Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 45

Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 45 MINNINGAR um þig, elsku Guðrún mín. Þú ert alltof lítil til að vera farin. Fólk er mislitríkt, svo eru sumir algjörlega litlausir. Guðrún var í öll- um regnbogans litum. Það var ekki hægt að láta sér leið- ast í kringum hana. Það skipti engu máli hvað við gerðum saman. Það var allt skemmtilegt með Guðrúnu. Við fórum í óteljandi ferðalög sam- an, utanlandsferðir, skíðaferðir og alls kyns útilegur, oftast með báðum fjölskyldunum okkar, alveg frá því að við vorum pínulitlar. Við fórum líka einu sinni í tveggja manna mjög eftirminnilega tjaldferð í Borgar- holt fyrir nokkrum árum. Við vorum að vísu hvorugar komnar með bíl- próf, þannig að Jón eða pabbi skutl- uðu okkur þangað. Við vorum með grill og hestadótið okkar og allar græjur. Þrátt fyrir að ég hafi verið þremur árum eldri en Guðrún hefði fólk sem hlustaði á okkur tala saman líklegast dregið þá ályktun að ég væri yngri manneskjan. Guðrún hafði nefnilega prufað allt og kunni á allt og þegar ég var að hafa enda- lausar áhyggjur af öllu eins og vana- lega hló Guðrún að mér og sagði: „Æ, Sigríður, þú ert svo lítil og sak- laus eitthvað, kanntu í alvörunni ekki að grilla?“ Nei ég kunni það ekki og hún þurfti líka að kenna mér á fjórhjólið sem og margt annað. Það var líka fínt að láta Guðrúnu kenna sér. Hún gaf skemmtilegustu og bestu ráð við öllum vandamálum. Sama hvað það var, það var aldrei neitt mál. Hún nennti aldrei neinu væli, enda var ekkert hægt að væla í kringum hana. Manni datt það bara einhvern veginn ekki í hug. Það er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið tilfinninganæm stelpa, hún var það nefnilega. Hún var bara öðruvísi en allir aðrir. Hún skildi að það þýð- ir ekkert að velta sér upp úr hlut- unum, enda fékk hún ekki tíma til þess. Ég kann ekki að lifa án Guðrúnar og ég vil heldur ekki kunna það. Það er enginn sem getur gert hvers- dagslegar Ikeaferðir, flugvallabiðir eða sambandsslit að eins mikilli skemmtun. Lífið verður svo óbæri- legt án hennar en við verðum samt að reyna að halda áfram að lifa því. Eða „bíta í það súra epli“ eins og hún hefði sagt. Það er erfitt að brjál- ast ekki yfir tilgangsleysi þessa slyss. Yfir hvað hefði getað orðið ef hún hefði farið varlega og ef hún hefði verið í belti. Ef. En þannig var það ekki og þannig var hún ekki. Það hefði líka enginn sem þekkti hana viljað breyta einu né neinu við hana, því hún var alveg einstök. Það gat heldur ekki neinn breytt Guðrúnu. Hún þurfti að ganga í gegnum hlutina sjálf og þroskast á sínum hraða. Það er ekki hægt að breyta fólki sem er eiginlega alveg sama hvað öðrum finnst. Guðrún var þannig, hún hafði um skemmtilegri hluti að tala. Það eru því miður alltof fáir eins og hún. Guðrún var ferskur blær inn í þjóðfélag fullt af fólki, sem lætur alla vitlausu hlutina skipta sig máli. Það eru ekki til nógu sterk orð sem lýsa því hversu sorglegt það er að við fáum ekki að njóta þess leng- ur að hafa hana í kringum okkur. Síðasta skiptið sem við töluðum saman var mánudaginn 27. febrúar. Hún var að bjóða mér í afmælið sitt næsta laugardag. Segja mér í hverju hún ætlaði að vera. Hún vissi ekkert hvað hana langaði í í afmæl- isgjöf af því hún var svo ánægð með það sem fjölskyldan ætlaði að gefa henni. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að heyra í henni þennan dag. Vinskapur okkar var nefnilega þannig að við gátum alveg sleppt því að tala saman í marga mánuði. Það skipti samt aldrei neinu máli, við vissum alveg hvar við höfðum hvor aðra. Hún var svo traust og ynd- isleg, ég mun aldrei hlæja aftur eins og ég hló með henni. Elsku Elísabet, Jón, Pálmi, Jón- ína og Snæfríður. Ég á engin orð sem lýsa því hversu sárt er að sjá ykkur þurfa að upplifa þennan mikla missi. Þessa síðustu daga haf- ið þið sýnt styrk sem ekki nokkur manneskja á að þurfa að sýna. Megi Guð og englarnir blessa fallegu fjöl- skylduna ykkar að eilífu. Sigríður Erla Viðarsdóttir. Þegar ástvinir hverfa á braut brotnar hluti af manni og ekkert er til sem græðir. Þegar þessir ástvinir eru ekki einu sinni komnir í blóma en eru rétt að byrja að springa út þá eru engin orð til sem segja hversu mikill harmurinn er. Inn í líf okkar skaust þessi sólargeisli sem hún Guðrún er okkur fyrir nokkrum ár- um og hefur yljað okkur og lýst æ síðan. Nærvera hennar sem blær nýrra tíma og brosið hennar sveip- aði burt allri mæðu. Hún varð fljótt sem ein af fjölskyldunni og áttum við saman góðar stundir. Ekki síst í eldhúsinu þar sem maturinn og til- veran öll voru krydduð af krafti. Guðrún hafði skoðun á matargerð jafnt og öðrum hliðum lífsins og fékk kokkurinn óspart að heyra hvernig staðan var. Krydd var til að nota og var ekki bara til skrauts. Stundum dreyptum við á glasi af víni á meðan maturinn kraumaði og er ég spurði hana hvernig vín hún vildi svaraði hún iðulega: „æ, bara þetta sem mér þykir svo gott, þú veist“, og ég vissi hvaða vín það var. Tilveran var í jafnvægi hjá okkur. Guðrún var mikil keppnismann- eskja og gat ekki séð að keppni væri til annars en að sigra. Annað sæti var bara fyrir þá sem höfðu tapað fyrsta sætinu. Þeir sem ekki ætluðu að sigra áttu ekki að taka þátt. Í þjóðfélagi sem einkennist af sam- keppni telst þetta til kosta en líka er kapp best með forsjá.Guðrún var á þessum aldri sem er svo skemmti- legur og um leið svo erfiður. Þegar allt lífið blasir við fram undan og margar erfiðar ákvarðanir þarf að taka, eins og til dæmis að velja sér braut í námi sem hentar því sem maður vill svo eyða ævinni við. Það var gaman að ræða þetta við hana og einu sinni er þetta kom upp sagði hún mér að til að geta orðið það sem heillaði hana mest þyrfti hún að hressa upp á þýskuna og ákváðum við að við skyldum bara tala þýsku við ákveðin tækifæri. Urðu þessar viðræður spaugilegar og skemmti- legar og skildum við hvort annað ágætlega þó svo við skildum ekki neitt hvort í öðru, og viðstaddir auð- vitað alls ekki neitt. Rétt áður en þetta hörmulega slys bar að hafði Guðrún sagt okkur að hún væri al- varlega að hugsa um að læra eitt- hvað sem gæti nýst henni við starf með þroskaheftum börnum og var auðvelt að ímynda sér hana við það. Við fjölskyldan kveðjum Guðrúnu og þrátt fyrir harminn njótum við minninganna sem við eigum bæði af heimili okkar og úr vinnunni og ekki síður á ferðum saman bæði innan- lands og utan. Minningar úr ferðalögunum á mótorhjólunum og á reiðhjólunum í Danmörku í sumar geymast sem sérstakir gullmolar um hvernig all- ar stundir eiga að vera. Fjölskyldu og aðstandendum öllum færum við okkar dýpstu samúð og megi æðri máttur styrkja ykkur Elísabetu og Jón í ykkar harmi sem ekkert okkar fær skilið. Elsku Guðrún, farðu í friði. Hinrik Morthens, Elín Vigfúsdóttir og fjölskylda. Þegar maður missir ástina og besta vin sinn missir maður meira en stóran hluta af sjálfum sér. Eins og margir vita vorum við Guðrún búin að vera saman í tæplega fjögur ár og hafa það verið bestu ár lífs míns. Ég á eftir að sakna hennar óendanlega mikið og þess tíma sem við vorum saman. Í mínum augum var Guðrún frá- bærasta manneskja sem ég hef á ævinni hitt. Hver einasta stund sem ég lifi án þín Hvert einasta skref er niður á við Hver einasta hugsun er tileinkuð þér Hverja einustu stund langar mig að vera í faðmi þínum Hvert einasta tár sem ég felli fellur til þín Hver einasta gleðistund mín er vegna þín Hver einasta minning um þig fyllir mig þrá Hvert einasta bros mitt er brosað fyrir þig Hver einasta snerting mín ætti að snerta þig Hver einasti partur í líkama mínum er tileinkaður þér sem ég þrái sem ég elska Hver einasti söknuður minn fer til þín (Gunnar Pétursson.) Í minningu Guðrúnar – ég sakna þín. Orri Morthens. ✝ Karl Níelssonfæddist í Thi- sted í Danmörku 8. júní 1912. Skírnar- nafn hans var Carl Ejler Theodor Niel- sen. Hann lést 1. mars síðastliðinn á Hrafnistu í Reykja- vík. Foreldrar hans voru hjónin Anton Marius Nielsen, málarameistari í Thisted, og Freder- ikke Nielsen, f. Dys- ted, dóttir Carls Theodors Dysted og Marianne Christensen Skovgaard. Karl ólst upp í Thisted í hópi sex systkina en þau voru auk hans Os- vald, f. 1899, Edith Erna Lydia Viola Fransiska Doyle, f. 1901, Bessy Hansen, f. 1903, Reynold Nielsen, f. 1905, og Carlo Nielsen, f. 1914. Þau eru öll látin. Karl gerðist bakaranemi en þar sem verndun nema var óþekkt í þá daga ákvað hann að hætta í nám- inu og gerðist hann háseti á flutn- ingaskipi með heimahöfn í This- ted. Karl fluttist síðar til Kaupmannahafnar og stundaði þaðan sjómennsku. Hann var kall- ekki efni á að kaupa sér tæki. Karl og félagar hans spiluðu einnig reglulega á spil yfir vetr- armánuðina. Meðan á hernámi Þjóðverja í Danmörku stóð og næstu tvo ára- tugina sem fylgdu í kjölfarið var oft þröngt í búi í Danmörku, at- vinnuleysisdraugurinn vofði yfir og ógnaði öryggi margra fjöl- skyldna ólíkt þeirri þróun sem var á Íslandi. Fjölskyldan flutti því til Íslands árið 1955, þar sem hún bjó fyrst við Suðurlandsbraut en lengst af við Laugaveginn. Á árunum við Laugaveginn var oft gestkvæmt en Laugavegurinn var þá aðal- verslunargatan í borginni og eng- ar verslunarmiðstöðvar komnar til sögunnar. Þegar komið er á eft- irlaunaaldur flytjast þau hjónin inn í Hátún en frá 23. október 2001 voru þau vistmenn á Hrafnistu í Laugarási. Concordía lést á Hrafn- istu 24. október 2004. Karl vann hjá Sláturfélagi Suð- urlands frá fyrstu tíð eftir að fjöl- skyldan fluttist til Íslands, fyrst í Ullarverksmiðjunni Framtíðinni við Frakkastíg og síðar í Sútunar- stöð fyrirtækisins við Grensás. Karl var frá vinnu einn dag vegna veikinda allan þann tíma sem hann vann hjá Sláturfélaginu eða í um 35 ár. Útför Karls verður gerð frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. aður í danska herinn 1930 og gegndi her- þjónustu á Jótlandi. Karl kynntist eig- inkonu sinni, Concor- díu Konráðsdóttur Níelsson, árið 1939 og giftu þau sig 30. janúar 1943. Þau eignuðust tvo syni, Ólaf Gunnar Karls- son, f. 1943, og Þor- stein Karlsson, f. 1945. Fjölskyldan bjó í Kongens Lyngby, í göngufæri frá fallegum stórum al- menningsgarði og stöðuvatni, skólanum, dagheimilinu og járn- brautarstöðinni. Kirkjan og sunnudagaskólinn voru hinum megin við götuna. Mikill samgang- ur var milli systkina Karls og fjöl- skyldna þeirra enda bjuggu Edith og Carlo líka í Lyngby og Bessy og Reynold í nærliggjandi bæjum. Karl var á þessum árum gjald- keri í Radioklubben í Lyngby en félagar klúbbsins gengu milli húsa og söfnuðu saman notuðum út- varpstækjum, létu gera við þau, ef á þurfti að halda og færðu eldri borgurum í Lyngby, sem höfðu Elsku Kalli afi er látinn, 93 ára að aldri. Þótt afi hafi skilið ágæt- lega íslensku þá kaus hann heldur að tala dönsku. Ef handabendingar eða önnur táknmál komust ekki til skila þá var amma Día alltaf tilbú- in að þýða fyrir afa yfir á íslensku. Afi valdi því oft þann kostinn að vera fámáll en hlustaði þeim mun betur á aðra. Ofan á ískápnum hjá ömmu og afa stóð lítil trédós, sem var alltaf full af brjóstsykri og ópali. Ófá voru þau skiptin að dós- in var tóm eftir að við krakkarnir höfðum laumast í hana í heimsókn- inni. Aldrei skammaðist afi yfir því en næst þegar við komum í heim- sókn var dósin orðin full aftur. Á jólunum gaf afi okkur alltaf bæk- ur. Afi var mikill húmoristi. Til dæmis núna fyrir síðustu jól, þeg- ar við spurðum afa hvað hann langaði að fá í jólagjöf, gaf hann upp gjafalista og þegar hann var tilbúinn leit hann snöggt upp og sagði: ,,En það þýðir ekki að þið fáið nokkuð frá mér,“ brosti og hló dátt. Afa var umhugað um marga hluti. Hann hlúði afskaplega vel að blómunum sínum, bjó til besta marsipankonfekt í heimi, fylgdist vel með boltanum á laugardögum og tók þátt í getraunum. Hann var reglumaður, árrisull og hugsaði vel um heilsuna með göngu- og sund- ferðum. Afi var alla tíð dugnaðar- forkur, ósérhlífinn og kvartaði aldrei. Eitt af áhugamálum ömmu og afa, sem við barnabörnin kunnum ekki að meta á okkar yngri árum, var að hlusta með þeim á Týróla- og Bæjaramúsík og danskar revíur af myndbandsspólum en þannig gátu þau eytt heilu eftirmiðdög- unum og sungið með. Við barna- börnin erum þakklát fyrir að hafa átt skemmtilegan og elskulegan afa sem vildi barnabörnunum sín- um ávallt það besta. Afi, við munum elska þig og varðveita í minningu okkar. Þín barnabörn, Herbert, Sunna og Tinna. Ég sit úti í garði á heimili mínu í Macon í Georgíu og horfi á íkorn- ana klifra upp og niður trén og fuglarnir syngja og hoppa grein af grein. Það er greinilega komið vor. Það var ekki laust við að ég fyndi fyrir trega við fregnina af andláti Karls. Ég kynntist Karli og Díu fyrir rúmum þremur áratugum og tókst með okkur góður vinskapur en þau eru tengdaforeldrar Hönnu systur minnar. Karl fæddist í Thisted á Jótlandi í Danmörku. Hann vann ýmis störf á sínum yngri árum og gegndi herskyldu í danska hern- um. Karl kynntist eiginkonu sinni Díu, sem lést 24. október 2004. Þau hjónin bjuggu í Lyngby í Dan- mörku þar til þau fluttust til Ís- lands 1955 með drengina sína Þor- stein og Ólaf. Karl vann allan sinn starfsaldur á Íslandi hjá Slátur- félagi Suðurlands. Vinnutíminn hjá Karli var ekki öfundsverður því að dagurinn byrjaði klukkan fimm á hverjum morgni. Karl og Día áttu fallegt heimili á Laugavegi 45, sem var ein vinsæl- asta gata borgarinnar, og margir áttu þar leið um. Það var því oft gestkvæmt hjá þeim hjónum en þau voru bæði gestrisin og höfð- ingjar heim að sækja. Karl var líflegur dansherra og tónlistarunnandi og gaf hann yngra fólkinu ekkert eftir í þeim efnum. Við fjölskyldan eigum margar yndislegar minningar frá hátíðisdögum á liðnum árum og okkur var tekið eins og þeirra eig- in fjölskyldu. Minningar um Karl eru góðar, hann var ljúfur, brosmildur og drengur góður. Karl var lánsamur, því hann var heilsugóður alla sína ævi. Að loknu síðdegiskaffi 1. mars sl. kvaddi Karl vinur minn þennan heim. Ég og fjölskylda mín sendum Þorsteini, Ólafi og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við eigum öll fallegar minningar um Karl Ejler Theodor Nielsen. Farvel min ven. Herdís Herbertsdóttir og fjölskylda. KARL NÍELSSON Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HARALDUR Þ. THORLACIUS, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 28. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þórir Thorlacius, Þórey Jónatansdóttir, Kolbrún Thorlacius, Elsa J. Gísladóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir og tengdamóðir, UNNUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Brattahlíð 4, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 7. mars. Ólafur Steinsson, Gunnhildur Ólafsdóttir, Agnar Árnason, Jóhanna Ólafsdóttir, Pétur Sigurðsson, Steinn G. Ólafsson, Guðrún Sigríður Eiríksdóttir, Símon Ólafsson, Kristrún Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.