Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Þjónar/aðstoð/nemar
Perluna vantar framreiðslumenn til starfa sem
fyrst, einnig aðstoð í sal og framreiðslunema.
Upplýsingar gefa Guðni 899 5870, Tolli 891 7091
eða á thjonar@perlan.is.
Aðstoðarmaður
á tannlæknastofu
Aðstoðarmaður óskast á tannlæknastofu, fyrri
hluta dags (50-60% starf). Umsókn ásamt upp-
lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf
sendist til augldeildar Mbl. merkt: „T - 18264“.
Raðauglýsingar 569 1100
Lóðir
Lóð óskast
Byggingameistari óskar eftir að kaupa lóð,
helst undir parhús eða raðhús í Kópavogi,
Reykjavík eða Mosfellsbæ.
Fullum trúnaði heitið.
Upplýsingar í síma 690 3845.
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Markholt 17, 010203, Mosfellsbær, þingl. eig. Sigurður Ólafsson,
gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 13. mars 2006
kl. 11:00.
Víkurás 4, 040403, Reykjavík, þingl. eig. Arnþór Vilhelm Sigurðsson,
gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 13. mars 2006
kl. 14:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
8. mars 2006.
Tilboð/Útboð
Kynningarauglýsing
Þessari auglýsingu er ætlað að kynna fyrirhuguð útboð rammasamninga á vegum Ríkiskaupa á árinu
2006. Þannig geta áhugasamir birgjar og kaupendur kynnt sér þessi áform með góðum fyrirvara. Samningarn-
ir eru almennt við helstu seljendur á viðkomandi markaði en allir áhugasamir birgjar eru hvattir til að
kynna sér samningana og útboðin.
Hægt er að skoða á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is/rammasamningar hvaða samningar eru
í gildi á hverjum tíma og við hvaða birgja. Rammasamningar eru ætíð boðnir út á EES svæðinu, auglýstir
hérlendis hver þeirra fyrir sig og öllum gefinn kostur á að bjóða. Hægt er að skrá sig fyrir rafrænni tilkynningu
um þessi útboð á heimasíðu Ríkiskaupa.
Rammasamningar - Fyrirhuguð útboð á árinu 2006:
Á vegum Ríkiskaupa eru fyrirhuguð eftirfarandi rammasamningsútboð á árinu 2006
Útboð Tengiliður
fyrirhuguð hjá Ríkiskaupum
Tölvur og skyldur búnaður 2. ársfj apr.-jún. Guðmundur Hannesson
Prentun, ljósritunarþjónusta og bókband 3. ársfj. júlí-sept. Guðmundur Hannesson
Hreinlætispappír og hreinlætisefni 3. ársfj. júlí-sept. Þórhallur Hákonarson
Sendibifreiðaakstur 3. ársfj. júlí-sept. Magnús G. Sigurgeirsson
Bleiur, dömubindi og svampþvottaklútar 1. ársfj. mars-apríl. A. Katrín Arnórsdóttir
Fyrir Landspítala - háskólasjúkrahús og heilbrigðisstofnanir fyrirhuguð útboð á árinu 2006:
Fjölnota lín og sloppar 3. ársfj. júlí-sept. A. Katrín Arnórsdóttir
Uppfært yfirlit um rammasamninga sem í gildi eru er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is
Rétt er að taka fram að þessi auglýsing hefur þegar verið send til birtingar á EES.
Tilkynningar
Dettifossvegur, Hringvegur
- Norðausturvegur
Mat á umhverfisáhrifum -
athugun Skipulagsstofnunar
Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipu-
lagsstofnunar frummatsskýrslu um Dettifoss-
veg.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 9. mars til 21. apríl
2006 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Keldu-
neshrepps og á skrifstofu Skútustaðahrepps
í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.
Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu
Vegagerðarinnar: www.vegagerdin.is.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
21. apríl 2006 til Skipulagsstofnunar, Lauga-
vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur
nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrif-
um.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum, nr. 106/2000.
Skipulagsstofnun.
Félagslíf
I.O.O.F. 11 186938½
Landsst. 6006030919 VII
Í kvöld kl. 20 Lofgjörðarsam-
koma. Umsjón Harold Rein-
holdtsen. Allir velkomnir.
I.O.O.F. 5 1863107 KmK.
Fimmtudagur 9. mars 2006
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00.
Predikun Hafliði Kristinsson.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is.
Aðalfundur
Aðalfundur Reykjavíkurdeildar RKÍ verður hald-
inn þriðjudaginn 4. apríl 2006 kl. 17:00 í hús-
næði deildarinnar á Laugavegi 120 – 5. hæð.
Gengið inn frá Rauðarárstíg.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum
félagsins.
Framkvæmdastjóri.
Fundir/Mannfagnaðir
FRÉTTIR
SPARISJÓÐUR Kópavogs og félag
eldri borgara í Kópavogi gerðu
með sér samstarfssamning nýlega.
Með samningnum mun SPK
styrkja það starf sem fer fram hjá
félaginu. Meðal annars mun SPK
sjá um útgáfu og dreifingu fé-
lagsskírteina og innheimtu fé-
lagsgjalda. Jafnframt býðst öllum
félögum að stofna innlánsreikninga
hjá SPK á gullkjörum en þeir
reikningar bera hæstu vexti al-
mennra innlánsreikninga á hverjum
tíma.
Á myndinni eru þau Kristjana
Guðmundsdóttir, gjaldkeri FEBK,
Helga Björk Sigbjarnardóttir, for-
stöðumaður þjónustu- og markaðs-
sviðs SPK, og Karl Gústaf Ás-
grímsson, formaður FEBK.
SPK og FEBK gera
samstarfssamning
90 ÁR verða liðin 12. mars nk. frá
stofnun Alþýðusambands Íslands
og Alþýðuflokksins en við þau tíma-
mót má miða upphaf skipulagðrar
hreyfingar jafnaðarmanna á Ís-
landi.
Stofnfundurinn var haldinn í
Bárubúð í Vonarstræti 12. mars
1916 og hófst kl. 15.30. Á þeim stað
stendur nú Ráðhús Reykjavíkur og
þar verður hátíðarsamkoman hald-
in á sunnudaginn kemur.
Leiðtogar jafnaðarmanna fyrr og
nú munu ávarpa samkomuna, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, Jón Baldvin
Hannibalsson, fyrrverandi formað-
ur Alþýðuflokksins, og Benedikt
Davíðsson, fyrrverandi forseti Al-
þýðusambands Íslands.
Frumsýnd verður ný stuttmynd
eftir Lárus Ými Óskarsson við
handrit Péturs Gunnarssonar rit-
höfundar um inntak jafnaðarstefn-
unnar.
Karlakór Reykjavíkur syngur og
leikkonurnar Halldóra Geirharðs-
dóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir
bregða sér í gervi Pörupilta. Að af-
lokinni dagskrá verður kaffisam-
sæti í Iðnó.
90 ára afmæli
jafnaðarmanna-
hreyfingar
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá Blindrafélaginu:
Í Morgunblaðinu í dag, 8. mars
2006, er frétt á bls. 2 um frum-
varp til laga um sameiningu Sjón-
stöðvar Íslands og Heyrnar- og
talmeinastöðvar Íslands. Stjórn
Blindrafélagsins hefur, ásamt
fleirum, lýst sig mótfallna frum-
varpinu í núverandi mynd, enda
hefur ekkert tillit verið tekið til
athugasemda félagsins.
Í fyrrgreindri frétt er haft eftir
Sæunni Stefánsdóttur, aðstoð-
armanni heilbrigðisráðherra, að
frumvarpið hafi tekið breytingum
til samræmis við þær athuga-
semdir sem gerðar hafi verið.
Þessu eru forsvarsmenn
Blindrafélagsins algerlega ósam-
mála og segja að þrátt fyrir vil-
yrði um hið gagnstæða á fundum
með ráðherra og starfsmönnum
heilbrigðisráðuneytisins hafi í
engu verið tekið tillit til athuga-
semda sem lagðar voru fram af
þeirra hálfu.
Inntak frumvarpsins er óbreytt
frá þeim drögum sem félaginu
voru kynnt í október sl.
Ummæli aðstoðarmanns ráð-
herra í fjölmiðlum um að frum-
varpið hafi tekið breytingum til
samræmis við athugasemdir fé-
lagsins hafi því ekki við nein rök
að styðjast.
Yfirlýsing frá
Blindrafélaginu