Morgunblaðið - 09.03.2006, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Daðey Svein-björnsdóttir var
fædd hinn 31. mars
1922 á Uppsölum í
Seyðisfirði við Ísa-
fjarðardjúp. Hún
lést á heimili sínu á
Hrafnistu í Hafnar-
firði hinn 24. febr-
úar síðastliðinn.
Faðir hennar var
Sveinbjörn Rögn-
valdsson, f. á Svarf-
hóli í Súðavíkur-
hreppi í N-Ís. 15.
september 1886, d.
28. mars 1975, bóndi á Uppsölum
og síðar verkamaður í Bolungar-
vík. Móðir Daðeyjar var Kristín
Hálfdánardóttir, f. á Hvítanesi í
Ögurþingum í N-Ís. 22. nóvember
1896 d. 2. janúar 1951, húsfreyja á
Uppsölum í Seyðisfirði, N-Ís.
Systkini Daðeyjar voru alls 16
fædd. Af þeim komust 13 upp. Eft-
irlifandi eru Kristín Guðrún (1920)
í Bolungarvík; Halldóra Þórunn
(1926) í Reykjavík; Einar Jónatan
(1928) í Bolungarvík; Jónína Þur-
íður (1930) í Bolungarvík; Svein-
björn Stefán (1932) í Bolungarvík;
og Marta Kristín (1935). Látin eru
Hjálmar Rúnar Hafsteinsson
(1974) og börn þeirra eru Halla Líf
Hjálmarsdóttir (1996) og Jökull
Mar Hjálmarsson (2001). Fóstur-
dóttir er Ingrún Ingólfsdóttir
(1949), búsett í Hafnarfirði. Eigin-
maður (1976) er Magnús Gíslason
(1949). Sonur Ingrúnar er Hersir
Gíslason (1971), sambýliskona
hans er Carola Falk. Börn Ingr-
únar og Magnúsar eru Vala Magn-
úsdóttir (1977) og Daði Magnússon
(1978). Börn Daða og Gyðu Gunn-
arsdóttur (1984) eru Tara Daða-
dóttir (2002) og Íris Daðadóttir
(2004).
Dóttir Sigurðar er Sigurrós
Helgadóttir (1944). Eiginmaður
hennar er Þorsteinn Guðlaugsson
(1936). Sigurrós á tvær dætur af
fyrra hjónabandi, Önnu Garðars-
dóttur (1965) og Guðrúnu Karitas
Garðarsdóttur (1971). Anna á syn-
ina Garðar Þór Þorkelsson (1989)
og Agnar Frey Þorkelsson (1994)
og Guðrún dæturnar Védísi Elvu
Þorsteinsdóttur (1994) og Ásdísi
Eir Þorsteinsdóttur (1998).
Daðey, eða Dadda eins og hún
var alltaf kölluð, ólst upp í for-
eldrahúsum á Uppsölum í Seyðis-
firði vestra. Þau Daðey og Sigurð-
ur giftu sig 19. júní 1946 og bjuggu
alla tíð í Hafnarfirði, lengst af í
Köldukinn 28, en síðustu þrjú árin
á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Daðeyjar fór fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði 3. mars.
Ragnar (1916–2000) í
Bolungarvík og síðar
á Akranesi; Elísabet
(1917–1995) í Súða-
vík, Bolungarvík og á
Akranesi; Kristján
(1918–1994) í Súða-
vík og síðar í Hafn-
arfirði; Rögnvaldur
(1921–1943) á Upp-
sölum við Seyðis-
fjörð; Hálfdan (1924–
1954) á Uppsölum og
í Bolungarvík, Jónat-
an Helgi (1925–1925),
Sigurjón (1931–2003)
í Bolungarvík; Marta (1934–1934);
og andvana fæddur drengur
(1936–1936).
Eiginmaður Daðeyjar er Sigurð-
ur Jóhannsson, fyrrum sjómaður,
fæddur í Hafnarfirði, 16. júní 1921.
Fósturforeldrar hans voru Sigurð-
ur Magnússon (1876–1955) og
Kristrún Einarsdóttir (1883–1963)
í Hafnarfirði. Dóttir Daðeyjar og
Sigurðar er Kristín Halla Sigurð-
ardóttir (1957), búsett í Hafnar-
firði. Eiginmaður hennar (1987) er
Guðmundur K.G. Kolka (1957).
Dóttir Höllu er Kristrún Gunnars-
dóttir (1975). Hennar maki er
Tengdamóðir mín, Daðey Svein-
björnsdóttir, ólst upp að Uppsölum í
Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp. Í
hvert skipti sem ég kom að Uppsöl-
um fyllti maður flösku af vatni úr
Uppsalaánni fyrir Döddu, því engan
drykk mat hún meira. Minnisstæðar
eru þær stundir sem við áttum með
henni á æskuslóðum þar sem hún
sagði frá staðháttum og uppvexti í
stórum systkinahópi. Margir ætt-
ingjar muna hlátrasköll úr fjöl-
skylduboðum þegar Uppsalasyst-
urnar komu saman og rifjuðu upp
atburði frá æskuárunum.
Dadda hélt ætíð mikið upp á dæt-
ur sínar, barnabörn og svo síðar
barnabarnabörn. Hún fylgdist
einkar vel með uppvexti þeirra og
gladdist innilega yfir framförum og
sigrum þeirra. Hún var mjög stolt af
þeim og þreyttist hún aldrei að segja
mér frá þeim. Hún sýndi reyndar
allri fjölskyldunni sinni sérstaklega
mikla ræktarsemi.
Þegar ég kynnist Höllu dóttur
hennar tók hún mér fagnandi. Hún
átti auðvelt með að samfagna okkur
hjónum og samgleðjast þegar vel
gekk. Dadda trúði mjög á hið góða í
manninum og hún vildi öllum vel. Ég
minnist þess ekki að hún hafi talað
illa um nokkurn mann. Dadda var
trúuð, guðrækin og þann tíma sem
ég þekkti hana sóttu þau Sigurður
vel Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Við
söknum Döddu, en brosum í gegnum
tárin og yljum okkur í ljósinu sem
Dadda veitti okkur af mikilli rausn.
Ég kveð tengdamóður mína með
djúpri virðingu og þökk fyrir sam-
veruna.
Guðmundur K. G. Kolka.
Elsku Dadda amma mín. Ég trúi
því varla að þú sért farin. Ég sit við
eldhúsborðið og skrifa til þín hinstu
kveðju, það er sunnudagur og köld
rigningin fellur lóðrétt af himnum
ofan. Ég á alveg eins von á ykkur afa
í kaffisopa, en það var venjan hjá
ykkur að koma við í Erluásnum um
helgar, bara rétt til að knúsa Höllu
Líf og Jökul Mar. Þú lifðir fyrir að
vera með langömmubörnunum þín-
um og talaðir alltaf um hversu falleg
þau væru og vel uppalin, varst ekk-
ert að spara kossana til þeirra og
spáðir mikið í fallega hárið hennar
Höllu Lífar. Jafnframt talaðir þú
líka um hversu Jökull væri líkur
pabba sínum, með fallega brosið
hans.
Morguninn sem þú kvaddir, kom
ég til þín, kyssti þig bless og það var
svo mikill friður yfir þér, elsku
amma mín. Jafnmikill friður var í
veðrinu, en það var fallegt að horfa
út um gluggann þinn og sjá sólina
koma upp, dagurinn var rétt að
byrja hjá okkur öllum en hjá þér var
hann að enda. Það var svo skrítið að
þegar ég kom heim eftir að hafa ver-
ið hjá þér þennan morgun, tók ég að-
eins til, kveikti á kertum, og það ríkti
svo mikill friður á heimilinu og yfir
Höllu Líf og Jökli Mar. Það var eins
og þú værir þarna hjá okkur, að
hugga okkur og passa upp á litlu
langömmubörnin þín. Halla Líf skil-
ur þetta allt saman betur en Jökull,
en hann veit að Dadda langamma er
orðin engill uppi í skýjunum sem er
að passa okkur öll.
Þú ert konan sem ég man alltaf
eftir frá minni æsku. Það var alltaf
gott að koma í Köldukinnina, því þar
var alltaf tekið vel á móti öllum. Ég
man eftir öllum bíltúrunum um helg-
ar, sem náðu út fyrir borgina, oft
keyrðum við Hvalfjörðinn og það var
stoppað í hverri sjoppu og keypt
gotterí handa mér. Við sungum mik-
ið saman, bæði í bílnum og heima í
stofunni í Köldukinn. Ég var ósjald-
an í pössun hjá ykkur afa, þegar
mamma var í skólanum. Alltaf var
jafngott að fá að vera næturgestur
hjá ykkur. Það var nú oft líka hama-
gangur og mikið líf þegar við barna-
börnin vorum hjá ykkur.
Þú bjóst um okkur í gestaherberg-
inu. Þar sofnuðum við en þegar við
vöknuðum morguninn eftir vorum
við fjögur, komin á milli ykkar afa.
Þú áttir alltaf til búðing og ís handa
litlum sælkerum og nóg af kexi og
kökum.
Elsku amma mín, þú varst konan
sem kenndir mér Faðir vor og fórst
alltaf með bænirnar með mér og þú
varst konan sem passaðir alltaf upp
á að litlum tásum yrði aldrei kalt. Þú
prjónaðir ullarsokka í tonnavís og
varst óspar á þá. Þú varst kirkju-
rækin mjög, hélst mikið upp á sr.
Einar og hélt ég að þú myndir aldrei
taka öðrum presti eins og honum, en
þá kom sr. Sigríður honum til að-
stoðar í Fríkirkjunni og varð hún
strax í miklu uppáhaldi hjá þér líka.
Þegar þið afi fluttuð á Hrafnistu
varð mér mikill léttir að vita af ykkur
á stað þar sem svo mikið félagslíf
væri og alltaf einhver til staðar ef
eitthvað skyldi gerast, því þú varst
orðin þreklaus eftir síðustu veikindi
en ótrúleg varstu nú samt. Þú varst
handsterkasta kona sem ég þekkti
og ótrúlega hress að eðlisfari. Sr.
Sigríður sagði mér meira að segja að
þú hefðir gengið til altaris hjá henni
daginn áður en þú kvaddir. Sigríður
og Einar komu til okkar þar sem við
vorum að kveðja þig, og höfðu smá
bænastund með okkur og ég veit að
þú hefðir ekki viljað hafa þetta öðru-
vísi. Hvað er betra á svona stundu en
að hafa hjá sér fjölskylduna sem
unni þér svo heitt og sömuleiðis
prestana tvo sem voru þér svo kærir.
Elsku amma, ég kveð þig nú og við
DAÐEY SVEIN-
BJÖRNSDÓTTIR
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AÐALHEIÐUR HANNESDÓTTIR,
Gullsmára 9,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn
10. mars kl. 15.00.
Sjöfn Stefánsdóttir, Guðgeir Einarsson,
Sigríður Stefánsdóttir, Reynir Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
TOVE RIGMOR GUÐMUNDSSON,
Eyjabakka 1,
Reykjavík.
Helen G. Guðmundsdóttir,
Jón G. Guðmundsson,
Eiríkur G. Guðmundsson,
Ágúst G. Guðmundsson,
tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HERDÍS BJÖRNSDÓTTIR,
Varmalæk í Skagafirði,
verður jarðsungin frá Reykjakirkju á morgun,
föstudaginn 10. mars klukkan 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð
Jóhanns Péturs Sveinssonar hjá Sjálfsbjörg, landssambandi
fatlaðra.
Lovísa Sveinsdóttir,
Björn Sveinsson, Magnea K. Guðmundsdóttir,
Gísli Sveinsson, Ásta B. Ólafsdóttir,
Sigríður Sveinsdóttir, Smári Borgarsson,
Ólafur Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR,
Reykhúsum, Eyjafjarðarsveit,
áður til heimilis á
Miklubraut 58,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grundarkirkju laugardaginn
11. mars kl. 14:00.
Hallgrímur Ingvarsson, Lísbet Ingvarsson,
Brynjólfur Ingvarsson, Rósa S. Aðalsteinsdóttir,
Páll Ingvarsson, Anna Guðmundsdóttir,
Guðrún María Ingvarsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Hólmgarði 64,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn
6. mars.
Útför verður frá Fossvogskirkju mánudaginn
13. mars kl. 15.00.
Örn Edvardsson, Lena Anderssen,
Sigrún M. Guðnadóttir,
Sesselja I. Guðnadóttir, Markús Þorvaldsson,
Sigurður Guðnason, María Lilja Ilfante,
Sverrir Ó. Guðnason, Steinunn Jensdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
GUÐMUNDUR HELGI JÓNASSON
lést á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkra-
húss fimmtudaginn 2. mars.
Jarðarförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnar-
firði föstudaginn 10. mars kl. 13.00.
Pétur Georg Guðmundsson, Guðrún Kristín Bachmann,
Rúna Guðmundsdóttir, Heimir Karlsson,
Bragi Guðmundsson, Hjördís Sævarsdóttir,
Snævarr Guðmundsson, Brynhildur Kristinsdóttir,
Snorri Guðmundsson, Linda Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda
í gegnum vefsíðu Morgunblaðs-
ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg-
unblaðið í fliparöndinni – þá birt-
ist valkosturinn .
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi
ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið
fram eða grein berst ekki innan
hins tiltekna skilafrests er ekki unnt
að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur birt-
ing dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count). Ekki
er unnt að senda lengri grein. Hægt
er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein.
Minningargreinar