Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 51 MINNINGAR pössum upp á Sigga afa fyrir þig. Ég veit að þér líður vel núna og ég veit líka að þú vakir yfir okkur með þinni sterku og styrku hendi. Sofðu vel, amma mín, Þín ömmustelpa, Kristrún. Elsku Dadda mín. Þótt ég hafi innst inni verið búinn að undirbúa mig fyrir þessa fréttir, þá komu þær eins og reiðarslag. Ég fann hvernig tómleikinn og söknuðurinn kom yfir, og að geta ekki notið nærveru þinnar lengur. En ég mun ávallt minnast þín og rifja upp liðnar stundir. Það eru fjórtán ár síðan Kristrún kynnti mig fyrir ykkur hjónum. Þá vorum við rétt rúmlega unglingar. Það var alltaf svo gott og notalegt að koma til ykkar og spjalla um daginn og veginn. Þú tókst alltaf vel á móti okkur með nýbökuðum kleinum og heimalagaðri kæfu svo eitthvað sé nefnt. Ég kom eitt sinn í kaffi til þín í rifinni vinnupeysu sem vakti athygli þína. Og þegar ég kom næst, varstu búin að prjóna á mig hlýjustu og flottustu lopapeysu sem ég hef átt. Þegar við Kristrún byrjuðum að búa, þá komstu og gafst okkur kaffikönnu til að geta fengið kaffi hjá okkur. Það verður seint sagt að þú hafir ekki verið frændrækin kona, rækt- aðir mikið samband við þitt fólk og eftir að langömmubörnin komu í heiminn tókstu þau fram yfir allt annað. Þú sýndir þeim endalausa ást og umhyggju. Þú varst aldrei spör á dásemdarorðin til okkar og hvað við ættum nú yndisleg börn, fallegustu börn í heimi. Það lýsir þér kannski best, hversu umhyggjusöm og góð manneskja þú varst, þegar þú spurð- ir reglulega um hvernig foreldrar mínir, systkini og fjölskyldur þeirra hefðu það. Elsku Dadda mín, takk fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og okkur öllum. Megi Guð geyma þig um ókomna tíð. Hjálmar (Hjalli). Elsku Dadda amma. Þú varst allt- af svo góð. Þú varst skemmtileg. Við vitum að þér líður vel núna sem er gott að vita. Það var alltaf gaman að koma til þín, og gaman að hitta þig. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Við vitum að þú ert orðin fallegur engill sem passar okkur. Þín langömmubörn, Halla Líf og Jökull Mar. Ég krýp og faðma fótskör þína, frelsari minn, á bænastund. Ég legg sem barnið bresti mína bróðir, í þína líknarmund. Ég hafna auðs- og hefðarvöldum, hyl mig í þínum kærleiksöldum. (Guðmundur Geirdal.) Hún Dadda frænka, eins og við systkinin kölluðum hana, er fallin frá. Dadda og mamma okkar voru systkinadætur og voru af vestfirsku bergi brotnar. Þær ólust upp fyrir vestan, fluttu báðar ungar suður og settust að í Hafnarfirði. Dadda giftist Sigurði Jóhannssyni og eiga þau tvær dætur, Ingrúnu og Kristínu Höllu. Líf okkar fjölskyldna hefur tvinn- ast saman síðan við systkinin mun- um eftir okkur. Mamma og pabbi áttu sjö börn og var oftast líf og fjör í tuskunum á okkar heimili, alltaf að fæðast ný og ný börn. Ýmist voru þetta heimafæðingar eða fæðingar á Sólvangi og alltaf komu Dadda og Siggi heimilinu til hjálpar, þau voru einhvern veginn alltaf til staðar. Enda kölluðum við hana Döddu, þessa góðu konu, alltaf fóstru. Vin- átta þessara heimila var einstæð. Yngsta systkinið okkar, hún Ráð- hildur, var mikið fötluð. Viljum við systkinin þakka einstakan kærleik sem þau hjónin sýndu henni alla tíð sem hún lifði. Komu þau nánast á hverjum degi í heimsókn til hennar. Dadda var heilsuveil síðustu ár ævi sinnar og naut hún ástríkis Sigga til hinstu stundar. Þau voru einhvern veginn svo falleg saman rétt eins og „Börn náttúrunnar“. Við vottum ástvinum hennar okk- ar dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa hana. Kristjana, Gísli, Hafsteinn, Kristján, Freyja og Lína. Smávaxin, fíngerð kona, létt í spori, göngugarpur mikill. Kát og alltaf stutt í brosið, dugnaðarforkur. Tók á móti mér með opinn faðm, brosi og hlýjum kveðjum svo að mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar við hittumst. Smávaxin, já, en samt svo ótrú- lega stór. Hjartahlý, heiðarleg, barnelsk fjölskyldukona. Gull af manni. Daðey Sveinbjörnsdóttir, móðir æskuvinkonu minnar, Ingrúnar, er farin á vit feðranna, kona sem ég og fjölskylda mín eigum svo margt að þakka. Margar minningar koma upp í hugann þegar kynni hafa verið löng og góð en ég vil minnast á tímann fyrir um það bil 35 árum. Við hjón vorum þá bæði í námi og tveggja ára sonur okkar veiktist og gat ekki ver- ið á leikskólanum í langan tíma á eft- ir. Á þeim tíma var ekki svo gott að fá fóstur fyrir barn yfir daginn, dag- mæður ekki algengar og fátt um ráð nema að setja barn á vöggustofu. En við hjónin og sonur okkar, Aðal- steinn, vorum svo heppin að eiga að móður mína og Döddu sem tóku að sér að fóstra drenginn til skiptis yfir daginn. Þær áttu þannig drjúgan þátt í því að ég þurfti ekki að hætta námi. Það varð kært á milli Döddu og Alla og vináttan hélst ætíð síðan enda dekraði hún við hann á alla lund. Sérlega lifandi er minningin um það þegar hún hljóp um alla stofu með drenginn á bakinu og lék hest og skemmtu sér bæði konunglega. Þarna hnýttust vinaböndin á milli okkar enn betur. Dadda og Siggi, maðurinn hennar, reyndust okkur hjónunum sem aðrir foreldrar og börnunum okkar sem amma og afi. Við erum lánsöm, ég og fjölskylda mín, að hafa þekkt og fengið að njóta samveru við þau heiðurshjón gegn- um lífið. Við erum ríkari fyrir vikið. Nú er kveðjustundin við Döddu runnin upp, eftir stendur Siggi sem lifir konu sína. Elsku Siggi, Ingrún, Halla og fjöl- skyldur. Við sendum ykkur samúð- arkveðjur og biðjum allar góðar vættir að vernda ykkur og styrkja á þessum erfiða tíma. Minningin um yndislega konu lifir. Með virðingu og þökk Sigríður H. Aðalsteinsdóttir og fjölskylda. Tímarnir breytast og fólkið með, en eitt er þó víst að hjartahlýja þín var alltaf óbreytt í tímans rás. Þarna fór lítil kona með stórt hjarta sem gaf af öllu sínu hjarta ást og um- hyggju þeim sem sóttu hana heim. Heimili þitt að Köldukinn 28 í Hafn- arfirði stóð alltaf opið eins og fastur punktur í tilverunni þar sem þú stóðst við eldhúsborðið og kíktir út um gluggann til að sjá hverjir sæktu þig heim. Mér finnst eins og ég hafi þekkt þig alla ævi, enda varstu mér sem móðir allt frá því ég kom heim til þín í fyrsta skipti með Höllu dótt- ur þinni sem ungur drengur til að vinna skólaverkefni. Árin liðu og á erfiðum tíma unglingsáranna þegar ég hafði misst föður minn breiddir þú verndarvæng yfir mig og hjálp- aðir mér yfir erfiðar stundir. Þú gafst mér og minni fjölskyldu þá stærstu gjöf sem þú gast veitt mér í lífinu sem var ást og umhyggja. Ég vona, Dadda mín, að ég hafi getað endurgoldið þér þá sömu ást og um- hyggju sem þú veittir mér í þessu lífi. Þegar slík kona fellur frá verður þögn og maður veltir fyrir sér til- ganginum með lífinu. En stundin sem við öll eigum von á er runnin upp hjá Döddu. Ég veit að hún er nú komin á góðan stað þar sem hún heldur áfram að senda okk- ur hjartahlýju inn í hugskot okkar. Með þessum örfáu orðum vil ég þakka þér fyrir yndislegar stundir sem þú og fjölskylda þín hafið veitt mér og fjölskyldu minni í gegnum tíðina. Megi guð vera með þér og vernda þína fjölskyldu um ókomin ár. Sigurjón Haraldsson. FRÉTTIR BYKO hefur verið dæmt til að greiða norskum hönnuði barnastóla og fyrirtækinu sem framleiðir þá skaðabætur vegna þess að BYKO seldi barnastóla sem þykja augljós eftirlíking hins svokallaða Trip Trap-stóls. Í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag var BYKO einnig dæmt óheimilt að flytja inn eða selja stól- ana, sem framleiddir eru í Kína, en þeir voru teknir úr sölu árið 2004. Fyrirtækið Stokke stefndi BYKO eftir að fyrirtækið varð þess áskynja að BYKO var með sölu ALPHA-barnastóla sem svipaði mjög til Trip Trap stólanna, sem Stokke framleiðir. Krafðist Stokke að birgðir BYKO af stólunum yrðu gerðar upptækar, og BYKO greiddi Stokke kostnað við að farga þeim. Einnig var þess krafist að staðfest yrði að BYKO mætti ekki flytja inn, selja, flytja út eða ráðstafa ALPHA-barnastólum. Krafist var skaðabóta af BYKO vegna tapaðrar sölu sem samsvarar 1,9 milljónum króna, en auk þess krafðist Peter Opsvik, hönnuður stólanna, einnig 2 milljóna króna miskabóta frá BYKO. Sagt valda ruglingi hjá neytendum Stokke sagði í stefnu sinni að eft- irlíkingin hafi getað valdið ruglingi hjá viðskiptavinum, og valdið því að þeir álíti ranglega að eftirlíkingin sé Trip Trap stóll, eða tengsl séu milli hennar og Trip Trap stólsins. BYKO byggði varnir sínar hins veg- ar á því að ALPHA-barnastóllinn sé ekki lengur í sölu hjá BYKO, og engar ráðagerðir séu uppi um að flytja inn eintök af honum. Var einnig á því byggt að munur væri á stólunum, og ekki sé um ólögmæta eftirgerð eða eftirlíkingu að ræða. Einnig kom fram í vörnum BYKO að Stokke hafi ekki sýnt fram á að fyrirtækið hafi orðið fyrir tjóni vegna sölu BYKO á ALPHA-barna- stólnum. Stóllinn hafi kostað 7.900 kr. í verslunum BYKO, á meðan Trip Trap stóllinn hafi kostað 16.280 kr. Því hefðu þeir sem keyptu ALPHA-stólinn trúlega frekar keypt ódýrari stóla hefði ALPHA-stóllinn ekki verið til sölu. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að Trip Trap stóllinn hafi komið á markað á árunum 1971–1972, og hafi notið mikilla vinsælda. Óum- deilt sé að hönnun hans sé vernduð af lögum um höfundarrétt. Það var mat dómsins að ALPHA-stólarnir væru augljós og nærliggjandi eft- irlíking af Trip Trap stólnum, og beri engin merki um frumlega hönnun. Auðvelt sé fyrir neytendur að ruglast á stólunum. BYKO gert að ónýta birgðir BYKO var því dæmt til að ónýta óseldar birgðir af ALPHA-stólun- um innan fjögurra mánaða, og við- urkennt að óheimilt sé fyrir BYKO að flytja stólana til landsins eða frá, eða selja þá. BYKO var ennfremur dæmt til að greiða Stokke um 700 þúsund króna skaðabætur, og Ops- vik 400 þúsund króna miskabætur. BYKO var einnig gert að greiða málskostnað Stokke og Opsvik, samtals 850 þúsund krónur. Dóm Héraðsdóms Reykjaness kváðu upp þau Guðmundur L. Jó- hannesson héraðsdómari, Guð- mundur Einarsson iðnhönnuður og Þórdís Zoëga húsgagnahönnuður. Fyrir hönd Stokke sótti málið Erla S. Árnadóttir hrl., en verjandi BYKO var Ragnar Tómas Árnason hdl. BYKO dæmt vegna sölu á eftirlíkingum á vinsælli tegund barnastóla Þótti augljós eftirlíking Trip Trap-stólsins ALPHA-barnastóllinn þótti augljós eftirlíking af norska stólnum. Trip Trap-stóllinn hefur notið vin- sælda síðan hann kom á markað. Fjögur af fimm úr MR FJÖGUR af fimm ungmennum sem urðu efst í landskeppni í eðlisfræði um síðustu helgi eru úr Mennta- skólanum í Reykjavík og eitt þeirra er úr Menntaskólanum við Sund. Rangt var farið með nöfn skólanna í frétt um keppnina í Morgunblaðinu sl. þriðjudag og er beðist velvirð- ingar á því. Þá kom ekki fram röð þeirra í úrslitakeppninni en hún er eftirfarandi: Einar Búi Magnússon, Tómas Pálsson, Þórey María Mar- íusdóttir, Egill Tómasson, Einar Bjarki Gunnarsson og Bjarni Rafn Gunnarsson, en öll nema Egill Tóm- as eru úr MR. Þar sem Einar Búi, Egill og Bjarni Rafn eru of gamlir til að taka þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði hafa Freyr Sævarsson og Kjartan Örn Sigurjónsson, nem- endur í MR, verið beðnir að taka sæti í íslenska keppnisliðinu sem fer til Singapúr í júlí nk. Endanlegt keppnislið hefur þó ekki verið ákveðið þar sem nokkrir ofan- greindra nemenda bíða með að stað- festa þátttöku þar til úrslit úr stærð- fræði- og efnafræðikeppnum í mars liggja fyrir. LEIÐRÉTT SIÐANEFND Blaðamannafélag Íslands hefur úrskurðað í kæru- máli Ólafs Einarsson gegn Eiríki Jónssyni, blaðamanni DV, og Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, þáverandi ritstjórum DV. Segir siðanefnd að með fyr- irsögnum í DV þann 15. nóvem- ber síðastliðinn hafi þeir gerst brotlegir gegn siðareglum BÍ. Telur siðanefndin brotin hafa verið ámælisverð. Upphaf málsins eru fyrirsagnir sem blaðið birti á forsíðu blaðsins og innsíðu, hinn 15. nóvember síðastliðinn, þess efnis að gler- augnasali í Hafnarfirði hefði und- ir höndum lækningu gegn fugla- flensunni. Ólafur Einarsson, kærandi, segir að hann hafi hvorki í orði né riti haldið því fram að það tæki sem hann hafi undir höndum lækni fuglaflensuna. Þetta hafi blaðamaður vitað þar sem hann hafi tjáð honum það sjálfur. Í umfjöllun sinni segir siða- nefndin að hún taki undir með kæranda að framangreindar fyr- irsagnir fullyrði meira en lesa má í fréttinni sjálfri. Í henni sé bein- línis staðhæft að lækning við fuglaflensu finnist hjá kæranda. Þó svo að undirfyrirsögn dragi úr rangri fullyrðingu aðalfyrirsagn- arinnar verði að gera þá kröfu til fjölmiðla að rétt sé farið með, en það hafi ekki verið gert í þetta skiptið. Það sé því skoðun nefnd- arinnar að fyrirsagnirnar feli í sér brot á 3. grein siðareglna BÍ en þar segir meðal annars að blaðamaður skuli vanda upplýs- ingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er. DV braut gegn siðareglum ÁRLEG 12 spora ráðstefna AA- deildarinnar „Menn með mönnum“ verður haldin í Borgarholtsskóla í Grafarvogi helgina 10.–12. mars. Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Það er til lausn!“ Fyrirlesararnir, sem koma frá Bandaríkjunum, eru að þessu sinni þeir Kelvin D., Bob D. og Jim L. Ráðstefnan fer fram á ensku og hefst dagskráin föstu- dagskvöldið 10. mars kl. 20. Kaffi- sala og bóksala verður á staðnum. Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar má finna á www.aa-efni.org/conference. 12 spora ráðstefna í Borgarholtsskóla SPRON kort býður nú upp á nýtt VISA kreditkort sem eykur ávinn- ing korthafa. Vildarpunktar og endurgreiðslur eru nú sameinaðir á eitt kreditkort. Nýja kortið hefur fengið nafnið e2 Vildarkort. e2 Vildarkortið sameinar alla kosti Vildarkorts VISA og Ice- landair og e-kortsins. Ávinningur korthafa er tvíþættur því korthafar safna bæði endurgreiðslu og Vild- arpunktum – allt í sömu færslunni. Ávinningur korthafa safnast þannig: Bæði endurgreiðsla og Vildarpunktar af öllum innlendum viðskiptum með e2 Vildarkortinu – allt í sömu færslunni, viðbótar Vild- arpunktar hjá yfir 100 samstarfs- aðilum, segir í frétt frá Spron. Korthafar fá endurgreiðsluna greidda í desember ár hvert með peningaávísun. Hægt er að sækja um e2 Vildarkortið á www.e2.is. Nýtt kreditkort hjá Spron

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.