. Hér hefur myndast vísir að „markaði“ í heilbrigðisþjónustu. Landsmenn búa nú við heilbrigð- iskerfi þar sem fjármögnun er mið- stýrð, þ.e. hjá ríkinu eingöngu, en framkvæmdin í vaxandi mæli dreif- stýrð, þ.e. framkvæmdin er ekki ein- ungis í höndum ríkisins, heldur einnig í höndum sjálfseignarstofnana með eða án aðildar sveitarfélaga, og einnig í höndum einkaaðila. Á þessum markaði á Íslandi er að- eins einn kaupandi, þ.e. ríkið, sem í umboði landsmanna greiðir fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa hverju sinni. Kaupandi, sem er einn á markaði þar sem tveir eða fleiri bjóða þjónustu sína, er í aðstöðu til að velja og hafna, og ætla má að seljendur keppist við að ná viðskiptum kaup- andans. En málið er ekki svona einfalt þeg- ar varan á markaðnum er heilbrigð- isþjónusta. Á þessum markaði eru í megindráttum þrír að- ilar, þ.e. kaupandi, selj- andi og notandi. Þar fara ríkið og læknar með umboð lands- manna með ólíkum hætti. Ríkið, þ.e. kaup- andinn, fer með umboð landsmanna sem skatt- greiðenda/notenda, en læknar sem seljendur fara með umboð lands- manna sem sjúklinga. M.ö.o. skilgreining á þörf fyrir þjónustu og þar með eftirspurnin kemur fram í sam- skiptum milli læknis og sjúklings, en kaupandinn greiðir reikninginn. Kaupandinn hefur nánast ekkert um það að segja hvernig eftirspurn er skilgreind. Seljendur meta sjálfir þörfina fyrir þjónustuna, sem þeir bjóða, og því er eftirspurn og fram- boð ekki óháð hvort öðru. Þar sem þessi markaður líður fyrir skort bæði kaupenda og notenda á upplýsingum um vöru og eftirspurn, þ.e. þjónustu og þjónustuþörf, virkar hann ekki eins og almennur markaður. En þeg- ar á annað borð hefur orðið til vísir að „markaði“ þá verður einnig til vísir að „markaðsöflum“, sem aðilar á mark- aðnum geta nýtt sér þrátt fyrir ofan- greinda annmarka. Nú þegar vísir að markaði er kom- inn upp á Íslandi getur ríkið ef til vill betur náð skipulags- og stjórn- unarmarkmiðum sínum en áður. Með því að notfæra sér með markvissum hætti þá stöðu að vera eini kaupand- inn getur ríkið ákveðið hvar það vill kaupa tiltekna þjónustu, hversu mik- ið, með hvers konar greiðslufyr- irkomulagi og skv. hvaða skilmálum. Hér hefur ríkið þó ekki alveg frjálsar hendur. Ríkið fer með umboð landsmanna og ber því skylda til að haga kaupum sínum með þeim hætti að, a) jöfnuður ríki meðal lands- manna í aðgengi að þjónustunni, b) gæði og öryggi þjónustunnar séu tryggð, c) góð kennsla og þjálfun sjái landsmönnum fyrir vel menntuðu og hæfu starfsfólki til framtíðar, d) rannsóknir og þróun fari fram og skili sér í bættri þjónustu og aukinni þekkingu og e) að gætt sé hagkvæmi í rekstri og aðhalds við ráðstöfun fjár. Samhliða því að vinna að svo marg- þættum markmiðum þarf ríkið að gæta þess að troða ekki „mark- aðnum“ um tær og þar með glata tækifærinu til þess að njóta góðs af „markaðsöflum“. Þvert á móti, hér þarf að hlúa að markaðnum, tryggja að „seljendur“ uppfylli þau skilyrði að vera hæfir á svo margslungnum markaði og fylgja því eftir með virku og sérhæfðu eftirliti. Til þess að njóta góðs af „markaðs- öflum“ innan heilbrigðisþjónustu þyrftu ný lög að veita aukið svigrúm fyrir fjölbreytni á framboðshlið þjón- ustunnar og gefa þjónustustofnunum meira stjórnunarlegt sjálfstæði. Aft- ur á móti þarf að styrkja hlutverk rík- isins sem eina kaupandans að heil- brigðisþjónustu. Þetta má gera með því að koma þeirri starfsemi á vegum ráðuneytisins, sem fer með hvers kyns greiðslur fyrir þjónustu, fyrir á einni stofnun og undir einni stjórn, sem bæri ábyrgð gagnvart ráðherra en nyti eftirlits þingkjörinnar nefnd- ar. Þannig yrði bætt úr alvarlegustu veikleikum frumvarpsins, þ.e. að frumvarpið gerir lítið til þess að styrkja afar veika stjórnsýslu, sem ætlað er að fara með stóraukin völd, og eftirlitshlutverki lýðræðiskjörinna fulltrúa er þar enginn staður fundinn í þessum umfangsmesta málaflokki ríkisins. Breyting án breytinga Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fjallar um ný lög um heilbrigðisþjónustu ’Á Íslandi hafa átt sérstað breytingar, sem ekki eru skilgreindar eða byggt á með yfirlýstum hætti í frumvarpinu.‘ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Höfundur er stjórnsýslufræðingur, Rannsóknarstofuninni LSE Health and Social Care, Lundúnum. Í DAG, fimmtudag, verður stór- viðburður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þegar ráðherrar, borg- arstjóri, forsvarsmenn Eignarhalds- félagsins Portus ehf. og Aust- urhafnar-TR ehf. undirrita samning um byggingu tónlistarhúss, ráð- stefnumiðstöðvar og hótels við Austurhöfnina í Reykjavík. Það fer vel á því að þetta sé gert á afmæl- isdegi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þetta er merkasti viðburður í ís- lenskri menningarsögu síðan sam- komulag ríkis og borgar um bygg- ingu tónlistarhúss var undirritað í Háskólabíói hinn 11. apríl 2002. Með stofnun Austurhafnar-TR ehf. um ári síðar var málið sett í fast- mótað ákvörðunarferli, en með und- irskriftinni í dag er tónlistar- og ráðstefnumiðstöðin komin á fram- kvæmdastig. Það er komið úr hönd- um opinberra aðila í hendur einka- aðila. Héðan af verður ekki snúið til baka. Ef allar framkvæmdaáætlanir standast mun húsið verða opnað formlega í september árið 2009. Síðasti áfanginn Þetta eru mikil og merkileg tíma- mót. Nú er liðin sextíu og sex ár síðan Páll Ísólfsson flutti útvarps- erindi þar sem hann talaði um þörf á að tónlistarhús yrði reist í Reykjavík. Þá eru um tuttugu ár síðan Samtök um byggingu tónlist- arhúss voru stofnuð. Þótt sumum þyki þetta langur meðgöngutími þá er hann ekki lengri en svo, að sumir af þeim sem stofnuðu Samtökin lögðu lokahönd á verkið nú. Í þeim skilningi er þetta ekki langur tími og í ljósi þeirra glæsilegu hönn- unarteikninga sem sýndar voru á síðasta ári var það ef til vill gott að þessi tími leið og hugsunin um viðfangsefnið þroskaðist, því við sjáum fram á að hér rísi einhver glæsi- legasta hljóm- leikahöll á Norð- urlöndum. Einhver sagði að menning væri ekki hús. Það kann að vera rétt, en hús getur verið sú nauð- synlega umgjörð sem skiptir sköpun fyrir menning- arstarfsemina. Óneitanlega hefur aðstaða til tónleikahalds ekki verið upp á marga fiska hér í borg. Á það sérstaklega við um flutning á sin- fónískri tónlist. Það hefur t.d. staðið sinfóníuhljómsveitinni fyrir þrifum. Það verða því óneitanlega mikil við- brigði fyrir hana að komast í nýtt hús. Glæsileiki hönnunarinnar er ein- stakur og mun vekja eftirtekt víða. Aðkoma og aðstaða gesta verður prýðileg og vinnuaðstaða tónlist- arfólks verður til mikillar fyr- irmyndar. Þeir sem skoðað hafa sambærilega aðstöðu tónlistarfólks í erlendum tónleikahúsum átta sig á því að við munum á flestum sviðum gera betur. Listræn starfsemi í húsinu Á það hefur verið minnst í op- inberri umræðu að sérhannað hús fyrir óperustarfsemi sé ekki hluti af þeim byggingum sem rísa munu við Austurhöfnina. Það er rétt, þótt vissulega sé ágætis aðstaða til að setja upp óperur í húsinu og hljómburður þess verður breytanlegur og því hægt að taka tillit til þarfa mismunandi tón- listarforma. Ég er sann- færður um að óperu- flutningur verður fastur og mikilvægur þáttur í starfsemi hússins og í samræmi við þá eft- irspurn sem verður eftir slíkum listflutningi. Þar hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem er eina atvinnumanna- hljómsveit landsins á þessu sviði, afar mikilvægu hlutverki að gegna. Það hefur líka heyrst að þjóðin sjálf eigi að eiga og reka eina stóra tónleikahús landsins. Þetta er í samræmi við þá hefð okkar Íslend- inga að ríki og borg eigi að sjá um og bera ábyrgð á Menningunni (með stórum staf). Þótt ríki og borg verði hvorki formlegir eigendur bygginganna né séu ábyrgir fyrir rekstri þeirra eða þeirri starfsemi sem þar fer fram hefur verið gengið þannig frá hlutunum að starfsemin verði í samræmi við upphaflegan tilgang tónlistarhússins, sem must- eri tónlistarflutnings á Íslandi. Það er líka ánægjulegt að sjá að verð- andi eigendur og rekstraraðilar hafa sett sér mjög metnaðarfull list- ræn markmið, með sjálfstæðri list- rænni stjórn, og munu leggja fram fjármuni til að gera það mögulegt. Þessu ber að fagna. Ég kvíði því ekki að hér verði ekki vel að verki staðið. Sinfóníuhljómsveit Íslands mun fá fast heimili í húsinu og þangað mun öll starfsemi hennar flytja. Sú aðstaða er eins og annað mjög til fyrirmyndar. Vil ég færa forsvars- mönnum Eignarhaldsfélagsins Portus ehf. sérstakar þakkir fyrir skilning þeirra á þörfum okkar og óskum. Það sama gildir um stjórn og framkvæmdastjóra Aust- urhafnar ehf. Við þetta tækifæri er alveg óhætt að færa samningsaðilum öllum hug- heilar þakkir en jafnframt að óska þeim til hamingju. Enn frekar er þó skylt að óska ís- lensku þjóðinni til hamingju. Á næstu þremur árum mun rísa við Austurhöfn höfuðborgarinnar glæsileg tónleikahöll og ráðstefnu- miðstöð sem þjóðin mun verða afar stolt af. Það mun víða verða tekið eftir þeim stórhug sem þessi fram- kvæmd mun bera með sér. Tónlistarhúsið er í höfn Þröstur Ólafsson fjallar um byggingu tónlistarhúss, ráð- stefnumiðstöðvar og hótels við Austurhöfnina í Reykjavík ’… með undirskriftinni ídag er tónlistar- og ráð- stefnumiðstöðin komin á framkvæmdastig.‘ Þröstur Ólafsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. NÝLEG könnun Gallup þar sem spurt var um traust almennings til einstakra stofnana sýnir að lög- reglan hefur bætt verulega við sig frá árinu áður, eða úr 67% í 79% þegar lýst er yfir mjög miklu eða frekar miklu trausti. Aðeins Háskóli Íslands nýt- ur meira trausts en lögreglan. Þessi nið- urstaða er lögregl- unni í landinu mikið ánægjuefni enda hefur mörg und- anfarin ár verið lögð áhersla á það innan hennar að sterk og jákvæð ímynd lög- reglunnar sé mjög mikilvæg réttarrík- inu. Uppbygging og framþróun Eitt af meginhlut- verkum ríkislög- reglustjórans er að vinna að uppbygg- ingu lögreglunnar og framþróun. Markvisst starf hef- ur verið unnið í því skyni, meðal annars með setningu verk- lagsreglna og útgáfu leiðbeininga til lög- reglu. Þá hefur emb- ættið, stundum í samstarfi við aðra, gert rannsóknir sem hafa gildi fyrir starf- semi lögreglunnar, viðhorf almennings til hennar og viðhorf þeirra sem eiga samskipti við lögreglumenn af ýmsum ástæð- um. Æðsta stjórn lögreglunnar hef- ur með þessu haft tækifæri til þess að leggja mat á starfsemina og skipulag lögreglu með markvissari hætti en áður. Aðgangur almennings að upplýsingum Lögreglan er umfram allt þjón- ustustofnun og lögð hefur verið áhersla á að veita almenningi greið- an aðgang að upplýsingum um hana. Ríkislögreglustjórinn hefur gefið út mikið efni á prenti, bæði á íslensku og ensku, sem einnig er hægt að nálg- ast á vef lögreglunnar á Netinu; www.logregl- an.is. Í nýlegri gæða- könnun sem forsæt- isráðuneytið gerði á 246 vefjum ríkis og sveitar- félaga, með tilliti til raf- rænnar þjónustu, inni- halds, nytsemi og aðgengis, kom vefur rík- islögreglustjóra mjög vel út, var t.d. í tíunda sæti hvað varðar innihald. Nýlega komu hollenskir lögreglumenn í heim- sókn til ríkislög- reglustjórans til að kynna sér heimasíð- ugerð lögreglunnar en enski hluti hennar vakti athygli erlendra lög- regluliða. Sterkt siðferði innan lögreglunnar Ekki dugar eitt og sér að kynna lögregluna fyr- ir almenningi, heldur þarf að tryggja gæði starfa hennar á öllum sviðum. Þar á meðal er brýnt að efla og viðhalda siðgæði meðal lögreglu- manna og sjá til þess að það endurspeglist í hegðun þeirra í starfi. Ríkislögreglustjórinn lauk nýlega viðamikilli rannsókn um þetta efni sem byggir að hluta á erlendum rannsóknum og sýnir að íslenskir lögreglumenn hafi sterka siðferðiskennd þegar kemur að mati á réttu og röngu, þeir séu meðvitaðir um siðareglur lögreglu, þeir þekkja agaviðurlög og telja þau sanngjörn, og eru frek- ar viljugir til að tilkynna ósæmilega hegðun starfsfélaga. Í rannsókninni var einnig leitað eftir tillögum lög- reglumanna um það hvernig koma megi í veg fyrir að lögreglumenn misbeiti valdi sínu og hvernig yf- irstjórn lögreglunnar geti beitt sér fyrir því að siðferði innan lögregl- unnar haldist ávallt gott. Þá var leitað svara við því hvar og hverjar væru helstu hætturnar á að lög- reglumenn misbeittu valdi sínu, og hvaða úrræðum hægt sé að beita til að koma í veg fyrir slíkt. Nytsemi fræðilegra rannsókna Um þessar mundir eru starfs- menn ríkislögreglustjórans, ásamt prófessor við Háskóla Íslands, á ferð um landið til að kynna rann- sóknina á heiðarleika lögreglu ásamt rannsókn sem ríkislög- reglustjórinn og Háskóli Íslands stóðu að og varðar brotaþola, lög- regluna og öryggi borgaranna. Markmiðið er um leið að fá umræð- ur um gagnsemi slíkra rannsókna fyrir lögregluna, því óneitanlega er það ný og mjög áhugaverð sýn sem þær veita á störf hennar. Rann- sóknir sem þessar bjóða yfirvöldum jafnvel úrræði sem nýtast til þess að tryggja öryggi borgaranna sem best. Áherslur og markmið ríkislög- reglustjórans til næstu tveggja ára taka mið af því að bæta störf lög- reglu enn frekar, efla og viðhalda góðu siðferði innan hennar og hlúa enn frekar að öryggi almennings. Hið mikla traust sem birtist í áð- urnefndri könnun Gallup er lög- reglunni því mikil hvatning til þess að halda ótrauð áfram á sömu braut. Sterkir innviðir ís- lensku lögreglunnar Guðmundur Guðjónsson fjallar um ímynd og störf lögreglunnar Guðmundur Guðjónsson ’Áherslur ogmarkmið rík- islögreglustjór- ans til næstu tveggja ára taka mið af því að bæta störf lög- reglu enn frekar, efla og viðhalda góðu siðferði inn- an hennar og hlúa enn frekar að öryggi al- mennings.‘ Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóranum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.