Morgunblaðið - 09.03.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.03.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 37 UMRÆÐAN Fermingarblað Morgunblaðsins Sérblað helgað fermingum fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. mars • Fermingarfötin í ár • Ljósmyndirnar, albúm, rammar og myndabækur • Hvað er best að gera við fermingarpeningana? • Skreytingar á veisluborðið • Veislan heima eða í leigðum sal • Fullt af spennandi uppskriftum • Maturinn og drykkur í veislunni • Blóm, kerti og servíettur • Heimilið gert fínt fyrir fermingardaginn • Draumagjafir fermingarbarnanna: tölvur og hljóðfæri, klukkur og skartgripir, íþrótta- og útivistarbúnaður. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 12 þriðjudaginn 14. mars Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is A Ð A L F U N D U R C C P h f . Aðalfundur CCP hf. kt. 450697-3469, verður haldinn fimmtudaginn 23. mars 2006 kl. 16.00 á Nordica Hóteli, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. DAGSKRÁ Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.07 samþykkta félagsins. Endanleg fundargögn, þ.m.t. endanlegar tillögur, ársreikningur, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðenda verða lögð fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu félags viku fyrir fundinn. Reykjavík, 9. mars 2006 Stjórn CCP hf. Á DÖGUNUM gerði Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra lýðum kunnugt um þá vitrun sína að Ís- land yrði orðið að hreppi í Evrópu- sambandinu fyrir árið 2015. Ekki er þó ætlunin að fjalla í þessari grein um til- finnanlegan og aug- ljósan skort Halldórs á spádómsgáfum, enda bakland hans í því sambandi svo gott sem ekkert svo ekki sé minnzt á forsend- urnar. Þess gerist því í raun engin þörf. En Halldór sagði fleira af sama tilefni og eitt af því var að kvarta sáran yfir skorti á um- ræðum um Evrópumál hér á landi sem er grátkór sem forystumenn íslenzkra Evrópusambandssinna hafa stund- að í mörg ár. Skemmst er t.d. að minnast þess að í áramótgrein sinni hér í Morgunblaðinu sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, að Evrópusam- bandið væri hreinlega bannorð á Ís- landi og átti þá væntanlega við að bannað væri að tala fyrir aðild að sambandinu! Þetta kemur sjálfsagt mörgum afar spánskt fyrir sjónir, enda er alltaf einhver umræða í gangi um Evrópumálin hér á landi þó hún hafi sjálf- sagt stundum verið meiri en einmitt núna. Kvartanir umræddra Evrópusambandssinna byggjast hins vegar á því sjónarmiði að það sé ekki um umræðu að ræða nema hún gangi út á það að Ísland eigi að ganga í Evrópusam- bandið. Ef umræða um málið fær þá nið- urstöðu að hags- munum okkar sé ekki borgið með aðild þá er það ekki umræða heldur eitthvað allt annað. Þetta stórmerkilega sjónarmið kristallast t.d. vel í ný- legri grein Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í Blaðinu 24. febrúar sl. en þar sagði hún m.a.: „Evrópuumræðan þarf nú að fara fram af krafti á næstu miss- erum. [...] við getum ekki haldið áfram að stinga höfðinu í sandinn og látið telja okkur trú um að við eigum ekkert erindi inn í Evrópu- sambandið eins og sjálfstæðismenn með stuðningi framsóknarmanna hafa komist upp með alltof lengi.“ M.ö.o. eru einu sjónarmiðin sem gjaldgeng eru í umræðum um Evr- ópumál, að mati forystumanna ís- lenzkra Evrópusambandssinna, þeirra eigin. Þeir sem leyfa sér að vera á annarri skoðun eru bara ekkert að ræða málin heldur að stinga hausnum í sandinn svo vitn- að sé í orð Katrínar. Eða eitthvað þaðan af verra. Sjálfur hef ég t.a.m. rætt þessi mál mikið á und- anförnum árum, ritað fjölda greina um þau, sótt ráðstefnur og fundi bæði hér heima og erlendis o.s.frv. En auðvitað er ég ekki að ræða málin fyrst ég vil ekki ganga í Evr- ópusambandið! Jafnvel þó sú af- staða mín sé byggð á vel athuguðu máli. Þessir kveinstafir forystumanna íslenzkra Evrópusambandssinna virðast annars færast í aukana fremur en hitt og er sennileg skýr- ing á því sívaxandi áhyggjur af því að þeim muni nokkurn tímann tak- ast að troða Íslandi inn í Evrópu- sambandið. Enda verður ekki beint sagt að sambandið sé að þróast í að- laðandi áttir! En hvað sem því líður hafa þessir aðilar kosið að tala máli Evrópu- sambandsins hér á landi og ef þeim finnst þeir standa halloka í um- ræðum um Evrópumálin þá geta þeir ekki kennt öðrum um en sér sjálfum. Staðreyndin er hins vegar sú að það er enginn pólitískur né annar vilji á Íslandi til að verða hluti af hinu fyrirhugaða evrópska stórríki og það af afar skiljanlegum ástæðum. Evrópusambandssinnaðar umræður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar um Evrópumál ’… það er enginn póli-tískur né annar vilji á Ís- landi til að verða hluti af hinu fyrirhugaða evr- ópska stórríki …‘ Hjörtur J. Guðmundsson Höfundur er stjórnarmaður í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum – www.heimssyn.is ÁLFTNESINGAR hafa lengi beðið eftir nýjum vegi. Um það er fullkomin samstaða meðal íbúanna, af hvaða pólitískum toga sem þeir eru. Á Álftanesi búa ríflega tvö þúsund íbúar og flestir þeirra sækja vinnu og skóla í byggðirnar í kring. Álftanesvegurinn, sem er tveggja akreina og ríflega 4 km langur vegur, er eina sam- gönguæðin sem íbú- arnir nota til að kom- ast leiðar sinnar. Það skiptir íbúana því miklu máli að sá vegur sé sem bestur, greið- færastur og örugg- astur. Slæmt ástand vegarins Um langt árabil hafa íbúar á Álftanesi vakið athygli á slæmu ástandi Álftanesvegar og að öryggi umferðar þar sé ábótavant. Sér- staklega hefur verið bent á hættuleg gatnamót Álftanes- vegar og Herjólfsbrautar nálægt krappri beygju á Álftanesvegi, og einnig á hættuleg gatnamót Álfta- nesvegar og Garðavegar sem er á blindhæð. Þá hefur einnig verið vak- in sérstök athygli á þeirri hættu sem fylgir legu göngu– og hjólreið- arstígsins sem liggur samhliða Álftanesvegi í eins til tveggja metra fjarlægð frá veginum. Fjölmargir gestir heimsækja Álftanesið heim, ýmist akandi á veg- inum en sumir vilja njóta útivistar og nota göngustíginn gangandi eða hjólandi. Þess eru nokkur dæmi að bílar hafa ekið út af veginum og hafa farið yfir göngustíginn. Ég þarf ekki að fjölyrða hvílík slysahætta felst í því. Sjálf hef ég orðið vitni að slíku óhappi er ungur ökumaður ók út af veginum og bifreiðin veltist yf- ir göngustíginn. Það hefði tæplega þurft um að binda hjá þeim sem hefði verið staddur á göngustígnum. Í því ljósi getur útafkeyrsla leitt til töluvert meiri skaða en bara á far- þegum og ökumanni. Ég tel því mjög brýnt að framkvæmdum við nýjan Álftanesveg ljúki sem fyrst. Í núverandi ástandi er hann algerlega óviðunandi. Álftanesvegurinn er vegur sem hefur þéttbýliskarak- ter. Um hann aka íbúar Álftaness til og frá vinnu daglega. Hann er því yfirhlaðinn bílum á álagstímum. Það skipt- ir líka máli þegar horft er til þess að um Álfta- nesveginn fara líklega allir erlendir tign- argestir, svo sem þjóð- höfðingjar sem hingað koma. Hún er eina leið- in að bústað forseta Ís- lands á Bessastöðum, höfuðbóls okkar Álft- nesinga. Álftnesingar bíða óþreyjufullir Ég lagði á dögunum fram fyrirspurn á Al- þingi til samgöngu- ráðherra um hvað liði endurgerð Álftanesveg- ar. Í svari ráðherrans kemur fram að áformað sé að bjóða út endur- byggingu Álftanesveg- ar frá Engidal að vega- mótum Bessastaða- vegar seint á þessu ári. Ætla megi að heildarkostnaður við gerð hans verði 528 millj. kr. Í svarinu kemur fram að reiknað er með að hann falli allur til á næsta ári. Því er ekki gert ráð fyrir neinni fjárveitingu á þessu ári og verkinu verði ekki að fullu lokið fyrr en sumarið 2008. Þetta er að mínu mati allt of hæg og silaleg vinnubrögð. Það liggja öll gögn fyr- ir, allri skipulagsvinnu er lokið, og það er ekkert að vanbúnaði að bjóða lagningu vegarins út miklu fyrr. Hvað veldur seinaganginum með út- boð og endurgerð Álftanesvegarins? Ég skora á samgönguráðherra að flýta útboðinu og sjá til þess að nýj- um Álftanesvegi verði að fullu lokið í byrjun árs 2008. Að mínu viti er ekki eftir neinu að bíða. Allar for- sendur til hefja lagningu nýs Álfta- nesvegar liggja fyrir. Íbúarnir bíða óþreyjufullir. Nýjan Álftanesveg – sem allra fyrst Sandra Franks fjallar um samgöngur til og frá Álftanesi Sandra Franks ’Ég skora ásamgöngu- ráðherra að flýta útboðinu og sjá til þess að nýjum Álftanesvegi verði að fullu lok- ið í byrjun árs 2008.‘ Höfundur er ökukennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.