Morgunblaðið - 09.03.2006, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 09.03.2006, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Þjónar/aðstoð/nemar Perluna vantar framreiðslumenn til starfa sem fyrst, einnig aðstoð í sal og framreiðslunema. Upplýsingar gefa Guðni 899 5870, Tolli 891 7091 eða á thjonar@perlan.is. Aðstoðarmaður á tannlæknastofu Aðstoðarmaður óskast á tannlæknastofu, fyrri hluta dags (50-60% starf). Umsókn ásamt upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist til augldeildar Mbl. merkt: „T - 18264“. Raðauglýsingar 569 1100 Lóðir Lóð óskast Byggingameistari óskar eftir að kaupa lóð, helst undir parhús eða raðhús í Kópavogi, Reykjavík eða Mosfellsbæ. Fullum trúnaði heitið. Upplýsingar í síma 690 3845. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Markholt 17, 010203, Mosfellsbær, þingl. eig. Sigurður Ólafsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 13. mars 2006 kl. 11:00. Víkurás 4, 040403, Reykjavík, þingl. eig. Arnþór Vilhelm Sigurðsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 13. mars 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 8. mars 2006. Tilboð/Útboð Kynningarauglýsing Þessari auglýsingu er ætlað að kynna fyrirhuguð útboð rammasamninga á vegum Ríkiskaupa á árinu 2006. Þannig geta áhugasamir birgjar og kaupendur kynnt sér þessi áform með góðum fyrirvara. Samningarn- ir eru almennt við helstu seljendur á viðkomandi markaði en allir áhugasamir birgjar eru hvattir til að kynna sér samningana og útboðin. Hægt er að skoða á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is/rammasamningar hvaða samningar eru í gildi á hverjum tíma og við hvaða birgja. Rammasamningar eru ætíð boðnir út á EES svæðinu, auglýstir hérlendis hver þeirra fyrir sig og öllum gefinn kostur á að bjóða. Hægt er að skrá sig fyrir rafrænni tilkynningu um þessi útboð á heimasíðu Ríkiskaupa. Rammasamningar - Fyrirhuguð útboð á árinu 2006: Á vegum Ríkiskaupa eru fyrirhuguð eftirfarandi rammasamningsútboð á árinu 2006 Útboð Tengiliður fyrirhuguð hjá Ríkiskaupum Tölvur og skyldur búnaður 2. ársfj apr.-jún. Guðmundur Hannesson Prentun, ljósritunarþjónusta og bókband 3. ársfj. júlí-sept. Guðmundur Hannesson Hreinlætispappír og hreinlætisefni 3. ársfj. júlí-sept. Þórhallur Hákonarson Sendibifreiðaakstur 3. ársfj. júlí-sept. Magnús G. Sigurgeirsson Bleiur, dömubindi og svampþvottaklútar 1. ársfj. mars-apríl. A. Katrín Arnórsdóttir Fyrir Landspítala - háskólasjúkrahús og heilbrigðisstofnanir fyrirhuguð útboð á árinu 2006: Fjölnota lín og sloppar 3. ársfj. júlí-sept. A. Katrín Arnórsdóttir Uppfært yfirlit um rammasamninga sem í gildi eru er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Rétt er að taka fram að þessi auglýsing hefur þegar verið send til birtingar á EES. Tilkynningar Dettifossvegur, Hringvegur - Norðausturvegur Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipu- lagsstofnunar frummatsskýrslu um Dettifoss- veg. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 9. mars til 21. apríl 2006 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Keldu- neshrepps og á skrifstofu Skútustaðahrepps í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar: www.vegagerdin.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 21. apríl 2006 til Skipulagsstofnunar, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrif- um. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. Félagslíf I.O.O.F. 11  186938½  Landsst. 6006030919 VII Í kvöld kl. 20 Lofgjörðarsam- koma. Umsjón Harold Rein- holdtsen. Allir velkomnir. I.O.O.F. 5  1863107  KmK. Fimmtudagur 9. mars 2006 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predikun Hafliði Kristinsson. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is. Aðalfundur Aðalfundur Reykjavíkurdeildar RKÍ verður hald- inn þriðjudaginn 4. apríl 2006 kl. 17:00 í hús- næði deildarinnar á Laugavegi 120 – 5. hæð. Gengið inn frá Rauðarárstíg. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Framkvæmdastjóri. Fundir/Mannfagnaðir FRÉTTIR SPARISJÓÐUR Kópavogs og félag eldri borgara í Kópavogi gerðu með sér samstarfssamning nýlega. Með samningnum mun SPK styrkja það starf sem fer fram hjá félaginu. Meðal annars mun SPK sjá um útgáfu og dreifingu fé- lagsskírteina og innheimtu fé- lagsgjalda. Jafnframt býðst öllum félögum að stofna innlánsreikninga hjá SPK á gullkjörum en þeir reikningar bera hæstu vexti al- mennra innlánsreikninga á hverjum tíma. Á myndinni eru þau Kristjana Guðmundsdóttir, gjaldkeri FEBK, Helga Björk Sigbjarnardóttir, for- stöðumaður þjónustu- og markaðs- sviðs SPK, og Karl Gústaf Ás- grímsson, formaður FEBK. SPK og FEBK gera samstarfssamning 90 ÁR verða liðin 12. mars nk. frá stofnun Alþýðusambands Íslands og Alþýðuflokksins en við þau tíma- mót má miða upphaf skipulagðrar hreyfingar jafnaðarmanna á Ís- landi. Stofnfundurinn var haldinn í Bárubúð í Vonarstræti 12. mars 1916 og hófst kl. 15.30. Á þeim stað stendur nú Ráðhús Reykjavíkur og þar verður hátíðarsamkoman hald- in á sunnudaginn kemur. Leiðtogar jafnaðarmanna fyrr og nú munu ávarpa samkomuna, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formað- ur Alþýðuflokksins, og Benedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti Al- þýðusambands Íslands. Frumsýnd verður ný stuttmynd eftir Lárus Ými Óskarsson við handrit Péturs Gunnarssonar rit- höfundar um inntak jafnaðarstefn- unnar. Karlakór Reykjavíkur syngur og leikkonurnar Halldóra Geirharðs- dóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir bregða sér í gervi Pörupilta. Að af- lokinni dagskrá verður kaffisam- sæti í Iðnó. 90 ára afmæli jafnaðarmanna- hreyfingar EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Blindrafélaginu: Í Morgunblaðinu í dag, 8. mars 2006, er frétt á bls. 2 um frum- varp til laga um sameiningu Sjón- stöðvar Íslands og Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Stjórn Blindrafélagsins hefur, ásamt fleirum, lýst sig mótfallna frum- varpinu í núverandi mynd, enda hefur ekkert tillit verið tekið til athugasemda félagsins. Í fyrrgreindri frétt er haft eftir Sæunni Stefánsdóttur, aðstoð- armanni heilbrigðisráðherra, að frumvarpið hafi tekið breytingum til samræmis við þær athuga- semdir sem gerðar hafi verið. Þessu eru forsvarsmenn Blindrafélagsins algerlega ósam- mála og segja að þrátt fyrir vil- yrði um hið gagnstæða á fundum með ráðherra og starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins hafi í engu verið tekið tillit til athuga- semda sem lagðar voru fram af þeirra hálfu. Inntak frumvarpsins er óbreytt frá þeim drögum sem félaginu voru kynnt í október sl. Ummæli aðstoðarmanns ráð- herra í fjölmiðlum um að frum- varpið hafi tekið breytingum til samræmis við athugasemdir fé- lagsins hafi því ekki við nein rök að styðjast. Yfirlýsing frá Blindrafélaginu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.