Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 39 UMRÆÐAN ÞÆGILEG OG ÓDÝR MARGMIÐLUNARLAUSN FRÁ SONY SEM EYKUR SÖLU. Láttu athyglina beinast að þér Nærð þú 650% söluaukningu? Ef þú vilt koma þínum skilaboðum á framfæri til að auka sölu þá er Sony margmiðlunarlausn frá Nýherja rétti kosturinn. Lausn sem samanstendur af flatskjá og innbyggðum netspilara og jók t.a.m. sölu á auglýstri vöru um allt að 650% hjá 7-11 verslununum í Danmörku. Ótrúlegur sveigjanleiki með nýrri tækni Sony netspilarinn er afar auðveldur í notkun þar sem þú setur markaðsefni á minniskort, bæði myndir og vídeó, stingur því í netspilarann og efnið birtist á hágæða Sony flatskjá. Einnig getur þú streymt upplýsingum beint á skjáinn í gegnum netkerfi. Einfaldara gæti það ekki verið. Fjölbreytt not Sony margmiðlunarlausnin hentar m.a. fyrir upplýsingagjöf og markaðssetningu innan verslunar- og þjónustufyrirtækja, í skólum, í móttökum og fundarherbergjum fyrirtækja, hótel- og veitingastöðum o.fl. Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is Hafðu samband við söluráðgjafa Nýherja sem bjóða þér faglega ráðgjöf við val á réttu margmiðlunarlausninni. Síminn er 569 7700 og netfangið er ver@nyherji.is HINN mæti maður, Ögmundur Jónasson fjargast út í hugsanlega atvinnuuppbyggingu á Norður- landi í Morgunblaðinu 1. mars. Þar vitnar hann í skoðanakönnun og ályktar ranglega út frá henni að landsmenn séu á móti atvinnu- uppbyggingu sem byggist m.a. á rekstri iðnfyrirtækis sem er stórt á norðlenskan mælikvarða. Ög- mundur fellur í hið dæmigerða rómantíska sjónarhorn sem ein- kennir málflutning Vinstri grænna, sem hvorki er mál- efnalegt eða praktískt. Í grein sinni segir Ögmundur að skoð- anakönnun hafi verið framkvæmd fyrir Vinstri græna þar sem spurt var tveggja spurninga. Önnur spurningin hljómaði svona: „Telur þú að stjórnvöld eigi að beita sér fyrir því að byggð verði álver á Ís- landi á næstu fimm áraum eða tel- ur þú að stjórnvöld eigi ekki að beita sér fyrir því?“ Spurningin er lúmsk því í rauninni er verið að spyrja að því hvort stjórnvöld eigi skilyrðalaust að beita sér sér- staklega fyrir því að byggð verði mörg álver á næstu fimm árum, eða ekki. Hver vill það? Ég hef engan heyrt tala fyrir því að byggja eigi óskilyrt ótölulegan fjölda álvera nema þá Vinstri græna í þessari spurningu. Ög- mundur er því að mótmæla sjón- armiðum sem Vinstri grænir lögðu sjálfir fram í könnuninni en lætur sem það sé Framsóknarflokkurinn sem standi fyrir þessu sem er ekki beinlínis falleg framkoma hjá Ögmundi. Hann segir að könnunin sýni að meirihluti þjóðarinnar sé andvígur því að ráðist verði í frekari virkj- anaframkvæmdir vegna álfram- leiðslu. Svo virðist sem andstaðan magnist eftir því sem Ögmundi hitnar í hamsi því fáum línum neð- ar segir hann að sértaka athygli vaki hversu hátt hlutfall þjóðar- innar sé mjög andvígt frekari virkjunum. Ögmundur er kominn á skrið. Fáum línum neðar segir hann: „Þetta þýðir að öfgafull stóriðjustefna Framsóknarflokks- ins … Hér varð ég rasandi bit. Er nú hófstilltasti flokkur landsins orðin að öfgafullum stóriðjuflokki? Ögmundur veit náttúrulega að þetta er röng fullyrðing. En hann eins og aðrir Vinstri grænir „róm- antíkerar“, sem boða samfélags- lega fallega hugmyndafræði sem á litla stoð í raunveruleikanum, veit að hugmyndafræðin þeirra byggist á tálsýn og því verður að afla henni fylgis með því að halda uppi ástemdum dómsdags- spám. Hræða fólk til fylgis, en í því eru Vinstri grænir góðir. Síðan bregður Ög- mundur sér í hlutverk Gróu á Leiti og lumar inn kjaftasögu um áhyggjur Sjálfstæð- isforystunnar á of- forsi Valgerðar og Halldórs í samstarfs- flokknum sem hafa gert virkjun í þágu erlendra álhringa að köllun sinni og hugsjón. Hér sýnir Ög- mundur hversu þraut- þjálfaður hann er í hræðsluáróðri sínum. Roðnar ekki undan því að ljúga upp á fólk því sem helgar meðalið. Hann heldur því fram að niðurstaða könnunarinnar sýni fram á það sem hann kallar „stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar sé í hrópandi andstöðu við vilja meirihluta þjóð- arinnar. Eins og víðar í grein Ög- mundar er hér um að ræða hressi- lega Vinstri græna oftúlkun. Niðurstaða könnunarinnar sýnir enga hrópandi andstöðu. Það sem meira er, niðurstaða könnunar- innar gæti verið röng. Að lokum er ástæða til að nefna að nið- urstaða könnunarinnar styður ekki mikilvægi þess að haldin sé þjóðaratkvæðagreiðsla um frekari uppbyggingu iðnfyrirtækja á land- inu. Í sama blaði skrifar foringi Ög- mundar, Steingrímur J. Sigfússon, um sama mál og á svipuðum nót- um en reynir að höfða til þjóðern- isvitund íslendinga. Gerir tilraun til að hræða til sín fylgi með því að mála skrattann á vegginn í formi rökleysu sem á íslensku kallast Brattabrekka. Hún gengur út á það að leiða öll mál á versta veg með skálduðum forsendum í þeim tilgangi að níða niður skóinn á andstæðingnum í stað þess að hysja upp um sig brækurnar og leggja eitthvað málefnalega fram sem stenst skoðun. Ég legg til að Vinstri græn snúi sér nú að því að girða sig og hætti þessu fitli við skótau annarra. Brattabrekka Vinstri grænna Geir Hólmarsson gerir athugasemd við grein Ögmund- ar Jónassonar um atvinnu- uppbyggingu á Norðurlandi ’… niðurstaða könn-unarinnar styður ekki mikilvægi þess að haldin sé þjóðaratkvæðagreiðsla um frekari uppbyggingu iðnfyrirtækja á landinu.‘ Geir Hólmarsson Höfundur er háskólanemi og flokks- bundinn framsóknarmaður. tæp 42% atkvæða og fjóra menn kjörna. Jók fylgið (þá Árborgarlist- ans) um 14–15%. Þessi sigur vannst m.a. vegna skýrrar málefnastöðu og góðra og trúverðugra frambjóðenda. Nú hefur Samfylkingin í Árborg stillt upp lista fyrir kosningarnar í vor. Það er öflugur listi sem ég tók stoltur sæti á og mun vinna að góðu gengi hans í vor. Það verða spennandi kosningar og Samfylkingin gengur til þeirra af krafti, undir öflugri forystu Ragnheiðar Hergeirsdóttur bæjar- fulltrúa, sem er ein fárra kvenna til að leiða framboðslista á landinu öllu. Áfram Árborg, segi ég við íbúa sveitarfélagsins. Höldum áfram góð- um störfum með ábyrgu áframhaldi undir forystu Samfylkingarinnar í Árborg. Vinnum sigur í vor fyrir sveitarfélagið allt. ’ Tvöfaldur vegur allaleið er mín krafa og það eina sem hægt er að sætta sig við til að auka umferðaröryggi og efla stöðu Suðurlands.‘ Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Árborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.