Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 47

Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 47 MINNINGAR mikill. Góa var mikil gleðimanneskja í jákvæðustu merkingu þess orðs og ég man þegar ég keypti nýjustu bítlaplöturnar, voru þær amma og hún jafnvel spenntari en ég að setja þær á fóninn. Það eru svona stundir sem ekki virðast merkilegar þegar þær ger- ast, en verða þess meiri fjársjóður í minningunni. Ég kveð Góu með meira þakklæti en ég get með orðum lýst og óska henni velfarnaðar í nýjum heim- kynnum. Ólafur Oddgeir (Óli Geir). Elsku Góa. Æðrulaus, sjálfstæð, mannleg, fórnfús, hugulsöm, skemmtileg, fyndin, þetta eru orð sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Ég naut þeirra forréttinda að kynnast þér fyrir nokkrum árum í gegnum dóttur þína, Elvu Ósk. Þú varst vitur og full af fróðleik en það var alltaf stutt í húmorinn og hláturinn. Þú sagðir einu sinni að þú upplifðir þig sem 17 ára. Bættir svo við hlæjandi að þessi blessaður líkami þinn væri bara ekki alveg sammála. Já, þú varst svo sannarlega ung í anda þrátt fyrir að líkami þinn væri orðinn lú- inn. Ég hef aldrei kynnst konu eins og þér. Þær eru ógleymanlegar stundirnar sem ég átti með þér og Elvu Ósk í eldhúsinu á Ásvallagöt- unni. Ég veit að missir barnanna þinna er mikill. Það var ekki síst viðhorf þitt til fjölskyldunnar sem var svo heillandi. Þú hefðir gengið gegnum eld og brennistein fyrir fólkið þitt. Elsku besta Góa, ég veit að þín verður sárt saknað. Ég votta Elvu Ósk, Agnesi, Benna, börnum Góu, tengdabörnum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Megi góður Guð vaka yfir ykkur öllum. Vigdís Gunnarsdóttir. Núna þegar við kveðjum Rögnu Lísu Eyvindardóttur langar okkur til að minnast hennar með nokkrum orðum. Það var ein af góðum gjöfum lífs- ins að fá að kynnast Góu, við kynnt- umst fyrst síðasta haust þegar Góa kom til La Marina á Spáni þar sem hún ætlaði að vera til vors í húsinu sínu sem hún kallaði Hvíld. Vinátta er mikil guðs gjöf, og með okkur tókst strax mikil vinátta. Við munum varðveita í hjarta okk- ar allar minningarnar um gleði- stundirnar sem við áttum þegar við komum við hjá þér í Hvíld. Við gátum setið tímunum saman og talað um allt milli himins og jarðar. Oft sagði Góa okkur sögur af lífshlaupi sínu þar á meðal sögur af gosinu í Vest- mannaeyjum og þegar hún og Óli fóru með skemmtiferðaskipi í sigl- ingu. Oft sagði Góa okkur fréttir af fjölskyldu sinni, hún lét velferð fjölskyldu sinnar sig miklu máli varða og var mjög stolt af börnum sínum og fjölskyldum þeirra. Góa hafði skoðanir á flestu og var ófeimin að halda þeim fram, hvort sem var um menn eða málefni að ræða. Hreinskiptin, einbeitt og ákveðin kona var hún, væri hún búin að taka afstöðu í einhverju máli var mjög erfitt að hnika henni frá því. Því fékk ég oft að kynnast þegar breytingarn- ar á húsinu hennar stóðu yfir nú í vetur. Góa hafði mikið yndi af tónlist, og oftar en ekki þegar við komum í heimsókn hafði hún verið að hlusta á tónlist og þá helst hin gömlu góðu eins og hún sagði. Góa naut þess að vera í góðum hópi, og var þá alltaf glettin og spaugsöm. Við fórum nokkrum sinn- um saman á skemmtanir sem við Ís- lendingarnir á svæðinu héldum og þá var oft hlegið dátt. Á Þorláksmessu komstu til okkar í skötu og saltfiskveislu og geislaðir af gleði. Á aðfangadag varst þú hjá okkur og þú varst svo glöð þegar þú sást aftansönginn í sjónvarpinu beint í gegnum tölvuna þar sem þú sást tvö barnabörn þín syngja í kórnum. Síðast þegar við fórum saman á skemmtun þá var það á árshátíð okk- ar Íslendinga á Spáni sem var haldin á La Marina í byrjun febrúar, þá var nú sungið dátt og hlegið fram á rauða nótt. Síðan í byrjun góu veiktist þú mik- ið og varðst að leggjast inn á spítala. Það bjóst enginn við að þú færir svona snöggt frá okkur, en hver á sinn vitjunartíma, og virtist þú vita að þinn tími væri kominn. Daginn eftir að þú varst komin á spítalann, kom ég inn í herbergið til þín eftir að hafa verið að tala við lækni og sagði við þig „Góa mín, þeg- ar þú kemst heim verðum við að finna heimilishjálp fyrir þig og eins þegar þú kemur heim til Íslands.“ Þú horfðir á mig í smástund og sagðir svo. „Jenni minn, það skal aldrei verða, upp á aðra verð ég ekki kom- in.“ Þú stóðst við það eins og annað sem þú ætlaðir þér. Þú sagðir mér að þú værir sátt og þér liði vel og værir tilbúin að fara að hitta Óla sem þú værir farin að sakna mikið. Ég veit að þið eruð komin á þann stað þar sem ástvinir hittast eftir að- skilnað. Góa skilur eftir sig minningar um skemmtilega og góða konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Bros þitt á eftir að lifa í hjarta okk- ar alla tíð. Og við munum þakka Guði fyrir að hafa leitt okkar fundi saman. Drottinn blessi og varðveiti af- komendur þína og aðra þá er nú syrgja, en með samheldni og Guðs hjálp munu þau komast í gegnum sorgina og að brosinu. Hvíl í friði, elsku Góa. Þínir vinir, Jens Sigurjónsson. Sigrún Júdit Guðlaugsdóttir. ✝ Haraldur Sigur-jónsson fæddist í Hafnarfirði 6. apríl 1921. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 1. mars síðastliðinn. Foreldrar Haraldar voru Sigurjón Jóns- son skipstjóri, f. 8. júní 1889, d. 13. júlí 1943, og Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 19. júní 1887, d. 18. desember 1968. Systkini Haraldar voru: Guðjón, f. 25. september 1914, d. 4. febrúar 1996, Sig- urður Magnús, f. 4. febrúar 1917, d. 22. maí 2000, Svanhildur, f. 24. maí 1918, d. 26. mars 2002, Eirík- ur, f. 11. febrúar 1920, d. 10. mars 1963, og Ingimundur Vig- fús, f. 28. júní 1922, d. 29. maí 1981. Hinn 5. september 1953 kvænt- ist Haraldur Ágústu Ólafsdóttur, f. 2. janúar 1929. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ólafur Einarsson, f. 28. september 1893, d. 3. maí 1973, og Ingveldur Einarsdóttir, f. 10. ágúst 1889, d. 19. nóvember 1966. Börn Haraldar og Ágústu eru: 1) Ingveldur hjúkrunarfræð- ingur, f. 24. nóvember 1953. Börn unnusti Reynir Arnarsson, f. 7. júlí 1987, og c) Elísabet, f. 29. mars 1993. Ólafur og Dóra slitu samvistum. Sambýliskona Ólafs er Viglín Óskarsdóttir þjónustu- stjóri, f. 30. ágúst 1966, sonur þeirra er Óskar Rafn, f. 12. mars 2005. 4) Hjördís bókari, f. 4. nóv- ember 1959. Börn hennar og Sig- urjóns Héðinssonar bakarameist- ara, f. 29. júlí 1958, eru: a) Héðinn, f. 22. nóvember 1984, sambýliskona Bryndís Ósk Bragadóttir, f. 6. apríl 1987, b) Haraldur, f. 28. júlí 1987, c) Ás- dís, f. 10. júlí 1991. Hjördís og Sigurjón slitu samvistum. Haraldur og Ágústa bjuggu fyrstu mánuði búskaparára sinna í Hafnarfirði en fluttu fljótlega til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðan. Haraldur ólst upp í Hafn- arfirði og var einn þeirra „Hóls- bræðra“ sem settu mikinn svip á íþróttastarfið í FH á upphafsár- um félagsins fyrir um 75 árum. Hann lagði stund á fimleika, frjálsar íþróttir, handknattleik og knattspyrnu og var m.a. einn af þeim sem lögðu grunn að stofnun knattspyrnudeildar FH. Haraldur hóf ungur að stunda sjómennsku, fyrst á skipi með föður sínum en síðar á fiskiskipum og þá lengst af á togurum í eigu Tryggva Ófeigssonar. Árið 1985 hætti hann sjómennsku og starfaði hjá Hampiðjunni fram yfir sjötugt. Útför Haraldar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ingveldar og Guðna Friðriks Gunnars- sonar sölumanns, f. 8. apríl 1953, eru: a) Haraldur, f. 29. maí 1975, b) Guðný Stella, f. 11. nóvem- ber 1979, og c) Ágúst Ingi, f. 22. október 1992. Ingv- eldur og Guðni Frið- rik slitu samvistum. Sambýlismaður Ingveldar er Bene- dikt Skarphéðinsson byggingatæknifræð- ingur, f. 8. janúar 1949. 2) Sig- urjón Ingi skrifstofustjóri, f. 2. mars 1955, kvæntur Margréti Hinriksdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 30. desember 1956. Börn þeirra eru: a) Guðrún, f. 11. mars 1977, sambýlismaður Jón Arnar Guð- mundsson, f. 9. september 1977, b) Ágústa, f. 30. október 1981, sambýlismaður Skúli Björn Jóns- son, f. 13. febrúar 1978, sonur þeirra er Tryggvi Þór, f. 18. júní 2005, og c) Einar Örn, f. 15. októ- ber 1989. 3) Ólafur framkvæmda- stjóri, f. 14. ágúst 1958. Börn hans og Dóru Þorláksdóttur kennara, f. 27. júní 1959, eru: a) Sævar, f. 30. september 1983, b) Sigrún Erla, f. 31. ágúst 1987, Í dag þegar við kveðjum ástkæran tengdaföður minn Harald Sigurjóns- son vil ég aðeins staldra við og þakka honum samfylgdina og þá hlýju og góðvild sem hann sýndi mér alla tíð. Halli afi, eins og hann var alltaf kallaður í minni fjölskyldu, var fædd- ur í Hafnarfirði, ólst þar upp í stórum systkinahópi. Hann var mikill íþrótta- maður á sínum yngri árum, stundaði frjálsar íþróttir, fimleika, handbolta og knattspyrnu. Hafði alla tíð stórt FH hjarta og fylgdist fram á það síð- asta með öllum viðburðum tengdum FH. Ungur að árum fór Halli á sjó og varð það hans starfsvettvangur lengst af ævinnar. Á mínum fyrstu búskap- arárum færði hann okkur alltaf nýjan fisk í búið, minnist ég þess varla að hafa þurft að kaupa fisk fyrr en eftir að hann hætti á sjónum. Síðustu starfsárin starfaði Halli hjá Hampiðj- unni, hætti ekki störfum fyrr en rúm- lega sjötugur. Þegar Halli fór að vinna í landi var Ágústa nýfarin út á vinnumarkaðinn. Aðdáunarvert var að fylgjast með samvinnu þeirra við heimilisstörfin. Gekk hann í flest störf innan heimilis- ins sem ekki var algengt með menn á hans aldri, ryksugaði, skúraði, eldaði og bakaði (í það minnsta pönnukökur enda algjör sérfræðingur á því sviði). Við starfslok hófst svo nýr kafli, þá var farið í sund á hverjum degi og í lengri eða skemmri gönguferðir um nágrennið. Alltaf sami íþróttamaður- inn, hélt sér þannig í formi allt fram yfir áttrætt þegar hann veiktist. Þau hjónin voru miklir félagar alla tíð en ólíkar persónur sem bættu hvort annað upp eins og tengda- mamma segir. Hann var hæglátur og fáorður en átti þó oftar en ekki síðasta orðið. Þau höfðu ánægju af ferðalög- um og ferðuðust víða bæði innanlands og erlendis. Hagur og hamingja barna og barnabarna var honum ætíð ofarlega í huga. Fram á síðasta dag fylgdist hann vel með „hópnum sínum“ hvað hver var að gera og hvernig hlutirnir gengu. Hvort sem var í daglega lífinu, skólanum og tómstundunum, að ég tali nú ekki um íþróttunum. Eins og áður segir var Halli ekki margorður maður en hann hafði ein- staklega góða nærveru. Þetta fundu börnin og hændust að honum enda meiri barnagælu varla hægt að finna. Barnabörnin þrettán hafa notið sín í samvistum við hann og meira að segja litli langafakúturinn hló ef hann var settur í fang afa síns. Breiðholtið var samkomustaður stórfjölskyldunnar, þar nutu börnin sín. Þau yngri sat hann með í fanginu lék við þau og leið- beindi. Þegar þau urðu eldri fengu þau að fara með í sund og í eftirminni- legar ævintýraferðir í Indjánagil. Þessara yndislegu samverustunda hugsa börnin til með hlýju og söknuði. Þessar og fleiri góðar minningar á ég um hann Halla tengdaföður minn, heilan fjársjóð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín tengdadóttir, Margrét Hinriksdóttir. Þetta er svo skrýtið, ég er ekki al- veg strax búin að fatta að hann Halli afi minn sé farinn. Hann hefur alltaf átt stóran sess í mínu lífi. Ég man eftir því hvað mér fannst gaman þegar ég var yngri að gista hjá ömmu og afa. Alltaf þegar ég vaknaði settist ég í svarta leðursófann, kveikti á barna- tímanum og svo fékk ég maltbrauð og heitt kakó í morgunmat. Ég gat ekki borðað maltbrauð nema að afi væri búinn að skera það í litla bita og setja ost og smjör á. Þegar ég var í pössun hjá þeim löbbuðum við oft í Elliðaár- dalinn. Það fannst mér æðislegt. Við fjölskyldan hittumst oft á laugardög- um í Eyjabakka, íbúðinni þeirra. Þeg- ar maður gengur inn tekur amma á móti manni með kossum. Síðan áður en afi fór sat hann inni í stofu og horfði á fótbolta eða handbolta. Þegar mað- ur hefur lokið því að kyssa allt þetta fólk fer maður inn í eldhús og fær sér pönnukökur úr deiginu hennar ömmu og kók. Þegar afi veiktist varð ég hrædd. Við heimsóttum hann oft og mér fannst það gott. Afi var sjómaður. Við pabbi og systkinin fórum oft niður á höfn að skoða skip. Þá sagði pabbi okk- ur frá því hvaða skipum afi hafði verið á og stundum var pabbi með þegar hann var strákur. Ég minnist ávallt þrjóskunnar í honum afa og brosinu. En núna er afi vonandi kominn á betri stað þar sem honum líður vel. Hans er sárt saknað því við elskum hann elsku besta Halla afa. Elísabet Ólafsdóttir. Þegar einhver sem maður elskar verður svona veikur eins og elsku afi minn, þá fer maður að búa sig undir það sem koma skal. Ég hélt að ég væri undirbúin en þegar á reyndi skildi ég að enginn, sama hversu mikið hann reynir, getur búið sig undir missi ást- vinar. Þessa síðustu daga sem afi minn lifði varð ég skyndilega aftur lítil stelpa, lítið afabarn. Litla stelpan sem fannst maltbrauð ekkert gott nema afi væri búinn að skera það í litla bita, og þá varð það það besta sem hún fékk. Lítil stelpa sem stóð hróðug í skól- anum og sagði öllum sem heyra vildu af sjómanninum og stríðshetjunni hon- um afa sínum. Afa sínum sem var óhemju sterkur og hraustasti afinn á öllu Íslandi. Afa sínum sem kunni og gat allt. Litla stelpan sem stóð uppi á stól við eldavélina hjá afa að læra að baka pönnukökur úr deiginu sem amma hrærði. Lítil stelpa í göngutúr í Elliðaárdalnum með afa sínum, sem beið þolinmóður á meðan hún dundaði sér við að tína blóm handa ömmu. Litla stelpan sem drakk helst bara mjólk heima hjá ömmu og afa, því að afi vildi að hún væri hraust. Þegar þú fórst, elsku afi minn, breyttist ég aftur í lítið barn. Litla stelpu sem horfði á afa sinn og sá hetju! Því það er það sem þú varst, ert og verður alltaf. Hetja. Sigrún Erla Ólafsdóttir. Hversu margir hafa átt afa með tattú, sem var í fimleikum og bakaði pönnukökur um helgar? Halli afi var víðförull maður, fyrst í starfi sínu sem sjómaður og síðan voru afi og amma dugleg að ferðast saman. Afi var vel lesinn, fylgdist með fréttum og var alltaf með veðurspá næstu daga á hreinu. Hann var FH-ingur alla tíð og vann til ýmissa verðlauna með félag- inu, m.a. í frjálsum íþróttum. Hann fylgdist vel með íþróttum og tippaði hverja helgi í enska boltanum. Afi var íþróttamaður og í afar góðu formi uns hann veiktist. Hann gekk á hverjum degi í sundlaugina í Efra Breiðholti og í ófá skipti fylgdum við honum og ömmu. Einnig fórum við oft með hon- um í göngutúr niður í Indíánagil, þar sem hann bjó til ævintýraheim fyrir okkur og við lékum okkur saman í náttúrunni. Við minnumst óteljandi ferða með honum í hvíta bílnum þar sem hann var alltaf tilbúinn að keyra okkur þegar við þurftum á því að halda. Það var einstakt hversu þægilegt var að vera nálægt afa og hversu mikil rósemd fylgdi honum. Hann var ekki margorður maður en sýndi okkur væntumþykju sína í verki. Við minn- umst ófárra morgna þar sem við sát- um og horfðum á skrípó og afi kom með maltbrauð með osti, sem hann hafði skorið niður í litla ferninga á disk fyrir okkur. Þó við barnabörnin séum 13 og eitt langafabarn hafa afi og amma lagt sig fram við að koma jafnt fram við okkur og deila athygli sinni jafnt á milli okkar. Fjölskyldan safn- aðist gjarnan saman á laugardögum hjá afa og ömmu í Eyjabakka og þar fengu allir nýbakaðar pönnukökur og nóg af ís og gosi. Þau voru alltaf ánægð að hafa okkur hjá sér, sama hversu mörg við vorum. Við vorum alltaf vel- komin og það var sjálfsagt að koma með vini, kunningja, kærustur, kær- asta og gæludýr. Við verðum ævinlega þakklát fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar með Halla afa og minnumst hans fyrir góðmennsku, styrk og hlýju. Bless, elsku afi, Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þín barnabörn. HARALDUR SIGURJÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.