Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í FRÉTTINNI segir, að Sig- urjón Þórðarson þingmaður hafi heimsótt fiskimenn í Skotlandi ný- lega og skoðað smáa ýsu á fisk- markaði í Peterhead, 35 til 40 sentimetra langa, og hafi hún ver- ið kynþroska. Svo ályktaði þing- maðurinn, að „greinilegt hafi verið að hún hafi ekki fengið nóg að éta“. Síðar mátti lesa að hann blási á kenningar um að erfða- breytingar í ýsunni hafi átt sér stað, en síðar í fréttinni tengir þingmaðurinn málflutning sinn um ýsuna við viðtalsgrein í Mbl. 3.3. sl., við höfund þessarar at- hugasemdar, varðandi íslenska þorskinn. – Þetta er misskilningur hjá þingmanninum. Fáeinir kassar af smárri ýsu segja eng- in ósköp og þar sem þingmaðurinn titlar sig sem líffræðing, þá á honum að vera kunnugt um það hvernig safna skal sýnum af fiski, ef menn ætla að álykta almennt um ástand og eiginleika. Höf- undur ræddi fyrst og fremst um þorskinn í umræddri viðtals- grein, en erfðabreytingar í honum hafa rýrt verulega veiðiþol hans í öllu Norður-Atlantshafi og eru nú til nokkur hundruð vísindagreina um erfðabreytingar í öllum helstu fiskstofnum á svæðinu. En bæta má við, þá er umrædd ýsa líklega komin úr árgangi, sem er sex ára gamall (1999) og al- mennt mjög smár í Norðursjó. Ef betur er að gáð þá er þessi fiskur búinn að hrygna þrisvar sinnum skv. opinberum gögnum Alþjóða hafrannsóknaráðsins og er nú að undirbúa sig til að hrygna í fjórða sinn; því er engin furða þótt þessi fiskur sé hálfgerðir aumingjar, mjög erfðabreyttur fiskur. – Svo snemm- bær kynþroski er með öllu óeðlilegur og þar með eru þessar vís- bendingar þing- mannsins byggðar á sandi um að fiskurinn sé svona bara af því hann hafi fengið of lítið að éta. Kynþroskaaldur ýs- unnar í Norðursjó hefur færst nið- ur um tvö til þrjú ár á síðustu öld og eru bara erfðabreytingar sem geta skýrt það; endurteknar hrygningar alveg frá tveggja til þriggja ára fiski taka mjög mikla orku, „sprenging“ verður í orku- þörf. Lélegt ástand mjög erfða- breytts smáþorsks birtist oft sem sultur eða lélegur fiskur. Með- fylgjandi mynd um erfðabreyt- ingar og snemmbæra ýsu eru eftir Templeman and Bishop 1979, en þær eru frá St. Pierresbanka í Kanada. Venjulegar botnvörpu- veiðar í langan tíma hafa breytt ýsunni þar og þótt sjór þar sé kaldari en í Norðursjó, þá eru breytingarnar á kynþroskaaldri ýsu sambærilegar enda hafa veið- ar verið stundaðar á sama hátt í áratugi. Þingmaður blæs Jónas Bjarnason gerir athugasemdir varðandi frétt í Verinu 7.3. eftir Helga Bjarnason ’Venjulegar botnvörpu-veiðar í langan tíma hafa breytt ýsunni þar og þótt sjór þar sé kaldari en í Norðursjó, þá eru breyt- ingarnar á kynþroska- aldri ýsu sambærilegar enda hafa veiðar verið stundaðar á sama hátt í áratugi.‘ Jónas Bjarnason Höfundur er efnafræðingur. Ýsa á St.Pierres Bank, Kanada Kvenfiskur Karlfiskur Aldur Breytingar á kynþroskaldri ýsu við suðursvæði Kanada Miðað við 50% kynþroska NÝSKÖPUN og framkvæmd hennar er afgerandi fyrir virkni markaðar, þróun atvinnulífs, þarfir viðskiptavina og samfélagið í heild. Nýsköpun og áhrif hennar á fyr- irtæki, atvinnugrein- ar og hagkerfið ákvarðar hagvöxt í landinu og hef- ur áhrif á félagslega þróun og við- varandi velsæld. Útrásarfyrirtæki hafa öðrum fremur, verið leiðandi í nýsköpun á síðustu árum og hafa jafnvel vakið athygli erlendis fyrir nýja leið í nýsköpun. Einn lykil- þáttur íslensku leiðarinnar er upp- lýsingameðhöndlun. Um er að ræða dreifingu upplýsinga, túlkun þeirra og notkun í viðkomandi fyr- irtæki. Íslensk fyrirtæki fjárfesta í erlendum fyrirtækjum með þekkingu og reynslu á sínu sviði. Því kann það að vera kostur lítils markaðar að fjárfestir lærir á um- hverfi hins nýja fyrirtækis og bætir það sem fyrir er en er ekki að reyna að heimfæra reynslu af heimamarkaði á erlenda markaði. Í þessu er falin mikil nýsköpun. Það virðist vera nokkuð út- breiddur misskilningur að nýsköp- un sé það sama og tæknileg þró- un. Raunar er hugtakið tækni oft túlkað of þröngt en skilningur þeirra sem fást við rannsóknir á nýsköpun skilgreina tækni – allt það sem þarf til að koma afurð eða aðferð í endanlegt form. Því á hugtakið tækni allt eins við hljóð- sköpun Sigur Rósar eins og nýtt gervihné frá Össuri. Íslenska leið- in, ef það má kalla hana það, ein- kennist af starfsaðferðum ís- lenskra útrásarfyrirtækja sem við fjárfestingar erlendis og rekstur fyrirtækja á erlendri grund. Ís- lendingar hafa viðhorf og aðferðir sem gera þá að áhugaverðum fjár- festum. Hraði í ákvörðunartöku, skipulag starfsins og upplýs- ingaöflun er afgerandi samhliða úthugsaðri fjármögnun þeirra fyr- irtækja sem fjárfest er í. Hraði einn og sér hrekkur þó skammt í þessu samhengi en segja má að ís- lenska leiðin krefjist einnig hug- rekkis, framtíðarsýnar, sam- skiptahæfileika og stjórnvisku. Nýsköpun er í sínu einfaldasta formi, það sem fyrirtækin gera til að bæta samkeppnisstöðu sína gagnvart keppinautum þar sem núverandi og framtíðar við- skiptavinum eru boðnar betri eða breyttar afurðir, með betri lausnir eða með einhverja þá kosti sem nýsköpunarfyrirtækin telja mark- aðinn vilja. Hins vegar eru mark- mið samfélagsins nokkuð önnur en fyrirtækjanna þegar kemur að ný- sköpun. Samfélagið nýtur góðs af þeim virðisauka sem nýsköpun hefur í för með sér. Einnig getur hið umfangsmikla starf sem í ný- sköpun felst verið til gagns svo sem eins og þegar þekking á einu sviði nýtist á öðru. Þá er vitanlega hagkvæmt fyrir samfélagið að virðisaukinn getur skilað sér í betri afkomu samfélagsins þegar sterk samkeppnisstaða eykur veltu. Að færa sér í nyt nýsköpun í fyrirtækjum er því töluvert frá- brugðið því þegar samfélagið set- ur fram stefnumið sín í tengslum við nýsköpun. Fyrirtækið þarf að stjórna og finna jafnvægi fyrir umfangsmiklar og mismunandi upplýsingar sem leggja grunn að ákvörðun þeirra um tækni, mark- að og markaðsfærslu. Þegar þetta kemur allt saman í ákvörðun um framtíð fyrirtækisins sem jafnan er í samkeppni á kröfuhörðum markaði, er mikilvægt að vel tak- ist til. Því þarf að vera fyrir hendi umhverfi sem gefur fyrirtækjum kost á að fá sem bestar upplýs- ingar og að starfa án þess að hindranir séu á vegi þeirra. Því er starf hins opinbera stuðnings- kerfis að opna leiðina fyrir alla þá valkosti sem fyrirtækin kunna að vilja nýta sér. Nýsköpun, íslenska leiðin Johan Hauknes og Þorvaldur Finn- björnsson skrifa um nýsköpun ’Íslendingar hafa viðhorfog aðferðir sem gera þá að áhugaverðum fjár- festum.‘ Johan Hauknes Þorvaldur er sviðsstjóri greining- arsviðs RANNÍS. Johan Hauknes er rannsóknastjóri nýsköpunarrann- sókna hjá NIFU-STEP í Noregi og ræðumaður á Nýsköpunarþingi Rannís og Útflutningsráðs Íslands. Þorvaldur Finnbjörnsson UNDANFARIÐ hafa heyrst há- værar raddir um stöðu Háskólans á Akureyri. Óánægðir nemendur hafa hópað sig saman og mótmælt því fjársvelti sem skólanum er haldið í til viðbótar við fjölda- takmarkanir sem sam- þykktar voru fyrir nokkrum árum til að herða sultaról skólans. Hagsmunaráð nem- enda hefur að und- anförnu staðið fyrir fundum þar sem mál HA voru rædd og meðal annars var odd- vitum stjórnmála- flokkanna í bæjar- stjórn Akureyrar boðið að koma og segja sitt álit. Eins og við var að búast var sá fundur mjög hæv- erskur og því líkast að allir oddvitarnir köstuðu á milli sín stórum loðnum bolta. Þarna voru þeir allir sammála. Háskólinn er það verðmætasta sem við eigum og eitt- hvað verður að gera. Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri, var einmitt þarna líka fyrir hönd Sjálfstæð- isflokksins og heyrð- ist það sama frá hon- um. Maður spyr sig ósjálfrátt að því hvers vegna það tók Kristján svona langan tíma að átta sig á stöðunni. Hann hefur leitt meirihluta í bæj- arstjórn í tæp átta ár og virðist núna fyrst átta sig á því að rekstur Háskólans á Akureyri hefur verið í þrengingum. Ég minnist bókunar sem hann lagði fram haustið 2004 á bæjarstjórnarfundi, þar sem sagði að stjórnvöld hefðu staðið mynd- arlega að fjárframlögum og var ekki annað að skilja en hvað varðar málefni skólans væri bara allt í þessu fína lagi. Ekkert þyrfti að gera nema bíða og sjá! Og við höfum beðið og við höfum séð með fyrirséðum árangri. Eða ætlaði bæjarstjórinn að bíða þar til kæmi að lokun Háskólans á Akur- eyri? Eftir að Kristján Þór hafði til- kynnt á mótmælafundi með nem- endum á dögunum að hann skyldi „berja þau í Reykjavík til hlýðni“ ákvað hagsmunaráð nemenda HA að afhenda honum boxhanska með táknrænum hætti. Tregur varð þá bæjarstjórinn til að taka á móti hönsk- unum og fór að bera fyrir sig að hann væri ekki mikið fyrir að berja fólk og á móti líkamlegu ofbeldi! Varla hefur bæj- arstjórinn ætlast til að nemendur hefðu slíkt í huga en í þessu máli skynja ég óskap- legt óöryggi og klaufaskap hjá bæj- arstjóra okkar Ak- ureyringa. Skynja það ekki fleiri? En Kristján getur huggað sig við að vera ekki sá eini í meiri- hlutanum á Akureyri þessa dagana sem veit ekki í hvorn fótinn á að stíga. Framsóknar- leiðtoginn Jakob Björnsson virðist hættur í pólitíkinni í verki þótt kjörtíma- bilið sé ekki búið því á stofnfundi hverfa- félags í Holta- og Hlíðahverfi á Akureyri á dögunum var hann sammála hverfisíbúum um að Dalsbrautin væri af hinu góða. Samt sá hann ástæðu á sínum tíma til að greiða atkvæði gegn Dals- brautinni á bæjarstjórnarfundi og þá var hún ómöguleg. Hvers vegna geta pólitíkusar ekki bara sagt rétt frá? Haft sína skoðun og haldið sig við sína sannfæringu? Þetta eru tvö lítil dæmi af leið- togunum í bæjarstjórn Akureyrar þessa dagana sem að mínu mati þurfa á hvíldinni að halda eftir kosningar í vor. Það eru ótvíræð merki um þreytta stjórnmálamenn þegar þeir geta ekki verið sjálfum sér samkvæmir. Um leið og ég fer að fara gegn eigin sannfæringu í pólitík, vin- samlegast minnið mig þá á að hætta þannig að ekki fari fyrir mér eins og Kristjáni Þór og Jakobi! Valdaþreytan gerir vart við sig Margrét Kristín Helgadóttir fjallar um hagsmunaráð MA og bæjarpólitíkina á Akureyri ’Um leið og égfer að fara gegn eigin sannfær- ingu í pólitík, vin- samlegast minn- ið mig þá á að hætta þannig að ekki fari fyrir mér eins og Kristjáni Þór og Jakobi!‘ Höfundur skipar 5. sæti á framboðs- lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Margrét Kristín Helgadóttir ÞAÐ er gaman að vera Sunnlend- ingur og íbúi í Árborg þessi misserin. Fólksflutningar ein- kenna Árborgar- svæðið allt og tæki- færin til að tvöfalda íbúafjöldann á næstu árum eru klárlega til staðar. Það skiptir máli í því sambandi að auka samkeppnishæfi Árborgarsvæðisins. Þar á ég sérstaklega við tvöföldun á Suður- landsvegi. Þar duga ekki til sænskir sveita- vegir, eins og sam- gönguráðherra hefur kynnt að hann vilji leggja milli Sel- foss og Reykjavíkur, svokallaður 2+1. Tvöfaldur vegur alla leið er mín krafa og það eina sem hægt er að sætta sig við til að auka umferðarör- yggi og efla stöðu Suðurlands. 8% fjölgun á einu ári Íbúum á Selfossi einum saman fjölgaði um 8% á síðasta ári og undir- strikar að mínum dómi kosti þess góða samfélags sem Árborg er. Hér er gott að búa. Alls var fjölgunin í Árborg um 6,5%. Mikil fjölgun og það var vel að verki stað- ið hjá bæjarstjórn að ná að fylgja þessari þenslu eftir með uppbyggingu á góðri þjónustu sem er í flestu til fyrirmyndar. Þar er sama hvort átt er við Fjölskyldumið- stöðina, uppbyggingu íþróttamannvirkja, leik- skóla, akstursþjónustu fyrir aldraða, eða starf góðra grunnskóla – svo fátt eitt sé nefnt af verkefnaskrá bæj- arstjórnar. Sigur í vor! Samfylkingin vann góðan sigur í síðustu kosningum í Árborg. Fékk Sögulegar framfarir og sænskir sveitavegir Tómas Þóroddsson fjallar um uppbyggingu og samgöngumál í Árborg Tómas Þóroddsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.