Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞEGAR rætt er um þætti er varða umferðarmál gleymist oft að það sem er grunnurinn að umferð- aröryggi er umferðareftirlit. Til að slíkt eftirlit sé virkt þarf fjármagn sem lagt er til mála- flokksins að skila sér til hins al- menna vegaeftirlits lögreglunnar. Það er stórundarlegt, svo ekki sé nú meira sagt, að á sama tíma og bifreiðaeign landsmanna tvöfald- ast skuli lögreglan vera orðin nán- ast ósýnileg. Lögbrot í umferð höfuðborgarinnar eru svo algeng, að mér finnst ég vera að fremja lögbrot í hvert skipti sem ég nota stefnuljós! Þau nota helst einstaka atvinnubílstjórar, að leigubílum undanskildum, sem virðast upp til hópa ekki vera búnir þessum bún- aði, eins virðist sem dýrari teg- undir bifreiða séu undanþegnar þessum ljósum. Hvernig í ósköpunum ætlast menn til þess, að fólk fari eftir umferðarreglum, fólk sem ekki einu sinni kann að nota þennan einfalda búnað? Það er talað um umferðarmenningu, umferð- armenning er ekki til á Íslandi, orðið felur nefnilega í sér, að sýna samborgurum sínum í umferðinni virðingu og tillitssemi! Þarna vil ég meina að undirrót vandans liggi. Það er ekki hægt að kenna fólki að fylgja umferðarreglum, þegar slíkt ófremdarástand ríkir í löggæslumálum, að lögreglan horf- ir aðgerðarlaus á þessi „smábrot“, unglingarnir, nýkomnir með öku- skírteinið, sjá okkur, fullorðna fólkið, sleppa því að fara eftir reglunum, hver eru skilaboðin? Við skulum átta okkur á því, að með slíkri hegðan erum við sam- sek og berum ábyrgð á hörmuleg- um slysum í umferðinni á Íslandi! Það er EKKI einkamál hvers og eins að nota t.d. ekki stefnuljós. Sá sem fremur slíkt brot er að stofna lífi og limum annarra í um- ferðinni í hættu. Í Þýskalandi kom upp fyrir nokkrum árum vandamál varðandi slys ungmenna í umferðinni. Þjóð- verjar, sem hafa eina bestu um- ferðarmenningu sem vitað er um, tóku strax á málinu af festu og komust fyrir vandann á skömmum tíma. Þeir settu upp stífara punkta- kerfi, þannig t.d. að við það að nota ekki stefnuljós eða virða ekki stöðvunarskyldu þegar ungi öku- maðurinn var á eins árs skírtein- inu missti hann punkt. Ef punktarnir kláruðust á árinu þurftu þeir aftur í próf! Og ekki bara próf, þeir þurftu að byrja að læra upp á nýtt: „Þú setur vinstri fótinn á kúpling- una …“ Ökukennurum var fyrirlagt, að kenna þessum nemendum sér- staklega vel, einnig voru nemend- urnir rukkaðir um fullt kennslu- og prófgjald aftur! Árangurinn lét ekki á sér standa og slysum snar- fækkaði. Þarna er komið að meginmálinu, það verður að taka á „smábrot- unum“ til að fólk virði allar þær reglur sem settar eru, því umferð- arlagabrot er svo misjafnt hugtak í huga ökumanna. Tökum á þessum brotum, hækk- um sektir fyrir ítrekuð brot; ef þú notar ekki stefnuljós missir þú punkt. Það þýðir ekkert að hafa um- ferðarfræðslu og áróður ef enginn fylgir því eftir, það hefur sömu áhrif til langframa og sú uppeldis- aðferð að segja nei við barn, en gefa því svo sælgæti til að þagga niður í því þegar barnið hlýðir ekki og fer að orga! Hættum að nota fé skattborg- aranna í gæluverkefni innan lög- gæslunnar. við þurfum virka löggæslu en hvorki leyniþjónustu né hryðju- verkaher. ÆVAR SIGDÓRSSON, Tröllateigi 53, 270 Mosfellsbær. Umferðarfræðsla + umferðareftirlit = umferðaröryggi Frá Ævari Sigdórssyni: Í MORGUNBLAÐINU 23. febrúar sl. er smágrein um málefni Graf- arholts eftir íbúa þar, sem sakar Dag B. Eggertsson um ósannindi í málefnum hverfisins, einkum er al- menningssamgöngur varðar að mér skilst. Íbúarnir sjá engan vagn seg- ir þar. En hvernig er ferðum strætó þar varið? Skoðum málið. Síðastliðið sumar, þegar leiða- kerfi strætó var breytt fór vagn nr. 25 að ganga á 20 mín. fresti virka daga, en 30 mín. um helgar frá Biskupsgötu, rétt við Reynisvatn eftir endilöngu hverfinu, ekur síðan um Krókháls, Stórhöfða og að bið- skýli við Ártún undir Vesturlands- vegi. Þaðan er hægt að ganga upp nokkrar tröppur og taka vagna nr. 5, 6, 15, og 16, sem allir fara niður í miðbæ, ýmist um Sæbraut eða Miklubraut og ganga á 10 til 20 mín. fresti. Vagn nr. 25 heldur svo áfram upp í Árbæjarhverfi og hefur enda- stöð við Elliðabraut skammt frá El- liðavatni. Það er upplagt fyrir Graf- arholtsbúa að taka hann til þess að komast í Árbæjarlaugina, því hann stoppar við Fylkisveginn. Síðan gengur leið nr. 24 frá Ár- túnum upp í Mjódd, í Smáralind og suður í Garðabæ. Þá fer leið nr. 12 sem fer frá Ártúnum um efri byggðir Breiðholts stóran hring og síðan í Mjódd um Sæbraut niður á Hlemm og um Lækjargötu og reyndar alla leið í Skerjafjörð. Því miður erum við höfuðborg- arbúar ekki komnir lengra í þróun almenningssamgangna en þetta, svo það er ekki von að Grafar- holtsbúar sjái sérmerktan strætó beint oní bæ fyrir sig ennþá, en bið eftir vagni í Ártúnum er afar lítil eins og fram kemur í ofanrituðu. Allir sem nýta sér almennings- samgöngur verða að gera sér grein fyrir því að vagnarnir ganga eftir stofnbrautum til þess að geta hald- ið áætlun og geta farþegar því þurft að ganga smáspöl í biðskýlin. Hins vegar ganga hverfavagnarnir um íbúðagötur og verða því seinni í förum, en þar er aftur á móti oftast styttra í biðskýlin. Óskandi væri að Grafarholtsbúar og aðrir færu að nýta sér þá kosti sem í boði eru, því þá fyrst verður ástæða til að fjölga leiðum og auka ferðatíðni. Ps. Eftir að ég lauk við að setja þessar hugleiðingar á blað bárust mér upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi strætis- vagnanna sem koma til fram- kvæmda á næstu dögum. Þessar breytingar fela m.a. í sér að ný leið úr Grafarholti í miðbæ verður til og mun það vera þetta sem Dagur var að segja Grafarholtsbúum, svo vonandi geta allir tekið gleði sína á ný. Með bestu óskum til allra vegfar- enda. SIGMAR HRÓBJARTSSON, ellilífeyrisþegi í Reykjavík. Leiðbeint í Strætó Frá Sigmari Hróbjartssyni: Morgunblaðið/Árni Torfason Bréfritari telur ekki ástæðu til að fjölga strætisvagnaleiðum fyrr en borg- arbúar eru búnir að tileinka sér ferðamátann og kynna sér almennilega leiðakerfi Strætó. EITTHVAÐ það eymdarlegasta sem maður sér eru viðbrögð sögu- kennara þegar þeir eru spurðir hvers vegna sögukennsla í skólum sé nauðsynleg. Þeim verður orð- fall, og þeir kyngja, nefna síðan „nátturulega menningararfurinn“ og stama síðan gáfulega nokkra stund. Saga er hluti af upppeldi þjóðar, rétt eins og saga og skýringar eru svo stór hluti í uppeldi barnanna okkar. Sá sem ekki þekkir söguna er dæmdur til að endurtaka hana, svona rétt eins og þegar við segj- um börnunum frá drengnum sem hrópaði „úlfur úlfur“. Þá eru nem- endum sýnd með dæmum öfug áhrif verðlagsnefnda og verðstöðv- ana á vöruverð á Íslandi í 1100 ár, eða við ættum að gera það. Ég veit ekki hvort árin eru 101, eða 95, sem opinberir starfsmenn hafa sett saman hina opinberu sögu þessa lands. Þeir nefnast sagnfræðingar, og þeir verja þessa opinberu sögu með kjafti og klóm, enginn má segja hana nema þeir. Enginn má túlka hana nema þeir, og enginn veit neitt um hana nema þeir. Forseti Íslands sýndi þá dirfð, að varpa fram söguskýringu, og ósóminn er kórónaður með því „að hafa vakið nokkrar umræður“. Sigrún Pálsdóttir sagnfræðingur birtir heilsíðugrein í Lesbók Morgunblaðsins 4. mars um „101 árs gamalt íslenskt mont“. Hún segir, að þegar við reynum að styrkja ímynd okkar og sjálfs- álit, þá sé það mont. Þegar við tín- um það til sem okkur finnst gott í fari forfeðra okkar, þá sé það grobb. Þegar við lítum til þess sem erlendir samtímamenn sögðu um forfeður okkar, þá skal allt það sem uppörvandi var og hvetj- andi vera lygi. Hún nefnir sumarið 1810, sem upphaf þessara lygisagna. Árið 1810 var að ljúka stórátaki hér á landi. 30 árum áður var almenn- ingur að mestu ólæs og óskrifandi. Það þurfti miklu til að kosta, að efla mannsandann og sjálfsálitið, því án þess verður ekkert til. Það var því lán þessarar þjóðar að þá voru ekki til sagnfræðingar til að vera þáttur í þeirri vakningu Það ber að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir að vekja umræðu um söguskýringar. KRISTJÁN HALL, fésýslumaður með áhuga á sögu og mannrækt, Langholtsvegi 160, 104 Reykjavík. Bréf til Morgunblaðsins um 101 árs gamalt mont Frá Kristjáni Hall: SASS hélt aðalfund á Kirkjubæj- arklaustri dagana 25. og 26. nóv- ember sl. Voru samgöngumál m.a. á dagskrá. SASS eru sunnlensku sveitarfélögin, Vestmannaeyjar meðtaldar. Þessi sveitarfélög hafa miklar áhyggjur af því hversu lítið vegafé (samgöngufé) hefur komið í hlut Sunnlendinga. Þau hafa fengið miklu minna af kökunni en aðrir landshlutar, þrátt fyrir að bílaum- ferð hafi aukist mest í þessum landshluta. Fólkið í þessum sveit- arfélögum, og þar að auki allmargir Austfirðingar, keyrir reyndar líka Suðurlandsveg, Hellisheiði eða Þrengsli austur á bóginn, eins og mikill hluti fólks af höfuðborg- arsvæðinu. Þar að auki fara all- flestir túristar að Gullfossi, Geysi og til Vestmannaeyja svo eitthvað sé nefnt og víða um sunnlenska vegi. Eins og alþjóð veit hefur upp- bygging á Suðurlandi verið gífurleg eins og á höfuðborgarsvæðinu og austur á fjörðum. Sumarbústaða- byggð Reykvíkinga er að mestu leyti í sveitunum á Suðurlandi og bílaumferðin hefur vaxið á hverju ári svo um munar. Margir Sunnlendingar leggja áherslu á uppbyggingu á veginum frá Reykjavík að Selfossi og eru talsmenn sem kalla sig Hellisheið- arvini sem tala hæst og er það gott mál. Það er æskilegt að hafa tveggja akreina leið til beggja átta þessa leið, en aukningin er líka um Þrengslaveg. Þó svo að vegurinn um Hellisheiði verði lagður svona verður engin breyting í veðráttu á veturna. Óveðrið og ófærðin verða alltaf til staðar, veturnir eru mjög mismunandi harðir, stundum þarf að loka Hellisheiðinni og þá þarf að fara aðrar leiðir, hverjar eru þær? Þá þarf að fara Þrengslaveg. Það vita allir sem keyra Þrengslaveg að hann er ekki gerð- ur fyrir eins mikla umferð og fer um hann á degi hverjum. Þeir sem fara Þrengslaveginn eru m.a. fólk (ferðamenn) sem fer í Selvoginn, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjar, Eyr- arbakka, Stokkseyri og sveitirnar þar í kring. Sumir sem eru á aust- urleið og á Selfoss fara frekar yfir Óseyrarbrúna, því þeir vilja losna við umferðarhnútinn sem myndast oft við Ölfusárbrú við hringtorgið á Selfossi þegar mesta umferðin er þar. Þá hafa vöruflutningabílstjórar sagt mér að þeir myndu gjarnan fara Þrengslaveg ef hann væri breiðari (greiðfærari) en hann er í dag. Þá myndu þeir losna við þá miklu umferð sem er um Hellis- heiði, sérstaklega yfir sumartím- ann. Auðvitað myndi það létta á um- ferð um Hellisheiði ef Þrengslaveg- ur yrði lagaður og það myndi Suð- urstrandarvegur væntanlega líka gera. Lagning Suðurstrandarvegar hefur verið á áætlun um nokkurt skeið, en vegurinn er ein mikilvæg- asta samgöngubótin fyrir sveit- arfélögin á Suðurlandi og Suð- urnesjum. Suðurstrandarvegurinn mun skapa sveitarfélögunum betri sóknarfæri í uppbyggingu atvinnu- og ferðamála. Ég tala nú ekki um hversu mikilvægur hann verður ör- yggisins vegna. Mikilvægt er að framkvæmdir við Suðurstrandarveg hefjist sem fyrst og þeim verði lokið í einum áfanga áður en farið er í miklar vegaframkvæmdir annars staðar. Það er krafa okkar. Að lokum. Nafnbreyting á Þrengslavegi (Þrengslum); Ölf- usvegur eða Ölfusbraut hefur verið nefnt, það er miklu fallegra nafn. Hvað finnst ykkur? ÞÓRHILDUR ÓLAFSDÓTTIR, Hrauni, Ölfusi. Samgöngumál á Suðurlandi Frá Þórhildi Ólafsdóttur: NÚ UM stundir er farið mikinn í umfjöllun fjölmiðla um ágæti ákveð- inna stjórnmálamanna. Fram- kvæmdagleði þeirra og framtaks- semi. Kópavogsbúar fara ekki varhluta fréttaflutnings af sínum frábæru stjórnendum, ekki síst hin- um mikilhæfa bæjarstjóra Gunnari Birgissyni. Varla er opnað svo blað eða sjónvarp, að ekki sé verið að sýna myndir af skóflustungum, borðaklippingum og hverskonar byrjunarafrekum af þessu eða hinu tagi. Það væri fróðlegt að sjá bæjar- stjórann sýna sig, þó ekki væri nema að taka skóflustungu að þjón- ustuhúsnæði fyrir öryrkja, hvað þá ef hann gæti bent á fullbúið hús og klippt þar á borða. Ég hef búið í Kópavogi í fimmtíu og fjögur ár, er ein af frumbyggjum staðarins. Ég er aðstandandi ör- yrkja, sem er í brýnni þörf fyrir þjónustuhúsnæði. Árið 2001 voru gefin vilyrði hjá Félagsmálastofnun Kópavogs um að bætt yrði úr þeirri brýnu þörf, sem myndi taka um tvö ár að leysa. Síðan þá eru liðin nær sex ár og er minn aðstandandandi bundinn sjúkrastofnun vegna skorts á við- eigandi heimilisaðstöðu. Það er undrunarefni að ráðamenn sveitar- félaga skuli komast upp með það árum saman, að líta fram hjá þeirri lögboðnu skyldu sinni að sinna frumþörfum þeirra, sem vegna sjúkleika standa höllum fæti í lífinu, það er að segja að skapa þeim heimilisaðstöðu. Vonandi líta þeir ekki á það fólk, sem þarf á þeirri aðstoð að halda, sem óhreinu börnin hennar Evu. GUÐLAUG J.A. EINARSDÓTTIR, Kópavogi 2. Skortur á þjónustu- húsnæði í Kópavogi Frá Guðlaugu J.A. Einarsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.